Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 8

Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „VIÐ vorum báðar í barneignar- leyfi og langaði að gera eitthvað al- veg sérstakt áður en því lyki,“ seg- ir Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá IMG, og móðir hins átta mán- aða gamla Ara Bjarnasonar. Þor- björg María Ómarsdóttir, móðir Þóru Drafnar Baldvinsdóttur sem er rúmlega átta mánaða, bætir við: „Eftir alla bíltúrana til Þingvalla og gönguferðirnar um nágrenni Reykjavíkur sáum við að tími var kominn til að fara í aðeins lengra ferðalag með börnin.“ Vinkonurnar ákváðu að fara í viku ferðalag til Grænlands en þar var sambýlismaður Þorbjargar staddur og þekkir hann Grænland mjög vel. Þær lögðu í hann um miðjan ágúst sl. Ari og Þóra Dröfn voru þá um sjö mánaða og ánægð með fríið: „Börnin tóku ekki bein- línis eftir því að þau væru í öðru landi, enda kannski of ung til þess. En þau tóku hins vegar eftir því að þau fengu óskipta athygli okkar og skemmtu sér hið besta, það var al- veg greinilegt,“ segir Ásdís og Þor- björg bætir við að nýtt og öðruvísi samband hafi myndast á milli þeirra og barnanna á ferðalaginu. Vinkonurnar skoðuðu bæina Kulusuk og Angmassalik á austur- ströndinni. „Á meðan við löbbuðum og skoðuðum okkur um nutu börn- in þess að vera með okkur í ró og næði,“ segir Þorbjörg. Getum það ef heimamenn geta það En hvernig er að vera með börn í landi eins og Grænlandi? Koma ekki upp vandamál í sambandi við samgöngur og annað slíkt? Ásdís verður fyrir svörum: „Þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væriöruggt að fara með börnin, leiddum við hugann að inú- ítunum sem búa þarna og við hugs- uðum til allra barnanna sem alast upp þarna. Ef þau eru örugg, því ættu börnin okkar ekki að vera það? Sennilegra er enn hættulegra að fara með börn til stórborga, heldur en að vera í kyrrðinni á Grænlandi,“ segir Ásdís ákveðin og Þorbjörg bætir við: „Sko, ef fólk vantar driffjöður þegar það ætlar að gera eitthvað nýtt og miklar fyrir sér vandamálin sem því fylgja, eins og til dæmis að ferðast með börn til framandi staða, þá er ráð að hugsa til heimamanna sem hafa í gegnum aldirnar alið upp börnin sín á þessum svæðum.“ Svo segja þær blaðamanni sögur af báts- og þyrluferðunum sem þær fóru með börnin í á Grænlandi. Ásdís og Þorbjörg eru sammála um að þessi aldur, 7–8 mánaða, sé mjög hentugur til að ferðast með börnin. „Ef þau urðu óróleg og svöng fundum við okkur leið í gegnum öll ullarpeysulögin og skelltum þeim á brjóstið og þau ró- uðust á ný,“ segir Ásdís. „Svo er að sjálfsögðu miku auðveldara að ferðast með börn áður en þau byrja að ganga og hlaupa út um allt,“ bætir Þorbjörg við. Undirbúningur ekki flókinn Vinkonurnar segja að undirbún- ingur fyrir ferðina hafi ekki verið mjög flókinn, en þó þurftu þær að sjálfsögðu að miða allt ferðalagið út frá þörfum barnanna: „Við þurftum að redda okkur burðar- bakpokum sem við gátum gengið með börnin í en þeir eru mjög hentugir á slíkum ferðalögum. Svo tókum við miklar birgðir af bleium með okkur því við vissum ekki hvort hægt væri að kaupa þær á Grænlandi,“ segir Þorbjörg. Hún segist hins vegar stundum hafa skammast sín fyrir hve mikið af dóti hún var með með sér: „Það er hægt að komast af með miklu minna af hlutum en maður heldur. Allir þessir hutir sem okkur finn- ast vera lífsnauðsynlegir eru það ekki.