Vísir - 24.09.1979, Side 15

Vísir - 24.09.1979, Side 15
VÍSLR Mánudagur 24. september 1979 vísm Mánudagur 24. september 1979 19 1 þessari yfirbyggöu rétt sem áföst er viö sláturhúsiö er kvikféna&urinn, sem á a6 slátra, geymdur þangaö til hans tfmi er kominn. Fylgst með slátrun í sláturhúsinu á Selfossi GENGB IOFMN DAUBRNN Slátrun hófst i síðustu viku og var byrjað að slátra í sláturhúsi Slátur- félags Suðurlands á Selfossi. Nú er búið að leyfa slátrun á 1120 þús- und dilkum og er það nokkru meira en í fyrra ,en þá var slátrað um 1040 þúsund fjár. Vísir var á ferðinni á Selfossi þegar verið var að hefja slátrun þar og fylgdist með gangi mála. Helgi Jóhannsson verk- stjóri sauðf járslátrunar sagði að öllu jöfnu væri slátrað um 16-1800 f jár á dag í sláturhúsinu á Sel- fossi/ alls yrði slátrað í kringum 62-64 þúsund fjár í þessu húsi. Þá fræddi hann okkur á því að um 100 manns ynnu að slátruninni. Aka hinstu ferðina á vörubílum. Þa6 sauðfé sem leitt er til slátrunar á Selfossi kemur frá bændum i Arnessýslunni. Eftir aö hver bóndi hefur dregið i sinn dilk og fært heim, þá er féð sótt af vörubllum og farið með það sem á að slátra til slátur- hússins á Selfossi. Þar er það fært I yfirbyggða rétt sem er áföst við sláturhúsið þar sem það siðan bíður slátrunar. //Ganga fúslega upp í opinn dauðann". „Ég held að kindurnar verði L Nú er dilkurlnn hengdur upp á krók og hann sfðan fserður inn ( sjálft sláturhúsíð... Nú hangir kjötskrokkurinn uppi og er tilbúinn tii flutnings til neytenda. Eins og lambleitt til slátrunar”, segir I gamallibók. Hér eru kindurnar á leið Ibanaklefann Hér er verið aö svfða hausana, en það er venjuiega ekki gert fyrr en sólarhring eftir að búið er að slátra skepnunni. ekki varar við að hverju stefnir, þvi þær ganga fúslega upp i opinn dauðann” sagði Helgi þegar við spurðum hann hvort kindurnar hefðu einhvern grun um aö hverju stefndi. Já þær ganga upp-(i dauðann, þvi úr réttinni er mjó renna upp á við i áttina að banaklefanum þar sem þær eru aflifaðar. Sagði hann að kindur færu frekar upp I móti en niður á við.eins og af einhverri eðlisávisun. Þá er komið að sjálfri af- lifuninni. Hún fer þannig fram að hljóðlausri loftbyssu er haldið upp að haus skepnunnar og knýr loftið stand sem gengur inn I heila og drepur hana á stundinni. „Það er alveg viðkvæmnis- laust sem við vinnum þetta verk” sagði Helgi „menn ganga að þessu eins og hverju ööru starfi og er þetta i rauninni ekkert frábrugðið þvi sem sjó- menn gera þegar þeir draga fisk úr sjó”. Allt unnið á færibandi Að lokinni sjálfri slátruninni er dilkurinn settur á færiband og fer siðan öll vinnslan fram á færibandi. Fyrst er skepnan hausstýfð og siðan hengd upp á krók, en hausinn fer á annan staö til sviöunar. Næst er hún flegin og er venjulega byrjað á afturfót- unum. Sá sem flær stendur þá einnig á færibandi og færist á- fram með dilknum v' um leið. Þvi næst er hún færð yfir á aðra braut þar sem hún er hengd upp á fjóra fætur og þar er hún rist á kviðinn. A þessu stigi er búið að flá alla gæruna af og fer dilkurinn þvi næst þangað þar sem iðrin eru sundurskilin og er það kallað bakkaborð. Þar fer sérhvað á sinn bakka eftir þvi sem viö á — garnir, mör, lifur, hjörtu o.s.frv. Að þvi loknu er svo skrokkur- inn hreinsaöur og hann færður inn i kjötklefann og siðan settur i poka. Nú er kjötskrokkurinn til- búinn til flutnings i frystihús og innmaturinn sömuleiðis. Fara þá liklega flestir sem ókunnugt er um vinnubrögö I slátur- húsum að kannast við afurðirn- ar. Þess má loks geta aö mestur hluti beirra afuröa er koma frá Selfossi er seldur til neytenda á höfuðborgarsvæðinu. —HR. Dauðastundin: i banaklefanum er skepnan aflifuð með loft- knúnum standi sem gengur inn I heila hennar og drepur hana á stundinni. fgg%í Myndu-: Eirlkur Jónsson Halídór Reynisson skrifar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.