Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 12
12 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ DIGRANESSKÓLA
Starfsmann vantar nú þegar í dægradvöl í
70% starf.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna-
félags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 0290
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
Nordens Institut í Álandseyjum leitar að nýjum
FRAMKVÆMDARSTJÓRA
Nordens Institut í Álandseyjum (NIPÅ) er menningarstofnun sem
heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Hlutverk stofnunarinnar er
að styrkja menningarlíf Álandseyja í samvinnu við fulltrúa menning-
arlífsins þar og hin Norðurlöndin. Starfsemin snýst um að miðla
menningu milli Álandseyja og Norðurlandanna, svo og að sinna eigin
verkefnum.
Framkvæmdarstjóri skipuleggur starfsemina í samráði við stjórn
NIPÅ og ber ábyrgð á daglegum rekstri, fjármálum og stjórn.
Við leitum að þér sem: hefur reynslu af fjármögnun, fjármálaum-
sýslu og stjórnun innan menningargeirans; hefur faglega reynslu af
menningarstarfsemi og menningarsamskiptum; hefur góða samskipta-
hæfileika; er skapandi og hefur tengsl við breiðan hóp fulltrúa menningar-
lífsins á Norðurlöndum; getur unnið að skipulagningu starfseminnar,
bæði hvað varðar framtíðarsýn og áætlanagerð og daglega verkstýringu;
hefur reynslu af verkefnamiðuðu starfi, þar með undirbúningi verkefna og
eftirfylgni þeirra.
Ráðið er í stöðuna til 4 ára með möguleika á framlengingu til annarra 4
ára. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá nor-
ænni stofnun, samkvæmt norrænu samkomulagi, og er ráðningartíminn
viðurkenndur sem starfstími í heimalandinu. Laun og ráðningarkjör eftir
samráði við Norrænu ráðherranefndina.
Ráðning: 1. janúar 2002 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt prófskírteinum, meðmælum og öðrum fylgiskjölum
sendist til:
Nordens Institut på Åland, Köpmansgatan 10, FIN-22100
Mariehamn, Åland, og þarf að hafa borist í seinasta lagi
föstudaginn 21. september.
Nánari upplýsingar hjá:
Harriet Lundell, ritari stofnunarinnar, sími 00 354 18 25243,
netfang harriet.lundell@nordinst.aland.fi
Göran Bengtz, stjórnarformaður, sími 00 358 18 32428.
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Norrænu ráðherra-
nefndinni, sími 00 45 339 60200.
Sjá einnig heimasíðu stofnunarinnar: www.nordinst.aland.fi.
Kennarar, leikskólakennarar
og annað starfsfólk óskast
Kennarar, leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast við nýja grunnskólann og leikskólann í
Áslandi í Hafnarfirði. Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli koma til greina. Starfsfólk hefur þegar
tekið til starfa. Grunnskólinn hefst 30. ágúst og leikskólinn 3. september.
Starfsfólki býðst nám samhliða starfi og getur fengið viðurkenningu Global Education
(móðursamtök ÍMS) að námi loknu án endurgjalds.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband sem fyrst.
Íslensku menntasamtökin ses
Tilkynnið skráningu eða leitið frekari upplýsinga í síma
565 9710 eða 863 6410
Upplýsingar einnig veittar á heimasíðu okkar: www.ims.is
Hlátursleiðbeinandi
Líf & Leikur óskar nú eftir hlátursleiðbeinend-
um af öllu landinu til að halda námskeið í hlátri
og hvatningu.
Við bjóðum upp á fulla kennslu í starfi sem
getur gefið þér mjög góða tekjumöguleika (ca
kr. 15.000 pr. námskeið).
Fyrri reynsla er ekki nauðsynleg.
Þú ræður vinnutíma þínum sjálfur!
Nánari upplýsingar er að finna á netfanginu
lifleikur@hotmail.com eða í s. 849 6889. Einnig
á heimasíðu okkar www.mamut.com/lifleikur
Rafvirkjar!
Óskum eftir að ráða rafvirkja til framtíðarstarfa.
Upplýsingar á verkstæði okkar og í símum
565 8096 og 694 1500.
Rafboði ehf.,
Skeiðarási 3, Garðabæ.
Au pair Oslo/Bærum
5 manna fjölskylda óskar eftir glaðlyndri, ábyrgðarfullri,
reyklausri og um fram allt barngóðri „au-pair“ frá byrjun
sept. og fram í júlí á næsta ári. Við búum í nýju, stóru
húsi með garði í útjaðri Oslóar. Verksvið þitt verður að
aðstoða við gæslu barna og taka þátt í heimilisstörfunum
þegar með þarf. Strákarnir okkar þrír eru 7, 3½ og ½
árs. sá elsti er í skóla, sá næstelsti á leikskóla og sá yngsti
verður heima með mömmu sinni fram í apríl. Þú færð
litla vistlega íbúð í húsinu til eigin afnota. Ef þú hefur
áhuga getur þú skrifað og sent mynd af þér til:
Eva Høst og Eirik Hansen, Homansvei 25 A,
1365 Blommenholm, Norge. Sími +47 6754 5120 eða
+47 917 97 606. Netf. e-d-h@frisurf.no
Húsamálarinn
Per H. Villa, Noregi
óskar eftir fagfólki til málningarvinnu og
gólflagninga, frá ágúst/september.
Húsnæði útvegað. Fyrirtækið hefur 5 starfs-
menn og er í norðvestur Noregi.
Hafið samband við:
Maler Per H. Villa,
Skorgevik, 6390 Vestnes, Noregi.
Sími 00 959 22 062 eða 0047 711 81 388,
fax 00 47 711 81 477.
Málmiðnaðarmenn
Við leitum að fólki vönu málmsmíði, blikk-
smíði, bílasmíði eða fólki sem hefur áhuga á
að komast í hreinlega málm- og tækjasmíði.
Við þjálfum okkar fólk í þeirri framleiðslu sem
við vinnum í. Vinnuaðstaða er þrifaleg og verk-
stæðið vel tækjum búið.
Skeiðarás 8, 210 Garðabæ, sími 565 7799.
Súfistinn, Hafnarfirði
Auglýsir laus til umsóknar dagvinnustörf við
afgreiðslu og þjónustu. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma
699 3742.
Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð
á Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði.
Húsasmiðir eða lag-
hentir menn óskast
Viljum ráða nú þegar 1 til 2 smiði eða menn
vana byggingavinnu til Noregs. Tilvalið fyrir
menn sem hafa áhuga á að breyta um umhverfi
og prufa nýtt. Aðstoðum við útvegun á hús-
næði.
Upplýsingar veitir Sturla Jónsson.
Byggmester Sturla Jonsson.
Sími 0047 90568173.
Fax 0047 63831786.
Email sturjoonline.no .
Dyravarsla
Starfsmaður óskast í hlutastarf við síma- og
dyravörslu bakdyramegin í Þjóðleikhúsinu.
Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu. Laun
fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð.
Umsóknir merktar: „Dyravarsla“ berist skrif-
stofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 30.
ágúst nk.
Afgreiðslustarf
Tískuskóverslun í Kringlunni óskar eftir starf
í hlutastarf.
Upplýsingar í síma 551 8022.