Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 21
Ve
rð
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.T
ilb
oð
in
gi
ld
a
á
m
eð
an
bi
rg
ði
re
nd
as
t.
Y
D
D
A
/
S
ÍA
Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI
460-3200 510-3400 431-5022
525 kr./pk.
Always dömubindi
299 kr./stk.
H&S sjampó 200 ml
279 kr./pk.
Lenor mýkingarefn i 750 ml
599 kr./pk.
Ar ie l tö f lur 32 stk.
369 kr./pk.
Mr. Propre sótthre ins ik lútar fy l l ing 56 stk.
Það er komið
að mér að þrífa
núna.
FLUGLEIÐIR voru þriðja stundvís-
asta flugfélagið í Evrópu á fyrri
hluta ársins 2001, samkvæmt nið-
urstöðum rannsókna AEA, Evrópu-
sambands flugfélaga.
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða, má
félagið ekki gefa upp hvaða flug-
félög voru stundvísari en Flugleiðir
samkvæmt reglum AEA. Flugfélög
innan AEA megi einungis segja frá
eigin árangri en ekki annarra.
Vélar Flugleiða fóru í loftið á
réttum tíma í 82,7% tilvika á tíma-
bilinu janúar–júní, sem var vel yfir
meðaltali evrópskra flugfélaga, en
það var 74,7%. Alls fóru vélar Flug-
leiða í loftið 5.208 sinnum á tíma-
bilinu. Á sama tíma í fyrra var
stundvísi Flugleiða 80,2% og þá var
félagið í 7. sæti.
Flugleiðir voru samkvæmt sömu
rannsókn einnig þriðja stundvísasta
félagið af þeim 18 sem fljúga yfir
Norður-Atlantshafið og fóru vélar
félagsins af stað innan fimmtán
mínútna frá áætluðum brottfar-
artíma í 80,1% tilvika á fyrstu sex
mánuðum ársins. Sambærilegar
tölur frá síðasta ári eru 79,1% og
fjórða sæti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Flugleiðum eru 29 flugfélög í Evr-
ópu innan AEA, svo sem Air
France, Alitalia, British Airways,
Finnair, Iberia, KLM, Lufthansa,
SAS, Swissair og fleiri, og fljúga 18
þeirra yfir Norður-Atlantshafið.
Stundvísi hjá Flugleiðum
TAP af rekstri Samvinnuferða-
Landsýnar hf. nam rúmum 135 millj-
ónum króna á fyrri árshelmingi og
jókst um liðlega 39% frá sama tíma-
bili í fyrra en tapið nam þá 97 millj-
ónum króna. Tekjuskattur vegna
tímabilsins, að fjárhæð 52 milljónir,
er tekjufærður og nemur tap félags-
ins fyrir skatta því tæpum 188 millj-
ónum króna, sem er ríflega 35%
aukning frá fyrra ári. Tap án af-
skrifta og fjármagnsliða nam 117
milljónum og hafði aukist um tæp
25%.
Tekjur Samvinnuferða-Landsýn-
ar á fyrri hluta árs drógust saman
um 29% miðað við fyrri hluta síðasta
árs og þar af dróst sala ferða saman
um 31%. Í tilkynningu félagsins til
VÞÍ segir að skýringuna megi rekja
til ákvarðana sem teknar hafi verið
sl. vor um samdrátt í sætaframboði.
Gjaldaliðir drógust einnig saman,
um 24%. Mestur samdráttur gjalda-
liða var í beinum kostnaði við ferðir
sem var 30% lægri en í fyrra.
Eigið fé í lok tímabilsins var rúm-
lega 184 milljónir króna og hefur
lækkað um 123 milljónir frá áramót-
um eða 40%. Eiginfjárhlutfall Sam-
vinnuferða-Landsýnar hf. fór úr
20,3% um áramót í 15,6% í lok júní.
Veltufé frá rekstri var neikvætt um
171 milljón króna á tímabilinu.
Í tilkynningu félagsins segir að af-
koman beri skýr merki óhagstæðrar
gengisþróunar á tímabilinu sem hafi
haft mikil áhrif til hækkunar á kostn-
aði við ferðir og leitt til gengistaps af
erlendum skuldum. Þá segir að
gengislækkun íslensku krónunnar
hafi orsakað yfir 100 milljóna króna
gjaldahækkun á tímabilinu.
Gert er ráð fyrir að félagið skili
hagnaði á seinni hluta ársins og það
tímabil skili um 60% tekna ársins.
Tekið er fram að afkoman í júlí hafi
verið í samræmi við áætlanir og
reksturinn í ágúst hafi gengið vel.
Tap fyrir
skatta jókst
um 35%
Tap Samvinnuferða-
Landsýnar nam
135 milljónum króna
HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóða-
banka Íslands hf. nam tæpum 22
milljónum króna á fyrri hluta ársins
en á sama tíma í fyrra nam hagn-
aðurinn tæplega 15 milljónum króna.
Aukningin á milli ára nemur 47%.
Vaxtatekjur bankans námu 2
milljörðum króna og jukust þær um
tæp 32% frá fyrra ári. Vaxtagjöld
námu 1,8 milljarði króna og jukust
um 30%. Vaxtamunur var 0,84% og
hefur hækkað um 0,22% frá síðasta
ári, sem skýrist einkum af auknum
vaxtatekjum af markaðsbréfum, að
því er segir í tilkynningu.
Aðrar rekstrartekjur voru 139
milljónir króna sem er 24% aukning
frá fyrra ári, þar af nam gengistap af
annarri fjármálastarfssemi 69 millj-
ónum króna. Önnur rekstrargjöld
jukust um 34%, voru 265 milljónir.
Heildarútlán bankans námu tæp-
um 35 milljörðum á tímabilinu og
jukust um 10,8% frá áramótum.
Aukningin er sögð skýrast af lækkun
á gengi íslensku krónunnar og verð-
bólgu.
Eigið fé bankans að meðtöldum
víkjandi lánum var í lok júní 3 millj-
arðar og hafði hækkað um rúman
hálfan milljarð frá áramótum. Eig-
infjárhlutfall samkvæmt CAD-
reglum var 10,1% í stað 8,9% um ára-
mótin.
Sparisjóðabankinn stefnir að því
að hætta verðleiðréttum reiknings-
skilum frá og með árinu 2002.
Hagnaður
eykst
um 47%
Hagnaður Sparisjóða-
bankans 22 milljónir
♦ ♦ ♦