Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.DRAUMURINN um eitt,sameiginlegt tungumáljarðarbúa á sér djúparrætur í ma nkynssög-unni og er í raun eitt af
grundvallarstefum í svokölluðum út-
ópíuhugmyndum fyrri tíma. Þekkt
dæmi er textinn um Babelturninn,
sem er að finna í 1. Mósebók, en þar er
horft aftur til þess dýrðartíma er „öll
jörðin hafði eitt tungumál og ein og
sömu orð“. Manitrú Persíu leit hins
vegar til framtíðar, og beið þeirrar
stundar, að Ohrmazd myndi leggja
hinn illa tvíburabróður sinn, Ahriman,
að velli og ríkja þaðan í frá einn um ei-
lífð, og mannkynið loksins ná því tak-
marki að hafa ein lög og eina tungu.
En ekki hefur slík hugsun alltaf þótt
af hinu góða, eins og þeir vafalaust
muna sem kannast við hina frægu bók
1984, eftir George Orwell, en þar var
newspeak gert að opinberu tungumáli
í alræðisríkinu Oceania. Í augum
stjórnvalda var það hið fullkomna
tungumál, enda engin flokkspólitísk
gagnrýnisorð eða -hugtök í því að
finna.
Allt frá Krists burði hafa komið
fram einstaklingar, sem hafa verið
þess fullvissir að eitthvað í líkingu við
þetta mætti gera að veruleika, þ.e. að
sérsmíða tungumál. Þar í hópi voru
m.a. gríski sagnaritarinn Díodórus
Siculus, en hann var uppi á 1. öld e.
Kr., landi hans Claudius Galenos, sem
var læknir í Róm á 2. öld, og enski
munkurinn og fræðimaðurinn Beda, á
7. og 8. öld. Ekki er þó ljóst hversu
langt þremenningarnir náðu í að setja
þetta fram.
En á 12. öld kom þýska nunnan
Hildegard von Bingen fram með
nokkurs konar planmál, sem dálítið er
vitað um. Það var gert úr a.m.k. 1.000
orðum – aðallega nafnorðum og lýs-
ingarorðum, að því er virðist – og í því
23 bókstafir. Ekki vakti þó fyrir
Hildegard að gera þetta að alheims-
máli, heldur var þarna um að ræða
nokkurs konar leynimál, sem hún ein
kunni og notaði. Það nefndist lingua
ignota. Mörg nafnorðanna enduðu á z;
„aigonz“ merkti guð, „aiganz“ engill,
„liuionz“ frelsari, „peueriz“ faðir,
„juz“ mannvera o.s.frv. Ekki ber
fræðimönnum saman um hvort þetta
planmál hafi verið brúklegt eitt og
sér, eða verið orðalisti, sem hún leitaði
í og kryddaði með honum latínu sína
og þýsku.
Spænski munkurinn Ramón Llull
er næstur, en hann var uppi frá 1235–
1315. Planmál hans var af meiði „a
priori“, kerfisbundið flokkunarmál, en
ætlunin mun hafa verið sú að nota það
við trúboð meðal íslamskra þjóða. Það
nefndist ars magna og kom fram á
sjónarsviðið um 1280.
Á 15. öld líta svo þrjú ný mál dags-
ins ljós – balaibalan, latino macaro-
nico og lingua general brazilica. Nán-
ari upplýsingar um þau eru hins vegar
afar takmarkaðar.
En það er á 17. öld sem menn taka
fyrir alvöru að glíma við hugmyndina
um alheimstungumál, og þar koma við
sögu mestu hugsuðir þess tíma, að-
allega í Englandi, Frakklandi og
Þýskalandi. Afraksturinn varð hátt í
30 ný planmál.
