Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sest í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Starfsemi sjóðsins gagnsæ ÓLAFUR Ísleifs-son, fram-kvæmdastjóri al- þjóðasviðs Seðlabanka Íslands, tekur sæti í fram- kvæmdastjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Wash- ington DC um tveggja ára skeið frá næstu áramót- um. Hann var spurður um hvað hið nýja starf fæli í sér. „Starfið felur í sér að vera fulltrúi átta ríkja í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Ríkin eru Norður- löndin fimm og Eystra- saltsríkin þrjú. Fulltrúinn stýrir jafnframt skrifstofu Norðurlanda og Eystra- saltsríkja hjá sjóðnum.“ – Hvaða mál koma helst til kasta framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er aðalvettvangur heimsbyggð- arinnar á sviði efnahagsmála. Enda eiga nánast öll ríki heims aðild að honum – eða 183 að tölu. Framkvæmdastjórnin fjallar um efnahagsmál í einstökum löndum og heimsbúskapinn. Eins tekur stjórnin ákvarðanir um lánveit- ingar til einstakra landa. Eitt af stærstu verkefnum sjóðsins um þessar mundir er að létta skuld- um af örbjarga þjóðum, einkum í Afríku, í samvinnu við systur- stofnun sína, Alþjóðabankann.“ – Þú hefur áður komið að starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – hvert var hlutverk þitt þá? „Bæði hef ég unnið á skrifstofu Norðurlanda hjá sjóðnum og eins tekið þátt í samstarfi Norður- landa og Eystrasaltsríkja um málefni sjóðsins fyrir utan að sitja ýmsa fundi hans. Samstarf- ið felur m.a. í sér að samræma sjónarmið og móta sameiginlega stefnu í þeim málum sem fjallað er um í framkvæmdastjórninni.“ – Hvað brennur mest á þér í sambandi við Norðurlönd og Eytrasaltsríkin varðandi sjóð- inn? „Sem betur fer erum við ekk- ert síður veitendur en þiggjend- ur í þessu samstarfi. Ísland fékk síðast lán hjá sjóðnum árið 1982 en við eins og önnur aðildarríki njótum góðs af efnahagsráðgjöf sjóðsins, hingað koma sendi- nefndir frá sjóðnum árlega og taka út þjóðarbúskapinn. Ná- grannar okkar á Norðurlöndum veita miklu fé í þróunaraðstoð, þess vegna láta þau sig varða hvað sjóðurinn fyrir sitt leyti hefst að á því sviði. Eystrasalts- ríkin hafa notið atbeina Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við að reisa við efnahag sinn. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa með sér náið samstarf þar sem öll ríkin eru jafnrétthá, þetta kjördæmi má telja einstakt að þessu leyti. Af hinum 24 stjórnarmönnum eru nú átta sem eru fulltrúar fyr- ir eitt land en hinir eru fulltrúar fyrir ríkjahópa.“ – Hvernig eru fulltrúar kjörnir? „Norðurlöndin skiptast á um að til- nefna fulltrúa og situr hver í tvö ár. Eystra- saltsríkin komu inn í sjóðinn snemma á tíunda áratugnum og gengu þá inn í kjördæmi Norð- urlanda sem var fyrir. Þeir til- nefna menn á skrifstofuna. Það sést af þessu hve náið og lýðræð- islegt samstarf ríkjanna er að Ís- land, sem er með minnstu aðild- arríkjum í sjóðnum, skuli eiga þess kost að tilnefna fulltrúa í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en þetta er gert í krafti sam- starfs Norðurlandanna þar sem allir eru jafnréttháir.“ – Hefur Ísland áður tilnefnt fulltrúa í stjórn sjóðsins? „Ísland er í hópi stofnenda sjóðsins og tilnefnir nú í fjórða sinn aðalfulltrúa í stjórn hans. Ísland tekur jafnframt í fyrsta sinn við forystu um mótun stefnu í einstökum málum innan kjör- dæmisins. “ – Eru ekki blikur á lofti í heimsbúskapnum? „Það ríkir ákveðinn uggur nú um stundir við samdrátt og viss- ar áhyggjur af framvindu efna- hagsmála í Bandaríkjunum, Evr- ópu og Japan. Það má búast við að mál þessu tengd komi mjög til kasta framkvæmdastjórnarinnar á komandi misserum. Af málum sem hafa verið ofarlega á baugi í fréttum má nefna aðstoð við lönd á borð við Argentínu. Ríkt hefur ákveðinn ótti við að sá vandi sem þar er við að etja breiðist út um Suður-Ameríku.