Vísir - 24.09.1979, Qupperneq 20

Vísir - 24.09.1979, Qupperneq 20
Nokkrir félagari ritstjórn Ólafsson. Visismynd Björn Bæjarblaösins Pétursson. á Akranesi. Haraldur Bjarnason, Sigþór Eiriksson og Andrés Nýtt tréttablað á Akranesi: Óháð blað sem fylgir engri nokksllnu” //Okkur fannst vera dauft yfir blaðaútgáfunni hér á Akranesi þannig að við tókum okkur saman nokkrir áhugamenn til að halda úti blaði um bæjar- málefni"/ sagði Haraldur hjá Prentbæ sf. á Akranesi einn þeirra sem er í rit- stjórn nýs blaðs sem gefið er út á Akranesi og heitir Bæjarblaðið. Fyrsta tölublaö kom út 15 sept- ember s.l. og er ætlunin aö blaöiö komi út mánaöarlega. „Viö hugs- um okkur þetta sem fréttablaö fyrir Akurnesinga. 1 þvi veröa birtar greinar um ýmsa atburöi og málefni sem eru ofarlega á baugi á Akranesi. Þetta veröur óháö blaö og opiö öllum þeim sem vilja taka ein- hver mál til umfjöllunar. Þaö fylgir ekki neinni flokkslinu og aöstandendur þess eru úr öllum flokkum. En viö hikum ekki viö aö taka afstööu til ýmissa mála ef þurfa þykir. Þaö verður fastur dálkur i blaö- inu sem „Skuggi” skrifar þar sem fjallaö veröur tæpitungu- laust um ýmis málefni.” — Hvernig viötökur hefur blaö- iö fengiö? „Þær hafa veriö góöar og er greinilega grundvöllur fyrir slikri útgáfu. Við seljum blaöiö I 800 til 900 eintökum. Þaö er tólf siöur aö stærö og viö reynum að halda auglýsingum i lágmarki til þess að þær beri ekki efnið ofurliöi. Ef mikiö berst af auglýsingum munum viö frekar stækka blaöiö þvi þetta er ekki hugsaö sem gróöavegur.” Haraldur sagöi aö þetta væru frumraun hjá þeim þó allir hefðu þeir fengiö smjörþefinn af blaöa- mennsku viö útgáfu á skólablöð- um og félagsritum. Þeir stefndu aö þvi aö gera blaöiö liflegt og væri von á nýjum „hausum” á fasta dálka og einnig væri von á fleiri breytingum á útliti blaösins. A Akranesi er gefiö út annaö fréttablaö, Umbrot, en það hefur veriö i frii yfir sumarmánuöina, „Þaö er ekkert verra aö vera i samkeppni”, sagöi Haraldur. „Pólitisku blööin koma hins veg- ar ekki út nema rétt fyrir jólin þegar nóg er af auglýsingum, og fyrir kosningar”. — KS Þaö er nokkuö sérstakt aö tvær bækur um náttúruvisindi komi út á sama tima eftir sama höfund”, sagöi Bragi Guömundsson for- stjóri Rikisútgáfu námsbóka á blaöamannafundi er hann kynnti tvær nýútkomnar bækur eftir Helga Hallgrimsson forstööu- mann Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Rikisútgáfan gefur út aðra þeirra „Veröldin i vatninu” og er hún fyrsta bókin i væntanlegri rit- röð um lifriki Islands. Hin bókin heitir Sveppakverið og er útgefin af Garöyrkjufélagi Islands. „Veröldin i vatninu” skiptist i 3 hluta, vötn og vatnalif, vatna- jurtir og vatnadýr. I henni er getið um 550 tegundir af vatnalif- verum sem flestar eru algengar i vötnum og tjörnum. Myndir eru af 300 tegundum, þar af 100 ljósmyndir sem höfundur hefur sjálfur tekiö af islenskum eintökum. Bókin er einkum ætluö nemendum á framhaldsskóla- stigi, menntaskólum, búnaðar- skólum og háskóla en einnig sem ýtarbók fyrir nemendur i efri bekkjum grunnskóla. Hún er einnig hugsuö sem hjálparbók fyrir liffræöikennara á öllum skólastigum. „Við vonum einnig að hún henti öllum almenningi sem fræöslurit, ekki sist þeim sem stunda útiveru og sportveiðar ”, sagði Bragi. „Veröldin i vatninu” er eina hentuga bókin sem nemendur i Háskólanum geta notað við greiningu lifvera i hópa hér á landi. Uppistaðan i Sveppakverinu er grein sem höfundur ritaði i Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands árið 1967. Greinin birtist aukin og endurbætt i Garðyrkjuritinu 1969 en einnig var hún sérprentuö. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessari grein og áhugi manna fyrir sveppatinslu hefur aukist. Þaö var þvi úr aö Helgi var fenginn til að rita itarlegri grein um islenska sveppi sem var svo gefin út i þessu kveri. Markmið bókarinnar er þri- þætt: Veita innsýn i heildarkerfi sveppanna, gefa yfiriit yfir islenska stórsveppi og kynna helstu matsveppina, meöferö þeirra og nýtingu. Helgi Hallgrimsson hefur stundað rannsóknir á íslenskum sveppum i 20 ár og er bókin byggö á eigin rannsóknum að mestu leyti auk ýmissa heimildarita. —KS. Stefán Brynjólfsson námsstjóri, Helgi Hallgrimsson, höfundur bókanna, ólafur Björn Guömundsson frá Garöyrkjufélagi islands og Bragi Guömundsson forstjóri Rikisútgáfa námsbóka. Vlsism JA. íslenskur náttúru- vlslndamaður gelur úl Ivær nækur ð sama tíma Grimur, Rúna og Guöný sýna I Epal. Vlsism. JA Listamenn sýna l Epai Listam ennirnir Guöný Magnúsdóttir, Sigrún (Rúna) Guöjónsdóttir og Gestur Þor- grimsson sýna myndirog muni úr steinleir I versluninni Epal, SIÖu- múla 20. Hlutirnir eru til sölu og er aö- eins unninn einnaf hverri gerö. A sýningunni eru einnig stólar, boröstofuhúsgögn, lampar og gluggatjaldaefni, allt hannaö af þekktum listamönnum. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 9 til 18 nema þriöjudaga og föstu- daga til klukkan 22 og laugardaga frá kl. 10 til 12. — KS Jakob I Háhöl Fyrsta sýning vetrarins I Gallerýi Háhól á Akureyri var opnuö á laugardaginn. Þar sýnir Jakob Hafstein 80 Jakob Hafstein verk, allt nýjar myndir,—vatns- litamyndir, oliumyndirog pastel- myndir. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 20 til 22 en um helgar frá 15 til 22. — KS vatnslita- mynfllr í Ásmundarsal Ingvar Þórarinsson opnaöi sýningu I Asmundarsal viö Freyjugötuum helgina. A sýning- unni eru eingöngu vatnslita- myndir. Þetta er 9. einkasýning Ingvars sem sýnir þarna 40 myndir, landslag, báta- og hestamyndir. Myndirnarerumálaöará þessu ári. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 4 til 10 og lýkur 30. september. — KS verk Jðhanns 6. Jðhannssonar I Hárskeranum Pétur Melsted eigandi Hár- skerans aö Skúlagötu 54, hefur faigiö nokkur nýleg verkeftir Jó- hann G. Jóhannsson listmálara og tónlistarmann til sýnis á rakarastofu sinni. Pétur sést hér ámyndinni ásamtnokkrum verk- um listamannsinsen iframtiðinni veröa sýnd verk fleiri listamanna. Ingvar Þórarinsson viö eitt verka sinna

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.