Vísir


Vísir - 10.07.1979, Qupperneq 8

Vísir - 10.07.1979, Qupperneq 8
III > J .1 ; I » F/SIfí Þriöjudagur 10. júli 1979. 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Höróur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, EliasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Paisson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Slmar 86611 og 87260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 3.500á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. 180 eintakið. .Rrentun Blaðaprent h/f Norskur loðnufloti til Jan Mayen >4 V Norömenn segjast munu takmarka loönuveiöina viö Jan Mayen ef þörf krefji, en óvist er, hvort þeir hugsa sér aö miöa viö þann aflakvóta, sem um var rætt á Reykjavikurfundunum. Loðnan á miðunum við Jan AAayen gæti hugsanlega valdið eins konar loðnustríði milli ís- lendinga og Norðmanna í sumar, ef hún þá gengur á þessar slóðir, en um slíkt efast bæði norskir og íslenskir f iskif ræðingar. Að minnsta kosti virðast þeir sam- mála um að loðnugöngurnar á þessar slóðir séu alls ekki árviss- ar. Eins og f rá hef ur verið greint i fjölmiðlum náðist ekki sam- komulag milli viðræðunefnda Norðmanna og íslendinga í ráð- herrabústaðnum í Reykjavík um siðustu mánaðamót, og dugði ekki til þótt setið væri að samn- ingamakki helmingi lengur en upphaflega hafði verið ráðgert. Samningamenn voru þó nokk- urn veginn búnir að sættast á að hvorri þjóðinni um sig yrði heim- ilt að veiða 90 þúsund tonn af loðnu utan 200 sjómílna lögsögu íslands og að komið yrði á fót eins konar loðnuveiða- og haf- réttarnefnd beggja þjóðanna til þess að f jalla áfram um málin. Norðmenn tóku svo af skarið fyrir helgina og ákváðu einhliða að hefja loðnuveiðar við Jan AAayen 23. þessa mánaðar. í til- kynningu þeirri, sem norska stjórnin sendi frá sér um ákvörð- unina segir, að af hálfu norskra yfirvalda verði fylgst mjög náið með framvindu veiðanna með það f yrir augum að hægt verði að takmarka þær ef þörf krefur til verndunar stofninum. Þetta voru skárstu f réttir, sem borist gátu úr þvi sem komið var þar sem ekki tókst formlegt sam- komulag milli f rændþjóðanna, Norðmanna og íslendinga, um loðnuveiðar og aflatakmarkanir á Jan AAayen-svæðinu. Norðmenn munu líklega ætla að halda sig við þau atriði, sem viðræðunefndirnar virtust nokk- urn veginn á eitt sáttar um þótt ekki nefni þeir ákveðinn veiði- kvóta f iskiskipa sinna í opinberri tilkynningu norsku stjórnarinn- ar. Það sem skiptir þó verulegu máli í þessu sambandi og æíti að geta komið í veg fyrir árekstra þjóðanna vegna loðnuveiðanna er sú yf irlýsing Norðmanna, að þeir séu tilbúnir til þess að koma á fót samstarfsnefnd beggja ríkjanna, sem f jalli um sameiginleg hags- munamál þeirra á Jan AAayen- svæðinu. Þessi nef ndarskipan ætti að staðfesta þann skilning Norðmanna á málinu, að út- færsla þeirra á lögsögunni við Jan AAayen sé ekki þeirra einka- mál, heldur sameiginlegt mál Noregs og Islands. Islensku samninganefndar- mennirnir úr Jan AAayen-viðræð- unum á dögunum virðast þess fullvissir, að Norðmenn muni halda sig við 90.000 tonna markið fyrir veiðiflota sinn þótt í yfir- lýsingu norsku stjórnarinnar segi, að norsk yfirvöld telji sig ekki geta haft stjórn á veiðum fiskimanna frá Noregi á Jan AAayen-svæðinu nema þeir taki sér fiskveiðilögsögu á svæðinu, Um slíkt hafi verið ósamkomu- lag á viðræðuf undunum í Reykjavík en bent er á, að norska ríkisstjórnin leggi áherslu á, að gildistaka norskrar fiskveiðilög- sögu við Jan AAayen njóti skiln- ings íslensku rikisstjórnarinnar. Við verðum að treysta því, að íslensku nefndarmennirnir reyn- ist sannspáir og norskum yfir- völdum takist að takmarka loðnuveiðarnar, ef útlit er fyrir að þær fari fram úr hófi. Jaf nf ramt verðum við að vona, að aðrar veiðiþjóðir stefni ekki skipum sinum á Jan AAayen-mið- in í sumar, þar sem útilokað yrði fyrir Norðmenn að setja þeim kvóta, á meðan þeir hafa ekki formlega fiskveiðilögsögu á loðnuveiðisvæðunum. „veðrlð, landslaglð og mannfólklð er allt elns og heima i Færeyjum” - Bæjarfulllrúar irá Þórshöfn í heimsókn í Reykjavík Pétur Kristiansen, formaöur bæjarstjórnar Þórshafnar og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavikur. (Vlsismynd. J.G.) Færeysku bæjarfulltrúarnir, ásamt konum sfnum, viöslökkvibfl f Reykjavlk. Rúnar Bjarnason siökkvi liösstjóri er lengst til hægri. „Þaö er enginn vafi á þvi aö viö Þórshafnarbúar getum mik- iö lært af Reykvlkingum hvaö snertir bæjarmálefni, sérstak- lega þó skipulagsmál”, sagöi Pétur Kristiansen, formaöur bæjarstjórnar Þórshafnar i Færeyjum, en hann var i for- svari hóps bæjarfulltrúa frá Þórshöfn sem hefur dvalist hér á landi aö undanförnu. Hópurinn kom hingaö til lands á þriöjudaginn i siöustu viku en hélt utan til Færeyja aö nýju nú i morgun. Aö sögn Sigurjóns Péturssonar, forseta bæjar- stjórnar, var um kurteisisheim- sókn aö ræða og munu bæjar- stjórnir Þórshafnar og Reykja- vikur reglulega hafa skipst á slikum heimsóknum, siöast fóru reykviskir borgarfulltrúar til Færeyja fyrir tveimur árum. „Viö erum i og meö aö þefa uppi hvernig hlutirnir eru fram- kvæmdir hér á landi”, sagöi Pétur Kristiansen en færeysku bæjarfulltrúarnir skoöuöu ýmis fy rirtæki og stofnanir i borginni, Landhelgisgæslu, Slysavarnar- félagiö, Þjóöminjasafniö, Arna- stofnun, slökkvistööina og Hita- veitu Reykjavikur. Þá fóru þeir i skoöunarferö um Borgarfjörö og aöra um Þingvelli og litu þá m.a. við i virkjununum viö Sog. Er Visismenn hittu Færeying- ana aö máli voru þeir i Slökkvi- stööinni og sagöi Pétur i Gong varaformaöur bæjarstjórnar aö sér litist mjög vel á starfsemi slökkviliös Reykjavikur og væri þaöbæöi stærra og betur UtbUið en slökkviliö Þórshafnar. „Af þeim stööum sem ég hef fariötil utan Færeyja liöur mér best á íslandi”, sagöi Pétur Kristiansen „veöriö, landslagiö og mannfólkiö, allt er þetta eins og heima I Færeyjum”. —IJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.