Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Hjörvar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og stjórnarmaður í Landsvirkj- un, telur virkjun við Kárahnjúka ekki hag- kvæman kost og leita eigi frekar að virkj- unarkostum sem meiri sátt ríki um. Þessu er Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, ósammála og segir fram- kvæmdirnar eitt mikilvægasta einstaka verkefnið í atvinnuuppbyggingu á Austur- landi. Hann gagnrýnir jafnframt þau sjón- armið að litið sé á byggingu virkjunar og ál- vers fyrir austan eingöngu sem aðgerð í byggðamálum og telur að hagkvæmni og arðsemi ráði þar fyrst og fremst ferðinni. Helgi Hjörvar bendir á að bæði ÍSAL og Norðuál hafi kunngert áhuga á verulegum stækkunum og segir Helgi að réttara sé að bregðast við orkuþörf þessara fyrirtækja í stað þess að byggja umdeilda virkjun við Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði. „Ég held að það sem skipti mestu máli er að það eru komnar fram óskir frá aðilum sem eru hér í stóriðjurekstri um stækkanir og um orkuframleiðslu til þeirra stækkana. Um þær framkvæmdir virðist mega ná nokkuð víðtækri sátt og sé nægilega mikið í ráðist fyrir atvinnulífið og efnahagslífið. Það sé einfaldlega ekki þörf á Noral-verkefninu og jafnvel geti því verið ofaukið.“ Að sögn Helga verður að hafa í huga hversu gríðarlega stór framkvæmd Kára- hnjúkavirkjun er ásamt byggingu 420 þús- und tonna álvers í Reyðarfirði og segist Helgi draga í efa að umsvif af slíkri stærð- argráðu verði farsæl fyrir atvinnulífið á Austfjörðum til lengri tíma litið. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur þegar menn ætla að leysa atvinnumál á einstökum svæð- um með svona gríðarlegum pakkalausnum, ríkisábyrgðum og jafnvel að fá lífeyrissjóði landsmanna til að fjárfesta í álveri sem út- lendingar virðast hafa takmarkaðan áhuga á að fjárfesta í. Þá hljóta að hringja viðvör- unarbjöllur og við hljótum að spyrja hvort við séum ekki að spóla aftur í tímann til rík- isafskipta og miðstýringar og hluta sem við höfum verið að reyna að losa okkur undan, en ekki að ráðast í stærsta ríkisfyrirtæki sögunnar.“ Helgi segir margar aðrar leiðir til at- vinnuuppbyggingar á Austurlandi heldur en að ráðast í 300 milljarða fjárfestingu í nokk- ur þúsund manna byggð. „Þetta er svo stórt. Ég er satt að segja ekki viss um að fram- kvæmd af þessari stærðargráðu og ofboðs- leg umsvif í stuttan tíma muni, þegar til lengdar lætur, vera farsæl fyrir atvinnuþró- un á Austurlandi.“ Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir að unnið sé að ýmsum mjög mikilvægum verkefnum á Austurlandi og þar á meðal í atvinnuuppbyggingu. Hann bendir t.d. á að laxeldi sé nú þegar hafið í fjörðum austanlands og þar horfi menn til hugsanlega mikilvægrar atvinnugreinar í framtíðinni. „En við leggjum hins vegar á það áherslu að stærsta einstaka verkefnið á sviði atvinnulífs á Austurlandi er auðvitað virkjun og álver. Við teljum að það verkefni sé gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun í fjórðungnum.“ Í umræðunni undanfarna daga hafa heyrst þau sjónarmið að eitt álver og 2– 3.000 manna íbúafjölgun skipti litlu máli til eða frá á Austurlandi varðandi byggðaþró- un. Aðspurður segir Smári að slík fjölgun skipti öllu máli, sér í lagi fyrir uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi en álframleiðslu á svæðinu. „Ef við ætlum að byggja upp aðrar grein- ar, eins og t.d. á sviði þjónustu og mennt- unar, þá skiptir fólksfjöldi gríðarlega miklu máli. Þetta gera sér allir ljóst sem hugsa um þessi mál. Og við leggjum mjög mikið upp úr því að þessi áform nái fram að ganga og þau skapi nýja möguleika á fjölmörgum öðr- um sviðum.“ Þá gagnrýnir Smári þau viðhorf að fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og bygg- ingu álvers í Reyðarfirði séu eingöngu að- gerð í byggðamálum en ekki alvöru fjárfesting í arðbærum iðnaði, eins og t.d. