Vísir - 30.07.1979, Side 23

Vísir - 30.07.1979, Side 23
27 vísm Mánudagur 30. júli 1979. Ums jón: Friörik Indribason meD unga sína fyrir utan greni sitt. utvarp í dag kl. 17.20: Olfur, „Þetta er ekki skáldsaga heldur lýsing náttúru- fræöingsins Farley Mowat á þvi sem hann sá og uppliföi I norðurhéruöum Kanada? sagöi Bryndis Viglundsdóttir i samtali viö Visi. „Kanadastjórn sendi Mowat til þess að athuga framferöi úlfa i þessum héruöum, en þar var mikill hreindýradauöi og úlfarnir taldir eiga sök á þvi. Mowat bjó þarna i ár og þaö má segja að hann hafi lagst út” sagöi Bryndis, „en hann greinir úlfur frá þvi sem hann sér og þeirri reynslu sem hann öðlast i nábýli viö úlfanna. I söguna fléttar svo Mowat hugleiðingum sinum um hve hvita manninum gangi illa að lifa með náttúrunni, þaö viröist sem hann geti aöeins spillt en ekki bætt náttúruna.” „Mowat komst að þvi, aö ým- islegt var bogiö viö þaö aö úlf- arnir ættu sök á hreindýradauö- anum. Þarna var lfka mikiö af skinnakaupmönnum sem tóku sinn toll af dýrunum”, sagöi Bryndis að lokum. Útvarp í kvðld kl 19.40: ÁSTAND LAND- DÚNAÐARMÁLA „Ég mun ræöa um ástand og horfur I landbúnaðarmálum” sagöi Gisli Kristjánsson ritstjóri i samtali viö Visi. „Einnig mun ég ræöa um samskipti min viö útlendinga þá sem hingaö koma og starfa i landbúnaöi. Þetta er gagnkvæmt, þvi aö íslendingar feröast einnig til útlanda i sama tilgangi. Ég mun ræða um eftirköstin af þeim haröindum sem voru i vor og stööuna I þeim málum núna. Það er ljóst aö mikill fjöldi lamba hefur drepist i vor og af þeim sökum minnkar kjöt- framleiðsla okkar. Ég mun einnig koma inn á stööuna i framleiðslumálum land- búnaðarins” sagði Gisli aö lokum. úlvarp l kvöid kl. 21.00: Vandræðaástand „Það má segja að vandræöa- ástand riki með þennan þátt” sagði Asta R. Jóhannesdóttir umsjónarmaður þáttarins Lög unga fólksins”. „Það er alltaf veriö að rokka til og frá meö timann á honum út af beinum útsendingum á knattspyrnu- leikjum. Það hefur mikið veriö hringt hingað i útvarpiö út af þvi aö unglingar hafa haldiö aö þátturinn væri á dagskrá kl. 21, en þættinum hefur þá veriö út- varpaö kl. 20. Auk þess er þátt- urinn styttur um 15 min. þegar beina útsendingin er og þá verð ég að henda ýmsum bréfum sem mér hafa borist frá unglingum. Þetta finnst mér leiöinlegt þvi mörg af þessum bréfum eru góö og éghef ánægju af að lesa þau”, sagöi Asta. Tvödiskó-lög eru nú vinsælust meöal þeirra sem skrifa i þáttinn en þaö eru lögin „One way ticket” meö Eruption og „Ring my bell” meö Anitu Ward. Diskó-söngkonan Anita Ward en hún nýtur mikilla vinsælda I þætt inum „Lög unga fólksins”. útvarp Mánudagur 30. júli 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan. 15.00 Miðdegistdnleikat. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 17.20 Sagan: „Úifur, úlfur' eftir Farley Mowat Bryndi.s Viglundsdóttir byrjar aö lesa þýöingu sina. 18.00 VíðsjáEndurtekinn þátt- ur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dagiegt mál Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Gisli Kristjánsson ritstjóri talar 20.00 Einsöngur: Marilyn Horne syngur spænska söngva 20.30 Útvarpssagan: „Trtiður- inn" eftir Heinrich Böll Franz A. Gislason les (8). 21.00 Lögungafólksins 21.10 Kynlegir kvistir og andans menn: Lifandi ifk Kristján Guö laugsson sér um þáttinn. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Kvöidtónleikar 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Afarnlr hefðu ekkl orðlð uppnæmlr Það bar við um helgina að Ellert Schram knattspyrnu- þingmaður skrifaði grein i Mogga til þess að kunngera þjóðinni að hann hefði farið á togara i sumarfriinu, sjáifur heildsalasonurinn. Trúlega er þetta framlag Elierts til nýju frjálshyggjubylgjunnar i Sjáif- stæðisflokknum og sjóferð þessi verður vafalaust álika mikil upplifgunarstormsveipur fyrir íhaldið eins og þegar Angantý i öskunni var kippt inn á Alþingi i tvær vikur á sinni tið. Þannig upplýstist það að þingmeun Sjálfstæðisflokksins geti migið i saitan sjó,samtimis þvi að Arni Bergmann upplýsir í Þjóðviljanum að ráðleysi vinstri manna sé, þegar allt komi til alls, tengt þvi, að fram- tiðarrikið I verki sé horfið úr heimsmyndinni. Þetta segir Þjóðviljaritstjórinn að hafi leitt tii þess aö sósialistar margir hverjir séu óánægðir með „þjóðina og flokkinn” og beini athyglinni i auknum mæli að þverstæðum, möguleikum og takmörkunum starfs sins i sinu eigin þjóðfélagi. Semsagt þverstæðugrúsk sósiaiista siðustu mánuði, sem birst hefur aimenningi i djúp- ristum greinum um pressaðar buxur, vindla, siða kjóla og snobb upp eða niöur, stafar allt af þvi að framtiöarrikiö er horf- iö úr heimsmyndinni. Þingmenn Alþýðubandaiagsins og ráö- herrar sitja þvi uppi með allan borgaraskapinn meöan ihaldið breytir iögfræðingi, knatt- spyrnumanni og heiidsalasyni I sjómannaþingmann. Sjómennirnir eiga aðdáun Ellerts óskipta. Um borð i einu skipi segir hann, að ægi saman sundurleitum hópi gamalla tog- arajaxla og hraustra stráka, ólikum manngerðum meö sina breyskleika, hvatir og fram- tiöaráform rétt eins og á öðrum vinnustöðum. Þá vitum við það og ekki seinna vænna. Ellert segir, að hvergi sé annar eins agi sem í fiskiskipi. Allir hlýöi „kallinum” orðalaust, fari jafn- vel út fyrir borðstokkinn i ólgu- sjó úti á reginhafi, ef „kallinif mæli svo fyrir. Spurning er hvort ekki væri ráð að kveðja til einhvern „kallinn” og setja I öndvegi i þingflokksherbergjun- um, nema Ellert bjóðist til að leika „kaliinn” þar sem hann á heima. Þá kemur i ljós, að togarasjó- mennska er heljarmikið puð. Þingmaðurinn segir aö ekki sé óaigengt að menn eti fimmtán bollur i einni og sömu máltið- inni, einfaldlega af þvi aö þeir eru svangir. Eftir að framtiðar- rikið hvarfa svo skyndilega úr heimsmynd sósialista má reikna með að þeir hætti smám saman óþarfa hugsunum um þjáða inenn i þúsund lönduin. En þingmaður Sjálfstæðis- flokksins segir, meö svo miklum alvöruþunga aö engu er likara en maöur heyri I Guðmundi J. við lesturinn, — að togarasjó- menn séu hreint ekki ofsælir af hálfu sjöunda hundraöi þúsunda á mánuði. Og ekki verður sagt um EUert Schram aö hann sé aö hefja sig til vegs fyrir framtakssemina, þvi að hann tekur sérstaklega fram, aö hvorki Ellert afi, sem var kapteinn á kútterum, né Brynjólfur afi, sem var á Kveld- úlfstogurunum, heföu orðið upp- næmir fyrir afsprenginu, þó að það hefði fariö einn eöa tvo túra á nýmóðins togara. Sömu helgi og Þjóðviljarit- stjórinn segir að sósialistar eigi ekki annars úrkosti en leggjast i borgaraskap með fyrirmanna- veislum I ráöherrabústaönum og Höfða, dýrum veiðiferðum og kjólum úr Parisartiskunni(fyrir þá sök að framtíðarríkiö sé ekki lengur til. heimtar einn af lög- fræðingum og knattspyrnu- mönnum Sjálfstæðisflokksins togaraskyldu i staö herskyldu, sem þekkist nteð öðruni þjóö- um. Heimsmyndin er sannar- iega breytt. Svarthöfði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.