Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOMDU sæll, Gylfi Arnbjörnsson. Bréf þetta skrifar Ólafur Oddsson, kenn- ari í MR. Tildrög þess eru þau að í morgun- fréttum Ríkisútvarps- ins 7. sept. sl. voru höfð eftir þér orð sem lutu að því að ríkisvaldið hefði samið um allt of miklar launahækkanir til opin- berra starfsmanna. Í sömu fréttum var greint frá svari BHM, þess efnis að ASÍ væri nær að hugsa betur um sína félagsmenn. Er það nú ekki æskilegra, Gylfi, að sam- tök launamanna vinni saman en séu ekki með ýfingar sín í milli? Í Morg- unblaðinu, 8. sept., bls. 12, gagnrýnir þú, „að breytingar á kjarasamningum opinberra starfsmanna hefðu leitt til þess að stofna hefði þurft til sautján milljarða króna skuldbindingar gagn- vart Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins, en þær skuldbindingar hefðu verið ærnar fyrir“. – Þetta lýtur að hinu sama, að mánaðarlaun opinberra starfsmanna hafi hækkað og því verði eftirlaunin hærri og e.t.v. telur þú að þau hafi verið „ærin“ fyrir. Ég er þér hér ósammála í grundvallaratriðum. Um það verður fjallað í þessu bréfi sem þér er sent. Fyrir ári ræddi ég við vel menntaðan kennara sem var eftir áratuga þjónustu kominn á eft- irlaun, og hann greindi mér frá upphæð þeirra, en þau eru ákveðið hlut- fall af launum eftir- manns. Ég roðnaði hið innra af skömm fyrir þau eftirlaun sem sam- félagið greiddi þessum manni eftir langa og dygga þjónustu. – Nú ætla ég segja þér, Gylfi, frá öðrum manni. Sá hefur svipaða menntun og hinn fyrrnefndi, en er 18 árum yngri. Hann hefur oft unnið sem sér- fræðingur í íslenskum fræðum að ýmsum málum, t.a.m. fyrir Íslenska málnefnd sem ráðunautur við nýyrða- smíð og séð um málfarsþætti á vegum málnefndarinnar og Ríkisútvarpsins. Þá hefur hann sem íslenskufræðingur unnið fyrir bókaútgefendur, nokkur ráðuneyti, Alþingi o.fl. – Maður þessi var ráðinn kennari við menntaskóla haustið 1970 og hefur kennt þar í rúm 30 ár. Að ósk skólans hefur hann gegnt ýmsum störfum öðrum en kennslunni, t.d. veitt allmikla (og stundum ólaunaða) aðstoð við fé- lagslíf nemenda, og er þar átt við út- gáfumál fyrir nemendur, ræðukeppni ýmiss konar, bókmenntakynningar, nemendaferðir af ýmsum toga o.m.fl. – Að ósk stjórnenda annaðist maður þessi alllengi eftirlit í húsum skólans. Hann sá um prófstjórn, var lengi deildarstjóri og eitt misserið var hann beðinn um að vera konrektor vegna veikindaforfalla og féllst hann á það. Maður þessi hefur samið allmikið efni sem notað hefur verið í skólanum. Þá hefur hann skrifað fjölmargar grein- ar um skólamál, íslensk fræði og fleiri málefni. Þessar greinar hafa birst í blöðum og tímaritum. Þá skal ég nú greina þér frá „emb- ættislaunum“ manns þessa, sem gat hafið sitt aðalstarf kominn á 28. ald- ursár, þá stórskuldugur. Hinn 1. sept. árið 2000 voru mánaðarlaun íslensku- fræðingsins 143.665 kr., en útborguð upphæð var 104.437 kr. Hefur þú ein- hverja skoðun á þessu, Gylfi, eða eru þetta kannski „ærin“ laun? Eru störf hans ekki meira virði en þetta? Var ekki einhver að tala um mikilvægi menntunar og íslenskra fræða, eða eru það kannski merkingarlaus orð? Nú kannt þú að spyrja hvort ekki hafi verið nokkur aukavinna og þá tekjur af þeim. Jú, þær voru nokkrar, eink- um var það mikils metið að sitja yfir nemendum í prófum! – Í kjölfar tveggja mánaða verkfalls sl. vetur breyttust mánaðarlaunin töluvert, en inn í þau voru þá tekin ýmis auka- störf. Hinn 1. sept. 2001 voru mán- aðarlaun íslenskufræðingsins 216.075 kr., en útborguð upphæð var 142.995 kr. Þetta er fullt starf og hann vinnur ekki