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, hafi haldið fram. Hann bendir á að fyrirtæki leggi mikla fjármuni í undirbúning arðbærr- ar framkvæmdar og það skipti öllu máli. „Allt tal um að þetta sé einhver félags- málapakki að sunnan lýsir bæði vanþekk- ingu og hroka. Að maðurinn gefi sér það nánast að það sé ekki grundvöllur og möguleiki á því að það séu til staðar arðvænleg verkefni á sviði efnahags- og atvinnulífs fyrir utan höfuð- borgarsvæðið,“ segir Smári. Hann segir jafnframt að þeir sem gagn- rýni álvers- og virkjunarframkvæmdir tali endalaust um að byggja eigi eitthvað annað. „Þegar hins vegar er beðið um raunhæf verkefni önnur verður fátt um svör eða þá svörin verða nánast hjákátleg.“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar gagnrýnir forseta borgarstjórnar Reykjavíkur Telur að álver skapi fjölmarga möguleika AÐALHEIÐUR Jóhannsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í umhverfisrétti, telur málflutning Landsvirkjunar sannfærandi sem fram kemur í stjórnsýslukæru á úrskurð Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar. Hún bendir hins vegar á að Skipulagsstofnun eigi eftir að veita umsögn um kæruna og skýra sína hlið málsins enn frekar. Að mati Aðalheiðar er það álitamál hvort hafna megi fram- kvæmd á þeim forsendum að upp- lýsingar skorti og seg- ir hún lögskýringagögn mis- vísandi hvað þetta varðar. Hún segist telja að endurskoða þurfi lögin, en þau standi í vegi fyrir eðli- legri málsmeðferð varðandi mat á um- hverfisáhrifum. Aðalheiður segir málflutninginn í kæru Landsvirkjunar sann- færandi í ljósi laganna, sér í lagi þegar litið sé á samspilið á milli 8., 9. og 10. greinar laga um mat á umhverfis- áhrifum. „Eins og Landsvirkjun leggur þetta upp hefði Skipulagsstofnun átt að gera þeim viðvart, þ.e.a.s. hvaða afleið- ingar það gæti haft ef nægilegar upplýsingar kæmu ekki fram. Þannig að þetta er sannfærandi málflutningur,“ segir Aðalheiður. Samkvæmt 10. grein stjórn- sýslulaga um rannsóknarregluna á stjórnvald að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. „Ef maður skoðar bara þetta eitt og sér, þá er spurning hvort Skipulagsstofnun hafi getað tekið ákvörðunina. Ef maður á að skilja úrskurðinn þannig að upplýsingarnar hafi ekki verið nægar, en eins og Skipulags- stofnun segir í kærunni voru tíma- mörk of stíf, er spurning hvort þeir hafi átt að taka ákvörðunina? En það er þá einnig spurning hvað þeir gátu gert annað? Þannig að þetta er mjög erfitt mál.“ Lögin leiða stjórnvöld í ógöngur Að sögn Aðalheiðar er síðan mjög erfitt að meta hvort upplýs- ingar séu á einhverjum tíma orðn- ar nægar þegar um svo flókið og um- fangsmikið mál er að ræða. „Ég get ekki sagt af eða á hvort taka megi ákvörð- unina á þessum for- sendum. Þegar mað- ur les kæruna er hún mjög sannfærandi, en ég undirstrika það að Skipulagsstofnun er ekki búin að gefa sína umsögn um kær- una og þegar hún kemur þá birtist væntanlega einhver önnur hlið á málinu, þ.e.a.s. það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að það er lagst gegn framkvæmdinni á þeim forsendum að upplýsingar séu ónógar og framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.“ Aðalheiður segir að úrskurður skipulagsstjóra og kæra Lands- virkjunar undirstriki að breyta þurfi lögunum um mat á umhverf- isáhrifum þar sem þau hindri eðli- lega málsmeðferð. „Að hafa bara þessa tvo möguleika leiðir stjórn- völd í hreinar og klárar ógöngur. Þetta gengur ekki upp eins og lög- unum er beitt miðað við 2. mgr. 11. gr. laganna. Þetta mál undirstrik- ar enn og aftur að lögunum verður að breyta.