Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar ÓliFerdinandsson
fæddist í Reykjavík
24. nóvember 1922.
Hann lést 30. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Gunnars
voru Ferdinand R.
Eiríksson skósmið-
ur, f. á Eyvindar-
stöðum í Álftanes-
hreppi 13.8. 1891,
og Magnea G. Ólafs-
dóttir, f. á Ólafsvöll-
um á Skeiðum 4.4.
1895. Systkini
Gunnars eru Vigdís,
f. 11.8. 1921, Eiríkur R., f. 14.6.
1924, Árni G., f. 13.1. 1926,
Gísli, f. 13.10. 1927, Jón J., f. 1.3.
1929, d. 20.7. 1996, og Ferdin-
and, f. 17.8. 1936. Gunnar
kvæntist 6.10. 1951 Hrefnu Guð-
brandsdóttur frá Hrafnkelsstöð-
um, f. 30.11. 1921. Börn þeirra
eru: 1) Magnea Guðrún, f. 31.7.
1945, maki Jón S.R. Pálmason, f.
30.12. 1944, börn þeirra eru
Þorgerður Guðrún, f. 22.5. 1965,
Rósa Björk, f. 2.5. 1967, Gunnar
Hrafn, f. 2.8. 1968, Viðar Ingi
Rósinberg, f. 1.9.
1970, og Björgvin,
f. 21.1. 1977. 2)
Birna, f. 16.6. 1950,
maki Hugi Magnús-
son, f. 26.9. 1949,
dóttir þeirra er
Hrefna, f. 4.2. 1977.
3) Hrafnkell, f.
12.11. 1957, maki
Kristín Þ. Jónsdótt-
ir, f. 30.11. 1957,
börn þeirra eru
Sigríður Hrefna, f.
18.5. 1977, Kristján
Páll, f. 31.5. 1981,
Margrét Lilja, f.
27.8. 1982, og Hrafnkell Óli, f.
24.7. 1991.
Gunnar útskrifaðist sem eld-
smiður frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1945. Hann hóf störf
hjá Sindrasmiðjunni árið 1941
og starfaði þar samfleytt í 48 ár.
Hann starfaði einnig með Sig-
urjóni Ólafssyni myndhöggvara,
móðurbróður sínum, við smíði á
ýmsum listaverka hans úr járni.
Útför Gunnars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Kæri pabbi, nú þegar við kveðj-
um þig og lítum yfir farinn veg,
hugsum við um öll góðu árin. Þú
sem varst alltaf svo hraustur þar til
skyndilega fyrir mánuði er þú
veiktist og varst fluttur á sjúkra-
hús. Þú varst kominn heim aftur til
mömmu sem stóð eins og klettur
við hlið þér í veikindunum þínum.
Allt var á réttri leið þegar kallið
kom fyrirvaralaust 30. ágúst síðast-
liðinn.
Pabbi ólst upp í miðbæ Reykja-
víkur í faðmi ástríkra foreldra og
var annar í röð sjö systkina. Á
Grettisgötunni bjó stórfjölskyldan
undir sama þaki.
Langamma, amma, afi, og þið
mamma auk okkar systranna.
Margar gönguferðir voru farnar
með pabba og afa, enda voru þeir
margfróðir um sögu Reykjavíkur
og sögðu okkur ófáar sögur um bæ-
inn.
Afi og amma áttu sér sælureit í
Kópavogi við Álfhólsveginn þar
sem eytt var mörgum góðum
stundum með fjölskyldunni. Afi
okkar var skósmiður á Hverfisgöt-
unni en það var einnig á Hverf-
isgötunni sem pabbi hóf sinn
starfsferil í Sindra. Ekki aðeins
unnu þeir afi hvor sínum megin við
Hverfisgötuna heldur bjuggu þeir í
sama húsi á Grettisgötu 19 til árs-
ins 1955 en þá flutti fjölskyldan á
Langholtsveg 166, í hús sem pabbi
hafði unnið við í aukavinnu í 8 ár í
sínum stopulu frítímum. Það var
svo eftir að við fluttum í Vogana
sem drengurinn fæddist okkur
systrum til mikillar gleði, það er
okkur ógleymanleg stund þegar
þessi montni faðir fór með okkur á
fæðingardeildina en við vorum ekki
eins hrifnar af þessum rauða anga,
en það var bara fyrstu sólarhring-
ana.
