Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 23 rými í huga. Í því eru samskipti í formi sveigjanleika, frekju, fórnfýsi og samkeppni skoðuð. Undir aflíðandi hvítum dúk sem teygður er sem him- inn yfir sviðið hefst verkið. Einn dansaranna færir sig fram fyrir hóp- inn í þrengslum og afsakar sig í leið- inni. Koll af kolli afsaka dansararnir sig og pota sér fram fyrir félagana. Kurteisina þrýtur og dansararnir troðast hver fram fyrir annan á allan mögulegan og ómögulegan máta. Þeir eru klæddir ljósum fötum og sýna frekju og fórnfýsi á víxl undir raf- mögnuðu gítarspili og hljóðum sem líkjast borðtennisspili og skanna í stórmarkaði. Höfundur kemur víða við í dans- gerð sinni og var kímnin sem gjarnan einkennir verk hennar á sínum stað. Fingur dansaranna dönsuðu sóló og ýmsar hreyfingar voru framkvæmdar á skondinn máta. Tónlistin, auðug af hugmyndum, studdi við dansinn svo úr varð ein heild. Dansararnir valda ÓLÖF Ingólfsdóttir lauk námi frá Hogeschool voor de Kunsten í Arn- hem í Hollandi 1993. Síðan hefur hún starfað sem dansari, danshöfundur og kennari. Ólöf hefur áður sett upp eig- in dansverk fyrir Íslenska dansflokk- inn sem og sjálfstætt starfandi dans- ara. Skemmst er að minnast verks hennar „Maðurinn er alltaf einn“ sem sýnt var í ýmsum borgum Evrópu á Trance dance Europe árið 2000 og „Vatnameyjarinnar“ eftir Reijo Kela sem hún dansaði á ýmsum vötnum á Íslandi sumarið 2000. Í dansverkinu „Fimm fermetrar“ hefur Ólöf fengið til liðs við sig þau Jóhann Frey Björg- vinsson sem er fyrrverandi dansari Íslenska dansflokksins, Tinnu Grét- arsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur sem báðar útskrifuðust nýlega frá Statens Balletthögskole í Osló og Andra Örn Jónsson sem lauk námi við Arnhem Dansschool í Hollandi og PARTS í Belgíu. Dansverkið „Fimm fermetrar“ er samið með afmarkað verkinu vel og áttu sinn þátt í vel heppnaðri útkomu. Jóhann Freyr er sviðsvanur dansari sem hefur mótast mikið undanfarin ár. Tæknileg færni hans hefur tekið miklum framförum og lék hann sér með hreyfingarnar og færði þær í sinn stíl. Dansararnir fóru í gegnum verkið á eðlilegan og átaka- lausan máta. Hreyfingar þeirra allra voru með fallegri, þó ekki of mótaðri, áferð sí- gilda ballettsins. Hvítur dúkurinn gaf verkinu léttan blæ og gerði það að verkum að sviðið virtist dýpka upp- sviðs. Ljósir og klæðilegir búningarn- ir studdu einnig við létt andrúmsloft verksins. Útgangspunktur verksins er einfaldur en úr honum er vel unnið. Hér hefur vel tekist til, verkið er heildstætt og skilar hugmyndum höf- undar um frekju og fórnfýsi, sam- keppni og sveigjanleika á skondinn máta. Næsta sýning er fimmtudaginn 20. september. „Hér hefur vel tekist til, verkið er heildstætt og skilar hugmyndum höf- undar um frekju og fórnfýsi, samkeppni og sveigjanleika á skondinn máta,“ segir m.a. í umfjölluninni. Frekja og fórnfýsi DANS T j a r n a r b í ó Höfundur: Ólöf Ingólfsdóttir. Dans- arar: Andri Örn Jónsson, Jóhann Freyr Björgvinsson, Tinna Grét- arsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Bún- ingar, sviðsmynd og veggspjald: Sonný Lísa Þorbjörnsdóttir. Lýs- ing: Halldór Örn Óskarsson. Sunnu- dagur 16. september 2001. LIPURTRÉ DANSKOMPANÍ Lilja Ívarsdótt ir MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm hefur nú hafið sitt tólfta leikár. Í vetur verða frumsýnd tvö ný barnaleikrit auk þess sem haldið verður áfram sýningum á fjórum verkum frá fyrra leikári. Fyrsta frumsýning leikársins verður á aðventunni, verk eftir Ið- unni Steinsdóttur í leikgerð Péturs Eggerz, Jólarósir Snuðru og Tuðru, sem er samið upp úr fjórum stuttum sögum af þeim stöllum sem hafa notið vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar á þeim þremur ár- um sem liðin eru frá því fyrra leik- ritið um systurnar var frumsýnt. Í nýja leikritinu birtast þrjár sögur sem enn hafa ekki komið út í bók- arformi. Það eru Ingibjörg Stefánsdóttir og Lára Sveinsdóttir sem leika. Leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, Katrín Þor- valdsdóttir sér um búninga og brúðugerð og Vilhjálmur Guðjóns- son semur tónlist. Eftir áramótin verður svo framhaldið sýningum á