Morgunblaðið - 07.09.2001, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LENGI vel stóð til að nýja
Bjarkar-platan skyldi
heita Domestica og skír-
skota þar með allt í senn
til vinnsluaðferðar á plöt-
unni, heildarsvipsins á
henni og megininntaks
textanna. Á endanum
kaus hún að láta hana
heita Vespertine. Þetta
er aftansöngur Bjarkar,
heimilislegar kvöldbænir gæddar nosturslegri
blöndu af raftónum og strengjum. Þrátt fyrir að
einhverjir telji plötuna hennar tormeltustu þá
virðist það ekki ætla að hafa áhrif á söluna.
Platan er þegar komin á toppinn í Noregi, Dan-
mörku, Frakklandi og á Spáni. Í Svíþjóð er hún í
sjöunda sæti, því fjórða í Þýskalandi og átt-
unda í Bretlandi.
Heimilisleg!
!"#$ %" "&' " """( ")" "*" + ) %", " +-
#$" " " ". /0 1) 2))& " "3%4"1$%&' %+")"5) 4++"*"%
+" " 6"7$ "8 9"7$ 9": &9";&*"< 9";&*"= 9"5>* ")"5
8 ?9"5>* ")"5 "5$9"3 * "< 9"3 * "= "
) !**' +
,- +.+
/ ""+
7'
3%"@ "8")0
" %
3
A%
A%
A%
B) C
5 "21)
#
D%%
E)"31&
= ".
2)&
F"21
;>
5
" )
GC
" %
"B
; "=)&C
" %
5$%?
H I 4)"B)"#
J
31
B "K/)
81
E&
#)L/
7 ";)F"
7 "1"//
3)" " % +" .)MN"
.)MN"
F
B) C
. )L%"I)
#1"K4"7
5
8"5/7H ) ")/""%"
:4 "#1)
. /1
3 )
B"#1" "@
@ "@ "3%%
G1)"O
GC "PB "84 %Q
#1" "R"#1" )
G1"=
;"=)
@"7 )1 "G1 "8 "#1) S
T" ">"% "
F"1"
"2)
8"#1"U) "2V"="71
:)"31)
B "K/)
"8"8
3%
3)
J
G
3&)
.)MN
.)MN
I5K
E
3)
J
3)
G
I5K
3)
I
#"5
J
J
J
G
3)
J
I
J
I5K
J
J
.) )
I
VÁ, NELLY! Aldeilis
stórt stökk hjá þér
upp Tónlistann. Það
er aldeilis að rætast
úr þessari ungu kan-
adísku söngkonu
sem skaust fram á
sjónarsviðið fyrr á
þessu ári með laginu
„I’m Like a Bird“.
Þeir voru vafalaust
margir sem spáðu því þá að þar færi einnar
perlu undur en sú hefur aldeilis ekki orðið raun-
in. Lagið „Turn of the Light“ hefur fallið í viðlíka
góðan jarðveg ef ekki betri en bæði lögin er að
finna á frumburðinum Whoa Nelly! sem hefur
verið ein allra vinsælasta platan í sumar á
heimsvísu. Þessi stelpa, sem lengi vel vann
fyrir sér sem herbergisþerna, getur því litið
björtum augum til framtíðar og ekki ólíklegt að
hún verði víða valin efnilegasti listamaðurinn
þegar árið verður gert upp.
Vinsæl herberg-
isþerna!
Níðþungarokk-
sveitin System of
a Down á sér fjöl-
marga dygga fylgj-
endur hér á landi
sem sjá má glögg-
lega á sterkri inn-
komu sveitarinnar
á Tónlistann
þessa vikuna. Nýja afurðin heitir Toxicity og
hefur þegar styrkt stöðu sveitarinnar töluvert
enda smekkfull af kröftugu harðpólitísku efni,
þ.á m. smellnum „Chopsuey!“ sem er einkar
ávanabindandi og melódískur. System of a
Down er kvartett, skipað Kaliforníubúunum
Serj Tankian söngvara, gítaristanum Daron
Malakian, bassaleikaranum Shavo Odadjian
og trommaranum John Dolmayan. Toxicity er
önnur plata sveitarinnar og nýtur hún að-
stoðar hins goðsagnarkennda Ricks Rubins,
sem sér um upptökustjórn og hefur almennt
auga með að allt sé í svalara lagi.
Skipulögð niðurrif!
ÞAÐ VERÐUR ekki annað
sagt en að ættfræðin sé
hliðholl Nikku Costa.
Ólst upp í innsta hring-
tónlistarbransans
bandaríska.
Dóttir hins fræga útsetj-
ara og upptökustjóra Dons Costa, sem vann
hér á árum áður með Paul Anka, Dinuh Wash-
ington og Tony Bennett. Það sem meira er, guð-
dóttir gamla bláskjás heitins, Franks Sinatras.
Steig fyrst á svið 5 ára gömul og söng fyrir 300
Police-unnendur í Chile tveimur árum síðar.
Hefur notið aðstoðar stórfiska á borð við
Quincy Jones og Sly Stone. Sló fyrir löngu í
gegn í Þýskalandi og í Ástralíu. Nýja platan virð-
ist svo loksins ætla að koma henni á alheims-
kortið, þökk sé fönkslagaranum „Like A Feath-
er“ sem auglýsingafyrirtæki hafa fallið fyrir í
umvörpum og nota óspart.
Guðdóttir
bláskjás!
