Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ árekstri. Búnaður þessi er þegar kominn á markað en eins og stendur er hann dýr en vænta má að með fjöldaframleiðslu lækki verð hans verulega. Ýmsar tækninýjungar auka öryggi Svokallaður vínlás, eða alkóhóllás hefur verið notaður til reynslu í Sví- þjóð um hríð og segir Ólafur að ekki sé úr vegi að taka hann til notkunar hér á landi. „Þá væri hægt að gefa þeim sem gerast sekir um ölvunar- akstursbrot kost á að kaupa vínlása í bíla sína,“ segir hann. Rune segist ekki viss um ágæti þessara lása en lítil reynsla sé komin á notkun þeirra enn sem komið er í Svíþjóð. Staðsetningartæki, svipuð þeim sem notuð eru á sjó eru að verða al- gengari í bílum. Með nýrri tækni er nú hægt að nota þau sem leiðsögu- tæki í borgum og með þeirra hjálp, sneyða t.d. fram hjá umferðartepp- um og finna stystu leið á áfangastað. „Veruleg hætta fylgir því að keyra og rýna í kort um leið,“ segir Lenn- art, „með þessum búnaði þarf öku- maðurinn ekki að hafa augun af veg- inum.“ Í framtíðinni sjá þeir fyrir sér að ÞÁTTUR og samspil manns, bifreið- ar og vegar í umferðarslysum var til umræðu á fundi hóps norrænna lækna og tæknisérfræðinga er hittist árlega til skrafs og ráðagerða um umferð og umferðaröryggi. Í ár var fundurinn haldinn hér á landi og til hans boðið fulltrúum lögreglu og Umferðarráðs. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, er einn meðlima hópsins en allir meðlimir hans hafa látið af störfum sökum aldurs. „Við erum hópur manna sem láta sig umferð og umferðaröryggi varða,“ segir Ólafur. „Að þessu sinni var yfirskrift fundarins bílbelti og framtíðin en mun fleira var þó rætt.“ Læknar og ýmsir sérfræðingar, sem komið hafa að umferðarmálum á einn eða annan hátt í gegnum tíðina, eru aðilar að hópnum og þeirra á meðal er Rune Andréasson sem var frumkvöðull í hönnun og almennri notkun öryggisbelta í bílum. Rune var upphafsmaður hópsins og hefur í gegnum tíðina haft mikil afskipti af umferðaröryggismálum í heimalandi sínu, Svíþjóð, sem og annars staðar. Hann vann meðal annars að undir- búningi hér á landi er skipt var úr vinstri umferð í hægri umferð árið 1968. Bílbeltin ollu byltingu „Tilkoma öryggisbelta í bifreiðum markaði byltingu í umferðarmálum,“ segir Rune. „Dauðaslysum fækkaði svo og alvarlegum slysum.“ Ólafur bendir á að síðan bílbeltin komu til sögunnar hefur fjöldi bifreiða á Ís- landi þrefaldast og eknum kílómetr- um fjölgað um helming. „Það eru gleðitíðindi að banaslysum á börnum hefur snarfækkað og að Ísland er meðal þeirra landa sem hafa lægstu dánartíðni í umferðarslysum,“ segir hann. „Ýmis annar öryggisbúnaður í bif- reiðum hefur orðið til þess að draga úr fjölda dauðaslysa, svo sem loft- púðar í bílum,“ segir Lennart Lind- blad stjórnarmaður Autoliv sem er sjálfstætt fyrirtæki er sérhæfir sig í hönnun og rannsóknum á öryggis- búnaði bifreiða. Lennart segir að aðrar tækninýjungar eigi vonandi eftir að stuðla ennfrekar að fækkun slysa í umferðinni og voru nokkrar þeirra ræddar á fundinum. „Loftpúðar eru í flestum nýjum bifreiðum en notkun þeirra verður að fara saman með notkun bílbelta,“ bendir Lennart á. Nú er verið að prófa loftpúða, sem kallast „greindur loftpúði“, og hefur þann eiginleika að laga sig að ólíkum aðstæðum, t.d. þyngd ökumanns og farþega. Þá hef- ur einnig verið hannaður búnaður sem skynjar fjarlægð til næsta öku- tækis og gerir ökumanni viðvart í tíma svo komast megi hjá yfirvofandi bílarnir verður sjálfstýrðari með hjálp ýmiss auka- og öryggisbúnaðar og bættum akvegum. „Ég sé fyrir mér að eftir tvo áratugi verði bílarnir orðnir „hugsandi“ og ökumenn á hraðbrautum í Evrópu geti sitið ró- legir í sætum sínum og skoðað dag- blað með sjálfstýringuna á,“ segir Lennart. Notkun farsíma Nokkur umræða skapaðist um far- símanotkun í akstri á fundinum og hvort að handfrjáls búnaður skipti nokkru þar um. Ólafur segir banda- rískar kannanir sýna að slysum hafi ekki fækkað þó að notkun handfrjáls búnaðar hafi færst í vöxt þar í landi. „Það sem skiptir máli er að þegar ökumaður talar í síma, hvort sem hann heldur honum við eyra sér eða kemur honum fyrir í mælaborðinu, skerðist einbeiting hans,“ segir Rune. „Við bregðumst misjafnlega við ákveðnum tíðindum. Sá sem fær símtal með slæmum fréttum er jafn- vel ekki í ástandi til að keyra.“ Á fundinum voru rædd úrræði til að auka bílbeltanotkun. Rune telur að áróður skili sér ekki til ökumanna en hins vegar beri aukið eftirlit lög- reglu mikinn árangur og sömuleiðis hert viðurlög. „Það er ein af tillögum hópsins, að lögreglan einbeiti sér ennfrekar að eftirliti með noktun bíl- belta hér á landi,“ segir Ólafur. Umræða um lögleiðingu á notkun bílbelta fór fyrst af stað hér á landi um miðjan áttunda áratuginn. Ólafur segir að rúmum áratug seinna hafi lögin um notkun þeirra tekið gildi og að það sé með öllu óskiljanlegt hvers vegna lögleiðingin tók svo langan tíma. Bregðast þurfi hratt við í mál- um sem þessum. „Tölur sína að dreg- ið hefur úr dauðaslysum hér á landi í kjölfar þess að bílbeltin voru lög- leidd. En Íslendingar eru ragari við að nota bílbelti heldur en Svíar, svo dæmi séu tekin.“ Eldri ökumenn ekki vandamál Eitt aðalmálefna fundarins voru ungir ökumenn. Tölur sýna svo ekki verður um villst að ungir ökumenn valda flestum slysum í umferðinni. Að sögn Rune er hægt að grípa til ýmissa ráða til að draga úr fjölda slysa er rekja megi til ungra öku- manna. Ein tillaga hópsins er einmitt sú að auka fræðslu á neðstu stigum grunnskóla svo og verklega öku- kennslu í efri stigum svo að ung- menni þekki betur umferðina og þær hættur sem þar leynast áður en þau taka bílprófið á unglingsaldri. Ungur ökumaður sem ekur undir áhrif vímuefna eða áfengis er ekki aðeins hættulegur sjálfum sér heldur einnig öðrum vegfarendum og ekki síst þeim farþegum sem sitja með honum í bílnum. „Ég heyrði af tilraun í Kan- ada þar sem fullorðnir biðu eftir ung- mennum fyrir utan skemmtistaði og keyrðu þá til síns heima. Með þeim hætti komust þau hjá því að sitja í bíl með ökumönnum í annarlegu ástandi,“ bendir Rune á. Því hefur verið haldið fram að aldraðir ökumenn séu hættulegir í umferðinni en því er hópurinn al- gjörlega ósammála. Á fundinum var sérstaklega fjallað um eldri öku- menn sem fjölgar stöðugt í takt við lýðfræðilegar breytingar á samsetn- ingu vestrænna samfélaga. Aldraðir nota margir hverjir lyf sem varhuga- vert er að aka undir áhrifum af. „Á ákveðnu tímabili í Svíþjóð tók lög- reglan tvö hundruð ökumenn undir áhrifum lyfja. Enginn af þeim var eldri en 68 ára. Ég tel því að aldraðir ökumenn séu ekki vandamál,“ segir Rune. Bæta þarf akvegi á Íslandi Eitt helsta umræðuefni fundarins voru vegir og bentu Svíarnir á að reynslan í heimalandi þeirra sýndi að hraðbrautir væru mun öruggari en mjórri þjóðvegir þar sem hámarks- hraði er lægri. „Það kom okkur veru- lega á óvart þegar kannaður var fjöldi slysa sem orðið hafa á vegum sem breytt var úr hefðbundnum veg- um í hraðbrautir,“ segir Rune. „Al- varlegum slysum fækkaði verulega og voru oft engin eftir að vegunum var breytt,“ en hámarkshraði á hrað- brautum í Svíþjóð er 110 km á klukkustund. „Það er erfitt að sannfæra stjórn- völd hér um ágæti hraðbrauta en við erum þess fullvissir að það myndi bæta ástandið. Íslenskir vegir eru einfaldlega ekki í nógu góðu ásig- komulagi. Fyrir tuttugu árum urðu flest dauðaslys í þéttbýli en nú hefur dæmið snúist við. Við þessari þróun þarf að bregðast strax.