Vísir


Vísir - 10.07.1979, Qupperneq 2

Vísir - 10.07.1979, Qupperneq 2
Þribjudagur 10. júli 1979. 2 á Siglufirði Hvað finnst þér helst vanta hér á Siglufirði? llallfriður Njálsdóttir: „Það er margt sem vantar. Hér erekkert um að vera nema hvað þaö er bió tvisvar i viku”. Arni fyllir mótib með massa úr marmarasagi og polyster-efni. MyndirGVA Sigrún Asta Gunnarsdóttir: „Það vantar bæði iþróttavöll og iþróttahús. Lika vantar einhvern samastað fyrir unglingana”. Þeir Þórður (t.v.) og Arni (t.h.) virða fyrir sér marmarahandlaug- ar en i ár framleiða þeir á annað hundrað siikar. i miðið er að- stoðarmaður þeirra feðga. HýstáNegur iðnaOur á Siglufirði: Hrönn Pétursdóttir: „Þaö vantar skemmtistaði fyrir unglinga. Þeir sem ekki eru orönir 16 ára, geta ekkert farið”. Karl Haraldur Gunniaugsson: „Það vantar allan andsk..., en fyrst og fremst gott frystihús. Viö erum a.m.k. heilum áratug á eftir öörum i þeim efnum”. Daniel Baldursson: „Þetta er ágætt eins og það er. Þó mætti kannski bæta iþróttaaöstööuna”. Umsjón: Anna Heiður Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. Kðnnun á innkaupsverðl lyfja tll landsins lelOlr tli 35 miuión króna lækkunar: SPARNAÐUR FYRIR RÍKIÐ, EN RREYTIR EKKI ÚTSÖLUVERÐINU 1 kjölfar samanburðarkönnun- ar á innkaupsverði lyfja til Is- lands annars vegar og Englands hins vegar, hefur innflutnings- verð tiltekinna lyfja fengist lækk- að um sem nemur 35 milljónum króna á ársgrundvelli. í samtali við Sigurjón Jónsson forstöðumann Lyf jaeftirlits rikis- ins kom fram, að þessi lækkun kemur eingöngu ríkissjóði til góða, enda gilda hér reglur um hámarksverð lyfja. Samkvæmt þeim greiða sjúklingar i hæsta lagi 2000 krónur fyrir innflutt lyf en þaðsem vantar á verð lyfsins greiðir sjúkrasamlagið. Þau lyf, sem fengust lækkuð liggja ofan þessara marka i innflutnings- veröi þannig aö sá sparnaður, sem náöst hefur með þessum samningum kemur sem fyrr segir eingöngu til aö minnka útgjöld sjúkrasamlaganna og þar með rflússjóðs. Könnunin, sem gerð var, leiddi I ljós, aö'innkaupsverð lyfja til Is- lands er aö meöaltali svipað og heildsölumarkaðsverö i Eng- landi. Telst sú niðurstaöa viðun- andi meö hliðsjón af því, aö i Eng- landi er vöruverö taliö lægra en vlöa i Evrópu. Samkvæmt könn- uninni reyndist dreifing einstakra fyrirtækja mikil þannig að inn- kaupsverð nokkurra varlægra en heildsölumarkaösverð i Englandi og hið gagnstæða var upp á ten- ingnum varðandi önnur. Þrjú fyr- irtæki skáru sig úr varðandi hátt innkaupsverð og það var einmitt meö samningum við þau fyrir- tæki sem samkomulag um verð- lækkanir tókst. Sigurjón Jónsson sagði, að allt til ársloka 1978 hafi eftirlit með innkaupsverði ly fja til landsins að miklu leyti grundvallast á sam- anburði við innkaupsverð á hin- um Norðurlöndunum og væri þetta fyrsta meiriháttar úttektin sem gerð væri með England i huga. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja virðist innkaupsverð lyfja til Islands að meðaltali vera Ekki er ólíklegt, að þessi hrúga hafi lækkað um nokkrar krónur i verði I kjöifar verðlækkunarsamningsins. svipað þvi sem gerist i Danmörku og Sviþjóð, en nokkru hærra en i Noregi. I ljós hefur komið að sum dönsk fyrirtæki reyna að selja lyfjavörur sinar á sama verði og til danskra lyfjabúða, þ.e. um 10%yfir innkaupsverðiheildsala i Danmörku. 