Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 39 þína af mikilli innlifun enda skipaði tónlist stóran þátt í lífi þínu. Á leið- inni heim stoppuðum við hjá Vig- dísi systur í Hveragerði. Þar áttum við góða stund saman og þar lékuð þið systkinin á als oddi eins og ykk- ar var vani. Litla dóttir mín, Hug- rún Birna, hélst svo mikið uppá þig, afi minn. Þegar við komum í heimsókn settist hún í fangið á þér og strauk á þér skeggið. Hún bað þig svo oft að lesa fyrir sig sögur sem þú gafst þér alltaf tíma til. Margs er að minnast og margt að þakka. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman geymi ég um ókomin ár. Öll jólin sem við áttum með þér verða mér dýrmætar minningar um þig, elsku afi. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, og allt, er áttu’ í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Þýð. Björn Halldórsson.) Ég kveð þig með söknuð í hjarta og ég þakka þér fyrir að hafa átt þig að, afi minn. Hrefna. Elsku Afi. Það er svo sárt að fá ekki að sjá þig aftur, að fá ekki að kyssa þig bless eftir að hafa verið í heimsókn hjá þér og að finna hvernig höndin týnist í stóra lóf- anum þínum. Ég reyni að hug- hreysta mig við það að þú fékkst að fara eins og þú hefðir sjálfur kosið, eins og þú hafðir sagt mér þegar ég var uppi á spítala hjá þér og við sátum og töluðum saman um lífið og tilveruna, þegar allir aðrir voru sofnaðir í kringum okkur. Þú varst svo stór þáttur í mínu lífi og sam- band okkar var svo sérstakt. Þú vildir fá að vita og taka þátt í öllu sem ég gerði og það var sama þó ég kæmi oft í viku í heimsókn, þá sagðirðu alltaf að ég yrði að kíkja oftar við. Þær eru yndislegar minn- ingarnar sem ég á og varðveiti í hjarta mínu um þær stundir sem við höfum átt saman. Manstu þegar ég byrjaði í menntaskólanum og þú varst ekki í rónni fyrr en þú hafðir farið með mér niður í skóla og ég hafði þrætt með þig um aðalbygg- inguna, Íþöku, Fjósið og allar hinar byggingarnar og ég man þegar við hittum konrektor hvað ég var ánægð með mig þegar ég sagði að þú værir afi minn og að ég væri að sýna þér skólann. Gleðin hjá þér á útskriftardaginn minn var svo mun meiri en mín eigin, þú varst allt kvöldið með húfuna mína á höfðinu og sagðir svo að ég yrði að passa húfuna þína vel. Og þegar ég fékk fyrsta raunhæfa verkefnið mitt og við sátum saman inni í stofu og reyndum í sameiningu að leysa verkefnið. Þær voru svo yndislegar stundirnar okkar þegar við sátum ég, þú og amma inni í stofu og töl- uðum saman um allt milli himins og jarðar og höfðum sko okkar skoð- anir á því öllu, sama hvað það var. Það eru þessar stundir sem ég mun varðveita að eilífu, að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og ömmu svona vel og verða eins náin ykkur og ég er. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og það er svo yndislegt að hafa fengið að upplifa svo marga skemmtilega daga með þér eins og þegar við fórum í leikhúsið sl. vor og þurftum að vaða skafla milli húsanna í brjáluðu óveðri þegar við komum til baka. Ég veit það vel að það er ekkert sem varir að eilífu en það er bara svo erfitt að þurfa að kveðja þig í síðasta sinn því við átt- um svo margt eftir að gera. Við ætluðum að útskrifast aftur í vor og fá okkur sýslumannsbústað með íbúð fyrir þig, við ætluðum okkur að fara og þræða héraðsdóm og Hæstarétt, því að þig langaði svo að sjá hvar ég ætti eftir að vera lesandi af púlti eins og Laxness. Ég veit að þú munt upplifa þetta allt með mér og að þú munt ætíð standa mér við hlið í öllu því sem ég mun gera og átt eftir að vera sami kletturinn í mínu lífi og þú hefur ætíð verið. Vertu bless afi og við hittumst aftur þegar rétti tíminn verður kominn. Þín afastelpa, Sigríður. Kæri afi. Nú þegar þú ert farinn reikar hugurinn til bernskuára minna og þess tíma sem við áttum saman. Ósjaldan kom ég og gisti hjá þér og ömmu um helgar og þá var oft spilaður olsen og farið í sund á morgnana. Einnig minnist ég þess að við sátum saman á stólnum þínum í stofunni og feng- um okkur í nefið saman. Þú varst alltaf viljugur að gera eitthvað fyrir mig og man ég til dæmis eftir hjól- inu sem þú smíðaðir fyrir mig og ég notaði mikið