Vísir - 25.09.1979, Síða 3

Vísir - 25.09.1979, Síða 3
vísm Þriðjudagur 25. september 1979 I Tllnelnlng Eyjúlfs k. Slgurjönssonar I sljórn verkamannabústaða Reykjavfkur: | LÖOLEOT EN SIBLAUST"! ff - seglr ólalur Jónsson. fulltrúi Albýöubandaiagsins I Húsnæðlsmálasljörn ■ l 4 „Ég mdtmælti þvi að HUs- næðismálastjórn tilnefndi Eyjólf K. Sigurjónsson i stjórn Verkamannabústaða Reykja- vikur“ sagði Ólafur Jónsson i samtali við Visi,en hann er full- triii Alþýðubandalagsins f Hús- næðismálastjórn. 4FulltrUi Alþýðuflokksins kom með tiUögu um Eyjólf en ég taldi það ekki samrýmast lög- um Húsnæðismálastjórnar að verið væri að nota málamynda- heimilisfang”, sagði ólafur en sem kunnugt er flutti Eyjólfur lögheimili sitt nýlega til Reykjavíkur. „Þessu var skotið til lögfræö- ings Húsnæöismálastjórnar og hann taldi tilnefninguna lög- lega. Égnotaðiþá orö Vilmund- ar Gylfasonar að þetta kynni aö vera löglegt en það væri sið- laust”, sagði Ólafur. —KS Vladimir Bukovsky flndófsmaöup- inn Bukovskv flytur erlndi hér á landi Delldakeopnl S.Í.: Akureyringar eru efslir Akureyrskum skákmönnum bættist góður liðsauki þegar Helgi Ólafsson flutti norður og nú er Skákfélag Akureyrar iefstasæti i deildakeppni Skáksambands is- lands. Akureyringar hafa 22,5 vinn- ingaogátta stig út úr f jórum um- ferðum, en næst kemur Taflfélag Reykjavikur með 20 vinninga og sex stig úr þremur umferðum. Þrjár fyrstu umferðirnar og einn leikur í fjórðu umferö deilda- keppninnar fóru fram I Munaðar- nesium helgina.il. deild eru átta lið og átta menn 1 hverju liöi. —SG ÁTAK DlB- UR ENN UM Svo virðist sem sparisjóðurinn Átak sem áhugamenn gegn áfengisbölinu hyggjast stofna til veröi aðbiöa ennum sinn eftir að fá starfsleyfi. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra, en hann veitir starfeleyfið, sagöist enn ekki vera búinn að taka ákvörðun I málinu. Hygðist hann ekki gera það fyrr en aö fengnu áliti nefndar þeirrar, sem fjallar um fjölgun sparisjóða og bankaútibúa. Sú nefnd á að skila áliti um næstu mánaðamót og er ákvöröunar þvi ekki að vænta fyrr en eftir þann tima. —HR Ólafur E. Einarsson, formaöur Stjórnmálaflokksins. Fjölgaö í stjórn Stjórn- málaflokksins Stjórnmálaflokkurinn hélt fund siðastliðinn sunnudag, þar sem flokksstarfsemin var rædd og endurskipulögð, að þvf er segir f fréttatilkynningu frá flokknum. A fundinum var kosið I nefndir og fjölgað i stjórn flokksins, en hana skipa nú Ólafur E. Einars- son, forstjóri, formaður, og með- stjórnendurnir Tryggvi Bjarna- son, stýrimaður, Eirfkur Rós- berg, tæknifræðingur, Steinunn Clafsdóttir, uppeldisfræðingur, Sigurður Þorkelsson, pfpu- lagningarmeistari, Ari Eggerts- son, háskólanemi og Sigfús Ei- riksson, múrari. Ifréttinni segirennfremur, að á fundinum hafi verið mikill áhugi fyrir áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu flokksins. Þessir littai apar fæddust á dögunum f dýragarðinum f St. Louis f Bandarikjunum og viröast óskfip um- komulausir. Þeirþurfa þóekkiaö óttast slæma meðferð, þvf að óvenjuiegt er aðapar fæðist i dýragðrð- um og er þvi mikii áhersla ifigð á að þeir dafni vel. Þeir voru samtals um hálft annab kiló á þyngd. UPI Samtök um vestræna samvinnu (SVS) hafa boðiö Vladimir Bukovsky, hinum heimskunna, sovéska andófsmanni, hingað til lands, og mun hann tala á ai- mennum fundi i Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 7. október næstkomandi kl. 2. Bukovsky mun m.a. fjalla um lifsreynslu sina og um þaö, hvern lærdóm fólk á Vesturlöndum geti dregiö af ástandinu i Sovétrikjun- um. Hann flytur mál sitt á ensku. Að ræðunni lokinni svarar hann fyrirspurnum. Samtök um vestræna sam- vinnu, sem bjóða Bukovsky til Is- lands.halda fundinn ásamt Varð- bergi, en fundurinn er öllum op- inn. I fréttatilkynningu frá SVA segir m.a.: -Fullan þriöjung ævi sinnar hefur Bukovsky, sem nú er 36 ára gamall, veriö lokaöur inni i fangelsum, þrælkunarbúðum og geöveikrageymslum Sovét- stjórnarinnar.Hann varaðeins 18 ára, þegar hann var handtekinn i fyrsta skipti, misþyrmt af KGB-mönnum og rekinn úr skóla, fyrir að hafa staðiö að ljóöalestri á Majakovski-torgi I Moskvu. Tveimur árum siöar, 1963, var hann dæmdur án réttarhalda til vistar i fangelsissjúkrahúsi i Leningrad, þar sem 10% vist- manna voru pólitiskir fangar. Upp frá þvi var hann á slfelldum hrakningi innan og utan fangelsismúra. Bukovsky varö heimsfrægur fyrir seiglu sina og hugrekki i baráttunni viö yfirvöldin, sem að lokum þreyttust á honum og gripu tækifærið fegins hendi, þegar stjórnin i Chile bauðst til þess að láta forsprakka kommúnista i Chile.Luis Corvalan, lausan gegn þvi, að Bukovsky yröi sleppt úr landi ásamt móöur sinni, systur og systursyni. Skiptinfórufram á flugvelli i Sviss i desember 1976. Bukovsky stundar nú nám 1 lif- fræði við King's College f Cam- bridge. Hann hefur ritað fræga bók um reynslu sina, „To Build a Castle”. Hlíðarfiall alþjóölegur sklðastaður? - veréur ijóst fyrir áramðt „Þaöer kominn hingað norskur maður og skoöar staðinn og niðurstaðan segir til um þaðhvort Hlfðarfjali bætist f hóp alþjób- legra skiðastaða”, sagði Knútur Otterstedt formaður fþróttaráðs Akureyrar i samtali við Visi i morgun. Undanfarin ár hefur veriö unn- iö aö því að fá Hliðarfjall viö Akureyri útnefnt sem alþjóðlegan skiða- og keppnisstaö fyrir alpa- greinar. Umsókn hefur legið hjá Alþjóða-skföasambandinu. Á fundi hjá samtökunum I Frakk- landi var ákveöið aö verða við beiðni Akureyringa og athuga málin. Gæti svo farið aö Hliðarfjall verði útnefndur alþjóðlegur skiðastaður fyrir áramót, ef skýrsla Norömannsins veröur samþykkt. Akveðiö hefur veriö aö bæta við einni lyftu f Hllöarfjall. ESnnig hefur verið farið eftir leiðbeining- um og reglum Alþjóða-skföasam- bandsins i sambandi við upp- byggingu og lagfæringu á mann- virkjum i fjallinu. —KP

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.