Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 51
DAGBÓK
LJÓÐABROT
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
Atburð sé ég anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær.
Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?
Maðkur og ei maður sýnist sá.
Sár og kaun og benjar holdið þjá,
blinda hvarma baða sollin tár,
berst og þýtur yfir höfði skjár.
Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart,
himinhvelft er ennið, stórt og bjart,
hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún,
skrifað allt með helgri dularrún.
– – –
Matthías Jochumsson
STAÐAN kom upp á HM
ungmenna sem lauk fyrir
skömmu í Aþenu. Merab
Gagunashvili (2444) hafði
hvítt gegn Evgeny Shap-
oshnikov (2519) 25. Hf5!
exf5 26. Dg5 Kf8
Ella hefði svartur
orðið mát um hæl
eftir 26... g6 27.
Dh6. 27. Dxg7+
Ke8 28. Rd6+
Kd7 29. Hxe5
Kxd6 30. Hxf5
Bd5 31. Dg5 Hc5
32. d4 Hb5 33.
Df4+ Kd7 34.
He5 og svartur
gafst upp. 8. um-
ferð Skákþing
Íslands, í lands-
liðsflokki, fer
fram 7. septem-
ber kl. 17.00 í íþróttahúsinu
við Strandgötu. Leikar fara
nú heldur betur að æsast í
baráttunni um Íslands-
meistaratitilinn. Áhorfend-
ur eru velkomnir en jafn-
framt er hægt að fylgjast
með skákunum í beinni út-
sendingu á ICC eða á
heimasíðu mótsins. Nánari
upplýsingar veitir skak.is.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
VIÐ tökum upp þráðinn
frá því í gær og lítum á
annað spil úr Netleik Ice-
land Express og dönsku
sveitarinnar Netbridge.
Danirnir Paul Clemmen-
sen og Hans Christian
Graversen lentu í dýrum
misskilningi í þrettánda
spili gegn Jóni Baldurs-
syni og Karli Sigurhjart-
arsyni:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 652
♥ KD98
♦ 83
♣ D1085
Vestur Austur
♠ ÁKD104 ♠ G973
♥ Á5 ♥ 42
♦ D74 ♦ Á1062
♣G92 ♣Á74
Suður
♠ 8
♥ G10763
♦ KG95
♣K63
Vestur Norður Austur Suður
Paul Karl H.C. Jón
-- Pass Pass 2 hjörtu
2 spaðar 3 hjörtu Dobl Pass
Pass Pass
Opnun Jóns á tveimur
hjörtum sýnir veik spil,
minnst fimmlit í hjarta og
láglit til hliðar (Tartan).
Vestur kemur eðlilega inn
á spaðasögn og Karl lyftir
í þrjú hjörtu, sem austur
doblar. Hans Christian
meinti dobl sitt sem áskor-
un í fjóra spaða, en makk-
er hans var á öðru máli og
sagði því pass.
Vestur byrjaði á spaðaás
og kóng, sem Jón tromp-
aði. Hann spilaði hjarta og
vestur tók með ás og
hamraði enn á spaðanum.
Jón trompaði, spilaði
hjarta á kóng og tígli úr
blindum á kónginn! Lauf-
gosinn lá síðan fyrir svín-
ingu, svo Jón gaf aðeins
fjóra slagi, einn á hvern
lit: 730 til Íslands.
Vestur Norður Austur Suður
Matthías Thorvald Þorlákur Morten
-- Pass Pass Pass
1 grand Pass 2 lauf Pass
2 spaðar Pass 4 spaðar Pass
Pass Pass
Matthías Þorvaldsson og
Þorlákur Jónsson sögðu
fjóra spaða á hinu borðinu.
Matthías átti enga mögu-
leika í þeim samningi og
gaf fjóra slagi, einn á
hjarta, einn á tígul og tvo
á lauf. 100 til Dananna, en
12 IMPar í dálk Iceland
Express.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson. BRÚÐKAUP.
Gefin voru
saman 14. júlí
sl. í Lágafells-
kirkju af sr.
Jóni Þor-
steinssyni
Thelma Dögg
Valdimars-
dóttir og
Haukur Ægir
Ragnarsson.
Heimili þeirra
er í Hólabergi
48, Reykjavík.
Árnað heilla
Þessir duglegu drengir, Gabríel og Eyjólfur, héldu tombólu
og söfnuðu kr. 13.055 til styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna.