fyrir utan húsið ykkar. Einnig fór ég í ferðalög með ykkur og ekki vantaði viljann hjá þér til að stoppa í sjoppunum sem litli guttinn rak augun í á leiðinni. Í gegnum tíðina hafðir þú alltaf mik- inn áhuga á því sem ég var að gera hverju sinni. Þú gafst mér mikið og því mun ég ekki gleyma. Ég mun sakna þín. Gunnar Hrafn. Núna er afi farinn og við sitjum saman systkinin og rifjum upp þær góðu stundir sem við áttum með honum. Afi var alltaf mikill fjöl- skyldumaður og það var mikið farið með okkur, ferðir á tjörnina og ferðalög, bílskúrinn var líka mjög vinsæll hjá okkur krökkunum og þá sérstaklega að skoða það sem afi hafði smíðað og það voru oft á tíð- um glæsileg listaverk því járnið lék í höndunum á afa. Afi var mikill persónuleiki og það var aldrei nein lognmolla í kringum hann og farið í verkin af eldmóð. Afi sýndi okkur öllum mikinn áhuga, á því sem við tókum okkur fyrir hendur, og alltaf studdi hann okkur í því sem við gerðum, í leik og starfi og fór einnig til Danmerk- ur til að vera við brúðkaup Inga því ekki mátti missa af neinum við- burðum í fjölskyldunni. Það er stórt skarð sem myndast hefur í fjölskyldunni við þennan missi og við söknum hans öll. Hann vinnur myrkranna milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm – sín kraftaverk. (Davíð Stefánsson.) Gerða, Rósa, Ingi og Björgvin. Í kjallaranum á Grettisgötu 19, í herbergi ömmu, var til fallegt bréf frá móður minni til Guðrúnar. Hún segir henni frá nýfæddum syni. Eðlilega er móðirin stolt af þessum fyrsta syni sínum þar sem óska- börnin eru komin. Hún skrifar til Eyrarbakka til foreldra sinna að þau hjón muni skíra í höfuðið á for- eldrum hennar, Gunnar Óla. Vigdís amma hafði fengið nöfnu árið áður, þar sem faðir minn hafði fengið nafn móður sinnar. Hann hafði misst hana tveggja ára gamall og heimilið hafði þá verið leyst upp og systkinahópnum tvístrað. Eirík- ur fæddist síðan eftir eitt og hálft ár og þá var nafngiftum fullnægt að þeirra tíma hætti. Það var gott að vera yngstur í stórum systkinahópi eftir að krepp- unni lauk og nóg var að bíta og brenna. Minnisstætt er það sem fram fór á morgnana í eldhúsinu á Grett- isgötunni. Pabbi að hita kókó fyrir drengina sína sem voru að tínast út í lífið, en ég að fara í skóla. Fyrir sjálfan sig og mömmu hellti hann upp á kaffi sem hann drakk með þrumara með miklu smjöri, en mamma fékk kaffi í rúmið þar sem hún var B-manneskja. Vigga systir sá um sig sjálf þar eð hún vann á kontór og mætti seinna. Mikið var ég stoltur af þessum sterka stóra bróður mínum. Faðir okkar fékk því framgengt að Gunn- ar færi í nám í járnsmíði hjá Einari í Sindra. Hann hafði langað að læra fagið hjá Þorsteini föðurbróður sín- um við Skólabrú, en hann taldi það ekki henta pabba, og fór hann því í læri hjá Matthíasi Mathiesen skó- smíðameistara í Bröttugötu. Afl Gunna var mikið og járn- smíðin efldi það. Lærlingar í Sindra sóttu í þennan sterka ró- lynda mann og töldu sig örugga í návist hans. Einn þekki ég sem sagði mér að einu sinni hefði hann séð hann bregða skapi þann tíma sem hann var í eldsmíði hjá honum. Eins og þess er von og vísa dettur ungu fólki ýmislegt í hug. Lærling- unum datt semsagt í hug að dæla gasi í verju og hengdu hana síðan fyrir ofan aflinn í skorsteininum. Þegar Gunni fór að setja upp eld- inn leituðu neistar upp og þetta endaði í sprengingu sem var öflugri en þeir höfðu ætlað. Margra ára sót fyllti staðinn og bróður var ekki skemmt fyrr en hann sá skelfingarsvip lærlinganna, þá breyttist þessi svertingi í föð- urlegan umvöndunarmann. Um miðjan fimmta áratuginn hófu Hrefna mágkona og hann bú- skap í útbyggingu heima, sem hafði verið í útleigu. Þeirra búskapur hefur verið far- sæll. Manni hefur fundist þau hafa orðið hamingjusamari með hverju árinu sem hefur liðið. Til hefur ver- ið tekið að sjá þau ganga saman um bæinn í útréttingum og jafnvel í flughöfnum síðustu árin. Missir Hrefnu er mikill þar sem svona snögg umskipti verða, þótt það sé óskastaða að fá að lifa löngu farsælu lífi með fullri reisn. Við Bella biðjum ykkar stóru fjölskyldu guðs blessunar og þökkum liðinn tíma. Þinn bróðir Ferdinand. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Gunnars. Ég man það enn þegar við hittumst fyrst þegar ég tók í höndina á þér og kynnti mig. Þá strax var mér tekið með opnum örmum. Það var alltaf gam- an að koma í heimsókn til þín því við gátum rætt um allt mögulegt þótt það skildi okkur að heil kyn- slóð og oft urðu til skemmtilegar samræður því þú sýndir öllu því sem maður var að gera mikinn áhuga. Og þurfti ég nú líka að passa mig á því að vera með allar upplýsingar á hreinu í hvaða verk- um og fl. pabbi minn væri í hverju sinni í járniðnaðinum og oft talaðir þú nú um það hvað þessir karlar hefðu nú flott tæki og tól, annað en var í gamla daga þegar þú varst að hamra járnið. Svo komstu nú stundum í heimsókn til mín í vinn- una þegar þú áttir leið hjá svona til að athuga hvernig maður hefði það og minna mig á að kíkja í heim- sókn. Þegar ég fór í heimsókn til þín upp á spítala spurði ég þig hvernig þú hefðir það. Þá sagðir þú: ,,Nú ég hef það svo sem ágætt, það er nú það, verra hvað maður er þurr í kjaftinum“. Þá sagði ég við þig að það væri nú ekki nema von þar sem þú hefðir ekki fengið neitt almennilegt að borða í rúman hálf- an mánuð. Þá glottir þú til mín og sagðir: Þegar maður hefur nú ekki fengið smá brennivínsdreitil í þetta langan tíma þá eru þetta náttúru- lega ekkert nema fráhvarfsein- kenni. Þá hlógum við nú mikið því alltaf var nú stutt í húmorinn hjá þér. Gunnar minn, ég þakka þér kær- lega fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Frímann. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ✝ Oddgeir MagnúsÞorsteinsson fæddist í Vestmanna- eyjum 16. október 1936. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 29. ágúst. Foreldrar Oddgeirs eru Marta Sonja Magnúsdóttir, f. 19. nóv. 1914 í Vestmannaeyjum, og Þorsteinn Gíslason, f. 8. apríl 1914 á Akra- nesi, d. 25. apríl 1975. Systkini Oddgeirs eru Gísli og Erling Þór, búsettir í Reykjavík, Þorsteinn, búsettur í Svíþjóð, Halldór og Sonja, einnig búsett í Reykjavík. Oddgeir flutt- ist barn að aldri ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur. Strax að skólaskyldu lokinni fór hann til vinnu. Ungur var hann kominn til sjós og reri hann frá ýmsum höfn- um kringum landið. Síðar eignaðist hann sína eigin báta, fyrst litla trillu og síðan stærri báta, reri hann þá frá Suður- nesjum og einnig frá Hvammstanga. Þeg- ar hann síðan hætti sjómennsku starfaði hann við jarðveg- stöku og malarflutn- inga í eigin verktöku í allmörg ár. Síðustu starfsárin vann hann við viðgerðir og við- hald tækja hjá Garðhúsinu hf., sem er í eigu Halldórs bróður hans. Þrjú síðustu æviárin bjó Oddgeir hjá aldraðri móður sinni í Austurbrún 6 í Reykjavík. Odd- geir var ókvæntur og barnlaus. Útför Oddgeirs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri bróðir, nú er komið að kveðjustund. Mig langar með fáein- um orðum að minnast þín, en orð eru lítils megnug á stundu sem þessari. Eftir sitjum við og spyrjum um til- ganginn, nú þegar þú ert horfinn okkur, sem fylgst höfum með hetju- legri baráttu þinni við þennan illvíga sjúkdóm, sem að lokum yfirbugaði þig. Nú er tómlegt í stofunni hjá mömmu, þar sem þú hefur dvalið síð- ustu árin. Mamma sem allan tímann hefur verið tilbúin til að hjúkra, eins og henni einni er lagið, horfir nú á eftir sínum elsta syni, og syrgir sárt. Kallið kom svo snöggt, þú sem hafðir aðeins verið á sjúkrahúsinu í nokkra klukkutíma. En samt verðum við sem eftir þér sjáum, og syrgjum þig að vera þakklát, því að nú ert þú að lokum laus við öll höft, allar þján- ingar. Guð blessi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þín systir, Sonja. ODDGEIR MAGNÚS ÞORSTEINSSON                                          !"#$ #%# &'( )*# )(+#% ,  +#% -% .( /$ #% 0 .*  "% #$ % /$ #% %*  #" 1$ 2 0 2# #2/ 0$2# #2# #2/ (                          !   "#         !   "# $   %    &   !   '   ()# $   # ()#**# $ % & '()  %%   *% $  ()  %%   + , - %  ()  %%   & '   %%   % $%  .  %%     %  %% %%   /  0) %%   & '!, %%  1                                   !!" #                $      % &  '    $(  !   !"##$ %"!  ##$  !  ##$  &   ' # "(( ! )!)!$)!)!)!*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.