Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir -fasteignamiðlun  Höfum til leigu fyrrverandi skrifstofur LOGOS lögmanns- þjónustu, sem er vandað skrifstofuhúsnæði, alls 880 fm, sem skiptist í 525 fm á 2. hæð og 355 fm á 3. hæð, sem geta leigst saman eða hvor hæð fyrir sig. Laust í september nk. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Borgartún 24 - Skrifstofur LOGOS ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN sími 533 4200 RÚMLEGA 88% svarenda í Bolung- arvík telja að verkefnið „Heilsubær- inn Bolungarvík á nýrri öld“ hafi styrkt félagslífið í Bolungarvík, meira en 90% eru jákvæðir gagnvart verk- efninu og tæplega 42% segja að áhugi sinn á heilsurækt hafi aukist á und- anförnum tólf mánuðum. Þetta eru niðurstöður úr viðhorfs- rannsókn, sem Gallup gerði fyrir heilsubæinn Bolungarvík í júlí og ágúst í sumar. Í úrtakinu voru allir íbúar í Bolungarvík á aldrinum 18 til 80 ára. Upphaflegt úrtak var 692, endanlegt úrtak 627, fjöldi svarenda 459 og svarhlutfall 73,2%. Sigrún Gerður Gísladóttir var helsti hvatamaður verkefnisins í Bol- ungarvík. Hún segir að Bolungarvík hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar sé sjálfstæð stjórnsýsla, íbúa- fjöldinn sé hentugur fyrir svona verk- efni, þar sé mikil hefð og sterk menn- ing og bærinn endurspegli íslenska samfélagið. Um er að ræða heilsueflingar- og þróunarverkefni, sem sniðið er að stefnu og markmiðum samstarfs- verkefnis Landlæknisembættis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis, „Heilsuefling hefst hjá þér“. Markmið þess, leiðir og framkvæmd grundvallast á stefnu og áætlun Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, sem hefur þróað leiðir, áætlanir og aðgerðir á sviði heilsueflingar í verkefninu „Heil- brigðar borgir“ (Healthy Cities) frá 1986, en verkefni WHO nær til meira en 500 borga og bæja. Helsta mark- mið WHO með þessu verkefni er að breyta viðhorfum, skilningi og ákvarðanatöku einstaklinga, sveitar- félaga, stofnana og stjórnvalda á sviði heilbrigðismála, en viðkomandi stjórnvöld verða að veita samþykki sitt fyrir verkefninu og það verður að uppfylla ákveðin skilyrði. Fimm manna framkvæmdanefnd var skipuð í maí 1999 og að lokinni undirbúningsvinnu hófst verkefnið 12. febrúar í fyrra. Kostnaður við verkefnið 1999 og 2000 var rúmlega ein milljón króna og var það fjár- magnað með styrkjum frá bæjar- félaginu og frjálsum framlögum, en verkefnið er sem sjálfstætt heilsuefl- ingarverkefni á fjárlögum næstu þrjú árin og fær milljón kr. á ári. Sigrún Gerður segir að stefnu- mörkun hafi verið mótuð í þeim til- gangi að breyta viðhorfi fólks í sam- bandi við heilsueflingu. Verkefnið hafi verið kynnt fyrir bæjarbúum og það haldi áfram, en heilbrigði sé ekki bara það að vera laus við sjúkdóma heldur það að geta lifað efnahagslegu og fé- lagslegu lífi eðlilega, að geta valið. Fjölbreytt dagskrá Markmið verkefnisins er að vekja almenning til ábyrgðar á eigin heilsu og hvetja til umhugsunar um heil- brigða lífshætti almennings, um áhættuþætti langvinnra sjúkdóma og slysa, auka vilja og möguleika al- mennings til að lifa heilsusamlegu lífi, samhæfa starfskrafta og viðfangsefni og auka þátttöku almennings og sam- félagsins í ákvarðanatöku um heil- brigðisþjónustu og veita upplýsingar um nýtingu þess fjár sem fyrir hendi er fyrir heilbrigðisþjónustuna. Á sérstökum fjölskyldudögum hafa verið ýmsar gönguferðir, m.a. hefur verið gengið frá Bolungarvík inn í Ós- vör, í Óshvilft, á Óshyrnu og Ufsir og að Surtarbrandsnámu auk skíða- göngu og sleðaferðar. Gengið hefur verið frá Skálavík til Bolungarvíkur, hjólað frá Stapadal í Arnarfirði fyrir Lokinhamradal, Svalvoga og til Þing- eyrar í Dýrafirði, hjólað frá Gemlu- falli til Þingeyrar og farið í ratleik á fjöllum. Nokkrir fyrirlestrar hafa verið haldnir og gefin út fréttabréf auk samvinnuverkefna. Þar má nefna hestadag í samvinnu við hestamanna- félagið Gný, sleðadag og sleðaferð í samvinnu við björgunarsveitina Erni, veiðidag fjölskyldunnar í boði bænda, gönguferðir með atvinnulausu fólki í samvinnu við VSFB, suðræna sveiflu í sundlaug Bolungarvíkur í samvinnu við Menningardaga og afródaga í samvinnu við Þjóðahátíð Vestfjarða. Sigrún Gerður segir að verkefninu hafi verið mjög vel tekið og viðhorfs- rannsóknin undirstriki það. „Einna ánægjulegast er að rúmlega 76% telja að einstaklingurinn geti bætt heilsu sína mikið og það er miklu meira en ég hafði búist við,“ segir hún og bætir við að frjálst val hafi mikið að segja. „Um 42% segja að áhugi sinn á heilsurækt hafi aukist síðan vekefnið byrjaði og það sýnir hvað val án for- sjárhyggju hefur mikið að segja.