Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 49 KIRKJUSTARF VETRARSTARFIÐ í Hallgríms- kirkju er nú óðum að hefjast og hver starfsgreinin af annarri að setja sig í nýjar stellingar að loknu sumar- starfi. Barnastarf vetrarins hefst með formlegum hætti næsta sunnu- dag, 9. september, og verður sem áð- ur tengt guðsþjónustu sunnudagsins sem hefst kl. 11 f.h. Börnin taka þátt í guðsþjónustunni fram að prédikun en fara þá með leiðtogum sínum í safnaðarsal til að syngja saman og fá fræðslu við hæfi. Starf fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára verður á mið- vikudögum í tveimur hópum, 9 og 10 ára kl. 16:00 og 11 og 12 ára kl. 17:30. Þá eru vikulegar samverustundir fyrir 6-8 ára börn einnig á miðviku- dögum kl. 14:45. Á mánudagskvöldum kl. 20:00 eru fundir í Æskulýðsfélaginu Örk, sem er ætlað unglingum í 8. bekk og eldri. Fundirnir eru haldnir í kór- kjallara kirkjunnar. Þar verður boð- ið upp á vandað og fjölbreytt efni, farið í óvissuferðir og helgarferðir og margt fleira. Foreldramorgnar verða á hverj- um miðvikudagsmorgni kl. 10-12. Þar verður boðið upp á margvíslega fræðslu um börn og umönnun þeirra í samvinnu við barnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Auk þess verða helgistundir og fræðsla um trúarlegt uppeldi. Öldrunarstarf er í kórkjallara þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10:30 og leikfimi fyrir aldraða þessa sömu daga kl. 13:00. Þá er opið hús fyrir aldraða fjórða hvern miðvikudag kl. 14:00-16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum. Heimsóknarþjónusta er í boði og má koma óskum um hana til þjónustufulltrúans, Dagbjartar Theodórsdóttur í síma 510-1034 á þriðjudögum og föstudögum kl. 11- 12. Fræðslumorgnar hefjast fyrsta sunnudag í október kl. 10:00 og verða vönduð erindi alla sunnudaga í október og nóvember. Þá verður einnig boðið til samtals um Hirðis- bréf Biskups Íslands í október og verður það nánar auglýst síðar. Við Hallgrímskirkju starfa fjórir kórar, Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, Barnakór og Ung- lingakór Hallgrímskirkju. Allir þess- ir kórar taka virkan þátt í helgihaldi safnaðarins auk þess að halda tón- leika, bæði innanlands og utan. Þá er ótalið starf Listvinafélags Hallgrímskirkju sem hefur á síðustu misserum boðið fram hverja perluna á eftir annarri og verður spennandi að sjá efnisskrá 20. starfsárs félags- ins en það hefst á fyrsta sunnudegi í aðventu. Á heimasíðu kirkjunnar: www.- hallgrimskirkja.is er hægt að fá nán- ari upplýsingar um starfið í kirkj- unni svo og í síma 510-1000, en kirkjan er opin alla daga frá kl. 10 til 18. Það er von allra þeirra sem koma að starfinu í Hallgrímskirkju að sem flestir finni þar eitthvað við hæfi til að styrkja trúna og auðga andann. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45-7:05. Mömmumorgunn kl. 10-12 ætlaður mæðrum og ungum börnum. Umsjón hefur Eygló Bjarnadóttir, meðhjálpari. Sálgæslunámskeið Teo van der Weele, Helping Through Blessing, kl. 17:30-22. (Sjá síðu 650 í textavarpi). Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12:30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Maxwell Ditta. Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. Vetrarstarfið í Hallgríms- kirkju SAMFYLKINGIN hefur undanfar- ið unnið að faglegri úttekt á stöðu Ís- lands í Evrópusamstarfi þar sem reynt er að skilgreina hugsanleg samningsmarkmið ef til umsóknar um aðild að ESB kæmi af hálfu Ís- lendinga. Fjórtán sérfróðir einstaklingar hafa tekið að sér að fjalla um álita- mál sem snerta hin ýmsu svið Evr- ópusamvinnunnar og verða niður- stöður þeirra kynntar á sérstakri fundaröð Samfylkingarinnar um Evrópumál. Niðurstöðurnar verða gefnar út í sérstakri bók í október nk. Evrópuskýrslu Samfylkingar- innar er ætlað að auka þekkingu og umræðu á álitamálum sem snerta hugsanlega aðild að Evrópusam- bandinu, bæði á opinberum vett- vangi og innan flokksins. Þá er gert ráð fyrir að hún geti orðið mikilvægt innlegg í stefnumótun Samfylking- arinnar í Evrópumálum, segir í fréttatilkynningu Á næsta fundi sem verður haldinn í Norræna húsinu, laugardaginn 8. september kl: 11:00-14:00, verður fjallað um sjávarútvegs, félags- og byggðamál. Evrópuúttekt Samfylkingarinnar Fundaröð um álitaefni og samn- ingsmarkmið SJÓNVARPSÞÁTTURINNViltu vinna milljón? hefurgöngu sína á ný í september á Stöð 2 undir stjórn Þorsteins J. Vilhjálmssonar. Vinningsupphæðin í efsta þrepi hefur verið hækkuð í 5 milljónir. Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að bjóða pörum að keppa saman í þættinum og í jóladagskrá Stöðvar 2 verður Stjörnumessa þar sem lands- frægir Íslendingar etja kappi saman og rennur verðlaunafé óskipt til góðgerðarmála. Jafnframt því að Viltu vinna milljón? hefur göngu sína á ný mun Stöð 2 frumsýna nýjan heimildarþátt eftir breska leik- stjórann Alan Benson sem fjallar um vinsældir þáttanna Viltu vinna milljón? um heim allan, en þættirnir eru nú sýndir í 71. landi. Í þættinum eru átta lönd heimsótt, þ. á m. Ísland. Það geta allir sem hafa náð 16 ára aldri verið með í Viltu vinna milljón? með því að hringja í 907-2121. Allar nánari upplýs- ingar um Viltu vinna milljón? er að finna á mbl.is þar sem ein- staklingar og vinnustaðir geta bókað sig sem gesti í sal við upptökur á þessum vinsælasta þætti á Íslandi. Fyrsti þátturinn í þessari nýju fimm milljóna þáttaröð af Viltu vinna milljón? verður sýndur sunnudaginn 30. sept- ember á Stöð 2. 5 milljónir í Viltu vinna milljón? ALLT frá stofnun Lionsklúbbsins Eirar hafa félagar klúbbsins haft vímuvarnir sem aðalmálefni sitt. Vímulaus æska og Fíkniefnadeild lögreglunnar hafa ávallt verið studd dyggilega á hverju ári. Í ár er engin undantekning á því. Með aðstoð Háskólabíós hefur klúbburinn fengið allan ágóða af forsýningu bíómyndar þar sem ágóðinn rennur m.a. til vímu- varna. Klúbbfélagar hafa sjálfir séð um sölu á aðgöngumiðum og leitað eftir styrkjum ýmissa fyr- irtæka og velunnara sinna. Klúbburinn hefur í gegnum árin gefið vel á annan tug milljóna króna til baráttu gegn vímuefn- um. Formaður Lionsklúbbsins Eirar er í dag Guðríður Thorarensen, en Ragna Lára Ragnarsdóttir er fráfarandi formaður klúbbsins. Á myndinni sést Þórhildur Gunnarsdóttir afhenda Lísu Wium peningagjöf til styrktar Vímulausri æsku. Með á myndinni eru: Þórdís Sigurðardóttir og Jórunn Magnúsdóttir frá Vímu- lausri æsku og Sesselía Eiríks- dóttir og Ragna Lára Ragn- arsdóttir frá Lionsklúbbnum Eir. Morgunblaðið/Jim Smart Eir afhendir styrki SÖNGLEIKURINN Syngjandi írigningunni sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu fer á fjalirnar, eftir sumarfrí, í dag, föstudag. Með aðal- hlutverk