Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 17
Glæsilegur
haustfatnaður
Engjateigi 5, sími 581 2141
Haustferðir Heims-
ferða til Prag hafa
fengið ótrúlegar undir-
tektir og nú er fjöldi ferða uppseldar í október og nóvember til
þessarar fögru borgar. Beint flug í október og nóvember og nú
kynnum við einstakt tilboð mánudaginn 8. október í 3 nætur.
Flug út á mánudegi og heim á fimmtudegi og þú kynnist al-
veg ótrúlega heillandi mannlífi
þessarar einstöku borgar sem á
engan sinn líka í Evrópu.
Fáðu bæklinginn sendan
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.970
M.v. 2 í herbergi, Hotel Korunek,
8. okt., 3 nætur, m.v. 2 í herbergi
með morgunmat. Skattar innifaldir.
Viðbótargisting
Aðeins 10 herbergi í boði
Prag
3 nætur
8. október
frá kr. 29.970
með Heimsferðum
GENGIÐ var í gær frá kaupsamn-
ingi um kaup Olíufélagsins hf.
(ESSO) á hlutabréfum í Samskipum
hf. að nafnverði 445 milljónir króna,
sem er 42% af hlutafé félagsins.
ESSO átti fyrir 7,7% í Samskipum
þannig að félagið á nú 49,7% af heild-
arhlutafénu. Þetta kom fram í til-
kynningu á Verðbréfaþingi Íslands í
gær. Þar sagði að kaupverðið yrði
greitt með hlutabréfum í eigu ESSO.
Jafnframt var í gær tilkynnt um
kaup Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís)
á 10% af hlutafé Samskipa, þ.e. 105
milljónum króna að nafnverði.
Báðir samningarnir eru gerðir með
fyrirvara um samþykki stjórna félag-
anna. Þá er endanleiki samninganna
háður fyrirvörum sem gert verður út
um innan þriggja vikna.
Í tilkynningunum á Verðbréfa-
þingi Íslands í gær, bæði vegna
kaupa ESSO og Olís á hlutabréfum í
Samskipum, segir að tilgangur þeirra
sé að stofna til samstarfs Samskipa
hf. og Olíudreifingar ehf., dreifingar-
fyrirtækis ESSO og Olís, í rekstri
dreifikerfa félaganna og að ná með
því fram sparnaði og hagræðingu. Þá
segir að ESSO og Olís muni á næstu
vikum taka þátt í viðræðum hluthafa
Samskipa þar að lútandi. Jafnframt
verði skoðuð hagkvæmni þess að
sömu aðilar eigi samstarf um birgða-
hald og uppbyggingu og rekstur
vöruhúsa.
Kaupa
6,3% í ESSO
Tilkynnt var í gær að ESSO hefði
gengið frá kaupsamningi um sölu á
eigin bréfum, þar með töldum eigin
bréfum sem ESSO mundi eignast við
slit á Traustfangi ehf. Um er að ræða
6,3% af heildarhlutafé félagsins að
nafnverði 62.239.827 krónur.
Kaupendur eru þeir Jón Þór
Hjaltason, Jón Kristjánsson og Ólaf-
ur Ólafsson, sjálfir og fyrir hönd aðila
sem þeir hafa umboð frá.
Fyrir eiga Kjalar ehf., sem er í
meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar,
6,9% hlut í ESSO, og Sund hf., sem er
í eigu Jóns Kristjánssonar og fjöl-
skyldu hans, 5,2% hlut í ESSO.
Kaupa rúm 22% í
Vinnslustöðinni
Þá var tilkynnt í gær að Jón Þór
Hjaltason, Jón Kristjánsson og Ólaf-
ur Ólafsson hefðu sjálfir og fyrir
hönd aðila sem þeir hafa umboð frá,
keypt rúm 12% af heildarhlutafé í
Vinnslustöðinni hf. að nafnverði
175.517.026 krónur. Seljandi er
ESSO sem á eftir söluna 6,6% hlut í
Vinnslustöðinni. Sala hlutabréfanna
er háð fyrirvörum sem ganga út inn-
an þriggja vikna. ESSO hefur rétt til
þess að leysa hlutabréfin aftur til sín í
8 mánuði frá samningsdegi. Jafn-
framt var í gær tilkynnt að Ker ehf.
hefði selt sömu aðilum öll hlutabréf
sín í Vinnslustöðinni hf. Um er að
ræða 10,4% af heildarhlutafé félags-
ins að nafnverði 159.426.323 krónur
og er sala þessara hlutabréfa einnig
háð fyrirvörum sem ganga út innan
þriggja vikna. Samtals keyptu Jón
Þór, Jón og Ólafur því um 22,4% í
Vinnslustöðinni í gær.
Að lokum var í gær tilkynnt að
Guðjón Stefán Guðbergsson, fram-
kvæmdastjóri fasteigna- og fram-
kvæmdasviðs, hefði selt 3,0 milljónir
króna að nafnverði hlutafjár í ESSO
á verðinu 11,30. Eignarhlutur Guð-
jóns eftir söluna nemur 1.554.210
krónum að nafnverði.
