Vísir - 10.07.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR
þriðjudagur 10. júli 1979.
Umsjón:
Sigurveig
Jónsdóttir
„Myndin fjallar um barn sem á barn”, segir Ágúst. Hér er hann að leiðbeina leikurunum I einu atriði
myndarinnar.
Hý istensK kvlk-
myndfrumsýnd
Mynd Agústs Guðmundssonar. „Lítii púia”
kemur til landsins um mánaðamótin
„Myndin er núna i endanlegri vinnslu i Bret-
landi, en ég vonast til að fá fyrsta eintakið undir
næstu mánaðamót”, sagði Ágúst Guðmundsson
kvikmyndagerðarmaður, þegar Visir spurðist
fyrir um kvikmyndina ,,Litla þúfu”, sem Ágúst
hefur nýlokið við að gera.
Agúst sagðist væntanlega
byrja á þvi að frumsýna kvik-
myndina i einhverju bióhúsinu
fyrir þá sem unnu að gerð henn-
ar og sjónvarpsmenn, þvi
myndin var helst gerð með sjón-
varpið i huga. Hins vegar varð
myndin nokkuð lengri en til stóð
i upphafi. Hún varð rúmlega
klukkustundar löng og þvi
möguleiki á að sýna hana i kvik-
myndahúsum. En i þvi efni kvað
Agúst allt enn óráðið.
„Myndin var gerð i tilefni
barnaárs”, sagði Agúst, „Hún
fjallar um barn sem á barn og
það er vist ekki hægt að gera
betur!”
Með aðalhlutverkin i „Litilli
þúfu” fara þau Sigriður Atla-
dóttir, Edda Hólm og Magnús
Ólafsson.
Næsta verkefni Agústar,
kvikmyndun á skáldsögu
Indriða G. Þorsteinssonar,
Land og synir, er nú komið vel á
veg. Allt starfsliðið hefur verið
ráðið og hefst kvikmyndun 7.
ágúst n.k. 1 aðalhlutverkum i
myndinni verða Jón Sigur-
björnsson, Sigurður Sigurjóns-
son og Ragnhildur Gisladóttir,
sem leikur dóttur Tómasar. Jón
Þórisson sér um leikmynd og
kvikmyndun annast Sigurður
Sverrir Pálsson. —SJ
Prúðir kvik-
myndaleikarar
Prúðuleikararnir vinsælu láta
sér ekki lengur nægja að heilla
sjónvarpsáhorfendur. Nú hafa
þeir lika lagt til atlögu við bió-
gesti með kvikmyndinni „The
Muppet Movie”.
Þessi atlaga hefur þó ekki tek-
ist nægilega vel hjá Kermit og
vinum hans, ef marka má um-
sögn, sem birtist i timaritinu
Time nýlega. Þar segir John
Skow að gálgahúmor sjónvarps-
þáttanna heppnist ekki eins vel i
samfelldum söguþræði kvik-
myndarinnar. A köflum sé hún
jafnvel langdregin. En þó segir
gagnrýnandinn i niðurlagi um-
sagnar sinnar:
„Töfrar Prúðuleikaranna eru
enn sem fyrr ruglingsleg röð
dásamlegra smáatriða, og ef til
vill er besti hluti myndarinnar
þegar hundurinn Hrólfur aumkar
sig yfir Kermit, sem ungfrú
Piggy hefur yfirgefið. Þeir tveir
syngja saman fallegan, angur-
væran söng um konur. Þegar
Kermit hverfur inn i nóttina, seg-
ir Hrólfur heimspekilega: „Það
er ekki oft, sem maður sér svona
grænan náunga jafn rauðgló-
andi” ”,
Ungfrú Piggy með Frank Oz, einum stjórnenda brúðanna, við töku
myndarinnar um Prúðuleikarana i Holiywood sl. haust.
Gunnar Halldór viö mynd sina Frá Straumsvik.
SÝNIR
Gunnar Halldór Sigurjónsson
opnar i dag málverkasýningu I
Eden i Hveragerði. A sýningunni
eru 27 málverk unnin i acryl, oliu
og oliukrit. Þetta er sjötta einka-
IEDEN
sýning Gunnars en auk þess hefur
hann tekið þátt i samsýningum.
Flestar myndirnar eru málaðar á
sl. tveim árum. Sýningunni lýkur
22. júli. —sj
Listaverk á heimaslððum
Rætt við Snorra Helgason um verk Gerðar Kelgadðttur. sem nú eru sýnd á Neskaupstað
í tilefni 50 ára afmælis Neskaupstaðar stendur
nú yfir sýning á verkum Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara i félagsheimilinu Egilsbúð.
Fréttaritari Visis brá sér á sýninguna og ræddi
þá stuttlega við bróður Gerðar, Snorra Helgason,
um listakonuna, sýninguna og sitthvað fleira.
Snorri var fyrst inntur eftir
þvi hvernig þessi sýning kom til.