“ Ásdís segir að í raun hafi það komið sér á óvart hvað það var auðvelt að ferðast með börnin: „Málið er að börn eru pottþéttir ferðafélagar,“ segir Ásdís. „Maður fær mjög oft miklu betri þjónustu þegar maður er með barn og svo eru þessi litlu kríli svo miklir ís- brjótar því fólk talar miklu frekar við þau en okkur og upp úr því spinnast oft skemmtilegar samræð- ur og kynni,“ segir Ásdís að lokum. Til Kulusuk og Angmassalik á Grænlandi í fæðingarorlofinu Ásdís og Þorbjörg María létu börnin ekki draga úr sér að svala ævintýraþránni heldur skelltu sér til Grænlands í fæðingarorlofinu. „Ef inúítarnir geta alið upp börnin sín þarna, af hverju ættum við þá ekki að geta það?“ spyr Ásdís. „Börn eru pottþéttir ferðafélagar“ Það er ekki mjög algengt að foreldrar ferðist til fram- andi landa með ung börn sín. Þó eru alltaf einhverjir sem láta börnin ekki draga úr að svala ævintýraþránni. Meðal þeirra eru Ásdís Jónsdóttir og Þorbjörg María Ómarsdóttir sem fóru til Grænlands í fæðingarorlofinu. Þorbjörg María segir að burðarbakpokar séu mjög hentugir á ferðalögum. Með því móti geta börnin tekið þátt í öllu sem mæðurnar gera. „Ef börnin urðu óróleg og svöng þá fundum við okkur leið í gegnum öll ull- arpeysulögin og skelltum þeim á brjóstið,“ segir Ásdís. FLUGHRÆÐSLA hrjáir margan ferðalanginn en svo virðist sem það sé ekki flugið sjálft sem fólk þarf að hafa áhyggjur af heldur öllu frekar sá tími sem eytt er á flugbrautinni. Þrátt fyrir að tækni í flugsam- göngum fleygi sífellt fram virð- ist sem slysum á flugbrautum fjölgi. Í nýútkominni rannsókn sem bandaríska loftferðaeftirlit- ið (FAA) stóð að jókst fjöldi slysa á flugbrautum úr 200 árið 1994 í 429 árið 2000. Þá lýsti bandaríska samgönguráðuneyt- ið því yfir í júní sl. að slys á flug- brautum væri orðinn „helsti flugöryggisvandi í Bandaríkjun- um.“ Hingað til hefur mistökum flugmanna verið kennt um slys sem verða á flugbrautum og þar til nýlega hélt FAA því fram að forðast mætti slík slys með því að bæta boðskipti milli þeirra og flugumferðarstjórnenda, þekk- ingu þeirra á flugvöllunum og starfshætti þeirra í flugstjórnar- klefanum. Nú er FAA hins veg- ar að kanna tæknilegar lausnir á þeim vanda sem slys á flug- brautum eru orðin. Í þeim til- gangi hefur kerfi til að stýra flugvallarumferð, sem kallast AMASS, verið komið fyrir á 34 fjölförnustu flugvöllum í Banda- ríkjunum. Kerfið byggist á rat- sjártækni sem greinir hreyfing- ar farartækja og flugvéla og getur þannig gefið viðvörunar- merki ef stefnir í árekstur á flugbrautinni. Þetta kerfi tak- markast þó af því að vera fyr- irferðarmikið og einnig af þeim vanda sem skapast getur vegna ratsjártruflana. Því er nú verið að prófa nýja ratsjártækni, RIPS, sem verður um borð í flugvélinni og á að gefa flug- manninum „heildræna mynd af því sem er utan við gluggann.“ Þannig varar kerfið flugmann- inn strax við ef það skynjar hugsanlegan árekstur á flug- brautinni eða á brautinni milli flugstöðvar og flugbrautar. Kerfið varar áhöfnina einnig við með hljóðmerki. Við prófanir reyndist RIPS- tæknin koma betur út en AMASS en líklegt þykir að að- ferðirnar tvær verði sameinaðar í einu kerfi. Bandaríkjaþing hef- ur á síðustu tveimur árum nær þrefaldað fjármagn til rann- sókna á tækni sem gæti leyst þennan vanda og sýnir það hve brýnt er að finna lausn á þessu vandamáli. Hætta á flugbrautinni Morgunblaðið/Árni Sæberg VEISLUFERÐIR  Frábær hausttilboð  Fjölbreyttir matseðlar  Leitið upplýsinga Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.845 á viku. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Nú einnig bílaleigubílar frá Kaupmannahöfn og Hamborg sem má aka um Austur-Evrópu. Heimasíðan, www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.