Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í fyrradag var birtur rík- isreikningur fyrir árið 2000 og þar kemur fram hver hlutur ríkisins var af því sem landsmenn fram- leiddu. Eða er ekki örugglega svo? Nei, í ríkisreikningnum er reyndar aðeins sagður hluti sögunnar, því hann inniheldur ekki þann kostnað sem ríkið leggur á landsmenn í formi fyrirmæla um hvernig þeir skuli haga sínum málum. Þessi kostnaður greiðist ekki með skött- um í ríkissjóð og hann er erfiðara að mæla en beinar skattgreiðslur, en hann er engu að síður raun- verulegur fyrir þá sem hlíta þurfa reglunum. Og kostnaðurinn er ekki aðeins raunveruleg- ur, hann er verulegur. Til að átta sig á þeim stærðum sem um er að ræða er ágætt að líta til tveggja landa þar sem þessi kostn- aður hefur verið áætlaður. Í Nor- egi er talið að kostnaður vegna ým- iss konar skriffinnsku nemi um 300 milljörðum íslenskra króna á ári og ef kostnaður á hvern mann er svipaður hér á landi kostar skrif- finnskan íslensk fyrirtæki nálægt 20 milljörðum króna. Í Bandaríkj- unum hefur einnig verið lagt mat á þennan kostnað og þar hefur verið áætlað að kostnaður við reglugerð- ir nemi sem svarar um 45% af út- gjöldum alríkisins, þ.e. kostnaður almennings er í raun 45% meiri en fram kemur í reikningum ríkisins. Samkvæmt ríkisreikningi voru rík- isútgjöldin 229 milljarðar króna hér á landi á síðasta ári. Rétt er að taka fram að samanburður milli landa er erfiður og gefur aldrei al- veg rétta mynd, en ef kostnaður vegna skriffinnsku er hlutfallslega hinn sami hér og í Bandaríkjunum bætir skriffinnskan rúmum eitt hundrað milljörðum króna við þann kostnað sem almenningur ber af ríkinu hér á landi. Á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands fyrir þremur árum kom fram það mat að beinn kostnaður hins opinbera af eftirliti með fyr- irtækjum næmi um þremur millj- örðum króna, en kostnaður fyr- irtækjanna sjálfra næmi tífaldri þeirri tölu, eða um 30 milljörðum króna. Á síðustu áratugum hafa flestir gert sér grein fyrir því að ekki er æskilegt að þenja ríkið út umfram það sem þegar er orðið. Skref hafa jafnvel verið stigin – sum stór – til að draga ríkið út úr atvinnurekstri og veita einkaaðilum aukið svig- rúm. Fæstum ríkjum hefur þó tek- ist að draga úr útgjöldum hins op- inbera svo nokkru nemi og víða hafa þau haldið áfram að þenjast út. En þó má segja að viðhorfin nú séu almennt að draga eigi úr um- svifum ríkisins frekar en hitt. Þetta á þó aðeins við um bein út- gjöld ríkisins, því ýmiss konar reglusetningar með fyrrgreindum kostnaði fyrir atvinnulífið lifa góðu lífi og lítið er amast við þeim. Segja má að þetta sé nýtt birtingarform ríkisafskiptanna og að sumu leyti hið hættulegasta, því menn verða þess síður varir að ríkið þrengi að þeim ef það setur reglu sem fyr- irskipar tiltekna hegðun en ef það leggur á nýjan skatt. Skatturinn er augljós og mælanlegur en reglan er ekki eins áþreifanleg. Kostn- aðurinn við regluna kemur yfirleitt fram í því að smám saman þarf að fjölga þeim starfsmönnum sem hafa þann starfa að uppfylla það skilyrði sem sett hefur verið, en erfitt er að gera sér grein fyrir því hver kostnaðurinn er nákvæmlega. Stjórnvöld hafa þó sem betur fer gert sér grein fyrir að um kostnað er að ræða og á vegum forsæt- isráðuneytisins var fyrir nokkru í samvinnu við Verslunarráð Ís- lands og Vinnuveitendasamband Íslands unnið að því að meta áhrif opinberra reglna á atvinnulífið, sérstaklega skattareglna, um- hverfisreglna og starfsmanna- reglna. Viðhorf stjórnenda voru könnuð og töldu þeir að reglubyrði fyrirtækja hér á landi færi vax- andi. Til að sporna við þessari þró- un voru fyrir nokkrum árum sett lög um eftirlit hins opinbera og þann kostnað sem því fylgir. Í þeim lögum kemur fram að leggja skuli mat á heildarkostnað sem fylgi samþykkt nýrra laga og reglna um eftirlit hins opinbera. Og þegar um stjórnarfrumvörp sé að ræða skuli mat á kostnaðinum liggja fyrir um leið og frumvarpið er lagt fram. Hugmyndin á bak við þetta er vitaskuld sú að stjórn- málamenn geri sér betur grein fyr- ir afleiðingum allra þeirra „góðu mála“ sem þeir eru að samþykkja, því eins og dæmin sanna