Alþjóðleg ritunarkerfi
Þessi mikli áhugi var til kominn ým-
issa hluta vegna, sem allt of langt mál
og flókið væri hér upp að telja. En
landafundirnir og siðbreytingin í lok
miðalda voru á meðal helstu áhrifa-
valdanna. Um nokkurt skeið höfðu þá
margir verið að leita að tungumáli
Adams, sem menn töldu að hefði verið
mál allra íbúa jarðarinnar, uns Babel-
turninn var reistur. Allt fram á 16. öld
héldu flestir að hið týnda frummál al-
heimsins, lingua humana, væri hebr-
eska. En um miðja þá öld kom hol-
lenskur málvísindamaður, Goropius
Becanus, fram með þá tilgátu, eftir að
hafa rannsakað 1. Mósebók í þaula, að
hið týnda mál Adams væri að öllum
líkindum hollenska. Ekki fékk sú upp-
götvun hans þó mikinn hljómgrunn.
Aðrir nefndu svo latínu, þýsku og
jafnvel kínversku.
Á tíma rómverska heimsveldisins
má segja að í vestari hluta þess hafi
latína verið ríkjandi tunga í samskipt-
um meðal þjóða og gríska í austur-
hlutanum. Á miðöldum tók latína yfir
hið sameiginlega hlutverk, og varð
það tungumál, sem lærðir menn í Evr-
ópu notuðu sín í millum, óháð landa-
mærum. En þegar siglingar hófust til
annarra heimsálfa, þar sem framandi
menning ríkti, gjörólík öllu því sem
Evrópubúar höfðu fram að því átt að
venjast, uppgötvuðu kaupmennirnir
og trúboðarnir brátt, að hið forna
rómverska tungumál dygði ekki, held-
ur þyrfti að grípa til annarra ráðstaf-
ana. Klofningur mótmælenda – Lúth-
ers, Kalvíns, Zwinglis o.fl. – úr
rómversk-kaþólsku kirkjunni á 16. öld
gerði það einnig að verkum, að latínan
átti ekki beint upp á pallborðið hjá
íbúum Norður-Evrópu í framhaldinu.
Þrjátíu ára stríðið (1618–1648) í Evr-
ópu og aðrar væringar kyntu einnig
undir þeirri hugmynd að reyna að
sameina þjóðirnar í einum tungumála-
faðmi, ef svo mætti að orði komast. Og
loks er að nefna, að vísindabyltingin,
sem markar upphaf nútímans, átti sér
upphaf um þetta leyti. Allt lagðist
þetta á eitt við að skapa það andrúms-
loft, sem fæddi af sér hin nýju, tilbúnu
mál 17. aldar.
Enski heimspekingurinn Francis
Bacon varð einna fyrstur hinna lærðu
manna á þeirri öld til að benda á nauð-
syn þess að smíða planmál, alþjóðlegt
ritunarkerfi, þar sem mið væri tekið
af letri Forn-Egypta, Araba og Kín-
verja. Orðin blekkja nefnilega og af-
skræma, sagði hann, eru ófullkomin í
að tjá hluti, skortir alla nákvæmni. Ef
menn hins vegar setja fram pælingar
með ákveðnum táknum, geta allir skil-
ið hvað er þar á ferðinni, engin orð
munu þvælast fyrir hinni sönnu merk-
ingu. Margir hrifust af þessum vanga-
veltum Bacons um hin alþjóðlegu
tákn, og nokkur slík ritunarkerfi
komu fram. Einn þeirra var Francis
Lodowyck, sem mun fyrstur manna
hafa birt á prenti „tilbúið mál“. Þetta
var árið 1647. Það kallaðist common
writing. Þetta planmál sitt lagfærði
hann og einfaldaði og gaf út aftur árið
1652. Önnur planmál af þessum toga
voru steganographia (1630), eftir Ju-
an Caramuel y Lobkowitz, universal
character (1657), eftir Cave Beck
(sem var þó meira en bara ritmál), og
ars signorum (1661) eftir Georg Dalg-
arno, sem varð fyrst þeirra til að ná
einhverri athygli að ráði.