BJÖRK Guðmundsdóttir var einn af
gestum Davids Lettermans í þætti
hans The Late Show With David
Letterman á þriðjudagskvöldið var.
Þátturinn er einn vinsælasti spjall-
þáttur Bandaríkjanna og margar
stórstjörnurnar sem þar hafa komið
fram. Flutti hún lag af nýjustu
breiðskífu sinni, Vespertine, og
spjallaði stuttlega við stjórnandann.
Aðalgestur þáttarins var leikarinn
vinsæli úr sjónvarpsþáttunum Fri-
ends, David Schwimmer. Björk naut
dyggs stuðnings tölvutónlistar-
mannanna Matmos, hörpuleikarans
Zeenu Parkins og grænlensks
stúlknakórs. Björk flutti lagið „Pag-
an Poetry“ en að því loknu vippaði
hún sér í sæti til hliðar við skrifborð
hins sjarmerandi Lettermans. Ör-
stutt spjall þeirra var á svofellda
vegu:
Letterman: „Ungu stúlkurnar
sem við sáum þarna eru frá Græn-
landi, ekki satt?“
Björk: „Já.“
L: „Þær voru íklæddar fötum frá
heimalandi sínu, er það ekki?“
B: „Einmitt, þetta er þjóðbúning-
urinn þeirra.“
L: „Mjög sætt, mjög indælt.
Þakka þér kærlega fyrir komuna.
(Við áhorfendur): Geisladiskurinn
heitir Vespertine.“
Þess má að lokum til gamans geta
að íslensku síðrokksveitinni Sigur
Rós var boðið að spila í sama þætti
en hafnaði boðinu á þeim grundvelli
að liðsmenn gætu ekki sætt sig við
að þurfa að stytta lagið sem flytja
átti.
Aftan-
söngur í
sjónvarpi
Björk söng í þætti Davids Lettermans
Björk flytur „Pagan Poetry“. Grænlenski stúlknakórinn í baksýn.
Björk og Letterman skrafa saman og skeggræða.Letterman handleikur Vespertine.
FIMM stærstu tónlistarútgáfurnar í
dag; Warner, Bertelsman, EMI,
Sony og Vivendi-Universal, hafa nú
kynnt til sögunnar nýjar „brennslu-
varnir“ á geisladiska. Hefur aukin
afritun, eða brennsla, á geisla-
diskaútgáfu þeirra verið þeim
óþægur ljár í þúfu undanfarin ár.
Nú hafa fyrirtækin skorið upp her-
ör gegn „þjófn-
aðinum“. Á
markað í
Evrópu er
komin
meira
en ein millj-
ón geisladiska
sem allir búa yfir
„sjóræningjavörn“. Þetta er tilraun
til að varna því að efni af geisla-
diskunum sé fært yfir á tóma diska
eða þá beint yfir í tölvur. Ekki er
gefið upp hvaða diska um ræðir.
Varnirnar felast í því að afritun
er annað hvort útilokuð með öllu
eða þá að útkoma afritunar hafi að
geyma slæman hljómburð. Almenn-
ingur óttast hinsvegar að það verði
algerlega ómögulegt að spila
diskana yfirleitt. Nýr safndiskur
með sveitasöngvaranum Charley
Pride styður þetta þar sem fjöl-
margar kvartanir bárust þess efnis
að diskurinn væri óspilanlegur,
jafnvel í einföldustu ferming-
argræjum.
Sami Valkonen, útgáfurisanum
BMG, sagði að tilgangurinn væri
ekki að hindra að tónlist væri sett á
stafrænt form af notendum – held-
ur vildu þeir vera vissir um hvernig
tónlistin kæmist þangað.
„Geisladiskabrennur“ eru nú
orðnar það algengar að fleiri
diskar voru brenndir en keyptir í
Þýskalandi í fyrra.
Nýjar afritunarvarnir
Stóru útgáf-
urnar fagna
Brennari
HIN breska Faithless hefur verið
svolítið sér á báti í dansgeiranum.
Tónlistina má flokka sem allt að því
hefðbundið evr-
ópudanspopp en
það hefur ætíð ver-
ið til staðar ein-
hver aukabroddur,
eitthvað aðeins
meira kjöt á bein-
inu en hjá öðrum
af svipuðu sauðahúsi. Liðsmenn
njóta þar að auki óvenjumikillar
virðingar í heimalandinu. Nýja efnið
sker sig svo sem lítið frá því sem
Faithless hefur verið að bardúsa
fyrir og inniheldur æði litla
framþróun. Þær breytingar sem
merkja má benda til þess að liðs-
menn séu orðnir óvenjurosknir, af
dansboltum að vera. Krafturinn hef-
ur vikið fyrir fágun og ljúflegheitum
sem koma skýrast fram í skemmti-
legum samruna á ljóðtónum og þétt-
um dansreggítaktinum í öðru laginu
„Not Enuff Love“. Nærvera Dido er
og vel lukkuð en hún er systir Rolo
og var eitt sinn með annan fótinn í
sveitinni. Lagið sem hún syngur,
„One Step Too Far“, ætti, með
réttri markaðssetningu, að geta orð-
ið hinn vænasti smellur. Prýðisdiskó
sem minnir sláandi mikið á „Stans-
laust stuð“ að hætti Páls okkar Ósk-
ars.
Tónlist
Grásprengt
danspopp
Faithless
Outrospective
Cheeky
Records/Japis
Meira hægindadanspopp frá rapparanum
Maxi og félögum.
Skarphéðinn Guðmundsson