“ Að mati Aðalheiðar er 2. mgr. 11. gr. laga ekki í neinu samræmi við það aðalmarkmið lag- anna að koma fram með upplýs- ingar til þess að leyfisveitandi geti tekið ákvörðun. „Í þessu tilfelli hefði hugsanlega mátt fallast á framkvæmdina samkvæmt A-lið 2. mgr. með einhverjum skilyrðum um að frekari upplýsingar kæmu fram. En hins vegar kemur svo skýrt og greinilega fram í úr- skurðinum að framkvæmdin hefur í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif og því hefði verið órökrétt að nota þann möguleika.“ Úrskurðarformið á ekki við Aðalheiður telur að þegar mat á umhverfisáhrifum sé yfirfarið af stjórnvöldum, í þessu tilfelli Skipulagsstofnun, eigi úrskurðar- formið einfaldlega ekki við. Hún segir að búið sé að benda á að frestirnir séu of stuttir og þegar upp komi svo umfangsmikil mál standi lögin í vegi fyrir því að hægt sé að yfirfara matsskýrslu framkvæmdaaðila á eðlilegan hátt. „Þá vaknar sú spurning hvenær nægar upplýsingar liggi fyrir til að kveða upp úrskurð og hvað hægt sé að gera miklar kröfur til fram- kvæmdaaðila, en það er sjálfstætt athugunarefni út af fyrir sig. Það þarf að ræða hversu mikið er hægt að leggja á framkvæmdaraðila og hve mikið hann eigi að borga í upplýsingaöflun. Þetta undirstrikar enn og aftur að það verður að skoða betur framkvæmd laganna og athuga hvernig hún hefur verið til þessa til að reyna að fá sanngjarnari málsmeðferð. Það eru lögin sjálf, að mínu mati, sem standa í vegi fyrir því að hægt sé að reka þessi mál á sanngjarnan og eðlilegan hátt,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður Jóhannsdóttir lögfræðingur segir lög um umhverfismat hindra eðlilega málsmeðferð Sannfærandi mál- flutningur Lands- virkjunar í kærunni Aðalheiður Jóhannsdóttir MEIRIHLUTI landeigenda við Laxá á Ásum náði því samkomulagi á árlegum haustfundi Veiðifélags Lax- ár á Ásum fyrir skemmstu, að næsta sumar yrði aðeins veitt á flugu í ánni og auk þess yrði veiðitími styttur frá því sem verið hefur. Að sögn Grétu Björnsdóttur, stjórnarmanns í Veiðifélagi Laxár, verður veiðitíminn frá 15. júní og til loka ágústmánaðar. Sagði hún að ákvörðunin næði aðeins til næsta sumars, „við tökum eitt ár í einu og sjáum svo til,“ sagði Gréta. Hún sagði ennfremur að ákvörðunin end- urspeglaði vissar áhyggjur veiðirétt- areigenda þar eð veiði hefði farið versnandi frá ári til árs síðustu árin. Gréta staðfesti einnig að tekist hefði verið á um ákvörðunina, en „nógu margir“ hefðu verið henni hlynntir. Niðursveifla Laxár Fyrir nokkrum árum vakti það at- hygli er heimildir til lengingar veiði- tíma voru nýttar í Laxá á Ásum og síðsumars- og haustveiðar fóru að mestu fram efst í ánni, voru stund- aðar af mestu kappi í svokölluðum Langhyl sem er efsti veiðistaður ár- innar og í námunda við mikilvægar hrygningarstöðvar. 20 laxa dags- kvóti á hvora stöng í ánni var einnig afnuminn með þeim afleiðingum að kappsfullir veiðimenn reyndu með sér og settu hvert aflametið af öðru. Spáðu margir að illa myndi fara, en hvort það var af þessum orsökum eða öðrum þá fór veiðin vissulega dalandi. Á gullaldarárunum voru að veiðast allt að 1800 til 1900 laxar og sjaldan fór sumaraflinn undir 1200 laxa sem skipaði ánni í sæti bestu laxveiðiár heims, enda aðeins veitt á tvær stangir. Áin varð einnig dýr- asta laxveiðiá landsins og hefur það farið fjöllum hærra meðal veiði- manna að dýrustu dagarnir í nokkur sumur hafi verið allt að 200.000 krón- um á dag fyrir stöngina. Síðustu sumur hafa hins vegar verið dauf í samanburði við þetta, í fyrra veiddust t.d. 760 laxar og enn færri 1999. Veiði lýkur nk. sunnudag og eru komnir um 560 laxar á land úr ánni. Ekki slæm veiði úr tveggja stanga á, en gríðarlega miklu minna en menn vænta úr Laxá á Ásum. Eigendur Laxár á Ásum hafa nú áhyggjur af laxastofni hennar. Aðeins fluga í Laxá á Ásum og veiðitími styttur ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.