Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 4

Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Systir Jayanti er fædd í Poone á Indlandiárið 1949. Foreldrar hennar voru afstofni Sindhia og fluttu þau búferlumtil Englands snemma á sjötta áratugn- um. Jayanti var þá átta ára gömul og hefur því upplifað tvo heima ef þannig mætti að orði komast, fátæktina í Austurlöndum og vestrænt allsnægtaþjóðfélag, sem endurspeglar betur en flest misskiptingu lífsins gæða í heiminum. 19 ára gömul var hún við lyfjafræðinám við há- skóla í Lundúnum, en fór þá í nokkurra mán- aða heimsókn heim til Indlands og afurð þeirr- ar heimsóknar var kúvending í lífi Jayanti sem tók þegar til við andlegt nám og störf við and- lega háskóla Brahma Kumaris. Í dag er starf hennar við háskólann viðamikið. Hún hjálpar til við skipulagningu starfa háskólans í yfir 60 löndum utan Indlands. Auk kennslustarfa stjórnar Jayanti Alþjóðamiðstöð Brahma Kumaris í Lundúnum. Stofnun sú er Jayanti starfar fyrir er bæði andleg kennslustofnun og hjálparstofnun sem hefur útibú í rúmlega 70 löndum, en sjálf hefur Jayanti haldið fyrirlestra um málefnin í yfir 80 löndum. Fyrirlestrarnir spanna ýmis kunn svið, heilbrigðis- og menntamál, samskipti kynþátta, þarfir kvenna, trúarbrögð, alþjóða- samskipti og heimsfrið, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt kennir Jayanti fólki að ná andlegum markmiðum. Jayanti fullyrðir að eyðing and- legra gilda sé rót þess meins sem heimsbyggð- in stendur frammi fyrir, þess vegna hefur hún unnið þrotlaust síðustu þrjátíu árin við að hamra á nauðsyn þess að styrkja jákvæð, mannleg andleg gildi í öllum afkimum sam- félagsins. Árið 1980 var hún tilnefnd sem aðalfulltrúi andlega háskólans hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Það hefur aftur leitt til þátttöku hennar í fjölda ráðstefna og verkefna á vegum SÞ þar sem viðfangsefnin hafa verið kvennamál, þró- unarmál, umhverfismál, málefni ungs fólks og síðast en ekki síst mikil vinna við undirbúning „árs friðar“. „Það eru miklir erfiðleikar í heiminum og hafa verið,“ segir Jayanti og heldur áfram: „Streita, spenna og neikvæðar tilfinningar og hugsanir hafa grafið um sig og komið í veg fyr- ir að fólk nái sambandi við sál sína og hjarta, sem þó er nauðsynlegt til að ráða fram úr vandamálunum. Andleg gildi hafa látið undan síga. Allir mennskir menn eiga til fallegan stað í hjarta sínu, en því miður vita það allt of fáir. Leiðin til að opna hug fólks og hjörtu er að nema þekkingu og hún fæst með því að skilja lögmál náttúrunnar,“ segir Jayanti. Ekki trúarbrögð Systir Jayanti gerir sér far um að ítreka að starfsemi og kenningar andlega háskólans snú- ist ekki um trúarbrögð, enda aðhyllist fólk af öllum trúarbrögðum boðskapinn, því hann snú- ist um grundvallaratriði sem eru öllum mönn- um sameiginleg. En hún er spurð á hvaða hátt kenna megi fólki að opna sál og hjarta á þann hátt sem hún greinir frá. „Heilun er mikilvæg, einnig virðing fyrir og öllu. Ýta þarf burt hugrenningum á borð við „ég og eigingjarnar þarfir mínar“ og átta sig á að jafnvægisröskun hefur orðið í náttúrunni, röskun sem mennirnir bera ábyrgð á með mis- notkun á náttúruauðlindum. Það verður að ná aftur fyrra jafnvægi og það verður ekki hægt nema takist að fá fólk til að skilja málin í réttu samhengi. Þess vegna leggjum við áherslu á að kenna fólki að skilja lögmál náttúrunnar og auka virðingu þess fyrir henni. Það gerum við á andlegan hátt, m.a. með íhugun.Til þess að þetta megi takast þarf að gera fólki kleift að ná sambandi við innviði sína, komast í snertingu við hjartað og hugarþelið. Við höfum leiðir til þess sem hafa gefist vel.