Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 15 bílar Dekk eru stór hluti bílsins HJÓLA- og jafnvægisstilling eru mikilvæg atriði fyrir endingu og ör- yggi dekkja. Með því að athuga dekk- in undir bílnum reglulega og líta eftir missliti á mynstri dekkjanna eykst ending þeirra. Misslitið mynstur á dekki getur orsakast af of lágum loft- þrýstingi, rangri hjólastillingu, slæmri jafnvægisstillingu eða bilun í fjöðrunarbúnaði. Ef ekkert er að gert mun dekkið slítast hratt upp og eyði- leggjast að lokum, mun hraðar en efni standa til. Við þessar aðstæður aukast líkur á óhöppum sem rekja má til dekkjanna. Framleiðendur dekkja mæla með að loftþrýstingur sé kannaður a.m.k. einu sinni í mánuði og alltaf fyrir lang- ar ferðir. Loftþrýsting dekkja á að mæla þegar dekk eru köld, þ.e. áður en keyrt er af stað. Algengt er að upp- lýsingar um þann loftþrýsting sem á að vera í dekkjunum sé að finna á áprentuðum límmiða í hurðafalsi, hanskahólfi eða á prentuðum gögnum frá framleiðanda bílsins. Ef ekki er fylgst reglulega með loftþrýstingi, aukast líkur á missliti og jafnvel sliti á innri byggingu dekksins, svo sem vír- sliti. Sé loftþrýstingur ekki athugaður reglulega aukast líkur á óhöppum sem rekja má til dekkjanna. Negld dekk Hreyfingar og hröðun bíls við akst- ur í snjó eða á ís ræðst fyrst og fremst af því viðnámi sem dekkin hafa við yf- irborð vegarins. Því er mjög mikil- vægt að setja aldrei einungis tvö negld dekk undir bílinn því við það hefur bíllinn ekki sama viðnám við veginn að framan og aftan og hreyf- ingar hans verða misjafnar. Forðast skal að láta negld dekk spóla á auðum vegi því við það aukast líkur á að nagl- ar snúist og skekkist í dekkjunum og skemmi þau að lokum. Athugið að skakkir naglar geta eyðilagt dekk. Ef þess verður vart að dekkin slitni ekki alveg jafnt er mælt með að víxla dekkjum. Með því er átt við að taka t.a.m. hægra framdekk og setja það vinstra megin að aftan og öfugt. Á framdrifnum bílum er mælt með að víxla dekkjum á 12.000 km fresti eða u.þ.b. einu sinni á ári. Til að muna þetta er góð regla að merkja dekk sem tekin eru undan til geymslu til að hægt sé að víxla þeim við næstu dekkjaskipti. Ef slitið er ekki jafnt á dekkjunum er æskilegt að athuga hjólastillingu, jafnvægisstillingu, loft- þrýsting eða mögulega bilun í fjöðr- unarbúnaði. Helstu hugtök og orðatiltæki Loftþrýstingur: Á flestum mælum sem notaðir eru til að mæla loftþrýst- ing í dekkjum er stuðst við mæliein- inguna „pund á fertommu“ eða PSI (pounds per square inch). Radial dekk: Í radial dekkjum er strigalögunum raðað þvert á dekkið frá felgubrún í felgubrún. Í þeim er vírbelti ofan á strigalögunum sem liggur eins og mynstrið. Vírbeltið stíf- ir og styrkir svæðið undir mynstrinu og kemur í veg fyrir óæskilegar hreyfingar þegar mynstrið snertir veginn. Þetta gerir að verkum að radial dekk slitna mun jafnar og hæg- ar. OPEL sýndi tvo nýja hugmyndabíla; Signum 2, sem talinn er sýna framtíðarútlit Omega, og Frogster, lítinn og undarlegan bíl sem hægt er að breyta í pallbíl og opinn sportbíl. Opel var reyndar mjög sýnilegur á bílasýningunni á um 5.300 fermetra sýningarsvæði. Signum 2 er 4,64 m á lengd og gefur innsýn í þá stefnu sem bílar fyrirtækisins munu taka í framtíð- inni hvað varðar útlit og tækni. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og að inn- an er hann með sæti á snúnings- ásum sem auðveldar mjög allt aðgengi. Þakið er úr gleri al- veg frá framrúðu að afturrúðu og nýjung er að í einni af fjöl- mörgum hirslum bílsins er að finna espresso-kaffivél. Frogster er 3,70 m á lengd og er með rafstýrða blæju. Í bílnum eru fjögur sæti sem hægt er að fjar- lægja úr bílnum og breyta honum á skömmum tíma með því að þrýsta á hnapp í mælaborði úr eins eða tveggja manna sportbíl í þriggja eða fjögurra manna blæjubíl eða tveggja manna pallbíl. Engar ráða- gerðir eru uppi um að framleiða Frogster en tilgangur með smíði hans var að kanna viðhorf manna til nýrra hugmynda um framleiðslu smábíla. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Opel Signum 2 er til marks um framtíðarstefnu Opel í hönnun stórra fólksbíla. Opel Frogster er hægt að breyta á marga vegu. Opel Signum með espresso-kaffivél

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.