Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 ÞAÐ getur verið býsna erfitt fyr- ir sex ára snáða að læra allt það nýja sem krakkar í grunnskól- anum þurfa að kunna. Svo þarf að kynnast nýjum krökkum og nýjum kennurum og burðast með þungar skólatöskur um alla skólaganga sem getur tekið þó nokkuð á. Hann Daníel, sem er nýbyrjaður í 1.-D. í Melaskóla var að minnsta kosti alveg dauð- uppgefinn eftir eril dagsins þar sem hann sat og beið eftir því að mamma kæmi að sækja hann í skólann í gær. Það hefur sjálf- sagt verið notalegt að skríða inn í hlýjan bíl með mjúkum sætum enda undirlagið á stéttinni fyrir utan skólann í harðara lagi. Morgunblaðið/Ásdís Dottað á stéttinni Vesturbær FRÁ ÁRINU 1986 hefur Hollustu- vernd ríkisins mælt þurrefni, s.s. svifryk og blý, í lofti í Reykjavík og frá 1991 hefur Heilbrigðisteft- irlit Reykjavíkur staðið fyrir sam- bærilegum mælingum á gasteg- undum. Nú hafa þessir tveir aðilar leitt saman hesta sína og í gær var undirritaður samningur þeirra á milli sem felur í sér stórauknar loftgæðamælingar og samvinnu um úrvinnslu gagna. Reykjavíkur- borg mun fjárfesta í mælitækjum upp á 25 milljónir króna en rekst- ur mælistöðvanna verður greiddur af Hollustuvernd. Mælistöðvarnar verða tvær, önnur verður við mikla umferð- argötu þar sem mengun er hlut- fallslega mikil en hin verður stað- sett þannig að hún mæli loftgæði í borginni óháð tilteknum umferð- argötum. „Með þessum nýju mælitækjum fást upplýsingar um bæði þurrefni og lofttegundir í andrúmslofti,“ segir Þór Tómasson, verkefna- stjóri hjá Hollustuvernd ríkisins. Nýju mælitækin, sem eru sjálf- virk, munu m.a. hafa það fram yfir þau sem þegar eru fyrir hendi að þau veita upplýsingar um loftgæð- in strax, en áður þurfti að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðum mælinga. Með þessum hætti verð- ur hægt að miðla upplýsingum um loftgæði til almennings jafnóðum, að sögn Þórs. Upplýsingarnar munu liggja frammi á Netinu. Með nýju mælitækjunum er hægt að gera fólki viðvart áður en og þegar loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. „Ef það gerist verða upplýsingar um það birtar og gefin út tilkynning sem segir hvar og í hverju mengunin að- allega felist. Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir ákveðinni tegund mengunar, til dæmis sökum sjúk- dóma, og nú getur þetta fólk feng- ið upplýsingarnar um leið,“ segir Þór. Mælingarnar munu fyrst í stað veita upplýsingar um ástand and- rúmsloftsins í Reykjavík en þess er vænst að með því að tengja nið- urstöður loftgæðamælinganna öðr- um upplýsingum, t.d. hvað varðar veður og bílaumferð verður lagður grunnur að kortlagningu loftgæða á öllu höfuðborgarsvæðinu. Mælingar nokkrum sinnum farið yfir viðmið Samkvæmt evrópskum stöðlum og reglugerðum ber yfirvöldum skylda til að upplýsa borgarana um ástands andrúmsloftsins hverju sinni. „Með samvinnu þess- ara tveggja aðila er betur hægt að uppfylla þessar kröfur og koma upplýsingum fljótt og vel til al- mennings,“ segir Davíð Egilsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins, en nýju tækin verða kærkomin viðbót við þau mælitæki sem þegar eru í notkun. Verið er að setja samevrópsk heilsuverndarmörk sem Íslendingar munu styðjast við í framtíðinni. Nær samfelldar mælingar hafa verið á svifryki og blýi í andrúms- loftinu á vegum Hollustuverndar frá árinu 1986. Að sögn Þórs hafa mælingar nokkrum sinnum farið yfir þau viðmið sem sett eru um heilnæmi loftsins. Ýmsar aðstæður geta orðið til þess að andrúms- loftið er óheilsusamlegt og er til dæmis talið að um samtvinnun veðurfars og slits á malbiki sökum bílaumferðar og loftmengunar vegna hennar sé að stórum hluta um að kenna. „Upplýsingarnar sýna að fjöldi rykdaga er talsvert meiri en talið var í upphafi. Við sjáum stórborgaráhrif á loftgæð- um hér á landi,“ segir Davíð. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri undirrituðu samninginn fyrir hönd Hollustu- verndar ríkisins og Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur í Höfða í gær. Búist er við að nýi mælingabún- aðurinn verði tekinn í notkun strax á næsta ári. Auknar loftgæðamælingar í höfuðborginni á næsta ári Upplýsingar jafnóð- um til almennings Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra undirrita samning um auknar loftgæðamælingar fyrir hönd Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Reykjavík TÍMABUNDIN vistun hunda innan borgarmarkanna verður bönnuð samkvæmt drögum að samþykkt um hundahald sem voru einróma samþykkt í um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur í síðustu viku. Þá er gert ráð fyrir breytingu á reglum um hundahald í fjöl- býlishúsum. Að sögn Hrannars B. Arnars- sonar, formanns umhverfis- og heilbrigðisnefndar er með breytingunum verið að einfalda reglugerðina og draga úr gráum flötum sem gáfu möguleika á mistúlkunum og voru orsaka- valdar nágrannaerja og ill- deilna. „Eitt af því sem breytist ef þetta verður niðurstaðan er að þeir sem eru í fjöleignarhús- um þurfa í framtíðinni ekki að leita eftir samþykki annarra eig- enda fyrir hundahaldi þegar um sérinngang er að ræða. Það á bæði við um blokkir, raðhús og önnur fjölbýlishús. Hins vegar eru hertar reglur varðandi um- gang um sameiginleg rými eins og garða, þvottahús, hjóla- geymslur og annað slíkt og um- gangur hunda um slík rými er bannaður.“ Áður hægt að hafa hund í viku án leyfis Hrannar segir einnig verið að taka á reglum varðandi tíma- bundnar vistanir hunda innan borgarmarkanna. „Þær reglur voru mjög rúmar en eru hertar enda voru þær misnotaðar til þess að hafa hunda án leyfa. Áð- ur höfðu menn leyfi til að vera með hunda í viku án þess að sækja um sérstök leyfi en nú verður það einfaldlega bannað.“ Hann segir að með þessu sé verið að gera reglugerðina ein- faldari og skilvirkari og segir hugmyndina einfaldlega þá að skapa sátt um hundahald í borg- inni. Drögin voru sem fyrr segir samróma samþykkt í umhvefis- og heilbrigðisnefnd í síðustu viku en áður en þau taka gildi sem ný reglugerð þarf borgar- stjórn að fjalla um þau. Reglum um hunda- hald breytt Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.