“ Verður ykkur eitthvað ágengt? „Við höfum komið þessum hugmyndum og kenningum á framfæri jafnt og þétt um árabil og ég tel að árangur hafi náðst. Mér finnst a.m.k. að umræðan sé öll málefnalegri og ákaf- ari.“ Stuðlar að jafnrétti Andlegi háskóli Brahma Kumaris er mikil lyftistöng fyrir jafnréttisbaráttu kvenna í heiminum, því þegar upphafsmaðurinn, Brahma Baba, lést árið 1969, tók konan Dadi Prakashmani við leiðtogastarfinu og rekstrar- stjóri var þá skipaður, Dadi Janki, einnig kona. Þær byggðu starfsemina upp á þann veg að konur eru í lykilstöðum og var ástæðan ekki síst sú, að víða um heim njóta konur lítils frels- is og mannréttinda. Systir Jayanti segir að andlegi háskólinn hafi í tímans rás náð miklum virðingarsess í heiminum, hann starfar m.a. sem andlegur ráðgefandi með Sameinuðu þjóðunum og Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni, UNICEF, og sjálf hefur systir Jayanti verið ráðgjafi fyrir Heims- þing trúarbragða auk þess að gegna frekari virðingarstöðum. Lært á lífið Inntak boðskapar andlega háskóla Brahma Kumaris er, að varpað er ljósi á hið andlega og hið góða í hverjum manni og hverjum og einum er hjálpað til að finna á ný fyrir þessum góðu eiginleikum með því að hvetja menn með kennslu til að þróa andlega meðvitund, viðhorf, hegðun og þekkingu á lífsleiðinni. Með því að skilja til hlítar mikilvægi tilveru mannsins í sem víðustu samhengi tekur andlegi háskólinn á andlegu mikilvægi trúarbragða og menning- arlegra siðvenja og tekur til meðferðar fyr- irbæri og hugtök á borð við líf eftir dauðann og samband okkar við guð og tilgang lífsins. Þessar upplýsingar er að finna í rituðum gögnum frá andlega háskólanum og þar er kynning á hinum ýmsu hliðum hans, m.a. er greint frá viðamikilli íhugunarkennslu. Þar er m.a. kennd íhugun, meðvitund, að vera meðvit- aður, samband við guð, andleg lögmál, tíma- skeið, lífsins tré, sjálfsefling, grundvallaratriði fyrir andlegan lífsstíl, þróun andlegra gilda, já- kvæð hugsun, streitulaust líf, fjögur andlit konu og fleira, auk þess sem menn geta tengt námið viðskiptum, þ.e.a.s. hvernig hægt er að nýta sér boðskap andlega háskólans í hinu dag- lega lífi, m.a. í stjórnun og fyrirtækjarekstri. Til dæmis er að finna námskeið sem þýða mætti sem „sjálfstjórnuð forysta“ og „sjálf- stjórnun í þágu aukinna lífsgæða“. Umhverfismál Andlegi háskóli Brahma Kumaris lætur sig einnig varða umhverfismálin eins og kom fram hér að framan í spjalli við systur Jayanti. Há- skólinn hefur lengi kallað eftir viðhorfsbreyt- ingum almennings og stjórnvalda gagnvart „okkar sameiginlega heimi“ eins og þeir segja. Staðið hefur verið fyrir rannsóknum á síðustu árum á endurvinnanlegri orku og umhverfis- vænum byggingaraðferðum. Hefur háskólinn m.a. notað „The Academy For A Better World“, smábæ sem háskólinn hefur hannað í Rajashtan í Indlandi, til að vinna að hugmynd- um sínum og var hann m.a. sýndur á byggð- aráðstefnu á vegum SÞ í Istanbul árið 1996. Höfuðstöðvar andlega háskólans á Mt.Abu í Indlandi. Fólk þarf að skilja lögmál náttúrunnar Fyrir skömmu var stödd hér á landi hin indverska systir Jayanti, skólastýra Lund- únadeildar hins alþjóðlega andlega háskóla Brahma Kumaris, í boði hérlendra að- ila sem tileinkað hafa sér boð- skap háskólans. Systir Jayanti hélt meðal annars fyrirlestur í Salnum í Kópavogi. Morgunblaðið/Ásdís Sister Jayanti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.