Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 16
Einn góður – Hvernig brenndi drekinn sig á hendinni? – Hann hélt fyrir munninn þegar hann hóstaði!  Þetta fólk er allt þekkt fólk úr tónlist- arheiminum. Sumt af því dó kannski áður en þið fæddust, en samt gætuð þið þekkt það á mynd. Reyndu að setja rétt númer við rétta mynd. Hvað þekkir þú marga? 1 Madonna 2 Bob Marley 3 Ragnhildur Gísladóttir 4 Eminem 5 Celine Dijon 6 Bítlarnir 7 Michael Jackson 8 Britney Spears 9 Ómar Ragnarsson 10 Elvis Prestley Þekkir þú fólkið? ÖLL þekkjum við söngkonuna og tónskáldið Björk sem er fræg um allan heim. En margir vita kannski ekki að að Björk var bara ellefu, að verða tólf ára, þegar hún gaf út fyrstu plötuna sína sem hét einfaldlega Björk. Eitt lag á plötunni varð vinsælast og það heitir „Arabadrengurinn“. Þegar Björk var lítil fór hún í tónlistarskóla og lærði bæði á flautu og píanó en segist hafa kennt sér sjálf að syngja með því að syngja stöðugt fyrir sjálfa sig. Þegar Björk var lítil ÚLFALDINN er víst tónelskasta dýr sem til er. Þegar hann er að nið- urlotum kominn af þreytu eftir margra daga göngutúr í gegnum eyðimörkina endurnýjast orka hans ef knapinn leikur lítið lag á flautuna sína fyrir hann. Kannski þetta virki á fólk líka? Þú ættir að prófa að spila uppáhaldslagið þitt þegar þú kemur heim eftir erfiðan dag og gá hvort þú hressist ekki. Svei mér þá! Pínkupons Úlfaldinn tónelski Það er ekki nema von að sólin setji upp sólgleraugu til að sjá betur þennan frábæra regnboga sem Andri Már 7 ára teiknaði fyrir ofan húsið sitt. Regn- boginn ÞAÐ er brjálað stuð á leikskólanum Hörðu- völlum í Hafnarfirði þegar blaðamaður kemur í heimsókn. Tuttugu börn syngja hástöfum „Frekur getur étið hnetur betur í vetur“ og dansa rokk með. Þannig er að Halli í Botnleðju, eins og hann er kallaður, eða Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari í rokkhljómsveitinni Botnleðju, er að vinna á þessum leikskóla. Hann ætlar að gefa út barnaplötu eftir mánuð sem mun heita Hallilúja, en það er einmitt rokkstjörnunafnið hans. Á plötunni verða tíu lög sem Halli spilar oft fyrir krakkana á leikskólanum. Lög úr heimi krakkanna „Þegar ég byrjaði að vinna á þessum leik- skóla fyrir fjórum árum fannst mér eins og þeim fyndist söngfundir og aðrið tónlistar- tímar ekki nógu skemmtilegir. Mér fannst lög- in heldur ekki skemmtileg og byrjaði því að prófa að búa til lög og athuga hvað krökkunum fannst skemmtilegt. Svo urðu lögin fleiri og fleiri og söngfundirnir lifnuðu við og það er æðislega gaman hjá okkur.“ – Hvernig færðu hugmyndirnar að lögunum og textunum? „Ég sit og glamra á gítarinn þegar ég er að púsla saman lögum og það er alveg ótrúlegt hvað starfsfólkið hefur þolað að hlusta á mig. Ég reyni að semja texta sem eru ekki bara bull og vitleysa, heldur um eitthvað sem ég upplifði þegar ég var krakki. T.d. að leiðast þegar var rigning og maður komst ekki út að leika sér, eða þegar það er enginn til að leika sér við og maður býr sér til vini. Lögin eru um ýmislegt úr heimi krakkanna. Þeir eru svo yndislegir.“ Alltaf gaman að spila fyrir börn Halli segir að nokkur lög á plötunni séu ró- leg en að krökkunum finnst yfirleitt rokklögin skemmtilegri því þau eru svo grípandi. Hin taka lengri tíma. – Hvort er skemmtilegra að leika tónlist fyrir börn eða fullorðna? „Það er svo ólíkt að það er ekki hægt að bera það saman og líka af því að ég spila á trommur í hljómsveitinni. Bæði er skemmti- legt þegar það er skemmtilegt. En það er hægt að spila fyrir tvo krakka og það getur verið mjög gaman en það er sjaldan gaman að spila bara fyrir tvo fullorðna.“ – Eitthvað sérstakt sem þú vilt segja við les- endur barnablaðsins? „Já, börn eru skemmtileg – líka þegar þau eru leiðinleg.“ Morgunblaðið/Þorkell Halli og krakkarnir í góðu stuði á Hörðuvöllum. Börn eru skemmtileg, líka þegar þau eru leiðinleg „Frekur getur étið hnetur betur í vetur“! Brjálað stuð á leikskólanum Hörðuvöllum ÁSLAUG Vanessa Ólafsdóttir og Örnólfur Þór Guð- mundsson eru bæði fimm ára og eru á Fiðrildadeild á Hörðuvöllum. Þeim finnst lögin hans Halla vera skemmtileg. Örnólfur: Já, „Frekur getur étið hnetur betur í vetur“ er draugalag. Áslaug: Draugalagið er líka uppáhaldslagið mitt. Það er svo skemmtilegt því það er svo mikill hávaði. Örnólfur: Já, hávaði er skemmtilegur. Áslaug: Og það er gaman að dansa við lögin. Ég er byrjuð að læra ballet, en það er ekki hægt að dansa ballet við lögin hans Halla. Örnólfur: Þau eru meira svona rokk. Við fílum það. Leikskólablúsinn er skemmtilegur. – Hann fjallar um einhvern sem á fleiri en fjóra pabba? Örnólfur: Já, það er ekki hægt en lög geta verið skrýt- in. Það er skemmtilegt. Morgunblaðið/Þorkell Örnólfur og Áslaug. Lög geta verið skrýtin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.