1 allmörgum tilfellum er hér um hreina milliliði að ræða, þ.e. danska umboðsaðila fyrir lyfjaverksmiðjur utan Dan- merkur. Vilja sumir þessara milliliða láta innkaupsverðið hingað breytast samhliða verð- breytingum I Danmörku en að mati Islenska heilbrigðisráðu- neytisins er það f jarri þvi að vera sjálfsagt mál. Samkvæmt nýjum lyfjalögum er eftirlit með innkaupsverði sér- lyfja fært úr höndum Lyfjaverð- lagsnefndar og er nú I höndum Lyfjaeftirlits rikisins. Auk Sigur- jóns Jónssonar forstöðumanns er einn annar starfsmaður I hálfu starfi hjá stofnuninni. 1 samtali við VIsi sagði Sigurjón, að ef Lyfjaeftírlitið ætti að geta sinnt öllum þeim verkefnum, sem þvi væri ætlaö þyrftu starfsmenn þess aðminnsta kosti að vera 2-3. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu taka innflutt sérlyf til um þaö bil 80% af heildarverð- mæti lyfjasölunnar hér á landi. —GEK Framieiöa handlaugar úr marm- ara eftir ðskum húsdygglenda Siglfirskt atvinnulíf hefur löngum verið talið einhæft með afbrigðum. Uppbygging staðar- ins hefur um langan aldur verið nær einvöröungu háð þvi sem úr sjó er dregið á hverjum tfma og vita Siglfirðingar manna best hversu fallvölt sú lukka getur verið. leinu þeirra húsa sem standa eins og minnisvarðar sildarár- anna stunda tveir feðgar fram- leiðslu sem á litið skylt við hefð- bundnar atvinnugreinar Sigl- firðinga. Þeir framleiða nefni- lega hreinlætistæki úr marm- ara. Blaöamenn Visis tóku tali þá Þórö Þóröarson og Arna son hans. — Það eru 4 ár siðan við byr j- uðum á þessu og það hefur alltaf verið 100% framleiðsluaukniijg milli ára. Núna eru milli 80 og 90% af framleiöslunni hand- laugar en við ætlum I auknum mæli að snúa okkur að sturtu- botnum og jafnvel baðkörum. Hvernig er framleiðslunni háttað? — Við lærðum aðferðina i Kanada hjá fyrirtæki sem heitir Marble Ore, og keyptum sfðan af þeim leyfi til að framleiða þetta á Islandi. Þettaferþannigfram aðfyrst er sett upp mót og boriö á það plastefni sem myndar ystu húðina. Siðan er hrært saman marmarasagi og polyster-efni I hlutföllunum 65-35 og hræran er svo sett I mótið. Eru eingöngu notuð innflutt hráefni? — Við höfum hingað til notað marmarasag sem við kaupum frá Portúgal en það er hugsan- legt að islensk efni t.d. perlu- steinn geti komið I staðinn fyrir það. Það sem aðallega háir okkur i þvi sambandi er hvað flutnings- kostnaöurinn er hár innanlands. Sem dæmi má nefna að það kostar jafnmikiö að fá efnið sent með bll frá Reykjavik eins og það kostar að fá það með skipi frá Portúgal. Annars væri mjög gaman að nota Islensk efni þvi litbrigðin i þeim eru svo falleg. Hvernig komið þið vörunni á markað? — Við höfum selt allt i gegn- um byggingavörudeild Sam- bandsins en ég vil taka fram að framleiðslan er ekki stöðluð og við framleiðum bara eftir pönt- unum. Þetta er allt gert I höndunum og útlitið ræðst af óskum kaupenda sjálfra. PM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.