Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 19
bíó
V INSÆLDIR The Deer Hunt-er (’78), einnar af myndumáttunda áratugarins, eru ekki
síst að þakka ógleymanlegri túlkun
Christophers Walkens. Hann var nánast
óþekktur er Michael Cimino valdi hann
til að fara með firnaerfitt lykilhlut-
verk Nicks, í hinni margverðlaunuðu
klasssík. Sjálfur fékk Walken Óskarinn
og verðlaun Samtaka kvikmynda-
gagnrýnenda í New York, fyrir
ógleymanlega túlkun sína á þeim
æskuvinanna þriggja, sem náði ekki
heim úr hryllingi Víetnamstríðsins.
Varð eftir í rústunum, útbrunnið flak,
ofurseldur eiturlyfjum og óbærilegri
lífsreynslu. Atriðin þar sem þeir fé-
lagarnir (hinn leikinn af Robert De
Niro), tengjast rússneskri rúllettu,
eru með þeim minnisstæðustu á of-
anverðri, síðustu öld. Einkum er
æskuvinirnir hittast á ný, er De Niro
leitar hans í stríðshrjáðri höfuðborg
Suður-Víetnam, og finnur undir við-
bjóðslegum kringumstæðum og spyr
hvað hann hafi gert við hendur sínar.
Christopher Walken er fæddur í New
York, fyrir miðja 20. öldina, sonur
bakara í Queens. Vildi greinilega ekki
taka við fjölskyldufyrirtækin en var
aðeins 15 ára kominn á leikhússvið í
borginni, í utan-Broadway uppfærslu
á J.B., eftir Archibald McLeish. Hann
kom þá fram sem Ronnie Walken og tók
ekki upp Christophersnafnið fyrr en á
Broadwaysýningu söngleiksins Bak-
er Street (’65). Í millitíðinni stundaði
hann nám í listgrein sinni við Hofstra
háskólann og ANTA. 1966 vann Wal-
ken the Theatre World verðlaunin
fyrir góða frammistöðu í nýrri
Broadway uppfærslu The Rose
Tattoo, eftir Tennessee Williams. Tveim-
ur árum síðar birtist hann í fyrsta
skipti á tjaldinu, í heimildarmyndinni
Me and My Brother. Löngum hallur
undir hlutverk sinnisveikra einstak-
linga, tók Walken fegins hendi hlut-
verki sjálfsmorðsþenkjandi bróður
Diane Keaton í Annie Hall (́77) og hafði
þá leikið misstór og -góð aukahlut-
verk í myndum á borð The Anderson
Tapes (’71), The Sentinel (’76), og
Next Stop Greenwich Village (’76).
Myndin sem fylgdi eftir tímamóta-
verkinu The Deer Hunter, var
spennumyndin The Last
Embrace (’78), ein af
fyrstu myndum Jonat-
hans Demme (Lömbin
þagna). Hefur sjálfsagt
litið vænlega út á papp-
írnum, en er bragðdauf
og gekk illa. Svipaða
sögu að segja af næsta
viðfangsefni, The Dogs
of War (’81). Byggð á
ágætri metsölubók Fred-
erics Forsythe, en allt kom
fyrir ekki, mynd Johns
Irvin hlaut enga náð fyrir
augum almennings. Við
tók Heaveńs Gate (’81),
sögufræg risamistök
sem kostuðu United Art-
ists líftóruna, en Walken
reyndi sem hann gat að
kála ferlinum, sem enn
var í sæmilegu standi,
með því að taka næst á
eftir, aukahlutverki í
Pennies From Heaven
(’81), söngva- og dans-
amynd sem fældi frá sér
áhorfendur.
1983 rofaði til, Walken
fór vel með hlutverk
„venjulegs“ manns og
vann hug og hjörtu bíó-
gesta í spennuhrollinum
The Dead Zone (’83), byggðri á met-
sölubók Stephens King, gerðum af David
Cronenberg. Því næst lá leiðin í James
Bond sápuna, A View to a Kill (’85),
árið eftir var hann magnaður sem
varasamur þrjótur og faðir Seans
Penn, í At Close Range, vanmetinni og
fáséðri mynd.
Síðustu 15 árin hefur Walken ekki
þurft að kvarta undan atvinnuleysi,
en flest hafa hlutverkin og myndirnar
verið lítt minnisstæðar og einhliða.
