Morgunblaðið - 07.09.2001, Page 60
FRELSI og uppreisn
eru boðorð vetrarins
frá Intercoiffure, al-
þjóðlegum félaga-
samtökum hár-
greiðslufólks, sem
þykja í fararbroddi í
mótun hártískunnar.
Útfærslan birtist í
kvenlegum, frjáls-
legum og pönk-
skotnum klippingum,
greiðslum og litum.
„Náttúruleg lyfting
hársins, sem fæst
með klippingunni,
fær að njóta sín,“
segir Elsa Haralds-
dóttir, sem ásamt átta öðrum í Ís-
landsdeild Intercoiffure heldur til
Parísar um aðra helgi til að taka
þátt í alþjóðlegri sýningu samtak-
anna.
Framlag íslensku þátttakend-
anna er í anda vetrarlínu Int-
ercoiffure og einkennist af fjöl-
breyttum litatónum, djúpum
brúnum og mismunandi ljósum, í
hárinu, sem er klippt í styttur.
Áberandi er svokölluð „unisex“-
lína, því ekki er ýkja mikill munur
á klippingum karla og kvenna.
Hártíska vetrarins kynnt í París
Kvenlegt og pönkskotið
Draumkennt og frjálst /B1
Fjölbreyttir litir og styttur í hári.
RANNSÓKNIR nokkurra rann-
sóknarlögreglumanna hafa leitt í
ljós að sagnir um svonefndan
Bálkahelli í Klofningum á
Reykjanesi eiga við rök að styðj-
ast. Hér er þó ekki um að ræða
opinbera rannsókn í sakamáli,
sem tengist hellinum á nokkurn
hátt, heldur einskæran útivist-
aráhuga fólks í rannsóknardeild
lögreglunnar, sem myndað hefur
hópinn FERLIR (Ferðahópur
rannsóknardeildar lögreglunnar í
Reykjavík).
Upphaflega leituðu lög-
reglumennirnir að svonefndum
Arngrímshelli sem getið er í
gamalli þjóðsögu. Sá hellir mun
vera nefndur eftir Arngrími
nokkrum bónda sem nýtti hann
sem fjárhelli. Lögreglumennirnir
fundu Arngrímshelli og húsatótt-
ir við hellismunnann, sem einnig
er getið í sögunni. Kviknaði þá
áhugi fyrir að finna annan helli,
Bálkahelli, sem sagan sagði að
ætti að vera í nágrenninu. Bálka-
hellir fannst eftir nokkra leit er
einn lögreglumannanna datt bók-
staflega fyrirvaralaust niður um
hellisopið og þar með voru komn-
ar sterkar vísbendingar um að
staðháttum væri rétt lýst í þjóð-
sögunni. Á ferð um undirheimana
var ekki að sjá nein merki um
fyrrimannaferðir.
Á miðvikudagskvöld fóru átta
félagar í FERLIR í ferð í hell-
inn, sem í heild er um 500 metra
langur. Hraunnálar eru í loftum
og dropasteinar á gólfi. Lengsti
heillegi hluti hans er vel á þriðja
hundrað metra. Hellirinn er stór
og víður og skiptist hellisrásin í
tvennt á einum stað áður en rás-
irnar sameinast aftur. Þótt hellis-
opið væri vandfundið í úfnu
hrauninu í vetur gat það ekki
leynst lengi fyrir þjálfuðum rann-
sóknarlögreglumönnum, sem
beittu kunnri reynslu sinni við
leitina.
Leiðangursmenn í hellaferðinni
á miðvikudagskvöld voru Baldvin
Einarsson, Börkur Skúlason,
Dóra Hlín Ingólfsdóttir, Jóhann
Davíðsson, Jón Arnar Guðmunds-
son, Ómar Smári Ármannsson,
Svanur Eiríksson og Þorvaldur
Bragason, auk Júlíusar Sig-
urjónssonar, ljósmyndara Morg-
unblaðsins.
Rannsóknarlögreglumenn kanna undirheima Reykjaness
Fundu helli
sem getið er
í þjóðsögum
Morgunblaðið/Júlíus
Á ferð um undirheimana í Bálkahelli í Krýsuvíkurhrauni. Lögreglumennirnir Þorvaldur Bragason og Dóra Hlín Ingólfsdóttir ásamt félögum sínum.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Björk í
19. sæti á
Billboard
VESPERTINE, hin nýút-
komna breiðskífa Bjarkar
Guðmundsdóttur, komst í 19.
sæti í
fyrstu viku
á Billboard-
listanum
bandaríska.