“ Á fundinum var rætt um þátt mannlegra mistaka í umferðarslys- um og segir Ólafur að áður hafi mannleg mistök verið orsök slysa í 80% tilvika en reynsla Þjóðverja og Svía sýni að með tilkomu hraðbrauta hafi þetta hlutfall lækkað. Öryggi bifreiða hefur stóraukist á undanförnum árum en betur má ef duga skal. „Við viljum stuðla að því að bílarnir verði öruggari, vegirnir betri og ökumennirnir hæfari,“ segja þeir Rune, Ólafur og Lennart að endingu. Hópur norrænna sérfræðinga ræðir samspil manns, bifreiðar og vegar Öruggari bílar á vondum vegum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Matts Henning, Rune Andréasson, Lennart Lindblad og Ólafur Ólafsson ræddu umferðarmál á Norðurlöndum. HARALDUR Örn Ólafsson og félagar hans færðu sig í efstu búðir á Kilimanjaro í gær og gera lokaatlögu að tindi fjalls- ins í dag, föstudag. Reiknað var með að hefja gönguna klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Kilimanjaro er hæsta fjall Eyjaálfa næst Afríku 5.985 m hátt og er þriðji áfangi Haralds í leiðangri hans á hæsta tind hverrar heimsálfu. Takist Haraldi að komast á tind Kilimanjaro hef- ur hann komist á þrjá tinda af sjö. Hann er væntanlegur til Ís- lands 19. september og heldur næst utan seinna í haust til að klífa hið 4.884 m háa Carstenz Pyramid, hæsta fjall Eyjaálfu, sem er óklifið af Íslendingi. Hyggjast ná tindi Kilimanj- aro í dag RÓSMUNDUR Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar Hagstofu Ís- lands, segir að Hagstofan hafi lagt fram upplýsingar um það hvernig staðið er að útreikningi á útgjöldum vegna happdrætta í vísitölu neyslu- verðs og í raun og veru sé engu við það að bæta en í Morgunblaðinu á miðvikudag gagnrýnir Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, á nýjan leik hækkun sem varð á happ- drættislið vístölunnar vegna hækk- unar á verði lottóraða. Á föstudaginn birti Hagstofan frétt þar sem segir meðal annars að sú aðferð sem stofnunin beiti nú við útreikninginn hafi verið tekin upp í mars árið 2000 og sé aðferð- inni lýst þannig í greinargerð sem þá hafi verið birt: „Útreikningi á vogum fyrir happdrætti er breytt þannig að miðað er við nettóvogir sem eru tekjur happdrættanna að frádregnum vinningum og er miðað við þann hluta sem neytandinn greiðir happdrættunum fyrir þjón- ustu þeirra.“ Rósmundur sagðist ekki átta sig á því hver hugsunin væri að baki þessari gagnrýni, en það væri ljóst að BSRB liti þennan happdrættislið öðrum augum en Hagstofan gerði. Þegar happdrættismiði hækkaði væri annars vegar um vinninginn að ræða, sem kæmi neyslunni ekki við og því væri sá hluti ekki tekin með í útreikninginn. Hins vegar væri um að ræða hlut happdrættisins sjálfs, þ.e.a.s. það gjald sem happdrættið tæki fyrir þjónustu sína. Þegar það gjald hækkaði og þjónustan yrði þar af leiðandi dýrari fyrir neytandann mældist það eðli málsins samkvæmt í vísitölunni, því hún lýsti því sem neytandinn greiddi fyrir þjónustuna í raun. „Ef Íslensk getspá hækkar sinn hlut, sem neytandinn greiðir fyrir, um 50% teljum við að það sé hluti af verðbólgu á Íslandi. Við getum ekki fallist á að þegar happdrættin hækka sinn hlut að það sé ekki hækkun sem neytandinn greiðir fyr- ir og eigi að mælast sem verðbólga á Íslandi,“ sagði Rósmundur enn- fremur. Hann bætti því við aðspurður að það væri alveg ljóst að með hækkun lottósins að frádregnum vinningum tæki Íslensk getspá meira til sín heldur en áður og útgjöld almenn- ings ykjust af þeim sökum. Deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands Höfum lagt fram allar upplýsingar FYRIRÆTLANIR Húsvíkinga um að flytja inn krókódíla, m.a. til að koma í lóg sorpi frá fiskiðnaði bæj- arins, eru óneitanlega óvenjulegar með tilliti til náttúrulegra aðstæðna á norðurhjara. Í það minnsta nógu sérstakar til þess að breska rík- isútvarpið, BBC, sá ástæðu til að birta frétt um þær á fréttavef sín- um. Í fréttinni er rætt við bæjarstjór- ann á Húsavík, Reinhard Reynisson, sem segir að Húsvíkingum sé full al- vara. Reynsla Coloradobúa sýni, að aðgangur að hitaveituvatni geti tryggt krókódílum nauðsynleg lífs- skilyrði, þrátt fyrir kulda og snjó, og ekki sé umhverfisvænni aðferð til sorpförgunar hugsanleg. Einnig kæmu krókódílarnir án efa til með að draga ferðamenn að bænum. Í niðurlagi fréttar BBC segir að bærinn verði að athuga öryggis- atriði, sem snerti innflutning á krókódílum, svo sem hættuna á sjúkdómum, áður en hægt verði að láta þá sinna „umhverfisvernd.“ „Húsvískir krókódílar“ á BBC

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.