aukavinnu. Þessi síðastnefnda tala er því raunveruleg tala og hún mun ekki breytast. En þetta eru vergar tekjur, eða „brúttó“-tekjur. Hann verður sjálfur að leggja til skrifstofuaðstöðu á eigin heimili, með handbókum, tölvu og prentara. Við- gerð og endurnýjun þessa búnaðar er rándýr en þetta verður maðurinn að greiða. Hann hefur oft farið með þessi tæki í tölvuviðgerðafyrirtæki og greitt fyrir af sínum launum. Þessi maður notar tölvu sína mest í þágu hins opinbera, einkum vegna kennsl- unnar. Í gær, sunndaginn 9. sept., náði hann t.a.m. í efni á Netinu, sem hann mun svo nýta í sínu starfi. Það er ekkert leyndarmál, að maðurinn, sem hér hefur verið fjallað um, er sá sem þetta ritar. Framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins hefur stundum vegið að opinberum starfsmönnum, einkum kennurum, og mér er alveg sama um það. En mér sárnar það, að fram- kvæmdastjóri ASÍ skuli ætla að feta í fótspor Ara. Ætlið þið kannski út í pólitík – eða hvað? – Það hefur verið fróðlegt að lesa 6. tölubl. Frjálsrar verslunar undanfarin ár. Þar má sjá að ýmsir sérfræðingar hafa haft rífleg laun, m.a. þeir sem hafa unnið hjá „aðilum vinnumarkaðarins“, sbr. blaðið frá því í ár, bls. 22. Þar má og sjá (á bls. 8) að stjórnendur fjármála- fyrirtækja og bankastofnana hafa mjög góð laun, en ýmsir þeirra hafa staðið í alls kyns „hagræðingu“, sem felst m.a. í því að segja upp starfs- fólki, sem komið er yfir fimmtugt, einkum konum, sem hafa þrælað ára- tugum saman fyrir bankann sinn á lágum töxtum. Væri nú ekki nær, Gylfi minn, að taka á þessum vanda, fremur en hnýta í opinbera starfs- menn? – Það má enn lesa í sama blaði að ýmsir stjórnendur fyrirtækja á al- mennum markaði hafa himinhá laun en skólastjórar og skólameistarar hafa léleg laun þrátt fyrir gífurlega ábyrgð og mikið álag (sbr. sama blað, bls. 4 og bls. 36–37). Svo tala menn um mikilvægi menntunar. E.t.v. er það öldungis fánýtt hjal. Ýmsar breytingar hafa orðið í sam- félagi okkar, sumar til góðs og aðrar til ills að mínu viti. Forystumenn launþegasamtaka eiga að snúa bök- um saman og berjast fyrir sameig- inlegum málefnum launamanna. Ég bið þig að lokum, Gylfi, fyrir kærar kveðjur, einkum til hans Grétars Þor- steinssonar. Af sjónarhóli kennarans Ólafur Oddsson Kjaramál Forystumenn launþega- samtaka eiga að snúa bökum saman og berj- ast fyrir sameiginlegum málefnum launamanna, segir Ólafur Oddsson í opnu bréfi til fram- kvæmdastjóra ASÍ. Höfundur er kennari. Í Morgunblaðinu 7. september síðastliðinn birtist grein eftir Val- geir Ómar Jónsson, vélstjóra og stjórnar- og samningamann í Vélstjórafélagi Ís- lands. Á grein Valgeirs má skilja að Sjó- mannasamband Ís- lands beri ábyrgð á því að Vélstjórafélagið samdi við LÍÚ um mönnunarmál 9. maí síðastliðinn. Vélstjóra- félagið virðist því ekki hafa verið fært um að ljúka samningi við LÍÚ á eigin forsendum enda ber samningurinn þess skýr merki. Getur verið að væntanlegt stjórnarkjör í Vélstjórafélagi Ís- lands reki menn til að skrifa grein í Morgunblaðið til að reyna að kenna öðrum um eigin gerðir? Rétt er að Sjómannasamband Íslands lagði fram í samningaviðræðunum sam- antekt um raunmönnun á bátaflot- anum og lýsti vilja sínum til að ræða við LÍÚ á grundvelli þeirra upplýs- inga. LÍÚ hafnaði viðræðum við SSÍ á grundvelli samantektarinnar. Hver hugsandi maður hlýtur að sjá að þó svo að samninganefnd Vél- stjórafélags Íslands hafi misfarið með upp- lýsingar frá SSÍ og lokið gerð kjarasamn- ings við LÍÚ á þeim grundvelli, ber SSÍ enga ábyrgð á gjörn- ingnum. Fleiri orð þarf ekki að hafa um það