Walken hefur leikið í allt að 7 myndum
á ári (’98), og myndirnar telja á sjötta
tuginn þennan hálfa annan áratug,
Þar er að finna algjört rusl, einsog
McBain (’91), Celluloid (’95) Touch
(’97), og Vendetta (’99). Ábúðarmikið
rusl: Nick of Time (’95), Last Man
Standing (96) og A Blast From the
Past (’99). Inná milli hefur glitt í betri
myndir á borð við King of New York
(’90), True Romance (’94), Suicides
King (’97), og Sleepy Hollow (’99). Þá
brá honum fyrir í Pulp Fiction (‘94),
og hann raddsetti með ágætum, eina
fígúranna í Antz (’98).
Upptekinn og illskeyttur
Reuters
Sæbjörn Valdimarsson
SVIPMYND
Christopher Walken
hefur vart átt tilfinningaþrungnara
atriði en síðara rússnesku rúll-
ettuatriðið í The Deer Hunter í síð-
ustu 30 myndum, eða svo. Eftir
þetta glæsilega gegnumbrot,
snemma á ferlinum, hefur leið magn-
aðs leikara að mestu leyti legið niður
á við og hann ílenst í hlutverkum
vafasamra persóna, oftar en ekki
heilsutæpra á geði. Christopher Wal-
ken er senn sýnilegur Íslendingum í
gamanmyndinni American Sweethe-
arts (’01), einni af mörgum sem þessi
eftirsótti aukaleikari kemur fram í í ár
og á því næsta.
D UNST hefur fengiðfeikigóða dóma fyrir yf-irvegaðan, seiðandi leik
sinn í hlutverki Lux Lisbon,
einnar fimm systra sem af ill-
skiljanlegum ástæðum svipta sig
lífi í frumraun Sofia Coppola,
Virgin Suicides, sem byggð er á
skáldsögu Jeffrey Eugenides.
„Þetta er eftirlætismyndin mín
af þeim sem ég hef leikið í,“ segir
hún í blaðaviðtali. Frammistaða
hennar sýnir að hún er orðin
þroskuð leikkona, aðeins 19 ára
gömul en með um 40 bíómyndir
að baki. Hún er barnastjarna,
sem náð hefur að vaxa í faginu
um leið og hún vex úr grasinu.
Sama má segja um leik henn-
ar í nýju myndinni Crazy/
Beautiful, sem þó er allt annar
fótleggur – rómantískt unglinga-
drama. Ekki er algengt að slíkar
myndir fái jafn góða dóma og
þær fá aðsókn, en það gerðist þó
með Crazy/Beautiful.
Kirsten Dunst leikur hér ekki
beinlínis prúðu og penu stúlk-
una; í upphafi er hún uppreisnargjörn
þingmannsdóttir, sem skrópar í skóla,
reykir hamp og drekkur stíft en þeg-
ar hún verður ástfangin af stilltum,
metnaðarfullum en fátækum strák af
rómönskum ættum verða kaflaskil í
þroskasögu hennar.
Mömmustelpa
Sjálf á hún ekki æskuppreisn að
baki. Í rauninni hefur hún ekki haft
tíma fyrir hana vegna þess að hún
hefur verið fyrir framan tökuvélina
sem næst samfleytt frá þriggja ára
aldri þegar hún hóf að „leika“ í aug-
lýsingum. Hún hélt áfram fyrirsætu-
störfum þar til hún kom sjö ára gömul
fram í agnarsmáu hlutverki í kafla
Woodys Allens í New York Stories.
Móðir hennar hefur verið drifkraft-
urinn bak við þennan feril Kirsten, en
hún er fyrrverandi listaverkasali sem
skildi við föðurinn og fluttist frá aust-
urströndinni með dótturina og soninn
Christian til Los Angeles. Þegar
þangað var komið lét móðirin Kirsten
mæta í allt að þrjár leikprufur á dag.
„Hún er mjög hvetjandi,“ er orðalag
Kirsten og hún neitar því að móðirin
hafi ýtt henni í störf sem hún vildi
ekki sjálf. „Við höfum alltaf ákveðið
allt saman,“ segir hún. Þær mæðgur
reka nú saman framleiðslufyrirtækið
Wooden Spoon Productions.
Oj bara að kyssa Brad Pitt!
