Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 14
14 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Laus staða
lögreglumanns
Tvær stöður lögreglumanna eru lausar til um-
sóknar hjá lögreglunni á Ísafirði. Leitað er að
mönnum með menntun frá Lögregluskóla ríkis-
ins. (Heimilt að ráða þá sem ekki hafa lokið
prófi frá Lögregluskóla ríkisins í tímabundin
störf í lögreglunni, ef enginn skólagenginn er
tiltækur, að uppfylltum inngönguskilyrðum
Lögregluskólans).
Lögreglumenn - þarna er tækifærið að koma
til liðs við gott og skemmtilegt lögreglulið. Það
er mikil og góð breidd í starfinu á stað sem
þessum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Landssam-
bands lögreglumanna. Umsóknum skal skilað
til undirritaðs eigi síðar en 10. september nk.
Allar nánari upplýsingar veitir yfirlögregluþjónn
í síma 456 4100.
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Ólafur Helgi Kjartansson
Starfsmaður
í mötuneyti
Laust er starf í mötuneyti starfsmanna
Menntaskólans við Sund. Umsóknarfrestur
er til 30. ágúst nk. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst. Starfið felst í því að sjá
um mötuneyti fyrir starfsmenn skólans og
að annast innkaup. Reynsla og góð þekking
á sviði mat- og framreiðslu er nauðsynleg.
Leitað er að jákvæðum starfsmanni og lipr-
um í samskiptum. Launakjör skv. kjara-
samningum starfsmanna ríkisins. Umsóknir
sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoð-
arvogi 43, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum
verður svarað.
Nánari upplýsingar veita rektor og fjármála-
stjóri í símum 553 3419 og 553 7300.
Rektor.
Hjúkrunarfræðingur
óskast til starfa við sjúkrasvið Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Hvammstanga frá 15. sept. nk. eða
eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða 100% starf á dag- og kvöldvökt-
um, ásamt bakvöktum á næturnar og að hluta
um helgar. Unnin er fjórða hver helgi. Á sjúkra-
sviði eru 28 rúm fyrir hjúkrunar- og dvalar-
heimilissjúklinga.
Nánari upplýsingar veitir Helga Stefánsdóttir
hjúkrunarforstjóri í s. 451 2345 og 451 2329,
netfang helga@hghvammst.is.
Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.
Ljósadeild
Starfsmaður óskast í ljósadeild Þjóðleikhúss-
ins.
Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð.
Nánari upplýsingar veitir Páll Ragnarsson ljós-
ameistari Þjóðleikhússins.
Umsóknir merktar „Ljósadeild“ berist skrif-
stofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 5.
september nk.
Tónlistarskóli Sandgerðis
Málm- og
tréblásturskennarar
Staða málm- og tréblásturskennara er laus til
umsóknar. Skriflegar umsóknir sendist til
Bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Tjarnargötu
4, 245 Sandgerði. Nánari upplýsingar í símum
423 7360 og 899 6357.
Skólastjóri.
Íþróttafræðingar
— íþróttakennarar
Stjarnan óskar eftir að ráða íþróttakennara eða
íþróttafræðing til að sjá um íþróttaskóla fyrir
börn á aldrinum 3-5 ára.
Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast sendið um-
sóknir á skrifstofu Stjörnunnar í Stjörnu-
heimilið við Ásgarð.
Félagsfræðikennari
óskast!
Borgarholtsskóla vantar kennara strax í a.m.k.
hálfa stöðu við kennslu í félagsgreinum.
Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöð-
um, en í umsókn skal gera grein fyrir menntun
og fyrri störfum. Laun eru skv. kjarasamningi
KÍ og fjármálaráðherra. Upplýsingar um störfin
veita skólameistari og aðstoðarskólameistari
í síma 535 1700.
Umsóknir skulu berast Ólafi Sigurðssyni skóla-
meistara, Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112
Reykjavík. í síðasta lagi mánudaginn 3. septem-
ber 2001.
Skólameistari.
A
ug
l.
Þó
rh
ild
ar
22
00
.1
01
Óskum eftir að ráða
leikskólakennara eða leiðbeinanda
að leikskólanum
Sólbrekku á Seltjarnarnesi
Skólaskrifstofa
S E L T J A R N A R N E S B Æ R
Nánari upplýsingar gefa Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri
og Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 595 9291,
solbrekka@selt jarnarnes. is, eða Krist jana Stefánsdótt i r
leikskólafulltrúi í síma 595 9100, kristjana@seltjarnarnes.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskólakennara
og Launanefndar sveitarfélaga.
Komið í heimsókn, hringið eða sendið okkur tölvupóst og kynnið ykkur
skólastarfið.
Skriflegar umsóknir berist leikskólunum eða
Skólaskrifstofu Seltjarnarness fyrir 3. september nk.
Listmunaverslun
Starfskraftur óskast í fallega listmunaverslun.
Gott lundarfar og falleg framkoma kostur.
Framtíðarstarf.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „Strax — 11531“, fyrir 30. ágúst.