En alla jafna var pabbi svo ró-
legur að það gat komið fyrir að
maður héldi að hann væri ekki
heima þó hann sæti í stofunni við
ljóðalestur eða lestur Kiljans, sem
var hans uppáhaldshöfundur.
Mikinn áhuga hafði hann á fót-
bolta og alltaf var gaman að fara á
völlinn með honum. Einnig voru
skíðaferðirnar margar sem hann
fór með okkur upp í Ártúnsbrekku
á veturna. Þá var gengið frá Lang-
holtsveginum og voru það ógleym-
anlegar stundir ásamt skauta-
kennslunni á Tjörninni. Hann setti
það skilyrði að við lærðum að
synda og yrðum synd áður en
skólasundið byrjaði.
Sund var alltaf fastur liður í lífi
pabba.
Þegar við vorum flutt að heiman
þá tók hann til við að kenna
mömmu sund og upp úr því varð
fastur liður hjá þeim að fara í
Sundhöllina fyrir allar aldir.
Áhugi hans á fjölskyldumálum
var mjög mikill og hann fylgdist vel
með hvað börnin og barnabörnin
voru að gera t.d. þegar fram-
kvæmdir voru í gangi hjá fjölskyld-
unni þá stóð ekki á því að hann
fylgdist með og miðlaði reynslu
sinni til okkar.
Hafðu þökk fyrir allt
er þú varst oss ávallt!
nú mun vandhæfi slíkan að finna.
Veiti hamingjan þér
það sem hugsum nú vér,
góði hugljúfurinn bræðranna þinna!
(Jónas Hallgrímsson.)
Magnea, Birna
og Hrafnkell.
Að einu getum við mannanna
börn gengið að með öruggri vissu,
dauðanum. Dauðinn sem virðist svo
fjarlægur er í raun miklu nær en
okkur grunar og bilið stutt milli
gleði og sorgar.
Þegar ég kveð kæran tengda-
föður minn, Gunnar Óla Ferdin-
andsson, hinstu kveðju, rifjast upp
ótal minningar liðinna ára sem
geymast munu í huga mér. Allar
þær stundir sem við áttum saman í
starfi og leik eru mér ógleyman-
legar. Heimilið þitt var mér alltaf
opið, alltaf var ég velkominn í bíl-
skúrinn þinn og þú varst ætíð fús
til lána mér þín tæki og tól. Hald-
góð þekking þín og reynsla var ein-
stök og alltaf varstu tilbúinn til
þess að miðla henni til mín.
Gunnar var mér meira en góður
tengdafaðir, hann var samferða-
maður minn í nær 30 ár, yndislegur
félagi og vinur, í honum átti ég svo
mikið. Gunnar var einn sterkasti
hlekkurinn í lífskeðju minni og er
því sú staðreynd mér óbærileg að
aldrei skulum við framar sjást.
Gunnar hafði góða kímnigáfu, frá-
sagnir hans og hnittin tilsvör fengu
menn oft til að brosa, og oftast
gerði hann mesta grínið að sjálfum
sér.
Gunnar vann alla sína tíð langan
vinnudag og hlífði sér hvergi við að
afla sér og sínum farborða. Hann
gekk að öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur af elju og samvisku-
semi. Réttlætiskennd hans var lítt
gefin fyrir yfirgangssemi og sýnd-
armennsku, heldur virti hann það
sem mannlegt var. Heimilið og fjöl-
skyldan var honum meira virði en
allt annað og bar hann hag barna
sinna og barnabarna mjög fyrir
brjósti. Hann fylgdist grannt með
öllum okkar gjörðum og vildi
gjarnan fá að vera þátttakandi í
sem flestu sem við tókum okkur
fyrir hendur. Gunnar átti langa og
farsæla starfsævi, ævi sem hefur að
geyma mörg minningarbrot af ólík-
um lifnaðarháttum liðinna ára og
áratuga.