“ – Hafa orðið miklar breytingar á starfi sjóðsins síðan þú kynnt- ist því fyrst? „Já, annars vegar nær nú sjóð- urinn til heimsins alls eftir að lönd eins og fyrrver- andi sovétlýðveldi og Sviss gengu í hann. Frá því ég starfaði við sjóðinn hefur hann orðið að alheimsstofn- un. Hins vegar er starfsemi sjóðsins orðin gagn- særri en hún var og miklar upp- lýsingar um hana að fá á heima- síðu hans og í ritum. Sjóðurinn hefur sömuleiðis stuðlað að því að koma upp leiðbeinandi reglum um gagnsæi í stjórn peningamála og hagstjórn yfirleitt, sem er auðvitað mjög í takt við tíðarand- ann.“ Ólafur Ísleifsson  Ólafur Ísleifsson fæddist 10. febrúar 1955 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1975 og BS-prófi í stærðfræði frá Há- skóla Íslands árið 1978. Meist- araprófi í hagfræði lauk hann frá Hagfræðiskóla London árið 1980. Hann hlaut réttindi til verðbréfamiðlunar 1998. Hann hefur starfað í Seðlabankanum frá árinu 1983 með hléum, með- an hann starfaði hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum 1985 -1987 og hefur setið ársfundi sjóðsins sl. 15 ár.Hann var efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar 1987 til 1988. Hann hefur stýrt alþjóðasviði Seðlabankans frá 1991. Ólafur er kvæntur Dögg Pálsdóttur hæstarréttar- lögmanni og eiga þau einn son. Ísland tekur í fyrsta sinn forystu um mótun stefnu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hóf í gær skyndihjálparátak Rauða kross Íslands og fékk um leið af- henta fyrstu bílatöskuna sem inni- heldur sjúkragögn, en slíkar bíla- töskur verða seldar um land allt. Ráðherrann kom töskunni fyrir á áberandi stað í ráðherrabílnum. Al- menningur er hvattur til að fá sér slíkar bílatöskur og koma fyrir í bílum sínum. Á morgun, laugardag, verður haldinn Evrópudagur í skyndihjálp í Kringlunni, en á þeim degi ætla evrópsk Rauða kross félög að minna á mikilvægi skyndihjálpar. Rauði krossinn mun selja bíla- töskuna í Kringlunni, en hún er einnig seld í apótekum um land allt. Hluti átaksins er samstarfssamn- ingur við Lyfjaverslun Íslands um framleiðslu á bílatöskunni. Í tösk- unni eru ýmsar nýjungar m.a. sér- stakur bílbeltahnífur, sem nota á til að skera bílbelti utan af fólki eftir slys ef ekki er unnt að losa beltin með eðlilegum hætti. Þá er í tösk- unni blásturshlíf til að koma í veg fyrir ýmiss konar smit þegar beita þarf munn við munn aðferð og ein- nota hanskar. Sjúkragögn í tösk- unni eru vel vatnsvarin og vatns- heldur leiðbeiningabæklingur fylgir með. Í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa „Banaslys í umferð- inni 1999“ kemur fram að þegar al- varleg slys eiga sér stað séu veg- farendur oft fyrstir til aðstoðar og aðhlynningar á vettvangi. Almenn kunnátta í skyndihjálp geti þá reynst dýrmæt, meðan beðið er eft- ir lögreglu, sjúkraflutningamönn- um og læknum. Segir í skýrslunni, að í nokkrum málum frá árinu 1999 sem nefndin hafi farið yfir, hefðu nærstaddir átt að bregðast við með öðrum hætti en raun varð á. Kunn- áttu almennings á Íslandi í skyndi- hjálp virtist því ábótavant og væri brýnt að bæta úr. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson með bílatöskuna og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Sala á bílatöskum með sjúkragögnum hafin Bílataska í ráðherrabílinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.