Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 3

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 3
sem taka þátt í sýningunni þekki dekkri hliðar alkóhólsins? „Nei, svo er ekki. Þeir sem eru með verk á sýningunni umgangast margir áfengi á eðlilegan hátt. Aðr- ir hafa átt við áfengissýki að stríða en eru hættir að drekka. Í þriðja hópnum eru svo þeir sem eru ennþá að berjast við ofneysluna.“ Í tilefni sýningarinnar gaf IN- ART út lítið rit sem útskýrir hug- myndina á bak við sýninguna. Þar er meðal annars að finna myndlist- arverk eftir marga kunna meistara þar sem þeir tjá í mynd afstöðu sína til áfengis og óhóflegrar drykkju. Í ritinu eru einnig hugleið- ingar manna um ofdrykkjuna þar sem því er lýst hvaða myndir hún getur tekið á sig og hvaða afleið- ingar hún getur haft. Er Aage Büc- hert ekkert hræddur um að vera ásakaður um að vera að predika yf- ir mönnum? „Sýningin á ekki að vera áróður gegn áfengi,“ svarar hann. „Flestir geta umgengist áfengi á eðlilegan hátt. En sýningunni er ætlað að upplýsa fólk og við ætlum að nýta töfra myndlistarinnar til að vekja hugsanir og tilfinningar sem orð geta ekki framkallað. Sýningin mun því ekki aðeins varpa ljósi á djöf- ullegar hliðar áfengisins heldur einnig á töfra þess.“ Þekkir vel til vandans Sjálfur hefur Aage Büchert kynnst afleiðingum ofdrykkjunnar. „Ég var einn fyrsti Daninn sem fór í áfengismeðferð til Íslands fyrir rúmum 18 árum og hef verið alls- gáður síðan. Ég get þakkað það þeirri frábæru áfengismeðferð sem þið bjóðið upp á,“ bætir hann við. Lengst af ævinni hefur Büchert starfað sem ritstjóri Samvirke, sem er málgagn dönsku samvinnuhreyf- ingarinnar, en er kominn á eftir- laun. Um skeið starfaði hann í sjálf- boðavinnu sem ráðgjafi á meðferðarheimili fyrir áfengissjúk- linga í Danmörku. Büchert og eiginkona hans, Nanna Bisp Büchert, ljósmyndari eru af og til á Íslandi. Nanna sem er íslensk í móðurætt hefur verið hér með ljósmyndasýningar. Hún vann ásamt Kristínu Ómarsdóttur rithöfundi myndljóðabók sem kom út fyrir síðustu jól. Áhugi á að fá sýninguna hingað til lands Sýningin í Sívalaturninum er að sögn Bücherts fjármögnuð af ýms- um aðilum þar á meðal danska menntamálaráðuneytinu og einum af sjóðum Carlsberg-verksmiðjanna og nokkrum dönskum sveitarfélög- um, sem hafa áhuga á að fá sýn- inguna til sín eftir að henni lýkur í Kaupmannahöfn. Eitt af markmið- um IN-ART er að fara með sýn- ingar sínar sem víðast. Pétrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Hafnarborgar, segir að áhugi sé á að fá sýninguna til Ís- lands. Ætlar IN-ART að kynna fleiri listgreinar á svipaðan hátt? „Ef þessi sýning gengur vel þá höfum við ákveðið að halda áfram með önnur þemu sem gætu vakið áhuga fólks á ákveðnu málefni og tengja þau fleiri listgreinum,“ segir Büchert. „Það má segja að ég hafi farið í gegnum vissa sálgreiningu við að gera þessa mynd og fleiri sem tengjast sama viðfangsefni. Leiðir okkar Bakkusar skildu 1981 og hafa blessunarlega ekki legið saman síð- an. Ég fékk góðfúslegt leyfi vinar míns að nota andlit hans sem fyr- irmynd þegar ég vann þessa mynd. Í andliti hans kom ég fyrir þeim upp- lifunum sem ég hafði gengið í gegn- um við uppgjör mitt við Bakkus. Því má segja að myndin sé spegilmynd míns eigin sálarlífs á þessum tíma.“ Gunnar Örn Gunnarsson. „Í hugarfylgsnum okkar leynast tvö hús. Annað er fullt af slæmum eða svört- um minningum en hitt er fullt af góðum eða björtum minningum. Hjá virkum alkahólista ræður hús hinna svörtu minninga ríkjum en þegar bata er náð fer hús hinna björtu minninga að ná yfirhöndinni. Eyjólfur Einarsson Hús svartra minninga, 1996 Án titils, 1981, 155x145 cm, olía. 150x110, akrýl. he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.