„Það kom beiðni til min frá
forseta bæjarstjórnar, Kristni
Jóhannssyni, þess efnis að ég
hlutaðist til um að fá verk til
láns hjá Kópavogsbæ”, sagði
Snorri. „Við systkini Gerðar
höfum ánafnað Kópavogsbæ
mörg verka hennar og fylgir
gjöfinni ósk um að reist verði
safn undir verkin. Þannig kom
ég nú inn i málið”.
—■ Var vlða leitað fanga?
„Já, við fengum meira að
segja þrjá steinda glugga frá
Þýskalandi, en þar er verið að
vinna 36 glugga fyrir hið vænt-
anlega safn i Kópavogi”.
— Lögðuö þiö eitthvað sér-
stakt til grundvallar er þið völd-
uð þær myndir er hér gefur að
lita?
„Já, þaö var leitast við að fá
myndir frá þrem sköpunar-
timabilum i ævi Gerðar. Við
getum sagt frá Reykjavikur-
timabilinu, ttallutimabilinu og
Parisartimabilinu”.
— Hvernig gekk nú að fá
þessar myndir léðar?
„Það var auðvelt. Það tók til
dæmis mjög skamman tima að
koma glermyndunum i gegn um
tollinn i Reykjavik. Og úr þvi
minnst er á glermyndir, þá vil
ég geta þess að ein þeirra, sem
hér eru, er I eigu Guðmundar
Einarssonar verkfræðings, en
hún prýðir hús hans I Garða-
bæ”.
— Geturðu sagt mér eitthvað
af einstökum myndum, Snorri?
„Já þessi mynd af sjómönn-
um var lögð fram af hendi Gerð-
ar sem samkeppnistillaga um
minnismerki sjómanna I Vest-
mannaeyjum. Hún hlaut ekki
náð dómnefndar. En nú hefur
myndin verið keypt, þ.e. af-
steypa af henni I tvöfaldri stærð,
af Kaupfélaginu Fram hér i
Neskaupstað. Fyrir þvi stóð
Guðröður Jónsson sem nýverið
hætti starfi sem kaupfélags-
stjóri hér. Guöröður beitti sér
einnig fyrir þvi að kaupfélagið
gaf 500.000 krónur til að koma
nokkrum myndum Gerðar i
brons erlendis. Hafi hann þökk
fyrir. Þessi mynd, númer 42.
var pöntuð af yfirvöldum i
Frakklandi og átti að reisa hana
við innaksturinn i þorp eitt þar I
landi sem eytt var i striöinu.
Þetta er seinasta verk Gerðar.
Hún lauk þvi aldrei”.
— Geturðu sagt mér ofurlitið
frá systur þinni?
„Hún fæddist hér i Neskaup-
stað 2. april 1928 og sleit hér
barnsskónum. Nú hún fór siðar
til listnáms og lærði viða, t.d. i 2
ár við Accademia di Belle Arti i
Flórens. Fyrstu sýningu sina af
mörgum hélt hún i Paris. Þar
sem hún bjó lengst af, en einnig
bjó hún og starfaði i Þýskalandi.
Listaverk hennar er nú viða að
finna, meðal annars á Tollstöð-
i inni i Reykjavik. Verk hennar
eru fjölbreytt: höggmyndir,
skirnarfontar, lágmyndir,
steindir gluggar, mósaikmyndir
og veggmyndir. Gerður lést 17.
mai 1975 langt um aldur fram”.
— Var listalif á heimili ykk-
ar? (Faðir Snorra og Gerðar
var Helgi Pálsson tónskáld er
hér var um tima kaupfélags-
stjóri)
„Já. Ingi T. og Þórarinn Jóns-
son voru mikiö heima, meöan
við bjuggum hér. Þá var oft
hljóðfærasláttur. Faðir minn
var einnig allgóður teiknari og
móðir min, Sigriður Erlends-
dóttir, frá Sturlureykjum i
Reykholtsdal var ötul
hannyrðakona og kenndi um
tima útsaum. Otsaumarinn var
þannig unninn að fyrst var mál-
aður bakgrunnur og siðan
saumaö landslag við”.
— Manstu eitthvað frá veru
þinni hér i Neskaupstað?
„Sáralitið. Ég var átta ára er
við fluttum suður. Helst að ég
muni eftir nokkrum prökkurum
jafnöldrum minum sem ég lék
mér við. Einn þeirra heitir
Ragnar Sigurðsson, núverandi
hafnarstjóri og annar Agnar á
Tindum”.
— Hvað er þér efst i huga á
fimmtiuáraafmælinu Snorri?
„Ég veit vart. Að koma á
æskustöðvarnar og sjá breyt-
inguna. Hér er heilmikið menn-
ingarlif. Það er allt dautt á stöö-
unum i kring. Annars er staður-
inn orðinn of stór. Ég kunni bet-
ur viö hann eins og hann var”.
—ÓMJ, Neskaupstað.
Þessi mynd var tekin af Gerði
ásamt Gisla Halldórssyni arki-
tekt, þegar veggmynd hennar á
Tollstöövarhúsinu var fuligerð.