Svigrúm til hagræðingar
Morgunblaðið hefur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að seljendur hluta-
bréfanna í Samskipum séu Jón Þór
Hjaltason, Jón Kristjánsson og Ólaf-
ur Ólafsson, forstjóri Samskipa.
Ólafur Ólafsson sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann gæti lítið
sagt annað um þau viðskipti sem áttu
sér stað með hlutabréf í Samskipum í
gær annað en það sem fram kemur í
tilkynningum félaganna. Frekari
skýringa á þessum viðskiptum sé að
vænta á næstunni. Hann sagði að
menn telji að það sé svigrúm til hag-
ræðingar í skipum, bílum, vöruhús-
um og á fleiri sviðum og vilji sé til að
ná því fram. Markmiðið sé að lækka
kostnað eins og hægt sé. Annað sé
ekki um þetta að segja á þessu stigi.
Jón Kristjánsson, annar þeirra
þriggja sem stóðu að sölunni á hluta-
bréfunum í Samskipum, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hann vildi á
þessu stigi ekki tjá sig um þau við-
skipti sem áttu sér stað í gær. Til-
kynning verði send út á næstu dögum
þar sem greint verði nánar frá þeim.
Yfirtöku afstýrt?
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa þessi viðamiklu hluta-
bréfaviðskipti ekki síst haft þann til-
gang að hindra meinta yfirtöku á
Olíufélaginu, Olís og VÍS vegna mik-
illar hlutabréfaeignar Samskipa og
tengdra aðila í Olíufélaginu sem aftur
er lykillinn að yfirráðum í hinum fé-
lögunum, eins og nánar er rakið í
frétt á baksíðu. Í annan stað er þó
fullyrt að tilgangurinn með kaupum
ESSO og Olís á hlutabréfum Sam-
skipa sé að ná fram sparnaði í rekstri
allra félaganna. T.d. standi þau öll
frammi fyrir því að þurfa að byggja
vöruskemmur. Áformað væri að
byggja eina stóra skemmu fyrir öll
félögin og Samskip mundu síðan reka
hana sem svokallað vöruhótel. Hægt
yrði að samnýta landflutninga hjá
Samskipum og Olíudreifingu og bæta
rekstur olíuskips Olíudreifingar. Eft-
ir þetta eru olíufélögin tvö, ESSO og
Olís, langstærstu hluthafarnir í Sam-
skipum, en Jón Þór Hjaltason, Jón
Kristjánsson og Ólafur Ólafsson eiga
áfram einhvern hlut svo og Eignar-
haldsfélag Alþýðubankans.
ESSO og Olís kaupa meirihluta í Samskipum
Markmiðið sagt
sparnaður í rekstri
BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir ekki ástæðu til
vaxtalækkana hérlendis, þrátt fyrir
að seðlabankar Bandaríkjanna, Jap-
ans, Kanada og í Evrópu hafi lækk-
að stýrivexti sína. Fram þurfi að
koma skýrari merki um minnkandi
verðbólgu áður en vextir verði lækk-
aðir.
Bandaríski seðlabankinn lækkaði
óvænt stýrivexti á mánudag um
hálft prósentustig og eru vextirnir
nú 3% vestra. Eftir lokun markaða í
Evrópu tilkynnti seðlabanki Evrópu
einnig um lækkun stýrivaxta um
hálft prósentustig, í 3,75% og Seðla-
banki Bretlands lækkaði vexti í gær-
morgun um 25 punkta, eða í 4,75%.
Sænski seðlabankinn lækkaði stýri-
vexti sína um 50 puntka, í 3,75% og
danski seðlabankinn lækkaði vext-
ina í gærmorgun um hálft prósentu-
stig í 4,15%. Þá lækkaði Seðlabanki
Japans stýrivexti úr 0,25% í 0,1%,
og líkur eru taldar á að Seðlabanki
Noregs muni lækka stýrivexti í dag.
Birgir Ísleifur segir að Seðlabanki
Íslands verði að meta vexti út frá
efnahagsástandinu hérlendis.
„Það er augljóst að rökin fyrir
lækkun stýrivaxta bæði í Bandaríkj-
unum og í Evrópu beinast alfarið að
því að forða kreppu í kjölfar hryðju-
verkanna í síðustu viku. Þar er
greinilega um að ræða sameiginlegt
átak og síðan fylgja ýmsir jaðar-
bankar í kjölfarið.“
Ná verðbólgunni niður fyrst
Birgir Ísleifur segir að auðvitað
komi að því að vextir verði lækkaðir
hér á landi. „Við erum að berjast við
verðbólgu sem í síðustu viku mæld-
ist 8,4% á tólf mánaða grundvelli og
við horfum fyrst og fremst til þess
þegar teknar eru vaxtaákvarðanir.
Spá okkar er að verðbólga muni fara
lækkandi í lok ársins og á næsta ári.
Við viljum einfaldlega fá að sjá
þessa lækkun koma fram áður en
við förum að lækka vexti hér á
landi.“
Seðlabankar í Bandaríkjunum
og Evrópu lækka stýrivexti
Vextir lækka
ekki á Íslandi