Á æskuárum sínum tók hann sér
ýmislegt fyrir hendur til að fram-
fleyta sér, en járnsmíðin átti hug
hans allan enda varð járnsmíðin
hans ævistarf. Árið 1941 fór Gunn-
ar á námssamning hjá Einari Ás-
mundssyni í Sindra og lauk hann
sveinsprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1. apríl 1945 sem eld-
smiður. Gunnar starfaði hjá
Sindrasmiðjunni næstum allan sinn
starfsaldur, fyrst hjá Einari en síð-
ar hjá Þórði syni hans og minntist
Gunnar þeirra feðga ætíð með
hlýju og góðum orðum.
Gunnar starfaði einnig með móð-
urbróður sínum Sigurjóni Ólafssyni
myndhöggvara, við smíði á hans
mörgu listaverkum, unnu þeir Sig-
urjón þau verk oftast heima í bíl-
skúrnum á Langholtsveginum.
Gunnar var gæfumaður í sínu lífi.
Hann kynntist ástinni sinni, Hrefnu
Guðbrandsdóttur frá Hrafnkels-
stöðum á Mýrum, sem síðar varð
eiginkona hans, og lífsförunautur
alla tíð. Þau byrjuðu sinn búskap á
Grettisgötu 19 og bjuggu þar til
ársins 1955 en þá flutti fjölskyldan
á Langholtsveg 166. Þau áttu far-
sælt líf saman sem einkenndist af
samheldni, dugnaði og miklum
myndarbrag.
Nú þegar komið er að ótíma-
bærri kveðjustund er efst í huga
mínum þakklæti til þín, fyrir allt
sem þú gafst mér. Styrkur þinn og
kærleikur í minn garð var mér svo
mikils virði, fyrir það þakka ég af
heilum hug. Megi guð gefa okkur
öllum styrk.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Hugi.
Kæri Gunnar, einhvern veginn
fannst mér að ég fengi alltaf að
hafa þig hjá okkur þar sem þú og
Hrefna voruð fastur punktur í til-
veru okkar. Alltaf vissum við hvar
þið voruð, ef okkur langaði til að
hitta ykkur, því ef þið voruð ekki
heima, þá var ekki annað en að
keyra hringinn sem þið fóruð í ykk-
ar daglegu gönguferðum og hitta
ykkur og þannig hélt ég að það yrði
ávallt.
En þar sem nú er komið að
kveðjustund langar mig að þakka
þér allar ánægjustundirnar sem við
áttum saman og á ég margs að
minnast. Margar ljúfar minningar
koma upp í hugann um þig frá því
fyrst er ég kom á heimili ykkar
Hrefnu á Langholtsvegi 166. Strax
frá fyrsta degi er ég flutti inn á
heimili ykkar, aðeins sextán ára,
tókuð þið mér eins og ég væri dótt-
ir ykkar og lýsir það ykkur vel þeg-
ar Sigga fæddist er ykkur fannst
ekki annað koma til greina en að
við flyttum í hjónaherbergið því
það þyrfti að vera rúmt um okkur.
Í þau fjögur ár sem við bjuggum
hjá ykkur þótti þér ekkert sjálf-
sagðara en að keyra mig á hverjum
degi í vinnuna. Hugulsemin og
væntumþykjan einkenndi þig ávallt
eins og t.d. eftir að ég byrjaði aftur
í skóla varst þú alltaf kominn upp í
Baughús til að taka á móti Óla er
hann kom heim úr skólanum, því
ekki vildir þú að hann væri einn
heima.
Þannig varst þú, Gunnar, alltaf
tilbúinn fyrir alla fjölskylduna ef
eitthvað var um að vera og fyrir
það vil ég þakka þér sérstaklega.
Eins vil ég þakka þér áhugann sem
þú sýndir á öllu því sem við gerð-
um, var því alltaf gaman að fara til
ykkar Hrefnu til að sýna ykkur eða
segja ykkur frá því sem við vorum
að gera. Ef einhverjar framkvæmd-
ir voru hjá okkur varst þú ávallt sá
fyrsti til að mæta á staðinn, t.d
þegar við vorum að byggja í Baug-
húsum komstu daglega og fylgdist
með, ,,eftirlitsmaðurinn“ eins og við
kölluðum þig, því þú vildir fylgjast
með að allt færi rétt fram.
Því er ég mjög ánægð með að þú
hafðir séð teikningarnar af húsinu
okkar kvöldinu áður en þú fórst og
við vitum að þú munt einnig fylgj-
ast með framkvæmdum okkar í
Garðabænum.