Heimspekileg tungumál
En önnur gerð planmála var í burð-
arliðnum um svipað leyti. Þetta voru
mál sem byggðust á flokkun hugtaka
eða svonefnd heimspekileg tungumál,
í ætt við það sem Ramón Llull hafði
gert á 13. öld. Bæði hin alþjóðlegu rit-
unarkerfi og það sem nú var að koma
fram, áttu það sameiginlegt, að menn
vildu búa til planmál, þar sem einfald-
leikinn og hreinleikinn stjórnuðu öllu;
ekkert átti að geta misskilist. Einkum
voru það kaupmenn, trúboðar og vís-
indamenn sem kölluðu eftir slíku,
enda var heimurinn nú orðinn tölu-
vert stærri en áður og því bráðnauð-
synlegt að grípa til einhverra ráðstaf-
ana til að unnt væri að hafa samskipti
við framandi þjóðir, sem Evrópumenn
voru þá nýlega búnir að uppgötva að
væru til. Í hópi fræðimanna sem að-
hylltust hina nýju gerð planmála voru
franski heimspekingurinn René Des-
cartes, sem þegar árið 1629 lýsti ná-
kvæmlega hvaða eiginleikum slíkt mál
ætti að vera búið, og þýski heimspek-
ingurinn Gottfried Wilhelm von Leib-
nitz. Ekki munu þeir samt hafa búið
til planmál sjálfir. Annar kunnur mað-
ur þarna var hinn tékkneski uppeld-
isfrömuður og biskup, Jan Amos
Komenský, sem nútíminn þekkir bet-
ur undir heitinu Comenius. Mál hans
nefndist panglottia og kom á prenti
árið 1666. En það heimspekilega plan-
mál, sem hvað þekktast varð á 17. öld,
gekk undir heitinu real character og
var eftir John Wilkins biskup. Það
kom á prenti árið 1668.
Undir lok aldarinnar dettur plan-
málaáhuginn niður. Málin, sem öll eru
af „a priori“ gerð, þ.e.a.s. nota ekki
orðaforða úr þjóðtungunum, heldur
eru samin frá grunni, þykja of flókin,
ófullkomin og stirð. Segja má að Akki-
lesarhæll þeirra hafi verið sá, að þau
byggðu of mikið á því, að fólk legði
heil ógrynni á minnið. Önnur ástæða
þess að deyfð hleypur nú í planmálin
er sú, að franska er að taka við af lat-
ínunni sem opinbert tungumál í sam-
skiptum menntamanna í Evrópu. Á
næstu 60 árum koma þó að vísu fram
nokkur alheimskerfi í viðbót af gamla
skólanum – tvö í Frakklandi, eitt í
London og eitt í Berlín – en fá litla at-
hygli og hverfandi útbreiðslu.
En upp úr 1760 kviknar áhuginn að
nýju. Ein ástæðan fyrir því er sú, að
ýmis áður óútgefin verk þýska heim-
spekingsins Leibnitz voru þá prentuð.
Ganga menn nú að smíðum og dæmi
um planmál upp úr því eru neues org-
anon (1764), eftir Jean Henri Lam-
bert, lingua philosophica (1772), eftir
Ungverjann Georgius Kalmar, og svo
þau tvö, sem eru hvað þekktust, proj-
et (1795), eftir Jean Delormel, og pa-
sigraphie (1797), eftir Joseph de Mai-
mieux. Ekkert þeirra náði samt
útbreiðslu að ráði, enda sama marki
brennd og önnur mál af þessum toga,
að nokkurn veginn ómögulegt var að
leggja allt það á minnið sem þó nauð-
synlegt var til að hugmyndin gengi
upp.
Síðasta „a priori“ málið til að ná at-
hygli var búið til af frönskum tónlist-
arkennara, Jean-François Sudre, á
árabilinu 1817–1827, en ekki kynnt
opinberlega fyrr en 1866. Það nefndist
ýmist langue musicale universelle eða
solresol. Það var eingöngu byggt upp
á nótum sol-fa tónstigans, þ.e. do, re,
mi, fa, sol, la, si. Smáorð og fornöfn
voru búin til úr einni nótu eða tveim-
ur. Þannig merkti „si“ já, „do“ nei,
„re“ og, „mi“ eða, „sol“ ef, „dore“ ég,
„domi“ þú, „dofa“ hann, o.s.frv. Þrjár
nótur mynduðu algengustu orðin; t.d.
