Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 49
KIRKJUSTARF
VETRARSTARFIÐ í Hallgríms-
kirkju er nú óðum að hefjast og hver
starfsgreinin af annarri að setja sig í
nýjar stellingar að loknu sumar-
starfi. Barnastarf vetrarins hefst
með formlegum hætti næsta sunnu-
dag, 9. september, og verður sem áð-
ur tengt guðsþjónustu sunnudagsins
sem hefst kl. 11 f.h. Börnin taka þátt
í guðsþjónustunni fram að prédikun
en fara þá með leiðtogum sínum í
safnaðarsal til að syngja saman og fá
fræðslu við hæfi. Starf fyrir börn á
aldrinum 9 til 12 ára verður á mið-
vikudögum í tveimur hópum, 9 og 10
ára kl. 16:00 og 11 og 12 ára kl. 17:30.
Þá eru vikulegar samverustundir
fyrir 6-8 ára börn einnig á miðviku-
dögum kl. 14:45.
Á mánudagskvöldum kl. 20:00 eru
fundir í Æskulýðsfélaginu Örk, sem
er ætlað unglingum í 8. bekk og
eldri. Fundirnir eru haldnir í kór-
kjallara kirkjunnar. Þar verður boð-
ið upp á vandað og fjölbreytt efni,
farið í óvissuferðir og helgarferðir og
margt fleira.
Foreldramorgnar verða á hverj-
um miðvikudagsmorgni kl. 10-12.
Þar verður boðið upp á margvíslega
fræðslu um börn og umönnun þeirra
í samvinnu við barnadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur. Auk
þess verða helgistundir og fræðsla
um trúarlegt uppeldi.
Öldrunarstarf er í kórkjallara
þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10:30
og leikfimi fyrir aldraða þessa sömu
daga kl. 13:00. Þá er opið hús fyrir
aldraða fjórða hvern miðvikudag kl.
14:00-16:00 með fjölbreyttri dagskrá
og veitingum. Heimsóknarþjónusta
er í boði og má koma óskum um hana
til þjónustufulltrúans, Dagbjartar
Theodórsdóttur í síma 510-1034 á
þriðjudögum og föstudögum kl. 11-
12.
Fræðslumorgnar hefjast fyrsta
sunnudag í október kl. 10:00 og
verða vönduð erindi alla sunnudaga í
október og nóvember. Þá verður
einnig boðið til samtals um Hirðis-
bréf Biskups Íslands í október og
verður það nánar auglýst síðar.
Við Hallgrímskirkju starfa fjórir
kórar, Mótettukór Hallgrímskirkju,
Schola Cantorum, Barnakór og Ung-
lingakór Hallgrímskirkju. Allir þess-
ir kórar taka virkan þátt í helgihaldi
safnaðarins auk þess að halda tón-
leika, bæði innanlands og utan.
Þá er ótalið starf Listvinafélags
Hallgrímskirkju sem hefur á síðustu
misserum boðið fram hverja perluna
á eftir annarri og verður spennandi
að sjá efnisskrá 20. starfsárs félags-
ins en það hefst á fyrsta sunnudegi í
aðventu.
Á heimasíðu kirkjunnar: www.-
hallgrimskirkja.is er hægt að fá nán-
ari upplýsingar um starfið í kirkj-
unni svo og í síma 510-1000, en
kirkjan er opin alla daga frá kl. 10 til
18.
Það er von allra þeirra sem koma
að starfinu í Hallgrímskirkju að sem
flestir finni þar eitthvað við hæfi til
að styrkja trúna og auðga andann.
Safnaðarstarf
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6:45-7:05. Mömmumorgunn kl. 10-12
ætlaður mæðrum og ungum börnum.
Umsjón hefur Eygló Bjarnadóttir,
meðhjálpari. Sálgæslunámskeið Teo
van der Weele, Helping Through
Blessing, kl. 17:30-22. (Sjá síðu 650 í
textavarpi).
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11-
12:30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla þar sem ákveðið
efni er tekið fyrir, spurt og svarað.
Barna- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Létt hressing eftir samkom-
una. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólks-
ins. Dans, drama, rapp, prédikun og
mikið fjör.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Einar Valgeir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Brynjar Ólafsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla kl. 12. Ræðumaður Maxwell
Ditta.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Vetrarstarfið
í Hallgríms-
kirkju
SAMFYLKINGIN hefur undanfar-
ið unnið að faglegri úttekt á stöðu Ís-
lands í Evrópusamstarfi þar sem
reynt er að skilgreina hugsanleg
samningsmarkmið ef til umsóknar
um aðild að ESB kæmi af hálfu Ís-
lendinga.