Gunnar, hver trekkir klukkuna
núna? Þess á ég eftir að sakna að
þú komir ekki og trekkir klukkuna,
því alltaf ef það leið of langur tími
milli heimsókna þinna og klukkan
var stoppuð var notalegt að heyra
aftur í henni, þá vissi maður að þú
hafðir komið.
Kæri Gunnar, ég kveð þig að lok-
um með þakklæti fyrir allt það
góða sem þú gafst okkur og allar
þær stundir sem við áttum saman.
Kveðja,
Kristín (Kiddý).
Elsku afi minn. Það er svo sárt
að hugsa til þess að þú sért farinn
og komir aldrei aftur. Þegar ég
fékk fréttina um að þú værir látinn
fannst mér sem það hlyti að vera
hræðilegur draumur, ég sem var
nýbúin að hitta þig. Þú hvattir mig
til dáða í öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur hvort sem það var
skólinn, vinnan eða lífið sjálft. Þú
tókst mér alltaf opnum örmum og
gott var að vera í návist þinni.
Skemmtilegar frásagnir þínar af
uppvaxtarárum þínum komu oft til
umræðu, skreyttar þinni einstöku
kímnigáfu. Þegar ég var barn
dvaldi ég oft hjá þér og ömmu á
Langholtsveginum. Allir skemmti-
legu göngutúrarnir sem við fórum í
eru mér minnisstæðir. Einnig fór-
um við oft í sundlaugarnar því það
var kappsmál hjá þér að kenna
okkur að synda.
Fyrir fáeinum vikum keyrðum
við austur í sumarbústað til
mömmu og pabba. Á leiðinni austur
hlustaðir þú á uppáhaldstenórana
GUNNAR ÓLI
FERDINANDSSON
✝ Einar Guðmund-ur Sólberg Axels-
son fæddist í Reykja-
vík 26. júní 1934.
Hann lést í Arnar-
holti á Kjalarnesi 27.
ágúst síðastliðinn.
Móðir hans var
Halldóra Bjarnadótt-
ir, vinnukona, f. 11.
júlí 1901 í Hafnar-
firði, d. á Eskifirði í
sept. 1936 af hörmu-
legum slysförum.
Foreldrar hennar
voru Kristín Einars-
dóttir og Bjarni Hall-
dórsson búandi í Hagakoti á Álfta-
nesi. Faðir Einars var Axel Óskar
Guðmundsson, kynd-
ari, f. 11. sept. 1906 í
Reykjavík, d. 22.
apríl 1965. Fóstur-
foreldrar Einars
voru María Jónsdótt-
ir, matselja og
saumakona, f. 19.
janúar 1889 á Horni í
Helgafellssveit, d.
11. des 1946 í Rvk,
og Hinrik Halldórs-
son, verkamaður, f.
7. nóv. 1887 á Naust-
um í Eyrarhreppi í
N- Ís., d. 17. júní
1942 í Rvk. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Útför Einars fór fram í kyrrþey.
Ekkert nái að yfirbuga
andans hreina góðleik þinn.
Óskin mín af heilum huga
hríni á þér vinur minn.
(Pétur J. Hraunfjörð)
Á fyrstu áratugum síðustu aldar
var mikil og almenn fátækt á Íslandi,
ungar og ógiftar mæður voru ekki
hátt skrifaðar eða fátækt barnafólk
og þeir sem fluttu til Reykjavíkur
urðu að vinna sér þar sveitfesti, ef
þeir gátu ekki séð fyrir sér sökum
sjúkdóma eða atvinnuleysis voru
þeir sendir heim á sína sveit allt
fram á seinni hluta fjórða tugar síð-
ustu aldar.
