Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 9 ferðalög Hvaðan ertu að koma? Frá Jótlandi í Danmörku. Einhver sérstök ástæða fyrir ferðinni? Ég fór að heimsækja bróður minn sem býr í Spörring, rétt hjá Árós- um, og átta ára son hans. Bróðir minn var að hefja háskólanám í Ár- ósum. Með hverjum fórstu? Ég fór með eiginmanni mínum og þremur börnum okkar. Hvernig var á Jótlandi? Mjög skemmtilegt. Jótland kom virkilega á óvart og við vorum mjög hepp- in með veður. Þar er fallegt og ótrúlega margt hægt að gera. Við leigðum bíl og gistum á dönskum bóndabæ, rétt hjá Billund, þar sem íslensk hjón, Bjarni Jónsson og Bryndís Gunnarsdóttir, búa og reka bændagistingu. Það er ekki hægt að ímynda sér betri aðbúnað og stemmningu en var hjá þeim. Mjög góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk. Bjarni og Bryndís eru boðin og búin að aðstoða þá sem gista hjá þeim. Börnin una sér líka mjög vel á bóndabænum því þar eru geitur, asni og hænur. Ég mæli eindregið með því fyrir Íslendinga sem eiga leið um Billund eða Suður-Jótland að gista hjá þeim. Einhverjir staðir sem vert er að heimsækja á þessum slóðum? Legoland er auðvitað einstakur skemmtigarður og jafnt fyrir unga sem eldri. Eins var gaman að aka til Ebeltoft þar sem hægt er að skoða freigátuna Jylland, en hún kom til Íslands 1874 með Kristján konung 9. og stjórn- arskrána. Í Árósum er Den gamle by, eins konar Árbæjarsafn, eins má nefna fjölskyldugarð sem heitir Djurs sommerland og þykir sumum hann jafnast á við Disneyland. Þá er tilvalið að skreppa yfir til Flensborgar í Þýskalandi sem er rúmlega klukkustundar akstur frá Billund. Einhverjir veitingastaðir sem þú mælir með? Rådhus Café, sem er við ráðhústorgið í Árósum. Þar fær maður ekta danskan mat eins og lýst er í dönskubókunum. Kjötbollur, bixímat með eggi og buff sem bragðast alveg frábærlega. Myndir þú fara þangað aftur? Já, mig langar það. Við eigum eftir að skoða ýmislegt á Jótlandi, til dæmis baðstrendurnar á vesturströndinni. Ég myndi vilja gista á sama stað því hann er miðsvæðis og margir áhugaverðir staðir innan seilingar. Einhver ferð fyrirhuguð á næstunni? Næstu ferðir verða helgarferðir innanlands. Ég stefni bæði á Akureyri og Vestmannaeyjar. Úr bændagistingu hjá Íslendingum á Jótlandi Jótland kom Guðfinnu Helgadóttur, aðalbókara fraktdeildar Flugleiða, skemmtilega á óvart en þar eyddi hún sumarfríinu ásamt fjölskyldunni. Hvaðan ertu að koma? Vefsíður sem Guðfinna mælir með: www.fylkir.iswww.come.to/ billund www.lego.com/legoland/billund/ www.feriefritid.dk/ Ísland Ferðir til Taílands Á vegum Samvinnuferða-Landsýnar verða farnar þrjár skemmtiferðir til Taílands; 12.–30. janúar, 6.–24. febrúar og 9.–24. mars. Aðstaða er til golfiðk- unar. Möguleikar á framlengingu. Far- arstjóri verður Kjartan L. Pálsson. Ferðakynning um Afríku Kynnt verður 24 daga Afríkuferð á vegum Helga Benediktssonar í sam- vinnu við Ferðahornið á veitingahúsinu Álafoss föt best í Mosfellsbæ þriðju- daginn 18. september kl. 20. Ætlunin er að ganga á Kilimanjaro, fara í göngusafari með Masaai- mönnum og fara til Zansibar. Nánari upplýsingar: www.ferdahornid- .is eða í símum 5755200 og 8993330. Útsölustaðir um land allt. Heimsækið www.lancome.com Allt þetta verður þitt, ef þú kaupir LANCOME vörur fyrir 5.000 kr. eða meira* Ath. Nokkrar gerðir kaupauka. OFNAR BJÓÐUM ÝMSAR GERÐIR AF OFNUM TIL HÚSHITUNAR FRÁ: VEHA, BAUFA SUPERIA OG FLEIRUM Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 Í tilefni af ferð ferðaskrifstofunnar Emblu til Víetnam 11. nóvember næst- komandi verður efnt til ferðakynn- ingar í Norræna húsinu laugardaginn 22. september kl. 14: 30. Guðný Helga Gunnarsdóttir sem búsett er í Víet- nam mun kynna landið í máli og mynd- um og gefa hagnýt ráð en hún verður fararstjóri hópsins m.a. í Hanoi en Árni Snævarr fréttamaður leiðir hópinn í ferðinni um landið. EMBLA TIL VÍETNAM www.leir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.