fara Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Lárusdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Selma Björnsdóttir, Pálmi Gestsson, Kjartan Guðjónsson og fjölda annarra leikara, dansara og hljómlistarmanna. Sögusvið Syngjandi í rigningunni er Hollywood þriðja áratugarins, þegar kvikmyndastjörnur þöglu myndanna eiga hug og hjörtu þjóð- arinnar og rómantíkin blómstrar. Syngjandi í rigningunni á fjalirnar á ný HAUSTLITAFERÐ eldri félaga Samfylkingarinnar í Hafnarfirði verður farin laugardaginn 8. septem- ber. Brottför frá Alþýðuhúsinu Hafn- arfirði kl. 10 árdegis áætlaður komu- tími til baka er kl. 16:00. Farið verð- ur til Þingvalla, Nesjavallavirkjun heimsótt og Hveragerði. Saxófón- og harmonikkuleikari verða með í för og nóg af söngtextum fyrir alla. Fólk komi með nesti og góða skapið eins og ávallt er góður hópur Hafnfirðinga hittist, segir í fréttatilkynningu. Haustlitaferð eldri félaga Í HAUST bjóða skógræktarfélögin öllum sem vilja í skógargöngur víða um land. Göngurnar eru farnar í sam- starfi við Garðyrkjufélag Íslands og Ferðafélag Íslands og Búnaðarbanki Íslands leggur þessu framtaki lið. Laugardaginn 8. september verða göngur í Kópavogi og á Selfossi og hefjast báðar klukkan 10.00 árdegis. Í Kópavogi verður lagt upp frá Digraneskirkju. Gengið verður um Kópavogsdal og Hvamma undir leið- sögn Friðriks Baldurssonar og Krist- ins H. Þorsteinssonar og endað í garði Hermanns Lundholm. Áætlað er að gangan taki um 2 stundir. Á Selfossi hefst gangan við Hér- aðsbókasafn Árnesinga. Gengið verð- ur um bæinn undir leiðsögn Böðvars Guðmundssonar, Hreins Óskarsson- ar og Óskars Þ. Sigurðssonar. Áætl- að er að gangan taki um 2 stundir. Haustgöngur skógræktar- félaganna „FAGMENNSKA kennara og einkavæðing skóla“ er yfirskrift Skólamálaþings Kennarasambands Íslands og Félags íslenskra leik- skólakennara sem haldið verður að Borgartúni 6 í Reykjavík laugardag- inn 8. september nk. kl. 9–14:30. Þingið er einkum ætlað kennurum, skólastjórnendum og námsráðgjöf- um í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra flytur ávarp í upphafi þings- ins. Aðalfyrirlesari á þinginu verður Andy Hargreaves, prófessor við Ontario Institute for Studies in Education við University of Toronto í Kanada, en hann er víðkunnur fræðimaður á sviði skólamála. Hann hefur á undanförnum árum m.a. unnið að ráðgjöf, rannsóknum og þróunarstarfi á sviði skólamála á vegum kennarasamtaka, háskóla, ráðuneyta skólamála og skólaskrif- stofa víðs vegar um heim. Hann hef- ur flutt fyrirlestra og verið ges- taprófessor við ýmsa háskóla. Fjallað um fagmennsku og einkavæðingu skóla Nafn misritaðist Í myndatexta á bls. 19 í gær, „Við- bygging grunnskólans tekin í notk- un“, misritaðist nafn Kristmars Ólafssonar, hann heitir Kristmar en ekki Kristján. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VIÐSKIPTAVINIR TALs geta nú notað farsíma sína hjá 100 farsíma- félögum víðs vegar um heiminn. Nú fyrir stuttu var gerður samningur við Radiomobil í Tékklandi og var það100. samningurinn sem TAL ger- ir við farsímafélag í öðru landi. „Gerðir hafa verið samningar við farsímafélög á öllum vinsælum áfangastöðum Íslendinga á ferðalög- um erlendis og í mörgum löndum geta viðskiptavinir TALs valið um fleiri en eitt símafélag,“ segir í fréttatilkynningu Tal semur við 100. símafélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.