Halldóra móðir Einars var fátæk
og umkomulaus stúlka með lítið
sjálfstraust sem vann fyrir sér í vist-
um hjá misjöfnum húsbændum sem
lítið tillit tóku til heilsufars vinnu-
hjúa sinna. Nokkrum mánuðum eftir
fæðingu Einars var hann tekinn af
móður sinni og fyrir atbeina Barna-
verndaryfivalda komið í fóstur, þar
sem ekki var alltaf vel hugsað um
barnið. Eftir að móðir Einars missti
drenginn frá sér, ræður hún sig í vist
til hjóna sem fluttu seinna til Eski-
fjarðar. Þau beittu hana svo miklu
harðræði að hún fékk ekki að hafa
samband hvorki við barnið sitt né
nokkurn annan og höfum við það fyr-
ir satt eftir Maríu fósturmóður Ein-
ars. Einnig var Halldóra svelt og
gekk hún í fatagörmum og var kaup-
laus. Að síðustu gafst hún upp og
gekk í sjóinn. Þetta var á sínum tíma
Hæstaréttarmál en það þótti ekki
ástæða til að dæma fyrir slæma með-
ferð á vinnukonunni en húsbændur
Halldóru voru dæmd fyrir brugg og
ölvun við akstur.
Þá fyrst fékk Einar góða umönnun
er María Jónsdóttir og maður henn-
ar Hinrik Halldórsson gerðust fóst-
urforeldrar hans. Það kom fljótlega í
ljós að hann var þroskaheftur. Hann
var mjög kirtlaveikur þegar hann
kom til þeirra og sprungu kirtlarnir
um það leyti og fór eitrið út í blóðið.
Hann komst þó til nokkurrar
heilsu fyrir atbeina Maríu. Með
harðfylgi hennar tókst að koma hon-
um í Austurbæjarskólann og þar
lærði hann með hennar hjálp og
skólans að lesa, skrifa og reikna en
hans sérgáfa fólst í talnaspeki, hann
gat endalaust munað hvað hlutirnir
kostuðu. Hann hafði líka mjög gott
tóneyra, var fljótur að læra lög sem
hann heyrði og lærði sálma utan að
hjá Maríu og hafði yndi af að spila á
munnhörpu. Á jólunum kom hann
með fósturforeldrum sínum heim til
foreldra okkar, Péturs og Ástu
Hraunfjörð, Pétur og María voru
systkini. Þá var gengið í kringum
jólatréð og sungnir jólasálmar og
söng Einar við raust, okkur fannst
alltaf að Einar kæmi með jólin með
sér. Sem barn var hann bjarthærður
og fallegur drengur.
Þegar Einar var átta ára dó fóst-
urfaðir hans og 12 ára missti hann
fósturmóður sína. Fósturmóðir hans
var mjög reglusöm kona og hagsýn.
Hún vann fyrir þeim með því að hafa
kostgangara og Einar lærði fljótt að
hjálpa til. Hún vissi alltaf hvað hún
átti í buddunni og svo var með Einar.
Fósturforeldrar hans voru í Frí-
kirkjusöfnuðinum og Einar fór alltaf
með þeim í kirkju reglulega. Það var
því reiðarslag þegar þau féllu bæði
frá og hann aðeins 12 ára.
Það varð því þrautaganga í hans
lífi aftur. Hann fór þá til vandalausra
en heimsótti okkur þegar hann gat.
Hann vann fyrir sér á Snæfellsnesi
og í Skagafirði, þar fær hann heila-
blæðingu og er fluttur suður með
flugvél á Borgarspítalann. Þetta var
í janúar 1950 sem hann veiktist.
Það var kaldur vetur í Skagafirði
með mikilli snjókomu og frostum,
hann skrifaði okkur systrum rétt áð-
ur en hann veiktist og sagði okkur að
það væri nóg af svellum í Skagafirði
en við systurnar vorum þá í hús-
mæðraskóla á Löngumýri í Skaga-
firði.
Hann lamaðist alveg en náði
sæmilegri heilsu aftur. Hann varð
svo vistmaður í Arnarholti um 1951,
svo hann hafði verið þar í 50 ár er
hann lést. Þar undi hann sér vel og
var vel hugsað um hann. Hann vann
við heyskap og að bera út ruslið.
Eins var hann í föndri, saumaði út og
prjónaði. Hann hafði einstaklega
gaman af kvikmyndum, bæði í bíói
og sjónvarpi. Meðan foreldrar okkar
voru á lífi kom hann oft í heimsókn
og hélt vinskap við okkur á meðan
hann lifði.
Við þökkum hjúkrunarfólki og
starfsfólki Arnarholts alla þá um-
hyggju og kærleika sem þau sýndu
Einari Sólberg.
Far þú í friði.
Guðlaug og Ólöf P. Hraunfjörð.
EINAR
AXELSSON