Þetta er
langbesti
árangur
Bjarkar í
Bandaríkj-
unum en
áður hafði
hún efst komist í 72. sæti
Billboard-listans. Á sérlista
Billboard fyrir raftónlist fór
Björk strax í fyrsta sæti.
Sala plötunnar í Bandaríkj-
unum, og reyndar Frakklandi
og Japan einnig, er nú orðin
fjórum sinnum meiri en var
með síðustu plötu Bjarkar,
Homogenic, að sögn Ásmund-
ar Jónssonar hjá útgáfufyr-
irtækinu Smekkleysu, sem
gefur plötuna út hér á landi.
Hann segir að Vespertine
hafi selst tvisvar sinnum
meira á heimsvísu fyrstu vik-
una eftir útgáfu en Homoge-
nic gerði.
700 þúsund eintök
seldust fyrstu vikuna
Búið er að selja um 700
þúsund eintök af plötunni
fyrstu vikuna en Ásmundur
segir að venjan hafi verið að
3–4 milljónir eintaka af plöt-
um Bjarkar hafi selst á því
tveggja ára kynningar- og
hljómleikatímabili sem fylgt
hafi útgáfu nýrrar skífu.
Björk kom fram í spjall-
þætti Davids Lettermans,
einum vinsælasta spjallþætti
Bandaríkjanna, sl. þriðjudag
og söng lagið Pagan poetry af
nýju plötunni.
Björk fylgir plötunni eftir
með tónleikahaldi um allan
heim. Hún mun halda tón-
leika hér á landi síðar í haust.
Aftansöngur/54
Björk
Guðmundsdóttir
Stefnt að
stofnun
lagadeildar
HÁSKÓLINN í Reykjavík stefnir
að stofnun lagadeildar er taki til
starfa haustið 2002 að sögn Guðfinnu
S. Bjarnadóttur, rektors skólans.
Hún segir ljóst að þörf fyrir lögfræð-
inga fari vaxandi með sífellt flóknara
lagaumhverfi, ekki síst á sviði at-
vinnurekstrar. Dæmi um þessa þró-
un segir Guðfinna vera rekstur fjár-
málastofnana og verðbréfaviðskipti
en lög og reglur á þessum sviðum
verði stöðugt fleiri og flóknari.
Áformað er að bjóða upp á þriggja
ára BA-nám og meistaranám sem
tekur tvö ár til viðbótar. Hyggst
skólinn leggja áherslu á þær greinar
lögfræðinnar sem hafa þýðingu fyrir
atvinnulífið og alþjóðavæðingu þess
og á samþættingu við nám í við-
skiptafræðum og tölvunarfræðum.
Háskólinn
í Reykjavík
„VIÐ teljum það einu leiðina að fara
fram á opinbera rannsókn á verði á
gasolíu til fiskiskipa. Annars fáum
við aldrei útskýrðan þann mikla mun
sem er á verði olíu hér á landi og í
Færeyjum. Olían er nú 43% dýrari
hér og stjórnendur olíufélaganna
komast upp með að gefa engar skýr-
ingar á þessu,“ segir Magnús Krist-
insson, formaður Útvegsbænda-
félags Vestmannaeyja, í samtali við
Morgunblaðið.
Útvegsbændafélagið fer fram á að
fram fari opinber rannsókn á verð-
myndun á gasolíu til fiskiskipa á Ís-
landi. Aðalfundur félagsins hefur
samþykkt ályktun þessa efnis, en
hann var haldinn í Eyjum í gær.
Verðmyndun á olíu
verði rannsökuð
Krefjast/19
MEIRIHLUTI landeigenda við
Laxá á Ásum náði samkomulagi á ár-
legum haustfundi Veiðifélags Laxár
á Ásum fyrir skemmstu um að ein-
göngu verði veitt á flugu í ánni næsta
sumar og auk þess verði veiðitími
styttur frá því sem verið hefur.
Gréta Björnsdóttir, stjórnarfor-
maður Veiðifélagsins, segir að
ákvörðunin endurspegli áhyggjur
veiðiréttareigenda af því að veiði hafi
farið versnandi frá ári til árs síðustu
árin. Tekist var á um þessa ákvörðun
á fundinum.
Breytingar í Laxá á Ásum
Eingöngu veitt á flugu
Aðeins/10