Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 37
Þær eru fjársjóðurinn sem ég á alltaf
eftir að eiga. Það er gott að geta leitað
huggunar í þessari góðu minningu
þótt erfitt sé að kveðja jafn frábæran
afa.
Bergþóra Guðnadóttir.
Það er til orðatiltæki sem segir „að
heimurinn sé fátækari án þín“, það er
óhætt að fullyrða að orðatiltækið eigi
við þegar maður eins og afi kveður
þennan heim. Afi var einstakur mað-
ur, hann var einstaklega hlýr og ynd-
islegur. Það er okkur erfitt að rifja
upp góðar stundir án þess að ömmu
Bergþóru sé getið.
Ég, Óttar bróðir og Bebba systir
vorum svo heppin að fá að alast upp
fyrstu árin í sama húsi og amma og afi
bjuggu í. Við bjuggum í Espigerði 10,
húsi sem hafði tilfinningar eftir að
pabbi og afi ásamt nokkrum öðrum
góðum mönnum höfðu byggt það frá
grunni. Afi og amma bjuggu á efri
hæðinni og við á þeirri neðri, það var
mikill samgangur á milli hæða enda
einstaklega gott að sækja þau heim.
Við minnumst stundanna þegar við
barnabörnin sátum úti á svölum og
drukkum kakó og ristað brauð með
sultu að hætti ömmu. Svalirnar voru
þaktar fallegum blómum, þær voru
eins og skrúðgarður. Við bræðurnir
áttum meira að segja okkar eigin
blóm í gluggakistunni hjá þeim,
amma og afi létu okkur koma þeim
fyrir í potti og merkja svo við gætum
fylgst með þeim vaxa. Við barnabörn-
in fórum í ótal útilegur með afa og
ömmu, og minnist ég þá helst útileg-
anna á Skógum, sá staður þar sem
amma og afi ólu pabba og systkini
hans upp á meðan afi sinnti skóla-
stjórastarfinu í Barnaskólanum á
Skógum.
Þeir voru ófáir kílómetrarnir sem
Ladan hans afa ók um þjóðvegi lands-
ins með okkur krakkana í aftursæt-
inu. Það var eins og tíminn stæði í
stað á meðan við vorum í þeirra ná-
vist. Við fengum alla þeirra athygli,
væntumþykju og ást.
Við minnumst einnig tímanna þeg-
ar við bræður sóttum afa heim og
fengum tilsögn í stærðfræði. Við leit-
uðum til hans á meðan við vorum í
grunnskóla, og líka þegar komið var í
menntaskóla, hann gat ætíð fundið
góða leið til þess að útskskýra stærð-
fræði fyrir áhugalausum unglingum
eins og við vorum á þeim tíma. Árið
1994 var erfitt ár fyrir afa, amma
kvaddi þennan heim mjög skyndilega
og var missirinn mikill. Fram á síð-
asta dag voru amma og afi einstak-
lega samheldin og ástfangin. Það er
ekki hægt að lýsa því í orðum hversu
fallegt það var að sjá þau haldast
hönd í hönd, og smella kossum hvort á
annað.
Það var ótrúlegt að sjá hversu mik-
ið börn löðuðust að afa, hans viðmót
og hlýja í garð barna laðaði þau að
honum. Drengirnir okkar, þeir Daði
og Dagur, fengu sömu hlýju og vænt-
umþykju eins og við bræðurnir feng-
um þegar við vorum á þeirra aldri.
Sorgin er mikil, en það er huggun í
því að hugsa til þess að þessar tvær
manneskjur séu komnar aftur saman
á stað þar sem friður ríkir, og vita til
þess að nú haldast þau hönd í hönd og
kyssa hvort annað inn í eilífðina.
Ómar og Óttar Guðnasynir.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að
„Siggi frændi“, eins og hann var ávallt
nefndur af okkur systkinunum, væri
látinn. Okkur langar að kveðja kæran
föðurbróður með örfáum minningar-
orðum.
