Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 23 viðvarandi. Þá hafa hneykslismál mörg orðið til þess að sverta kirkjuna og gat kardínálinn þess raunar að upplýsingar um kyn- ferðislega misnotkun tiltekinna kirkjunnar þjóna á börnum hefðu kallað „skömm“ yfir stofnunina. Þörf á byltingarkenndri hugsun O’Connor sagði í ávarpi sínu að kristnir menn á Bretlandi og einkum þær rúmu fjórar milljónir manna sem játa kaþólskan sið KRISTINDÓMURINN er nærri horfinn í Bretlandi og hefur hvorki áhrif á framgöngu stjórn- valda né almennings lengur. Þennan dóm yfir samtíðinni kvað Cormac Murphy-O’Connor, erki- biskup af Westminster og kardín- áli kaþólsku kirkjunnar í Bret- landi, upp á miðvikudag er hann ávarpaði prestastefnu í Leeds. Ummæli biskupsins hafa vakið mikla athygli í Bretlandi og þykir hann hafa komist óvenjuhart að orði þótt ekki sé óþekkt að kirkjuleiðtogar þar í landi tjái sig kröftuglega um trúarlíf lands- manna og stöðu kirkjunnar. Þannig lýsti George Carey, erki- biskup af Kantaraborg, yfir í fyrra að „guðleysi“ væri ríkjandi lífsafstaða á Bretlandi. Kirkjusókn hefur minnkað mjög þar í landi á undanliðnum árum og skortur á prestum er þyrftu að laga sig að „framandi menningu“. Þörf væri á nýrri byltingarkenndri hugsun varð- andi starfsemi kirkjunnar og hvernig henni bæri að ná til kaþ- ólskra manna, ungs fólks og trú- leysingja. Örvænting hins vestræna heims Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph sagði O’Connor m.a: „Kristindómurinn sem grundvöllur er nánast horf- inn úr lífi fólks og siðferðilegrar breytni þess, ríkisstjórnarinnar og félagslífs í Bretlandi. Kristnir menn standa nú frammi fyrir gjörbreyttum tímum og það á sérstaklega við um okkur hina kaþólsku. Örvænting hins vest- ræna heims blasir við hverjum þeim sem hana vill sjá.“ Kardínálinn tengdi þessa þróun markaðsvæðingu samfélagsins og sókn alþýðu manna eftir verald- legum gæðum: „Flestir í löndum okkar leita til markaðarins og neyslusamfélagsins … ljóst er að þeir sem treysta á markaðinn í blindni verða á endanum ófærir um að stjórna eigin lífi.“ Síðan sagði kardínálinn: „Við okkur blasir afsiðað samfélag, samfélag þar sem hið góða er það eitt sem ég vil, þar sem einu réttindin eru réttindi mín og þar sem eina lífið sem merkingu hefur eða gildi er lífið sem ég vil lifa.“ Lausnin falin í leshringjum og ungliðastarfi Mikla athygli viðstaddra vakti þegar O’Connor upplýsti að hann teldi svarið við minnkandi kirkju- sókn og dvínandi trúarlífi felast í nýjum ungliðahreyfingum, litlum bænahópum og leshringjum. „Þessi litlu samfélög eru leynd- armálið sem móta mun framtíð kirkjunnar.“ „Kristindómur nærri horfinn í Bretlandi“ Yfirlýsingar kaþólska erkibiskupsins af Westminster vekja mikla athygli ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Bandaríkjunum hefur tekið upp aftur málshöfðun lífstíð- arfanga sem vill eignast barn með konu sinni með gervi- frjóvgun. Ógilti áfrýjunarrétt- urinn sl. miðvikudag, með tveim atkvæðum gegn einu, úrskurð dómara í Sacramento í Kaliforníu, sem hafði kveðið upp úr með að fanginn, Will- iam Gerber, ætti ekki laga- legan rétt á því að senda konu sinni sæði í pósti. Einn dómaranna við áfrýj- unarréttinn var ósammála því að Gerber ætti þennan rétt, og sagði að með þessum hætti gæti Gerber „aukið kyn sitt úr fangelsinu með hraðpósti,“ og að hann virtist ekki hafa áttað sig á því að því fylgdu talsverðir ókostir að vera í fangelsi. Í meirihutaáliti réttarins sagði aftur á móti að taka bæri mál Gerbers upp aftur vegna þess að „rétturinn til að auka kyn sitt víkur ekki fyrir varðhaldi.“ Þá er fangelsisyf- irvöldum gert að sýna fram á að hætta stafi af fyrirætlun- um Gerbers. Takist yfirvöld- um ekki að sýna fram á það má Gerber senda sæði í pósti, sagði í niðurstöðu réttarins. Vill auka kyn sitt með hrað- pósti San Francisco. AP. NOKKRIR erfðabreyttir medaka- fiskar lýsa í myrkrinu í fiskabúri í Taipei á Taiwan í gær. Fyrirtækið Taikong, sem ræktaði fiskana, hyggst á næsta hálfu ári hefja markaðssetningu þeirra sem fyrstu sjálflýsandi gæludýranna. Reuters Sjálflýsandi gæludýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.