“ Hún segir ennfremur að það sem skipti mestu máli sé að heilsueflingin sé ekki lokuð inni á heilbrigðisstofn- unum heldur sé hún úti á meðal fólks- ins. Það sé líka ódýrast, hagkvæmast og skemmtilegast. Í framkvæmdanefnd eru Elínbet Rögnvaldsdóttir, Petrína Sigurðar- dóttir, Flosi Jakobsson, Steingrímur Þorgeirsson og Sigrún Gerður Gísla- dóttir, en Anna Björg Aradóttir hefur fyrir hönd Landlæknisembættisins haft faglegt eftirlit með verkefninu og veitt faglega ráðgjöf. „Eftirlitið hefur verið mjög auðvelt því faglega hefur verið staðið að málum,“ segir hún, en áður hafa verið svipuð verkefni í gangi á Höfn og Húsavík og í Hafnar- firði og Hveragerði. Anna Björg bæt- ir við að þótt verkefnið haldi áfram í Bolungarvík sé næsta skref að hvetja önnur sveitarfélög til að taka upp svipuð verkefni á sama grunni, en auðvelt sé að yfirfæra vinnuna í Bol- ungarvík á önnur sveitarfélög. „Heilsuefling er ekki bara gulrætur og skokk,“ segir hún. „Könnunin sýn- ir að fólk vill samstöðu og samkennd og það hefur sýnt sig alls staðar í heiminum að samkennd og sam- ábyrgð bætir líðan fólks,“ segir Sig- rún Gerður Gísladóttir. Niðurstaða könnunar á árangri af átakinu Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld Verkefnið hefur haft mjög jákvæð áhrif Bolungarvík Bolvíkingurinn Kristín Hálfdánardóttir, sem er sjö ára, á Heiðnafjalli í garpaleik heilsubæjarins Bolungarvíkur. Morgunblaðið/Kristinn Verkefnið var kynnt á ráðstefnu á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkr- unarfræði og Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir helgi. Við kynninguna eru frá vinstri: Elínbet Rögnvaldsdóttir, Petrína Sigurðardóttir, Sigrún Gerður Gestsdóttir, Flosi Jakobsson og Anna Björg Aradóttir. FYRRI leitir voru farnar á afrétti Fljótshlíðarhrepps föstudaginn 14. september sl. Síðdegis á á sunnu- dag var féð rekið í girðingu við Þórólfsfell sem er innst í Fljótshlíð. Þar var fé Runólfs Runólfssonar Fljótsdalsbónda dregið út. Á mánu- dag var safnið, um 2.000 kindur, rekið í Fljótshlíðarréttir sem eru við Goðaland. Dregið var í dilka í réttunum á þriðjudag. Í fyrri leitir eru 18 menn skikk- aðir á fjall auk tveggja matráðs- kvenna. Leitirnar gengu í alla staði vel að öðru leyti en því að gríðarleg rigning var síðdegis á sunnudag. Ár voru í örum vexti en það kom ekki að sök þar sem tókst að koma safninu yfir Gilsá áður en hún bólgnaði. Fjallkóngur í fyrri leit er Árni Jóhannsson, bóndi á Teigi. Síðari leitir verða farnar 28. september. Þá er reynt að ná eft- irlegukindum. Í seinni leitir fara tólf menn auk tveggja matráðs- kvenna. Fjallkóngur í seinni leitum er Eggert Pálsson, bóndi á Kirkju- læk. Milli fyrri og seinna leita, eða helgina 22.-23. september, er Þrí- hyrningssvæðið smalað. Fyrri leit- um lokið Breiðabólstaður í Fljótshlíð Ljósmynd/Önundur S. Björnsson Ekki var laust við að þreytu gætti hjá fénu og sárra fóta. DAGANA 22. og 23. september gefst fólki kostur á að taka þátt í hrossa- smölun og stóðréttum í Austur- Húnavatnssýslu með heimamönn- um. Í Skrapatungurétt sem er nyrst í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið smalað 800–1.000 hross- um undanfarin haust. Um er að ræða samstarfsverkefni hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og bænda. „Á laugardag verður hrossunum norður Laxárdal smalað. Gestum er boðið upp á að taka þátt í þeirri smalamennsku. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum um kl. 9.30 og riðið í gegnum Strjúgsskarð inn á Laxár- dal þar sem slegist verður í för með gangnamönnum. Smalar koma að í Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal milli kl. 13 og 14 og er þar tekið hlé á hrossa- rekstrinum. Bílvegur liggur alveg fram að Kirkjuskarðsrétt, þannig að þeir sem vilja koma á sínum einkabíl og fylgjast með hafa tök á því. Eftir stundarhlé verður rekið áfram norð- ur í Skrapatungurétt,“ segir í frétta- tilkynningu. Á laugardag verður stóðrétta- dansleikur á Blönduósi. Á sunnudag hefjast réttastörf klukkan 10. Smölun og stóðréttir Skrapatungurétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.