Kynni okkar af Sigga frænda hóf-
ust þegar hann var kennari við barna-
skólann í Skógum en þar bjuggu Siggi
og Bergþóra, kona hans, í íbúð
tengdri skólanum. Síðar bjuggu þau í
Reykjavík og eru okkur minnisstæð-
ar heimsóknir til þeirra á Bragagöt-
una og í Espigerðið. Í þau fáu skipti
sem farið var til Reykjavíkur þegar
við vorum yngri var heimsókn til
Sigga frænda fastur liður. Þar feng-
um við ætíð höfðinglegar móttökur
með kakói og nýbökuðum pönnukök-
um og þegar búið var að drekka kaffi
hófst gjarnan sögustund þar sem
Siggi og pabbi rifjuðu upp gamla tíma
og Siggi hermdi eftir persónum frá
sínum heimaslóðum. Síðast bjuggu
Siggi og Bergþóra á Álfhólsveginn
þar sem garðurinn og blómaræktin
varð þeirra aðaláhugamál. Þar var
sem fyrr skemmtilegt að koma við og
njóta gestrisni þeirra. Tónlist, ferða-
lög og veiði voru helstu áhugamál
Sigga. Var harmonikkan ætíð með í
för. Siggi og Bergþóra voru miklir
félagar og höfðu gaman af því að
ferðast saman. Meðal annars er minn-
isstæð ferð með þeim, ásamt fleiru
góðu fólki, inn að Grænalóni að
Fjallabaki en í það skipti var óvenju
mikil veiði á stöng. Í þeirri ferð
kenndi Siggi þeim Ragnari og Pétri
að nota flugustöng. Fleiri ferðir eru
ógleymanlegar og má þar nefna ferð
Sigga, Bergþóru og foreldra okkar
um Norðurland fyrir nokkrum árum.
Siggi var ræktarsamur við ætt-
ingja sína og fór fremstur í flokki við
að koma á ættarmóti niðja afa síns og
ömmu í Vík fyrir nokkrum árum. Þar
kynntist yngra fólkið eins og til hafði
verið ætlast. Við þetta tækifæri var
nikkan tekin fram og sérstaka lukku
vakti þegar Siggi ásamt sonum og
sonarsonum myndaði hljómsveit sem
lék nokkur lög. Fyrir tveimur árum
tókst honum svo á nýjan leik að ná
saman hluta af þessum hópi. Mikil
samheldni hefur alltaf einkennt fjöl-
skyldu Sigga og sótti hann mikinn
félagsskap við börn sín, barnabörn og
barnabarnabörn. Síðustu árin átti
Siggi góðan félagsskap í Rannsí vin-
konu sinni. Í sumar heimsóttu þau
ásamt Helgu, sem fyrr, foreldra okk-
ar til Víkur. Þessar heimsóknir hafa
verið fastur liður síðustu árin og eru
skemmtilegar í minningunni.
Það var ætíð gaman að hitta Sigga,
fá hann í heimsókn eða sækja hann
heim. Hann heilsaði á sérstakan hátt,
stóð teinréttur og opnaði faðminn
með því að rétta fram aðra höndina
með kveðjunni „sæl(l) elskan mín“ og
í leiðinni fuku svo oft einhverjar léttar
athugasemdir og góðlátlegt grín.
Við systkinin og foreldrar okkar
vottum Rannsí, Njáli, Helgu, Gumma,
Guðna og Agli og fjölskyldum, okkar
dýpstu samúð. Kæri frændi, við ósk-
um þér góðrar ferðar yfir móðuna
miklu og við erum fullviss um að við
þér tekur faðmlag þinnar ástkæru
Bergþóru. Far þú í Guðs friði.
Bryndís Guðgeirsdóttir,
Egilína S. Guðgeirsdóttir,
Guðmundur, Pétur
Guðgeirsson, Ragnar Þórir
Guðgeirsson og fjölskylda.
Sigurður Guðmundsson fæddist í
Vík í Mýrdal og ólst þar upp, og ég
held að mér sé óhætt að fullyrða að
hann hafi alla tíð verið mikill „Víkari“.
Sigurður lauk prófi frá unglinga-
skólanum í Vík árið 1936 og gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur 1940. Stúdent frá MR
varð hann 1943 og lauk kennaraprófi
1951.
Sigurður stundaði verslunar– og
afgreiðslustörf í Vík og Reykjavík.