hefur þeim reynst auðvelt að samþykkja íþyngjandi reglur án þess að huga nokkuð að kostnaðinum. Æskilegt væri að enn lengra yrði gengið og að ríkið héldi ut- anum kostnaðinn við þær reglur sem það hefur sett í áranna rás og að fylgst yrði með nýjum reglum hvers árs með svipuðum hætti og fjárlögin halda utanum tekjur og gjöld ríkisins. Menn geta séð í hendi sér að ef fjárlögin væru ekki til að halda aftur af eyðslu fram- kvæmdavaldsins færu útgjöldin enn meira úr böndum en þó er raunin. Það er þó með nýlega sett lög um kostnað við eftirlitsreglur eins og önnur lög, að til að þau geri gagn þarf helst að framfylgja þeim. Nýlegt dæmi sýnir að svo er ekki gert í öllum tilvikum. Stjórn- arfrumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir sem samþykkt var í vor felur í sér aukinn kostnað fyrir seljendur tóbaks, en í sjö- undu grein laganna segir að sveit- arfélögum sé heimilt „að inn- heimta gjald fyrir leyfi og eftirlit með starfsemi leyfishafa...“ Ekki getur verið mikið skýrara að um eftirlitskostnað er að ræða, en þó var ekki metið hversu íþyngjandi þetta yrði fyrir atvinnulífið. Það er ámælisvert, ekki síst í ljósi þess að kostnaðurinn leggst hlutfallslega þyngst á smá atvinnufyrirtæki sem þegar eiga undir högg að sækja. En þetta er einmitt einn kunnur fylgifiskur skriffinnsku hins opinbera, hún leggst afar þungt á smæstu fyrirtækin, sem þyrftu að fá að dafna í friði svo þau geti risið undir því að vera vaxt- arbroddar atvinnulífsins. Dýrar reglur Það er þó með nýlega sett lög um kostn- að við eftirlitsreglur eins og önnur lög, að til að þau geri gagn þarf helst að framfylgja þeim. Nýlegt dæmi sýnir að svo er ekki gert í öllum tilvikum. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj @mbl.is JÓN Steinar Gunn- laugsson hæstaréttar- lögmaður skammaði mig og Árna Finnsson, formann Náttúru- verndarsamtaka Ís- lands, í grein í Morgun- blaðinu á laugardaginn. Greinin hét „Rök hins ráðþrota manns“. Í grein sinni finnur Jón Steinar Gunnlaugs- son að því að þeir sem bíða eftir svörum frá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra skuli ekki rökræða við Hrein Loftsson hæstaréttar- lögmann. Til þess þarf auðvitað ekki nema eitt: Staðfestingu frá forsætis- ráðherranum – eða þá Jóni Steinari – á því að Hreinn Loftsson hafi umboð Davíðs Oddssonar til að flytja mál- stað hans og tefla fram þeim rökum sem forsætisráðherrann hefur kinok- að sér við að orða sjálfur. Bananar Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Jóni Steinari að ég skyldi hafa fundið bananalykt af ný- legum skrifum Hreins Loftssonar um Kárahnjúkaúrskurð skipulagsstjóra og haft orð á þeirri angan í morg- unþætti Stöðvar tvö. En bananar eru oft settir í samhengi við sérkennilega lýðræðishætti sem frægir eru úr Mið- og Suður-Ameríku. Sem kunnugt er fullyrti Davíð Oddsson að með úrskurðinum hefði skipulagsstjóri brotið lög en neitaði hinsvegar að rökstyðja þær fullyrð- ingar sínar. Skömmu síðar skrifaði Hreinn Loftsson svo greinina um hin meintu lögbrot. Hreinn er einn af helstu samstarfsmönnum forsætis- ráðherrans, meðal annars formaður einkavæðingarnefndar. Hreinn er líka lögfræð- ingur fyrir Landsvirkj- un, en núverandi for- stjóri í Landsvirkjun, Friðrik Sophusson, er fyrrverandi langvar- andi varaformaður flokks forsætisráð- herrans og ráðherra í ráðuneyti hans nærfellt sjö ár. Davíð þegir Af því það var Davíð Oddsson forsætisráð- herra sem réðst með fullyrðingum um lög- brot að embætti skipulagsstjóra var því beint til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra að færa rök fyrir þeim fullyrðingum. Það hefur hann ekki gert ennþá. Hann mun raunar hafa sagt einhverstaðar að slíkur rök- stuðningur væri ekki við hæfi af því málið væri enn í matsferli sínu – enn síður var það þá við hæfi meðan málið var í matsferlinu að forsætisráð- herrann skyldi vaða fram með hinar rakalausu fullyrðingar! Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra er í þeirri stöðu að yfirráðherra hennar telur að undirstofnun um- hverfisráðuneytisins hafi gerst sekt um lögbrot. Umhverfisráðherra veit þó ekki ennþá frekar en aðrir hvaða lög voru brotin. Nema Davíð Odds- son hafi séð á henni aumur og sagt henni það undir fjögur, hvað sem matsferlinu líður. Rök og ráð Ég hyllist til að taka mark á Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttar- lögmanni um allt sem varðar Davíð Oddsson. Mér finnst það þó ekki al- veg sanngjörn krafa hjá Jóni Steinari að menn fatti það sjálfir að tala við Davíð Oddsson í gegnum Hrein Loftsson. En grein Jóns Steinars styður ein- mitt það sem ég átti við á Stöð tvö – að Hreini hefði verið falið að finna rök fyrir orðum Davíðs og skrifa síðan í Morgunblaðið. Kannski hefur Jón Steinar verið með í ritstörfunum líka, og færi grein Hreins þá að fá næstum guðspjallalegan helgiblæ. Ætli Landsvirkjun sjái svo um ritlaunin? Vissulega er nokkuð kyndugt að lögfræðingur með praxís á Höfða- bakkanum tali fyrir munn forsætis- ráðherrans yfir Íslandi. Það væri þó í sjálfu sér ánægjuleg nýskipan, því heita má að það sé orðin regla fremur en undantekning að téður forsætis- ráðherra kasti fram ásökunum og að- dróttunum að persónum, fyrirtækj- um eða stofnunum án rökstuðnings eða minnstu tilraunar til málefna- legrar umræðu. En þvílík hegðun verðskuldar einmitt einkunnina „rök hins ráðþrota manns“. „Rök hins ráð- þrota manns“ Mörður Árnason Þjóðfélagsumræðan Mér finnst það ekki al- veg sanngjörn krafa hjá Jóni Steinari, segir Mörður Árnason, að menn fatti það sjálfir að tala við Davíð Oddsson í gegnum Hrein Loftsson. Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. REYNIR Tómas Geirsson prófessor og forstöðulæknir á kvennadeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss ritar grein í Morgunblaðið þriðju- daginn 4. september. Þar er lækninum mikið niðri fyrir. Tilefnið er að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að bjóða öllum verðandi mæðr- um upp á ómskoðun á 11.–13. viku meðgöngu þannig að þær mæður sem fái að vita að væntanlegur erfingi sé með Downs-heilkenni geti valið um hvort þær undirgangist fóstureyð- ingu í framhaldinu. Ekki ætla ég að standa í ritdeilum við prófessorinn um tækni við fósturgreiningar, þar eru honum eflaust fáir fremri. Undirritaður hefur hins vegar undanfarin misseri tekið þátt í um- ræðum um þann siðferðislega vanda sem nýrri tækni við fósturgreiningu fylgir. Um margt hefur sú umræða verið málefnaleg og borin uppi af virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og vand- anum sem um er að ræða. Því miður er innlegg Reynis Tómas- ar ekki af þeim toga. Prófessorinn hefur slíka framsetningu á grein sinni að undrum sætir. Hann leggur að jöfnu aðgerðir til að fækka bílslysum sem leiða til fötlunar og það að koma í veg fyrir að einstaklingar með Downs-heilkenni fæð- ist. Hvorttveggja séu leiðir til að koma í veg fyrir fötlun, sem sé æskilegt. Reynir Tómas virðist einnig draga það í efa að fólki með fötlun finnist það hafa tilgang hér í heimi, öðruvísi er ekki hægt að skilja þá fullyrðingu hans að það sé einkum fólk án fötlunar sem „stundum haldi því fram“ að til- vist fatlaðra í samfélaginu auki á margbreytileika þess til gagns fyrir alla þegna. Lækninum ofbýður einnig að for- eldrar barna með Downs-heilkenni skuli ekki vera þess fullvissir að heilbrigðisstarfsmenn séu best til þess fallnir að fræða verðandi for- eldra um hvaða framtíð bíði þeirra og væntanlegra barna þeirra með Downs-heilkenni. Satt best að segja þykir mér þessi grein forstöðulækn- is kvennadeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss renna tryggari stoðum undir þann efa foreldra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt þjóðríkin til að taka upp um- ræður um þau siðferðislegu álitamál sem snemmfósturgreiningum fylgja. Því miður er grein prófessorsins ekki innlegg í slíka umræðu, til þess er ákafinn við að tryggja fjárveit- ingu til verkefnisins of mikill. Undirritaður biður heilbrigðis- ráðherra að halda ró sinni í þessu máli. Eru fæðingar barna með Downs-heilkenni bílslys heilbrigðiskerfisins? Friðrik Sigurðsson Fæðingar Því miður er grein pró- fessorsins ekki innlegg í slíka umræðu, segir Friðrik Sigurðsson, til þess er ákafinn við að tryggja fjárveitingu til verkefnisins of mikill. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.