merkti „doredo“ tími, „doremi“ dag-
ur, „dorefa“ vika, „doresol“ mánuður,
„dorela“ ár, og „doresi“ öld. Með þess-
ari aðferð var unnt að búa til 49
tveggja atkvæða orð, 336 þriggja at-
kvæða, 2.268 fjögurra atkvæða, og
9.072 fimm atkvæða, sem er dágóður
orðaforði. Og það sem heyrði til nýj-
unga var, að auk þess sem hægt var að
tala solresol, mátti tjá það í nótna-
skrift sem og leika það á hljóðfæri,
flauta eða syngja, og nota sem tákn-
mál. Þetta planmál varð geysivinsælt
um skeið, og meðal þeirra sem hrifust
af því voru franski rithöfundurinn
Victor Hugo og Napoleon III. En eins
og önnur tilbúin mál, sem fram að því
höfðu birst, náði það ekki að festa
nægilega sterkar rætur í huga fólks-
Bölvun
Babels
!
"
#
$$$
%
%
& ' &
"
"
!
"
#$
%
&
'
($%' )
!
*+
,-$./
0
1$'$
2.$
3'
'$
4
3
2
4
"
/!$67$89
*+
,4$. $
4
:7
4
;
!66
1
!$
$8/7
;
%
$
0
<.
:
"
%7
4
4
%.=&
#
'$
*+
,:$ 2
. 4
2
$ 7>
?
9..
4
:7
1
% 4
* ,
2
2
$. 7
4
1 .
%$(
Hinn frægi texti úr 1. Mósebók, 11. kafla, þar sem lýst er ástæðu þess að jarðarbúar fó
er á þessa leið: „Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð. Og svo bar við, er þ
þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að. Og þeir sögðu hver við annan: „Go
og herða í eldi.“ Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks. Og þei
oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrum
inn niður til þess að sjá borgina og turninn, sem mannanna synir voru að byggja. Og
hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekk
hendur að gjöra. Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að eng
inn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borg
þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um all
belturninn, og er frá árinu 1563, er eftir flæmska listmálarann Pieter Brueghel (1525
Á miðöldum gældu sumir við þá hugmynd
tungumál Adams, og snúa þannig áhrínso
við. Allt fram á 16. öld héldu flestir að hið
eska. En um miðja þá öld kom hollenskur
fram með þá tilgátu, eftir að hafa rannsak
Adams væri að öllum líkindum hollenska.
hljómgrunn. Aðrir nefndu svo latínu, þýsk
íumálverkið Fall mannsins, eftir ítalska lis
(1485–1576), sem talið er frá því um 1550
PLANMÁL er tungumál, sem
búið er til eftir fyrirfram
gerðri áætlun, í því skyni að
losa það við flóknar og
handahófskenndar reglur
þjóðtungnanna.
Um þrjár megingerðir er
að ræða. Fyrst eru þau sem
nefnast „a priori“ mál, en þar
er ekkert tekið að láni úr
öðrum tungumálum, heldur
er orðaforðinn byggður al-
gjörlega upp frá grunni.
Næst koma „a posteriori“
mál; þar er notast við orð-
stofna héðan og þaðan, úr
hinum ýmsu málum. Þriðja
gerðin er sambland hina
tveggja, m.ö.o. blönduð mál.
Dæmi um „a priori“ mál
eru lingua ignota (1153/1154)
og solresol (1817–1827) og
raunar flest planmál 17. ald-
ar. Höfundur lingua ignota
var þýska nunnan Hildegard
von Bingen og höfundur
solresol franski tónlistarkenn-
arinn Jean-François Sudre.
Kunnasti fulltrúi „a post-
eriori“ mála er esperanto
(1887), eftir pólska augnlækn-
inn Ludwig Lejzer Zamenhof.
Og þekktasti fulltrúi hinna
blönduðu mála er volapük
(1879), eftir þýska prestinn
Johann Martin Schleyer, en
það varð fyrst planmála til
þess að ná einhverri út-
breiðslu að ráði.
Hvað er
planmál?