Hann var barnakennari í Austur–
Landeyjum og við Seljalandsskóla og
skólastjóri barnaskólans í Skógum
1959-1966 er hann flutti til Reykjavík-
ur. Þar vann hann um tíma hjá Timb-
urversluninni Völundi, en frá 1968 til
1983 var Sigurður kennari við Höfða-
skólann og síðan Öskjuhlíðarskólann í
Reykjavík, og þar lágu leiðir okkar
fyrst saman. Myndaðist fljótlega ná-
inn og traustur vinskapur milli heim-
ila okkar, sem hefur varað um ára-
tuga skeið. Ég minnist fjölmargra
samverustunda á heimili Sigurðar og
konu hans, Bergþóru Jórunnar
Guðnadóttur, en hún lést árið 1994.
Einnig fórum við hjónin í lengri og
styttri ferðalög með þeim Sigurði og
Bergþóru, og betri ferðafélaga á allan
máta get ég ekki hugsað mér. Ég
minnist ekki hvað síst hringferðarinn-
ar um landið, sem við fórum saman
með viðkomu á ýmsum fögrum stöð-
um, og seint hygg ég okkur líði úr
minni unaðsleg vikudvöl, sem við átt-
um með þeim og Helgu dóttur þeirra,
í sumarhúsi uppi í Skorradal.
Eftir að Sigurður lét af kennslu
vann hann um árabil við afgreiðslu–
og verslunarstörf, en síðast vann
hann lengi við fyrirtæki sona sinna.
Sigurður var afbragðsgóður starfs-
maður að hvaða verki sem hann gekk,
vöndugheitin og ósérplægnin voru
einstök.
Og nú að leiðarlokum er efst í huga
einlæg þökk fyrir órofa tryggð og vin-
áttu í okkar garð frá fyrstu kynnum.
Börnum Sigurðar og öðrum aðstand-
endum vottum við Ingibjörg innilega
samúð.
Böðvar Guðlaugsson.
Fallinn er frá Sigurður Guðmunds-
son, kennari og skólastjóri til margra
ára, áttræður að aldri. Með Sigurði er
genginn gegn og góður vinur og sam-
ferðamaður sem gott er að minnast.
Sigurður var borinn og barnfæddur í
Vík í Mýrdal og af hinu ágætasta fólki
kominn. Hann vandist ungur hvers
kyns störfum og lærði snemma að
standa á eigin fótum. En jafnframt
vinnu hafði hann snemma áhuga á að
afla sér meiri menntunar en kostur
var á heima fyrir, þótt slíkt væri ekki
neitt áhlaupaverk á unglingsárum
hans. Með dugnaði og þrautseigju
tókst honum að komast í framhalds-
nám og lauk fyrst stúdentsprófi og
síðar námi við Kennaraskóla Íslands.
Kenndi hann síðan og stjórnaði ýms-
um skólum mikinn hluta ævinnar.
Kynni okkar Sigurðar hófust fyrst,
þegar hann var skólastjóri Selja-
landsskóla á árunum 1954-59, og enn
meiri urðu þessi kynni eftir að hann
tók við stjórn nýstofnaðs barnaskóla
Austur-Eyfellinga í Skógum haustið
1959 og hélt því starfi til 1966, er hann
og fjölskylda hans fluttust til Reykja-
víkur.
Á þessum góðu árum vorum við ná-
grannar og samstarfsmenn að vissu
leyti og áttum börn hvor í annars
skóla. Fór þá ekki hjá því að við ætt-
um margt saman að sælda sem alltaf
var gott og skemmtilegt og gaman að
minnast.
Sigurður stýrði skóla sínum af
myndarskap og einstakri ljúf-
mennsku sem jafnan fylgdi honum,
hvað sem hann tók sér fyrir hendur.
Og Sigurður var ekki einn, því að
kona hans, Berþóra Guðnadóttir, stóð
jafnan traust við hlið hans. Hún var
ekki síður einstök mannkostamann-
eskja sem gott var að eiga að sem og
líka börnin þeirra hjóna fimm að tölu.
Bergþóra féll frá fyrir allnokkrum ár-
um og nú er Sigurður kvaddur hinstu
kveðju, en við stöndum eftir og erum
fátækari en fyrr.
Að leiðarlokum þakka ég Sigurði
Guðmundssyni öll kynni og ánægju-
lega samfylgd á liðnum árum. Börn-
um hans og öðrum vandamönnum
sendum við Guðrún og börn okkar
einlægar samúðarkveðjur. Megi góð-
ur guð styrkja þau öll á sorgarstund.
Blessuð sé minning Sigurðar Guð-
mundssonar.
Jón R. Hjálmarsson.
Það var þéttur og samrýndur hóp-
ur kennara sem kenndi við Höfða-
skóla í Reykjavík, en nemendur þess
skóla þurftu sértækar aðstæður við
nám sitt vegna námsörðugleika. Það
var mikill skóli fyrir ungt fólk sem var
að stíga sín fyrstu spor í kennslu nem-
enda með námsörðugleika að fylgjast
með kennsluháttum og drekka í sig
hugmyndafræðina og þann sérstaka
anda sem ríkti í þessum skóla. Virð-
ingin fyrir einstaklingnum var þar í
fyrirrúmi. Sigurður Guðmundsson
kenndi við Höfðaskóla og lagði sitt af
mörkum til þess að búa nemendur
sem best undir að takast á við hið
óvænta að skólagöngu lokinni. Ásamt
Bergþóru eiginkonu sinni stýrði Sig-
urður um skeið sumardvöl fyrir nem-
endur skólans og þá var lítið sofið og
frídagar engir, enda nemendur marg-
ir og starfsmenn fáir. En Sigurður og
Bergþóra voru samrýnd hjón og full
eldmóðs og farnaðist vel í þessu starfi
sem öðru. Árið 1975 flutti öll starf-
semi Höfðaskóla í nýtt húsnæði í
Öskjuhlíð og til varð Öskjuhlíðarskóli.
Sigurður kenndi við Öskjuhlíðarskóla
til vorsins 1983. Í hugann kemur
mynd af háum, spengilegum, virðu-
legum og yfirveguðum kennara,
kennara sem gekk með reisn að starfi
sínu og bar virðingu fyrir því. En
glettnin og kátínan voru aldrei langt
undan, hvort sem það var á kennara-
stofunni eða á öðrum góðum stundum
í góðra vina hópi. Þökk fyrir að hafa
fengið að starfa með og kynnast Sig-
urði Guðmundssyni. Fyrir hönd
þeirra sem nú starfa við Öskjuhlíð-
arskóla og störfuðu með Sigurði,
sendi ég ástvinum öllum samúðar-
kveðjur.
Einar Hólm Ólafsson.
✝ Ásgerður Sól-veig Jónasdóttir
fæddist á Ytri-Hús-
um í Dýrafirði 26.
apríl 1928. Hún lést
á Landspítalanum
25. ágúst sl. For-
eldrar hennar voru
Jónas Jón Valdi-
marsson, vélstjóri, f.
25. júlí 1898, d. 2.
nóvember 1974, og
Kristbjörg Ragn-
heiður Þóroddsdótt-
ir, f. 27. ágúst 1902,
d. 21. ágúst 1997.
Systkini Ásgerðar
eru: María Sigríður, f. 13. des-
ember 1920, d. 3. ágúst 1943.
Bjarni Reinharð, f. 28. apríl
1922, d. 3. ágúst 1953. Finnbogi
Ingiberg, f. 13. júlí 1924 og
Valdimar Jón, f. 28. september
1925.
Foreldrar Ásgerðar bjuggu á
Alviðru í Dýrafirði og ráku þar
bú. Ásgerður ólst þar upp og
gekk þar í barnaskóla. Á ung-
lingsárum fluttist Ásgerður til
Reykjavíkur þar sem hún kynnt-
ist eftirlifadi eiginmanni sínum
Tryggva Jónssyni, f. 10. mars
1924 á Brekku, Aðaldal, S. Þing.
Foreldrar hans voru: Jón Berg-
vinsson f. 23. janúar 1886, d. 19.
maí, 1958, og Margrét Sigur-
tryggvadóttir, f. 5.
mars 1890, d. 1.
september 1968.
Ásgerður og
Tryggvi giftust 16.
október 1948 í
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1) Jón
Svavar, f. 8. júní
1948, maki Elín-
borg Jónsdóttir, f.