Fjórtán sérfróðir einstaklingar
hafa tekið að sér að fjalla um álita-
mál sem snerta hin ýmsu svið Evr-
ópusamvinnunnar og verða niður-
stöður þeirra kynntar á sérstakri
fundaröð Samfylkingarinnar um
Evrópumál. Niðurstöðurnar verða
gefnar út í sérstakri bók í október
nk. Evrópuskýrslu Samfylkingar-
innar er ætlað að auka þekkingu og
umræðu á álitamálum sem snerta
hugsanlega aðild að Evrópusam-
bandinu, bæði á opinberum vett-
vangi og innan flokksins. Þá er gert
ráð fyrir að hún geti orðið mikilvægt
innlegg í stefnumótun Samfylking-
arinnar í Evrópumálum, segir í
fréttatilkynningu
Á næsta fundi sem verður haldinn
í Norræna húsinu, laugardaginn 8.
september kl: 11:00-14:00, verður
fjallað um sjávarútvegs, félags- og
byggðamál.
Evrópuúttekt Samfylkingarinnar
Fundaröð um
álitaefni og samn-
ingsmarkmið SJÓNVARPSÞÁTTURINNViltu vinna milljón? hefurgöngu sína á ný í september á
Stöð 2 undir stjórn Þorsteins J.
Vilhjálmssonar.
Vinningsupphæðin í efsta
þrepi hefur verið hækkuð í 5
milljónir.
Sú nýbreytni verður tekin
upp í vetur að bjóða pörum að
keppa saman í þættinum og í
jóladagskrá Stöðvar 2 verður
Stjörnumessa þar sem lands-
frægir Íslendingar etja kappi
saman og rennur verðlaunafé
óskipt til góðgerðarmála.
Jafnframt því að Viltu vinna
milljón? hefur göngu sína á ný
mun Stöð 2 frumsýna nýjan
heimildarþátt eftir breska leik-
stjórann Alan Benson sem
fjallar um vinsældir þáttanna
Viltu vinna milljón? um heim
allan, en þættirnir eru nú sýndir
í 71. landi. Í þættinum eru átta
lönd heimsótt, þ. á m. Ísland.
Það geta allir sem hafa náð 16
ára aldri verið með í Viltu vinna
milljón? með því að hringja í
907-2121. Allar nánari upplýs-
ingar um Viltu vinna milljón? er
að finna á mbl.is þar sem ein-
staklingar og vinnustaðir geta
bókað sig sem gesti í sal við
upptökur á þessum vinsælasta
þætti á Íslandi.
Fyrsti þátturinn í þessari
nýju fimm milljóna þáttaröð af
Viltu vinna milljón? verður
sýndur sunnudaginn 30. sept-
ember á Stöð 2.
5 milljónir í
Viltu vinna
milljón?
ALLT frá stofnun Lionsklúbbsins
Eirar hafa félagar klúbbsins haft
vímuvarnir sem aðalmálefni sitt.
Vímulaus æska og Fíkniefnadeild
lögreglunnar hafa ávallt verið
studd dyggilega á hverju ári. Í ár
er engin undantekning á því.
Með aðstoð Háskólabíós hefur
klúbburinn fengið allan ágóða af
forsýningu bíómyndar þar sem
ágóðinn rennur m.a. til vímu-
varna. Klúbbfélagar hafa sjálfir
séð um sölu á aðgöngumiðum og
leitað eftir styrkjum ýmissa fyr-
irtæka og velunnara sinna.
Klúbburinn hefur í gegnum árin
gefið vel á annan tug milljóna
króna til baráttu gegn vímuefn-
um.
Formaður Lionsklúbbsins Eirar
er í dag Guðríður Thorarensen,
en Ragna Lára Ragnarsdóttir er
fráfarandi formaður klúbbsins.
Á myndinni sést Þórhildur
Gunnarsdóttir afhenda Lísu
Wium peningagjöf til styrktar
Vímulausri æsku. Með á myndinni
eru: Þórdís Sigurðardóttir og
Jórunn Magnúsdóttir frá Vímu-
lausri æsku og Sesselía Eiríks-
dóttir og Ragna Lára Ragn-
arsdóttir frá Lionsklúbbnum Eir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Eir
afhendir
styrki SÖNGLEIKURINN Syngjandi írigningunni sem sýndur hefur verið í
Þjóðleikhúsinu fer á fjalirnar, eftir
sumarfrí, í dag, föstudag. Með aðal-
hlutverk fara Rúnar Freyr Gíslason,
Þórunn Lárusdóttir, Stefán Karl
Stefánsson, Selma Björnsdóttir,
Pálmi Gestsson, Kjartan Guðjónsson
og fjölda annarra leikara, dansara og
hljómlistarmanna.
