Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.09.2001, Qupperneq 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÁLIN hans Jóns míns kveður nú sumartúrinn með glans eftir að hafa verið þrjá mánuði á þeytingi. Sveitin klárar pliktina með tvenn- um tónleikum sem bera titillinn „Skært lúðrar hljóma“ og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld, í Broadway. Á morgun verður svo leikið í höfuðstað Norðurlands, nánar tiltekið á Sjallanum en með sveitinni leika þeir látúnsbræður Sammi og Kjartan úr hryn- hitasveitinni Jagúar. Í Reykjavík treður ungsveitin Flauel upp ásamt Sálinni en á Sjallanum er það gestasveitin GOS. Annað markvert er að hinn 17. september kemur út DVD- diskurinn 12. ágúst ’99, sem hefur að fyrirmynd samnefnda hljóm- leikaplötu sveitarinnar. Mun þetta vera fyrsti alíslenski DVD- diskurinn. Dægurmenningin sló á þráðinn til Guðmundar Jónssonar, Sál- arverja, og innti hann frétta. „Við vorum einhvern tíma að spila með Jagúar á Gauknum og þá komu þeir með okkur á svið í einhverju bríaríi. Það virkaði svo askoti vel að við ákváðum að gera þetta almennilega núna,“ segir Guðmundur og útskýrir tilkomu gestablásaranna. „Svo er Samúel líka búinn að vera að vinna með okkur að nýrri plötu sem kemur út fyrir næstu jól, sér þar um strengjaútsetn- ingar.“ Suðupunkturinn Guðmundur segir að vinna við DVD-diskinn sé búinn að taka lungann af árinu. Þar er að finna þá víðfrægu tónleika sem disk- urinn er nefndur eftir en einnig heimildarmynd, söngtexta, ljós- myndir og margt fleira. „Þetta voru mjög sérstakir tónleikar,“ segir Guðmundur og lítur um öxl. „Öll orkan var þarna á suðupunkti. Þetta var svona gæluverkefni hjá okkur að halda órafmagaða tón- leika en við bjuggumst aldrei við því að þetta yrði svona vinsælt.“ Og svo er það ný hljóðversplata í október, seinni hluti sögunnar sem sett var í gang um síðustu jól með plötunni Annar máni. „Ég er nú bara í þessum töluðu orðum að hljómjafna hana,“ upp- lýsir Guðmundur. „Hún kemur vonandi út í kringum 10. október. Við erum búnir að vinna í þessu síðan um páska.“ Sálin er nú búin að vera á gegndarlausri keyrslu í tvö ár og Guðmundur verður hvíldinni feg- inn. „Þetta tekur svolítið á. DVD- diskurinn tók til dæmis mun lengri tíma en við áttum von á. Við viss- um í sjálfu sér ekkert hvað við vorum að fara út í. Þannig að þetta er komið nóg. Fjórar plötur á fjórum árum með tilheyrandi tónleikahaldi á svona litlu skeri eins og Íslandi. Þetta er út í Hróa hött ef maður fer að spá í það. En skynsemin hefur aldrei verið stór þáttur hjá okkur – sem betur fer.“ Sálin kynnir DVD-disk og kveður sumarið Sál sum- arsins Svona lítur aðalvalmynd DVD-disksins út. Morgunblaðið/Skarphéðinn Stebbi sálverji í svakalegu sveitaballastuði. arnart@mbl.is                                                        !   "   "   #   $  "  %   ! & "   HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 8/9, lau 15/9, síðustu sýningar IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, KL. 20 mið 19/9, fös 21/9, lau 22/9 sun 23/9 Aðeins þessar sýningar RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12. Súpa og brauð innifalið fim. 6/9, fös 14/9 Miðasala fyrir sýningar Í Loftkastalanum og Iðnó er í síma 552 3000, virka daga kl. 10-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýn- ingu. Opið er í Loftkastalanum samkvæmt fyrrgreindum tíma og í Iðnó kl. 11-14 á föstudögum. MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 8. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 14. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI TÓNLEIKAR MEÐ SIMON & GARFUNKEL Lau 15. sept kl. 20.00 og 22.30. Miðasala hafin. PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Lau 8. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 14. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 15. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 20. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Fö. 14. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS VERÐA 6 SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Litla svið 3. hæðin Sala áskriftarkorta stendur yfir. 7 sýningar á aðeins 10.500 - og ýmis fríðindi að auki. VERTU MEÐ Í VETUR!!! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200              !"#$   %&'() ()*+(   ' $  ' $ #  ' $  ' $  ' $  ' - "." ""  !/%   ' $  ' $ #  ' 01 12 3'405((, 6 41708405((,  401,9 305((,04197 4:9(80 3140(06;,<3, 701= >401 05((,<6 ?=712 3'405((, :9(803140(06 Miðasalan er opin frá kl. 13-18. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is  51:>0 .0<,;<@ DISKÓPAKK eftir Enda Walsh Aukasýning: fös. 7.9 kl. 20 og lau. 8.9 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR 7 9726 2 GENGI GJALDMIÐLA mbl.is FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.