mál. Eftir lestur grein- ar Valgeirs spyr ég eins og aðrir sem lásu greinina hvaða skip- verjum á að fækka samkvæmt samningi VSFÍ og LÍÚ. Skýrt kemur fram í greininni að það var yfirlýst stefna samninganefnd- ar VSFÍ að semja ekki um mönn- unarmál við LÍÚ ef frumvarp sam- gönguráðherra, sem fól í sér fækkun á vélstjórum, yrði lagt fram óbreytt. Formaður Vélstjórafélags Íslands lýsti því yfir að ekki yrði skrifað undir kjarasamning fyrr en samgönguráðherra væri búinn að draga til baka þann hluta frum- varpsins sem fjallaði um fjölda vél- stjóra á fiskiskipum. Fáum dögum eftir að ráðherra ákvað að draga til baka framangreind ákvæði frum- varpsins samdi Vélstjórafélagið við LÍÚ. Í þeim samningi var m.a. fjallað um fækkun í áhöfn. Eins og réttilega kemur fram í grein Val- geirs er bundið í lögum hve margir vélstjórnar- og skipstjórnarmenn skuli vera um borð í hverju skipi. Fjöldi vélstjóra fer eftir vélastærð skipsins. Mér er ekki kunnugt um að þeir skipverjar sem þá eru eftir og hægt að fækka séu aðilar að Vél- stjórafélagi Íslands. Allir þeir skip- verjar sem hægt er að segja upp störfum til að fækka í áhöfn skips eru aðilar að sjómannafélögum inn- an Sjómannasambands Íslands. Um fækkun á hvaða skipverjum var þá Vélstjórafélagið að semja? Valgeir Ómar tíundar hvernig kjarasamn- ingur Vélstjórafélagsins kemur út fyrir vélstjóra á rækjuskipum. Ég þekki samning Vélstjórafélagsins ekki nógu vel til að tjá mig um út- reikninga Valgeirs. Hins vegar var niðurstaða gerðardóms, sem ákvað kjör sjómanna sem aðild eiga að Sjómannasambandi Íslands, önnur en Valgeir lýsir. Varðandi samning Vélstjórafélagsins er rétt að fram komi að upphaflega var hann und- irritaður 9. maí síðastliðinn. Ódag- settur viðaukasamningur var síðan undirritaður 12. júní þar sem fyrri samningi var breytt í grundvallarat- riðum varðandi mönnunarmálið. Heyrst hefur að enn séu samninga- viðræður í gangi milli Vélstjóra- félagsins og LÍÚ um lagfæringar á upphaflega samningnum. Sé það rétt staðfestir það grun minn um að samninganefnd Vélstjórafélagsins hafi lítið vitað hvað hún var að gera þegar upprunalegi samningurinn var undirritaður. Árinni kennir illur ræðari Hólmgeir Jónsson Kjarasamningar Hver hugsandi maður hlýtur að sjá að SSÍ ber enga ábyrgð á gjörn- ingnum, segir Hólmgeir Jónsson, í athugasemd sinni vegna greinar Val- geirs Ómars Jónssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli Íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli Íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Samkeppni Markaðsumhverfið Markaðsáæltanir Markaðshlutun Markaðsvirkni Arðsemi Sölustjórnun Árstíðarsveiflur Sölutækni Dreifing Markmið Auglýsingar Stefnumótun Ferðaþjónusta á Íslandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15–22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Bíldshöfða 18 567 1466 Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli Íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferðamark- aðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferða- þjónustunnar hvar sem er í heiminum“. Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, starfsmaður Allrahanda Opið frá kl. 8.00-22.00 tl tí sveiflur Upplýsingar utan opnunartíma á skrifstofu veitir Ingólfur í s. 896 5222. FOSSVOGUR - RAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu 230 fm fallegt raðhús á tveim- ur hæðum (ekki pallar) ásamt bílskúr. Nýlegt parket. Góðar stofur. Bílaplan og garður nýlega standsett að framanverðu. Suðurgarður. Laust 1. nóv. Verð 24,8 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.