Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 21 Ve rð bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .T ilb oð in gi ld a á m eð an bi rg ði re nd as t. Y D D A / S ÍA Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI 460-3200 510-3400 431-5022 525 kr./pk. Always dömubindi 299 kr./stk. H&S sjampó 200 ml 279 kr./pk. Lenor mýkingarefn i 750 ml 599 kr./pk. Ar ie l tö f lur 32 stk. 369 kr./pk. Mr. Propre sótthre ins ik lútar fy l l ing 56 stk. Það er komið að mér að þrífa núna. FLUGLEIÐIR voru þriðja stundvís- asta flugfélagið í Evrópu á fyrri hluta ársins 2001, samkvæmt nið- urstöðum rannsókna AEA, Evrópu- sambands flugfélaga. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, má félagið ekki gefa upp hvaða flug- félög voru stundvísari en Flugleiðir samkvæmt reglum AEA. Flugfélög innan AEA megi einungis segja frá eigin árangri en ekki annarra. Vélar Flugleiða fóru í loftið á réttum tíma í 82,7% tilvika á tíma- bilinu janúar–júní, sem var vel yfir meðaltali evrópskra flugfélaga, en það var 74,7%. Alls fóru vélar Flug- leiða í loftið 5.208 sinnum á tíma- bilinu. Á sama tíma í fyrra var stundvísi Flugleiða 80,2% og þá var félagið í 7. sæti. Flugleiðir voru samkvæmt sömu rannsókn einnig þriðja stundvísasta félagið af þeim 18 sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið og fóru vélar félagsins af stað innan fimmtán mínútna frá áætluðum brottfar- artíma í 80,1% tilvika á fyrstu sex mánuðum ársins. Sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 79,1% og fjórða sæti. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum eru 29 flugfélög í Evr- ópu innan AEA, svo sem Air France, Alitalia, British Airways, Finnair, Iberia, KLM, Lufthansa, SAS, Swissair og fleiri, og fljúga 18 þeirra yfir Norður-Atlantshafið. Stundvísi hjá Flugleiðum TAP af rekstri Samvinnuferða- Landsýnar hf. nam rúmum 135 millj- ónum króna á fyrri árshelmingi og jókst um liðlega 39% frá sama tíma- bili í fyrra en tapið nam þá 97 millj- ónum króna. Tekjuskattur vegna tímabilsins, að fjárhæð 52 milljónir, er tekjufærður og nemur tap félags- ins fyrir skatta því tæpum 188 millj- ónum króna, sem er ríflega 35% aukning frá fyrra ári. Tap án af- skrifta og fjármagnsliða nam 117 milljónum og hafði aukist um tæp 25%. Tekjur Samvinnuferða-Landsýn- ar á fyrri hluta árs drógust saman um 29% miðað við fyrri hluta síðasta árs og þar af dróst sala ferða saman um 31%. Í tilkynningu félagsins til VÞÍ segir að skýringuna megi rekja til ákvarðana sem teknar hafi verið sl. vor um samdrátt í sætaframboði. Gjaldaliðir drógust einnig saman, um 24%. Mestur samdráttur gjalda- liða var í beinum kostnaði við ferðir sem var 30% lægri en í fyrra. Eigið fé í lok tímabilsins var rúm- lega 184 milljónir króna og hefur lækkað um 123 milljónir frá áramót- um eða 40%. Eiginfjárhlutfall Sam- vinnuferða-Landsýnar hf. fór úr 20,3% um áramót í 15,6% í lok júní. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 171 milljón króna á tímabilinu. Í tilkynningu félagsins segir að af- koman beri skýr merki óhagstæðrar gengisþróunar á tímabilinu sem hafi haft mikil áhrif til hækkunar á kostn- aði við ferðir og leitt til gengistaps af erlendum skuldum. Þá segir að gengislækkun íslensku krónunnar hafi orsakað yfir 100 milljóna króna gjaldahækkun á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að félagið skili hagnaði á seinni hluta ársins og það tímabil skili um 60% tekna ársins. Tekið er fram að afkoman í júlí hafi verið í samræmi við áætlanir og reksturinn í ágúst hafi gengið vel. Tap fyrir skatta jókst um 35% Tap Samvinnuferða- Landsýnar nam 135 milljónum króna HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóða- banka Íslands hf. nam tæpum 22 milljónum króna á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra nam hagn- aðurinn tæplega 15 milljónum króna. Aukningin á milli ára nemur 47%. Vaxtatekjur bankans námu 2 milljörðum króna og jukust þær um tæp 32% frá fyrra ári. Vaxtagjöld námu 1,8 milljarði króna og jukust um 30%. Vaxtamunur var 0,84% og hefur hækkað um 0,22% frá síðasta ári, sem skýrist einkum af auknum vaxtatekjum af markaðsbréfum, að því er segir í tilkynningu. Aðrar rekstrartekjur voru 139 milljónir króna sem er 24% aukning frá fyrra ári, þar af nam gengistap af annarri fjármálastarfssemi 69 millj- ónum króna. Önnur rekstrargjöld jukust um 34%, voru 265 milljónir. Heildarútlán bankans námu tæp- um 35 milljörðum á tímabilinu og jukust um 10,8% frá áramótum. Aukningin er sögð skýrast af lækkun á gengi íslensku krónunnar og verð- bólgu. Eigið fé bankans að meðtöldum víkjandi lánum var í lok júní 3 millj- arðar og hafði hækkað um rúman hálfan milljarð frá áramótum. Eig- infjárhlutfall samkvæmt CAD- reglum var 10,1% í stað 8,9% um ára- mótin. Sparisjóðabankinn stefnir að því að hætta verðleiðréttum reiknings- skilum frá og með árinu 2002. Hagnaður eykst um 47% Hagnaður Sparisjóða- bankans 22 milljónir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.