Eftir að Kirsten fékk hlutverk dótt-
ur Toms Hanks í skellinum Bonfire
Of the Vanities fóru stóru hlutverkin
að bjóðast og hún vakti mikla eftir-
tekt í erfiðu hlutverki barnungrar
stúlku sem vampýrurnar Tom Cruise
og Brad Pitt gerðu að blóðsugu í Int-
erview With the Vampire, þá aðeins
12 ára gömul. Leikstjóri myndarinn-
ar, Neil Jordan, valdi hana úr hópi
5.000 umsækjenda, m.a. Christina
Ricci. Nokkrar deilur spruttu vegna
kynferðislegra undirtóna hlutverks-
ins en sjálf segir Kirsten sér hafa
fundist mjög vont að þurfa að kyssa
Brad Pitt! Skemmtilegt þótti henni
hins vegar að beita höggtönnunum og
svolgra í sig blóð. Sama ár, 1994, stað-
festi hún hæfileika sína sem hin létt-
úðuga Amy í kvennadramanu Little
Women og þar með varð hún ein eftir-
sóttasta barnastjarnan í Hollywood.
Helstu hlutverk hennar sem stelpu
hafa verið í Jumanji, Wag the Dog og
Small Soldiers.
Og oj bara að kyssa Kevin Spacey!
Þegar hún komst á unglingsárin
tókst henni, ólíkt mörgum barna-
stjörnum, að halda velli í samkeppn-
inni og sýndi t.d. bráðglúrinn leik í
gamanmyndunum Drop Dead Gorg-
eous og Bring It On. Og allt útlit er
fyrir að hennni takist jafnframt að
feta sig frá unglingamyndunum yfir í
fullorðinsmyndir. Hún segist hafa
valið Crazy/Beautiful sem eins konar
brú þangað; hún var orðin þreytt á
sætu og góðu stelpunum og langaði í
eitthvað kröfuharðara og flóknara.
Hún þurfti að leika kynlífsatriði með
mótleikara sínum Jay Hernandez en
kveðst í blaðaviðtali harma að fram-
leiðendur klipptu hana til. Það kemur
á óvart því samkvæmt fréttum voru
það hún og móðir hennar sem kröfð-
ust þess að tveggja mínútna nektar-
sena væri klippt burt. Þess má geta
að Dunst hafnaði hinu djarfa hlut-
verki Angelu í American Beauty. Um
þá ákvörðun hefur hún sagt: „Þegar
ég las handritið var ég 15 ára og ég
held að ég hafi ekki verið nógu þrosk-
uð til að skilja það. Ég vildi ekki kyssa
Kevin Spacey. Og að þurfa að liggja
þarna nakin með rósablöð yfir mér!“
Hún hefur nú tekið kossa í sátt og
slegið sér upp með ýmsum sjálfsagt
kyssilegum náungum í Hollywood,
þ.ám. syni Dustins Hoffmans og leik-
aranum Ben Foster. Um ástina segir
ungfrúin: „Ég mundi aldrei gráta út
af einhverjum strák. Hvers vegna að
eyða tárum í einhvern sem fær mann
til að gráta?“ Og er það sjónarmið í
sjálfu sér.
Í næstu mynd sinni þarf hún að
kyssa ýmsa og leikur „uppfyrir“ sig,
27 ára leikkonu að nafni Marion Dav-
ies sem var ástkona Williams Hearst
blaðakóngs, sem var fyrirmyndin að
Citizen Kane, sögufrægu meistara-
verki Orsons Welles. Myndin heitir
The Cat’s Meow og er leikstýrt af
Peter Bogdanovich, sem ekki hefur
gert mynd lengi. Og næsta sumar
birtist hún í Kóngulóarmanninum í
hlutverki kærustu titilpersónunnar.
Hún gleymist tæpast í bráð, hún
Kirsten Dunst.
Kostir og kossar
Kirsten Dunst
Ungstirnin, sem skjótast upp á Hollywood-hvelfinguna,
eru mörg, skin þeirra oftast dauft og flest sogast þau
aftur í svarthol gleymskunnar. Kirsten Dunst gæti orðið
ein af undantekningunum, skrifar Árni Þórarinsson,
enda reynsla hennar lengri en flestra. Hún sannar það í
tveimur myndum í sýningu hérlendis, Virgin Suicides og
Crazy/Beautiful, sem frumsýnd er um helgina.
Með fyrrverandi tilvonandi tengdapabba:
Kirsten með Dustin Hoffman og Mimi Rog-
ers á góðri stund.
Reuters