vinsælasta verki Möguleikhússins frá upphafi, Snuðru og Tuðru. Það gefst því tækifæri til að rifja upp kynnin við þær systur í vetur og einnig að sjá þær í nýjum ævintýr- um. Eftir áramótin verður frumsýnt nýtt verk eftir einn vinsælasta barnabókahöfund íslenskan, Þor- vald Þorsteinsson. Nýja leikritið heitir Prumpuhóllinn. Leikstjóri er Pétur Eggerz, Guðni Franzson semur tónlist og Messíana Tómas- dóttir sér um leikmynd og búninga. Frá fyrra leikári verða áfram sýnd Skuggaleikur eftir Guðrúnu Helgadóttur, Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur og Völuspá eftir Þórarin Eldjárn. Þess má geta að Völuspá var nýlega frumsýnd á ensku og er nú til á þremur tungu málum, ensku og sænsku auk ís- lensku. Sýningin hefur gert nokkuð víðreist, því á síðasta leikári var henni boðið á leiklistarhátíðir i Rússlandi og Svíþjóð. Í Lómu tekur Lára Sveinsdóttir við titilhlutverkinu af Aino Freyju Järvelä. Í desember aðstoðar Möguleikhúsið Þjóðminjasafnið að vanda við að taka á móti íslensku jólasveinunum á aðventunni. Sem fyrr verður Möguleikhúsið mikið á ferð og flugi með leiksýn- ingar sínar. Leikárið hefst nú í september með leikferðum með Lómu um Vesturland og Völuspá um austurland. Þá verður einnig farið með Skuggaleik í leikferð um Norðurland í október. Í október hefjast síðan sýningar í Möguleik- húsinu við Hlemm auk þess sem farið verður með sýningar í leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Á síðasta leikári sýndi Möguleik- húsið fyrir fleiri áhorfendur en nokkru sinni fyrr. Alls voru sýndar 315 sýningar fyrir um 26.000 áhorf- endur um land allt. Mikið af þess- um sýningum var í leik- og grunn- skólum landsins, enda hefur leikhúsið frá upphafi átt öflugt og gott samstarf við þá. Segja forráða- menn Möguleikhússins að slíkt samstarf sé grundvöllur þess að unnt sé að reka sérstakt barnaleik- hús hér á landi. Þess má að lokum geta að í vetur er leikhúsið í fyrsta sinn á sam- starfssamningi við Reykjavíkur borg og nýtur styrks til þriggja ára. Tvö ný barnaleikrit í Möguleikhúsinu Ekki skortir áhugann hjá þessum ungu gestum Möguleikhússins. GAMANMYNDIN „Down to Earth“ er endurgerð „Heaven Can Wait“ sem var endurgerð „Here Comes Mr. Jordan“ og heldur hefur hugmyndin um mann, sem himna- völdin taka burtu úr þessum heimi fyrir misskilning en skila aftur til jarðlífsins en bara í öðrum líkama, út- vatnast. Skemmtikrafturinn Chris Rock, sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndinni og gerir handritið með öðrum, finnur leið til þess að hún fjalli um fátækan svertingja úr Harlem sem settur er í líkama margmillj- ónera á Manhattan, sem er hvítur, og hefur þannig tækifæri til þess að fjalla um stétta- og kynþáttamun. Hugmyndin sú er góðra gjalda verð en Chris nýtir hana hins vegar illa. Hinar nýju aðstæður sem sverting- inn finnur sig í eru farsakenndar og klisjukennt Hollywood-ævintýri tek- ur völdin. Hvíti millinn, sem Chris er allt í einu orðinn, var óbermi hið mesta, myrtur af eiginkonu sinni (það mál gufar upp), hann ætlaði að loka fátækraspítala og fór illa með þjóna sína. Öllu þessu breytir Chris til betri vegar um leið og hann verður ástfang- inn upp fyrir haus og sjálfsagt munu allir lifa hamingjusamir til æviloka. Grínið byggist allt í kringum Chris Rock. Hann minnir talsvert á nafna sinn Tucker með sínum fyrirgangi og vélbyssukjaft sem þagnar aldrei og oft geta athugasemdir hans verið spaugilegar. En það er ekki mikið annað að hafa í myndinni, sem sárlega vantar raunverulegan húmor og þá þungavikt sem hún virðist sækjast eftir. Mark Addy skilar prýðilegri aukapersónu sem einkaþjónn og Chazz Palminteri er ágætlega dular- fullur og sposkur sem engill. Í öðrum líkama KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórar: Chris og Paul Weitz. Handrit: Chris Rock, Lance Crouth- er ofl. Aðalhlutverk: Chris Rock, Regina King, Mark Addy, Eugene Levy, Frankie Faison. Bandarísk. 2001. 90 mín. „DOWN TO EARTH“1 ⁄2 Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 213. tölublað (19.09.2001)
https://timarit.is/issue/249586

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

213. tölublað (19.09.2001)

Aðgerðir: