Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.09.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 55 Í KVÖLD eru þrír áhugaverðir liðir á dagskrá Jazzhátíðar, þar sem spil- arar koma víða að úr Evrópu. Dagskrána hefja Eistarnir Raivo Tafenau saxófónleikari og Meelis Vind klarinettuleikari í Norræna húsinu kl. 20, en þeir skipa Tafenau- Vind dúóið. Efnisskrá þeirra samanstendur af eigin tónverkum og annarra, auk þess sem blúsnum mun bregða fyrir. Tafenau er þekktur jafnt fyrir tækni sína sem frumlega tónhugsun. Hann hóf reyndar feril sinn sem harmonikkuleikari en skipti síðar yf- ir á baritóninn og varð fljótlega eft- irsóttur saxófónleikari. Árið1991 hóf hann að leika með Stórsveit eist- neska útvarpsins og 1992 var hann einleikari með Stórsveit evrópsku útvarpsstöðvanna á tónleikum í Barcelona. Þeim tónleikum var sjón- varpað um gervalla Evrópu. 1994 var hann kjörinn tónlistarmaður ársins í eistneska útvarpinu. Eftir það hefur hann komið fram á djasstónleikum víða í Evrópu. Vind útskrifaðist frá tónlistarhá- skólanum í Tallinn árið 1991. Þá hafði hann þegar ráðið sig til Eist- nesku ríkissinfóníuhljómsveitarinn- ar, þar sem hann leikur enn. Hvernig lítur barnið út? Kl. 21 hefjast tónleikar með Kvartetti Tómasar R. Einarssonar á Kaffi Reykjavík. Það eru Eyþór Gunnarsson píanisti, Hilm- ar Jensson gítarleikari og Matthías M. D. Hemstock trymbill sem leika ásamt bassaleikaranum Tómasi. Hann hefur verið mjög afkasta- mikill djassleikari frá því hann hljóð- ritaði fyrstu plötu sína með Nýja kompaníinu 1982, og hefur gefið út fimm diska með eigin hljómsveitum fyrir utan að hljóðrita með Jazzkv- artetti Reykjavíkur og Ólafíu Hrönn. „Þetta er ný tónlist eftir mig sem er öll í latín-anda undir kúbönskum áhrifum.“ –Varstu nýlega á Kúbu? „Nei, ég var í Sevilla á Spáni fyrri hluta ársins, þar sem ég fékk hálft ár úr tónskáldasjóði í fyrra og nýtti mér það í fjölskylduverunni í Sevilla til að búa til megnið af þessari tónlist.“ – Kemur hún fljótlega út á diski? „Það er ekkert ákveðið um það en hún kemur áreiðanlega einhvern tímann út, en þetta er frumflutning- ur og fyrst er að sjá hvernig barnið lítur út.“ Tómas segir tónlistina sína vera boléró og cha cha cha. „Þetta er hratt og hægt og afskaplega dansvænt fyrir þá sem kjósa að hrista sig, þótt þetta sé ekki samið sem dans- tónlist,“ segir Tómas að lok- um. Á sömu bylgjulengd Á eftir suð- rænu sveiflunni tekur við fjölþjóða djassbræðingur á Kaffi Reykjavík kl. 23. Þar leikur Bretinn David O’Higg- ins á tenórsaxófón, Sigurður Flosa- son á altósaxófón og slagverk, Davíð Þór Jónsson á píanó, Svíarnir Johan Öijen á gítar og Erik Qvick á tromm- ur, og Jóhann Ásmundsson leikur á bassa. Jóhann var einn af stofnendum Mezzoforte og er enn bassaleikari hljómsveitarinnar þá sjaldan sem hún kemur fram. Hann hefur nýlega sent frá sér fyrsta sólódisk sinn, So Low, sem kom einnig út í Bretlandi. Jóhann þykir í fremstu röð rafbassa- leikara bræðingsdjassins og nú hef- ur hann sett saman íslensk-bresk- sænska hljómsveit til að leika þessa tónlist á Jazzhátíð Reykjavíkur. David ÓHiggins var einmitt saxófón- leikari Mezzoforte á No limits. Hann hefur í tvígang verið kosinn besti djasstenórsaxófónleikari Bretlands og gefið út fjölda diska m.a. með stórsveit sinni. „Við munum spila lög af nýju plöt- unni minni,“ segir Jóhann, „og líka efni af síðustu plötum Davids. Þetta verður blanda af hans efni og mínu. Við erum á sömu bylgjulengd, þetta er bræðingur, fönkskotinn djass.“ Jóhann hefur spilað með öllum þessum tónlistarmönnum áður og valdi þá sérstaklega til liðs við sig í kvöld, enda gott að þekkja sína menn í þessari tegund tónlistar. „Það er jafn mikill spuni í þessari tónlist og í djasstónlist, opin sóló en með þyngri takti,“ segir Jóhann að lokum og lofar góðum hrynhita, „þetta byggist allt á honum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Tómas frumflytur tónlist sína í kvöld. Tafenau-Vind-dúóið leik- ur í Norræna húsinu í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Siggi, Johan, Erik, Jóhann, David og Davíð Þór leika bræðing kl. 23. Bræðingur, blús og bóleró www.sambioin.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8. Vit . 256. B.i. 12. STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin?  H.Ö.J. kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 265. Sýnd kl. 5.45 og 10. Vit nr. 267Sýnd kl. 8, 10 og 12.B. i. 16. Vit 251 Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Frumsýning KRAFT Sýnin g í THX DIGIT AL Kl. 12 . Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Ef þú hefur það sem þarf geturðu fengið allt.  H.Ö.J. kvikmyndir.com Sýnd kl. 8, og 10.10. Vit . 256 B.i. 12. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 265.  kvikmyndir.is  strik.is  kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12.B.i. 16. Vit 251 Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Frumsýning KRAF T Sýnin g í THX DIG ITAL Kl. 1 2. betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin? Sýnd kl. 5.50, 8 og Kraftsýning kl. 10.10. Sýnd kl. 8. B.i.16. Frumsýning Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 8. B.i.16. Ikingut MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 6, 8 og 10.Sýnd. 5.45, 8 og 10.15. ÁSTIN LIGGUR Í HÁRINU Beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Romy & MIchelle´s High School kemur frábær gamanmynd með frábærum leikurum. Af hverju að stela peningum þegar þú getur gifst þeim? Frumsýning Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. www.laugarasbio.is STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin? Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST Frumsýning Beint á toppinn í USA Af hverju að stela peningum þegar þú getur gifst þeim? Frá leikstjóra Romy & MIchelle´s High School kemur frábær gamanmynd með frábærum leikurum. Stærsta grínmynd allra tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.