Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 1
203. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. SEPTEMBER 2001 Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, einhvers staðar í Mið- austurlöndum í næstu viku. Á myndinni eru palestínskir drengir að skoða flak bifreiðarinnar í Tulk- arem. ÍSRAELAR drápu í gær tvo Palest- ínumenn er fallbyssuþyrlur þeirra skutu eldflaugum á bifreið í bæn- um Tulkarem á Vesturbakkanum. Tilgangurinn með árásinni var þó sá að drepa þriðja manninn í bíln- um, Raad Mohammad Raaf al- Karami, sem Ísraelar saka um hryðjuverk, en honum tókst að forða sér. Skömmu síðar var ísr- aelskur hermaður skotinn ekki fjarri bænum og kona, sem með honum var, alvarlega særð. Shim- on Peres, utanríkisráðherra Ísr- aels, sagði er hann kom til Ítalíu í gær, að hann myndi eiga fund með Reuters Hjaðningavígin halda áfram  Arafat/22 Tæplega 30% íbúanna flúin burt Tblisi. AFP. GEORGÍA, þjóðin öll og ríkisvaldið, stendur frammi fyrir gífurlegum vanda sökum þess, að landflótti hinna yngri og hæfari er brostinn á. Háttsettur embættismaður greindi AFP-fréttastofunni frá þessu í gær. Toma Gugushvili, embættismaður sem hefur með höndum málefni flóttamanna og innflytjenda, sagði að samkvæmt tölum, sem stjórnvöld í Georgíu hefðu undir höndum, hefðu 900.000 manns kosið að yfirgefa landið á undanförnum árum. „Fyrir þjóð sem er um þrjár milljónir manna eru þetta lýðfræðilegar hörmungar,“ bætti hann við. Georgía er sjálfstætt ríki í Kákas- usfjöllum og heyrði forðum Sovét- ríkjunum til. Flestir kjósa að flýja fátækt, von- leysi og ófrið með því að flytjast til Rússlands. Þar búa nú um 600.000 Georgíumenn og fer fjöldi þeirra sí- fellt vaxandi. Næst koma Þýskaland, Holland, Frakkland, Bandaríkin og Grikkland. Þrátt fyrir að ekkert sé öruggt um afkomuna í nýja landinu hika Georgíumenn ekki við að kveðja land og þjóð. Meðalmánaðarlaun eru þar enda jafngildi 1.200 íslenskra króna. Forstjóri ráðningarskrifstofu í Georgíu sagði í samtali við AFP, að alþekkt væri að hámenntaðir sér- fræðingar með háskólapróf og góða tungumálakunnáttu flyttust úr landi til þess að gerast barnfóstrur. Hinir eldri eru skelfingu lostnir yfir þessari þróun. „Ég sé ekki að sonur minn eigi sér nokkra framtíð hér en mér líkar ekki að ungir Georgíumenn ráfi um heimsbyggð- ina og fái skjól í flóttamannabúðum þegar land þeirra þarfnast hæfni þeirra og greindar,“ sagði fimmtug- ur kennari í samtali við AFP í Tblisi. Georgía VONIR manna um sættir og var- anlegan frið í Makedóníu jukust í gær er þingið lýsti yfir stuðningi við þá samninga, sem tekist hafa með slafneska meirihlutanum og albanska minnihlutanum. Þar er þó aðeins um eins konar ramma að ræða og viðbúið, að ágreiningur geti orðið um útfærsluna eða smá- atriðin. Samningsramminn var sam- þykktur með 91 atkvæði gegn 19 en tveir sátu hjá. „Menn sýndu nú í verki, að þeir hafa trú á framtíðinni í þessu landi,“ sagði Arben Xha- feri, einn leiðtoga Albana, en margir óttast, að eftirleikurinn geti orðið erfiður, þær breytingar, sem gera þarf á stjórnarskránni til að uppfylla friðarsamninginn. Um- ræður um þær eiga að hefjast eftir rúma viku. Afvopnun haldið áfram Samþykkt þingsins hefur verið fagnað víða enda var eftir henni beðið svo hermenn frá NATO-ríkj- unum gætu aftur hafið að taka við vopnum frá skæruliðum. Þeir eru hins vegar tilbúnir til að hefja hernaðinn aftur fái þeir tilefni til. Var nokkur hópur skæruliða við æfingar fyrr í vikunni í Lipkovo, 20 km frá Skopje, og söng þá hástöf- um „Við erum hraustir hermenn“. Ráðamenn á Vesturlöndum virð- ast vera að komast á þá skoðun, að NATO-herliðið verði að vera leng- ur í Makedóníu en fyrirhugað var. Voru þeir Jacques Chirac, forseti Frakklands, Lionel Jospin, for- sætisráðherra Frakklands, og Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, sammála um það á fundi í Berlín á miðvikudag. Það sama kom fram hjá James Pardew, sendimanni Bandaríkjastjórnar í Makedóníu, í Moskvu í gær. Enn einn áfanginn í átt til sátta í Makedóníu Samningar milli þjóð- arbrota staðfestir Skopje. AP. Fallið frá kröfu um skiptingu Washington. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum til- kynntu í gær að þau hefðu fallið frá kröfu um að Microsoft-hugbúnaðar- fyrirtækinu yrði skipt upp og ekki verður heldur fylgt eftir ásökunum um að það hafi með ólöglegum hætti tengt saman Internet Explorer-net- vafrann og Windows-stýrikerfið. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins sagði að bandarísku ríkin 18, sem hefðu ásamt ráðuneytinu átt aðild að málarekstrinum, væru samþykk þessari niðurstöðu enda teldu þau hag neytenda best borgið með því að eyða allri óvissu um framtíð fyrirtæk- isins. Gengi hlutabréfanna lækkaði Þrátt fyrir þessa ákvörðun ætlar dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að Microsoft geti neytt tölvuframleiðendur til að nota sérstakar Windows-táknmyndir og forrit á sínum skjám og fleira í þeim dúr. Talið er að það geti haft veruleg áhrif á og tafið fyrir útkomu Windows XP, sem var fyrirhuguð í október, og vegna þess lækkaði gengi hlutabréfa í Microsoft í gær en hækkaði ekki eins og við hefði mátt búast. Málareksturinn gegn Microsoft VERKFRÆÐINGAR frönsku lög- reglunnar felldu í gær 33 metra háa styttu af Gilbert Bourdin, stofn- anda mjög sérkennilegs sér- trúarsafnaðar, og var það loka- atriðið í málaferlum, sem staðið hafa í áratug. Styttan, sem vó 1.100 tonn, var reist í óleyfi en auk þess sökuðu yfirvöld söfnuðinn um að „heilaþvo“ áhangendurna. Kenn- ingar hans eru hrærigrautur úr ýmsum trúarbrögðum en hjálpræð- ið felst í því að kyrja „om“. Reuters Goðið fellur MUNUR á heildarlaunum kvenna og karla í Noregi er næstum jafnmikill og hann var fyrir 25 árum. Er það niður- staða nýrrar könnunar. Fram kemur í Dagbladet, að norskir karlmenn hafi að með- altali 3,1 milljón ísl. kr. í árs- laun en konur rúmlega 1,8 milljónir kr. Ástæðan fyrir þessum mikla mun er þó ekki sú, að konur fái lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu, heldur felst hann aðallega í því, að margar konur eru í hlutastarfi og þær sækjast fremur eftir störfum hjá ríkinu en karlarnir. Þar eru tekjur almennt minni. Noregur hefur komið illa út að þessu leyti í alþjóðlegum könnunum, sérstaklega gagn- vart Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku. Norskar konur Rétt hálf- drættingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.