11. apríl 1948, þau
slitu samvistir,
börn þeirra: Anna
Sólveig, f. 23. des-
ember 1977, d. 30.
desember 1979,
Tryggvi, f. 12. október 1982 og
Anna, f. 20. júní 1985. 2) Bjarni
Þór, f. 2. desember 1955, maki
Guðfinna Arnarsdóttir, f. 27.
október 1956, börn þeirra:
Unnur Ása, f. 21. nóvember
1988 og Jónas Þór, f. 25. sept-
ember 1994. 3) Berglind, f. 24.
júní 1965, maki Karl Ómar Jóns-
son, f. 19. ágúst 1965, börn
þeirra: Jón Óskar, f. 6. sept-
ember 1992, Sunna Björk, f. 1.
febrúar 1999 og Sóley Edda, f.
1. febrúar 1999. Ásgerður starf-
aði við ýmis verslunar- og þjón-
ustustörf.
Útför Ásgerðar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Ása mín,
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þinn
Tryggvi.
Elsku mamma mín. Ég sakna þín
svo mikið. Þú varst yndisleg
mamma og besta vinkona mín. Okk-
ar samband var alltaf gott og við
vorum búnar að vera mikið saman,
sérstaklega síðustu mánuðina. Nú
er þetta svo óraunverulegt. Stund-
um þegar síminn hringir, hugsa ég
„kannski er þetta mamma“. En þú
ert ekki í símanum. Þú ert hjá Guði.
Og allt er breytt. Það er sárt til
þess að hugsa að börnin mín fái
ekki að njóta þess að eiga Ásu
ömmu sína lengur. Ég mun gæta
þess að þau gleymi þér aldrei. Þú
skilur svo mikið eftir þig og það
sem á eftir að koma mér í gegnum
þetta eru allar góðu minningarnar
sem ég á um þig. Við biðjum góðan
Guð að styrkja pabba og okkur öll.
Elsku mamma mín, nú ertu friðsæl
og búin að fá hvíld. Viltu vera
verndarengillinn okkar og vaka yfir
okkur? Takk fyrir allt og Guð geymi
þig.
„Guð gefi mér æðruleysi til þess
að sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt, kjark til að breyta því
sem ég get breytt, og vit til að
greina þar á milli.“
Þín
Berglind.
Elsku Ása mín, nú ertu farin á
þann stað sem Guð hefur kallað þig
á og eftir stöndum við undrandi út í
almættið.
Af hverju tók Guð hana ömmu til
sín? Af hverju lét Guð ömmu vera
svona veika? Af hverju gat Guð ekki
læknað ömmu? Þessum spurningum
er erfitt að svara þegar litlir munn-
ar spyrja.
Stórt skarð er höggvið í fjölskyld-
una og sorgin og söknuðurinn er
mikill og þungur.Yndislegri tengda-
móður gat ég ekki hugsað mér. Það
kom fram í öllu hennar fari hversu
einstök og hjartahlý hún var. Heim-
ili áttu þau Tryggvi alveg sérstakt
og þangað var alltaf gott að koma
hvort sem var á venjulegum degi
eða á hátíðisdögum. Þar var maður
alltaf velkominn og rúmlega það.
Aldrei stóð á kræsingunum, alltaf
var til eitthvað gott með kaffinu.
Barnabörnin voru henni afar mik-
ilvæg og voru þau henni alltaf of-
arlega í huga. Seint þreyttist hún á
að snúast í kringum þau.
Þau hafa misst mikið og amma á
ekki eftir að taka þátt í öllum stóru
afrekunum þeirra.
Elsku Begga mín, þú hefur staðið
þig eins og hetja í gegnum veikindin
hjá mömmu þinni og gert allt sem
þú gast fyrir hana. Þið voruð svo
samrýndar og miklar vinkonur.
Þinn missir er mikill.
Góður Guð, viltu hjálpa okkur öll-
um að skilja þig því vegir þínir eru
svo órannsakanlegir. Við skiljum
það kannski ekki núna af hverju
þetta fór á þennan veg en vonandi
kemur að því. Öllum aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Finnið styrk í þessari
fallegu bæn.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Karl Ómar Jónsson.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Jón Óskar, Sunna Björk,
Sóley Edda.
ÁSGERÐUR S.
JÓNASDÓTTIR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is