Morgunblaðið/Ásdís
Hlutavelta
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert vinnusamur og gefst
ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Þú þyrftir að læra
betur að slappa af og
njóta lystisemda lífsins.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Láttu allan kjaftagang sem
vind um eyru þjóta. Þeir sem
þjóna Gróu á Leiti munu
renna sitt skeið og þá stendur
þú uppi með pálmann í hönd-
unum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er óþarfi að láta aðra
ákveða hvenær hætta skal
hverjum hlut. Þú ert þinn eig-
inn húsbóndi og átt að taka
þessar ákvarðanir sem og
aðrar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú skaltu setjast niður og
semja áætlanir um fram-
kvæmd þeirra hluta, sem þú
hefur hingað til aðeins látið
þig dreyma um. Hálfnað er
verk þá hafið er.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gættu þess að tala tæpi-
tungulaust svo enginn þurfi
að fara í grafgötur um hvað
það er sem þú vilt. Talaðu um
fyrir öðrum með lipurð og
festu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það sakar ekki að staldra við
og hugleiða hversu ríkur
maður raunverulega er af
vinum og vandamönnum. Það
eru þau auðæfi sem hvorki
mölur né ryð fá grandað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Flýttu þér hægt. Sígandi
lukka er best og því eru allar
sviptingar til lítils, þegar upp
er staðið. Einhver kemur þér
verulega á óvart í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Kurteisi kostar ekkert og er
sjálfsögð hvernig sem á
stendur og hver sem í hlut á.
Gamalt mál úr fortíðinni lifn-
ar við og kemur þér á óvart.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Leggðu þitt af mörkum svo
samstarfið gangi áfallalaust
fyrir sig. Fáðu aðstoð, ef það
er það sem þarf til þess að þú
getir staðið við þitt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Taumlaus sjálfselska hittir
aðeins þann fyrir, sem beitir
henni. Þess vegna skaltu
söðla um og sýna öðrum til-
litssemi og virðingu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér tekst einhvern veginn
ekki að ná til þeirra, sem þú
vilt að kynnist málstað þín-
um. Endurskoðaðu áætlun
þína og breyttu henni.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er bara rétt að segja öðr-
um sannleikann um það sem
manni finnst. Öll undanbrögð
leiða til misskilnings sem þú
getur ekki annað en tapað á.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú þarft þú að taka á honum
stóra þínum og standa af þér
stormviðri um stundarsakir.
Aðrir líta til þín um forustu
svo þú mátt hvergi bregðast.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júní sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Tómasi Sveins-
syni Sæunn Marinósdóttir
og Ketill Heiðar Guðmunds-
son.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júní sl. í Dómkirkj-
unni í Reykjavík af sr.
Hjálmari Jónssyni Heiðrún
Gígja Ragnarsdóttir og Sig-
urgeir Orri Sigurgeirsson.
Ricardo sem er frá Perú
óskar eftir íslenskum
pennavini.
ricardo vargas
@hotn
mail.com
Mikie, sem er 17 ára, ósk-
ar eftir íslenskum penna-
vini. Áhugamál hans eru
tónlist, lestur og sjónvarp.
Hann skrifar á ensku.
Mikie Katayama,
2-4-17 Saidaijiakoda-cho,
Nara-shi, Nara-ken
631-0818,
Japan.
Thorvald óskar eftir ís-
lenskum pennavini. Hann
safnar frímerkjum.
Thorvald Hesselberg,
Hallandsparken 90,
DK-2630 Tåstrup,
Danmark.
Poul óskar eftir íslensk-
um pennavini. Hann safnar
frímerkjum.
Poul Larsen,
Egholmvej 18 B,
DK-2720 Vanløse,
Danmark.
Pennavinir
Ábyrgð –
áreiðanleiki
Gullsmiðir
HÓTEL OG GISTIHEIMILIÐ
HÖFÐI ÓLAFSVÍK
Frábærar aðstæður fyrir
ráðstefnur, fundi og námskeið.
Sími 436 1650
netfang; hotel.hofdi@aknet.is - www.norad.is/hotelhofdi .
VILTU: Ask, Álm, Beyki, Hengiblóðbeyki, Svartelri,
Ryðelri, Kjarrelri, Kjarrfuru, Stikilsberjasortir hlaðnar
berjum, Bersarunna, Hvítgreni, Broddgreni, Gulan
Bambus, Gullklukkurunna frá Hokkaidó, Marþöll,
Fjallaþöll, Gultopp, Bjarmasóley, Bergsóley, Bergreyni,
Dárakirsi, Eik, Gráreyni, Silfurreyni, Demantsvíði,
Linditré, Næfurhegg, Kóreuþin, Síberíuþin, Svartgreni,
Bergfléttu, Kóreubergsóley, Gljáhlyn,
Kóreuklukkurunna, Bleika Runnamuru, Stjörnutopp,
Sveighyrni, Vætustikil og margt, margt fleira.
L Í T T U V I Ð!
Meira á heimasíðunni www.natthagi.is og 483 4840.
Er allt í lagi að gróðursetja núna? Já, fram í október!
Áttu í vandræðum með klaka í jörðu fram á sumar?
Notaðu haustið til plöntunar! NÓGUR ER RAKINN!
Opið‚ virka daga OG HELGAR frá 10.00 - 19.00
SMS FRÉTTIR mbl.is