Vísir - 30.07.1979, Síða 20
VÍSIR
Mánudagur 30. júli 1979.
■■
Émmamm
24
Umsjdn:
Halldór
Reynisson
að gjalda?
Hvers a Ezra
- athugasemd við hýðingu á Canto xlv.
í nýjasta hefti „Svart á hvítu”
1 þvi býsna viröingarveröa
timariti,, Svörtu á hvitu (hvers
fyrsta tölublaö þessa árs er ný-
komiö út), er meöal annars
efnis þýöing Sverris Hólmars-
sonar á Canto XLV eftir Ezra
heitinn Pound. Er tilhlýöilegt aö
gera þar um ofurlitla athuga-
semd.
Ezra karlinn ér likast til
eitthvert erfiðasta skáld sem
lifað hefur, enda umdeildur eftir
þvi. Viröast „bókmenntamenn”
og aörir listjöfrar I stökustu
vandræöum með hvar I flokk
honum skuli skipaö, flokkaskip-
un grundvallaratriði i þeirra
augum.
Cantos er hans stærsta og
e.t.v. helsta verk, griöarlegt að
vöxtum, 802 blaösiöur (Faber).
Eru þar innanborös hin sundur-
lausustu efni. Orðræður og
bréfaskriftir amriskra forseta
voru Ezra hugleikin, sem og
peningamál og hagfræði-. Kina
og kinverska — oft hin vafasam-
asta — taka mikiö pláss, gömlu
Grikkirnir, Rómverjarnir, ítal-
arnir, Endurreisnarmennirnir,
málararnir, skáldin, heim-
spekingarnir og hershöfð-
ingjarnir, allt rúmast þetta i
þessu merkilega kvæði, Cantos.
Úr veröur harla kaótiskt
samansafn, oft á tíðum drep-
leiðinlegt, en um leiö hiö undur-
samlegasta á flestan máta.
Stillinn er auðvitað hinn undar-
legasti, helstu málum heims
blandað saman i hrærigraut,
iknýtt hýróglýfum, ártölum og
ég veit ekki hverju. Kjarninn
er: náttúrulega er þetta ger-
samlega óþýöanlegt .
Nokkur ár eru siöan AB gaf út
þýðingar Kristins nokkurs
Björnssonar á nokkrum ljóöum
Ezras — var þaö hin dapurleg-
asta útgáfa. Þá hafa birst öðru
hvoru þýðingar á Cantosunum i
TMM og vera má aö fleiri hafi
lagt fyrir sig að þýöa Ezra. Allt
ber þaö aö sama brunni — og
þýðing Sverris Hólmarssonar á
Canto XLV breytir þar engu um
— Ezra Pound á alls ekki heima
á felensku. (Ef svo væri, hefði
honum vel verið trúandi til aö
yrk ja nokkrar islenskar drápur,
alla vega gamnaöi hann séf viö
nokkrar dagstundir aö lesa
Njálu og Grettlu.) Raunar á
Ezra Pound ekki heima á
nokkru öðru tungumáli en þvi
sem hann sjálfur reit á — hvaö
sem það nú var.
Viö þessa þýöingu Sverris
er annars ekki mikiö aö
segja, hann hefur unniö þaö
samviskusamlega. En honum
tekst auðvitaö ekki aö litast um i
skáldskaparvindauga Ezras:
þetta er enginn Ezra.
Þar aö auki er XLV taqiast
merkasti hlutiCantosanpa ogað
læðist sá grunuraöSverrir hafi,
af hreinni ambisjón, beinllnis
leitaö að hluta sem, a.m.k.
sæmilega skammlaust, var
hægt að snúa á islensku.
Það er vi'st að þeir sem á
annað borð hafa nennu og kunn-
áttutil aöiesa Ezrasér til gagns
Ezra Pound — ,,il migiior
fabbro”.
oggamans, veröa aðlesahann á
„frummáiinu”, svo þýöingar
eru heldur misheppnaöar og
vart til þess fallnar aö auka
hróður skáldsins. Hvers á þá
gamli maðurinn i gröfinni að
gjalda?
Aöstandendur Feröaleikhússins (frá vinstri): Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld, Kjartan Guöjónsson
listmálari, Magnús S. Halldórsson, Kristin G. Magnús og Halldór Snorrason.
Ferðaleikhúslð tekið tll slarfa:
„heynt að gefa útlendingum
innsýn l (sienska menningu”
„Þetta er að sjálfsögðu gert
fyrir útlendinga og þegar
íslendingar koma veröa þeir að
horfa á efnið með augum
útlendinga” sagði Kristin G.
Magnús leikkona en sýningar
Ferðaleikhússins á Light Nights
eru nýlega hafnar.
„Samkvæmt lögmálinu
ættum við að vera löngu dauð
meðþetta litla leikhús, en samt
er þetta 14. áriðsem við höldum
út — þar af tiunda með Light
Nights. Fjármálin er þaö sem
oftast stendur starfi sem þessu
fyrir þrifum, ekki síst fyrir það
aö þetta leikhús er gert fyrir
ferðamenn og ferðamanna-
tlminn hérá landi er ekki nema
tveir mánuöir”
^Efnisskráin er byggö upp af 28
stuttum atriöum og eru þau flutt
á leiksviði sem á aö tákna
gamla baöstofu. Sjálf efiiis-
skráin rekur þætti úr islenskri
menningu allt frá siöustu alda-
mótum og siöan er haldiö áfram
aftur í aldir og allt aftur á
vikingatimann. Fyrst er gömlu
islensku kvöldvökunni lýst, en
hún er ekki sist merkilegn fyrir
þá sök aö vera elsta leiklistar-
form Islendinga. Siöan taka viö
gamanfrásagnir, þjóðsögur af
álfum, tröllum og draugum.
Einnig eru kynningar á rimum
og langspili, og fluttir kaflar úr
Egilssögu og Vinlandssögu. A
milli eru svo sýndar litskyggnur
ogflutt tónlist sem á við efriið.”
„Þá má geta þess að miklar
breytingar hafa nú veriðgerðar
á LightNights sem felastm.a. i
þvi að nú er ég bara ein á sviö-
inu, en tónlist er öll flutt i
gegnum hljómflutningstæki.
Gunnar Reynir Sveinsson sér
um upptökur og ennfremur
samið effekta viö efnið. Einnig
hefur veriö sett upp i anddyri
leikhússins sýning á nokkrum
teikningum úr Sturlungu eftir
Kjartan Guöjónsson list-
málara”
„Þessum sýningum hefur
verið afskaplega vel tekiö en
vegna þessaðefiiiðer allt flutt á
ensku, fer aðsóknin dáiitiö eftir
þvi hversu margt af ensku-
mælandi ferðamönnum er hér i
borginni. Það er t.d. nokkuð
erfitt að bjóða Frökkum upp á
slika dagskrá vegna málsins.
Ég reyni að gefa þessum
erlendu ferðamönnum ofurlitla
innsýn inn i menningu
Islendinga — þó er þetta enginn
þverskurður af islenskri menn-
ingu þvi dagskráin er bara
tveggja tima löng. Hins vegar
man ég ekki eftir að hafa rekist
á slika framsetningu á
menningu viðkomandi lands,
þar sem ég hef verið stödd
erlendis.”
Þess má að lokum geta að
Light Nights er sýnt á Hótel
Loftleiöum öll kvöld, önnur en
miðvikudags- og föstudags-
kvöld, fram til 31. ágúst. Hefjast
sýningar kl. 21 og standa i tvo
klukkutíma. — HR
Auglýsl eftir
ungum rlthöfundum
Framkvæmdanefnd alþjóða-
árs barnsins auglýsir um þessar
mundir eftir ungum rithöfund-
um til að skrifa I bókina Islensk
börn á barnaári. Ráðgert er að
bókin verði meö efni eftir börn
og unglinga 16 ára og yngri og
verða veitt verðlaun fyrir besta
innleggið i bókina.
Að sögn þeirra sem sitja I
nefndinni mega frásagnir vera
hvort sem er langar eða stuttar
og jafnvel örstuttar. Þá geta
höfundar tjáð sig i formi rit-
gerðar, ljóðs, sögu eða leikrits
og þeir sem hafa gaman af þvi
að teikna geta látið teikningar
fylgja með. Sem sagt allt mjög
frjálst.
Til að koma tilvonandi rithöf-
um á sporiö hefur Fram-
kvæmdanefndin stungið upp á
eftirfarandi viðfangsefnum:
Hvernig er heimur ykkar?
Hverju munið þið reyna að
breyta þegar þið eruð orðin stór
og ráðið málum? Við hvað unið
þið ykkur best? Hvað leiöist
ykkur? Hvað hafið þið gert á
barnaárinu? Hvernig kemur
fullorðið fólk fram við ykkur og
þið viö fullorðna? Hvernig er:
barnaheimilið, skólinn, fjöl-
miðlarnir? Hvernig er heima?
Hvað gleður ykkur eða hryggir?
Og svo framvegis.
Þeir, sem ætla sér að taka
þátt i þessari bókargerð skulu
senda efni til Framkvæmda-
nefndar alþjóðaárs barnsins.
Hverfisgötu 6, Reykjavik ,fyrir
24. okt. 1979. Skal efnið merkt
einhverju dulnefni og fæðingar-
ári höfundar en hij) rétta nafn
skal fylgja með i íokuðu um-
slagi. —GEK
Hljómsveitin Hver eins og hún er skipuð I dag.
HVER KOMIH MEB
2JA LAGA PLÖTII
Tveggja laga hljómplata með
akureyrskuhljómsveitinni Hver
er komin á markaðinn og eru
bæöi lög plötunnar eftir liðs-
menn hljómsveitarinnar. Lagiö
á fyrri hliöinni ber heitið
„Helena” og höfundar þess eru
Þórhallur Vogar og Hilmir Þór
Hilmarsson. Hitt lagiö heitir
„Ég elska þig” og er eftir
Þórhall. Platan var hljóörituð i
Hafnarfirði undir stjórn
Magnúsar Kjartanssonar.
1 Hver eru fimm strákar og
þrjár stelpur. Auk fyrrnefndra
drengja, Þórhalls og Hilmars,
eru þar Leifur Hallgrimsson,
Steingrimur Óli Sigurösson,
Baldur Pétursson og stelpurnar
Eva Albertsdóttir, Erna
Þórarinsdóttir og Erna
Gunnarsdóttir.
Frá þvi platan var hljóðrituð
hafa stelpurnar þrjár sagt skilið
við Hver og gengið til liðs við
Brunaliðið. 1 stað þeirra hefur
Heiða Ingimundardóttir frá
Húsavik verið ráðin og er þvi
væntanlega þriggja kvenna
maki.
Hver starfar af fullum krafti
fyrir norðan og mun senn halda
til Færeyja og skemmta þar á
hinni rómuðu Ólafsvöku hjá
frændum vorum.
— Gsal