Sögusvið Syngjandi í rigningunni
er Hollywood þriðja áratugarins,
þegar kvikmyndastjörnur þöglu
myndanna eiga hug og hjörtu þjóð-
arinnar og rómantíkin blómstrar.
Syngjandi í
rigningunni á
fjalirnar á ný
HAUSTLITAFERÐ eldri félaga
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
verður farin laugardaginn 8. septem-
ber.
Brottför frá Alþýðuhúsinu Hafn-
arfirði kl. 10 árdegis áætlaður komu-
tími til baka er kl. 16:00. Farið verð-
ur til Þingvalla, Nesjavallavirkjun
heimsótt og Hveragerði.
Saxófón- og harmonikkuleikari
verða með í för og nóg af söngtextum
fyrir alla. Fólk komi með nesti og
góða skapið eins og ávallt er góður
hópur Hafnfirðinga hittist, segir í
fréttatilkynningu.
Haustlitaferð
eldri félaga
Í HAUST bjóða skógræktarfélögin
öllum sem vilja í skógargöngur víða
um land. Göngurnar eru farnar í sam-
starfi við Garðyrkjufélag Íslands og
Ferðafélag Íslands og Búnaðarbanki
Íslands leggur þessu framtaki lið.
Laugardaginn 8. september verða
göngur í Kópavogi og á Selfossi og
hefjast báðar klukkan 10.00 árdegis.
Í Kópavogi verður lagt upp frá
Digraneskirkju. Gengið verður um
Kópavogsdal og Hvamma undir leið-
sögn Friðriks Baldurssonar og Krist-
ins H. Þorsteinssonar og endað í
garði Hermanns Lundholm. Áætlað
er að gangan taki um 2 stundir.
Á Selfossi hefst gangan við Hér-
aðsbókasafn Árnesinga. Gengið verð-
ur um bæinn undir leiðsögn Böðvars
Guðmundssonar, Hreins Óskarsson-
ar og Óskars Þ. Sigurðssonar. Áætl-
að er að gangan taki um 2 stundir.
Haustgöngur
skógræktar-
félaganna
„FAGMENNSKA kennara og
einkavæðing skóla“ er yfirskrift
Skólamálaþings Kennarasambands
Íslands og Félags íslenskra leik-
skólakennara sem haldið verður að
Borgartúni 6 í Reykjavík laugardag-
inn 8. september nk. kl. 9–14:30.
Þingið er einkum ætlað kennurum,
skólastjórnendum og námsráðgjöf-
um í leik-, grunn-, framhalds- og
tónlistarskólum.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra flytur ávarp í upphafi þings-
ins.
Aðalfyrirlesari á þinginu verður
Andy Hargreaves, prófessor við
Ontario Institute for Studies in
Education við University of Toronto
í Kanada, en hann er víðkunnur
fræðimaður á sviði skólamála. Hann
hefur á undanförnum árum m.a.
unnið að ráðgjöf, rannsóknum og
þróunarstarfi á sviði skólamála á
vegum kennarasamtaka, háskóla,
ráðuneyta skólamála og skólaskrif-
stofa víðs vegar um heim. Hann hef-
ur flutt fyrirlestra og verið ges-
taprófessor við ýmsa háskóla.
Fjallað um fagmennsku
og einkavæðingu skóla
Nafn misritaðist
Í myndatexta á bls. 19 í gær, „Við-
bygging grunnskólans tekin í notk-
un“, misritaðist nafn Kristmars
Ólafssonar, hann heitir Kristmar en
ekki Kristján. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
VIÐSKIPTAVINIR TALs geta nú
notað farsíma sína hjá 100 farsíma-
félögum víðs vegar um heiminn. Nú
fyrir stuttu var gerður samningur
við Radiomobil í Tékklandi og var
það100. samningurinn sem TAL ger-
ir við farsímafélag í öðru landi.
„Gerðir hafa verið samningar við
farsímafélög á öllum vinsælum
áfangastöðum Íslendinga á ferðalög-
um erlendis og í mörgum löndum
geta viðskiptavinir TALs valið um
fleiri en eitt símafélag,“ segir í
fréttatilkynningu
Tal semur við
100. símafélagið