Vísir - 25.09.1979, Page 8
vísir
Þriðjudagur 25. september 1979
8
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson
Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuöi
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakiö.
Prentun Blaöaprent h/f
Allir hafi iafnan rétt
Þegar kjósendur ganga að kjörborðinu, hefur hver og einn að nafninu til eitt atkvæði.
En i reyndinni hafa sumir margfaldan atkvæðisrétt á við aðra.
Sú röksemd hef ur lengi vel þótt
veigamest fyrir ríkari atkvæðis-
rétti dreif býlisf ólks en íbúa þétt-
býlis, að dreifbýlisfólkið væri
fjær valdamiðstöðvum þjóðfé-
lagsins. Eftir því sem samgöng-
ur hafa batnað í landinu má sú
röksemd sín æ minna, ef hún hef-
ur þá nokkurn tíma verið hin
raunverulega skýring á mismun-
andi atkvæðisrétti landsmanna.
Trúlega hefur hinn misjafni at-
kvæðaþungi að verulegu leyti
orðið óvart í upphafi, þar sem
þess hefur ekki verið gætt að
leiðrétta þingmannafjölda ein-
stakra kjördæma eftir þvi sem
þéftbýlisstaðir mynduðust og
síðan eftir á verið búnar til skýr-
ingar, sem hafa átt að réttlæta
það ástand, sem komið var á.
Hvað sem slíkum vangaveltum
líður, er það víst, að hinar gömlu
röksemdir fyrir margföldum at-
kvæðisrétti kjósenda í dreifbýli
á við kjósendur í þéttbýli gilda
ekki í þjóðfélagi okkar í dag.
íbúar þéttbýlissvæðanna á suð-
vesturhorninu f inna það t.d. ekki
á nokkurn hátt, að sú sérstaða sé
þeim til hagsbóta, að Alþingi
situr í höfuðborginni eða helstu
f jármálastofnanir eru þar stað-
settar. Þrátt fyrir setu Alþingis í
Reykjavík, eru dreifbýlisþing-
menn þar í rífum meirihluta og
mestöll lagasetning í samræmi
við þá staðreynd. Sumar fjár-
málastofnanir, sem í Reykjavík
sitja, t.d. Framkvæmdastofnun
ríkisins, hafa m.a.s. litið á það
sem sérstakt verkefni sitt, að
veita þeim fjármunum, sem til
ráðstöfunar eru, fram hjá þétt-
býlissvæðinu við Faxaflóa. Og
aðrar fjármálastofnanír ívilna
þessu svæði ekki á nokkurn hátt.
Rök fyrir mismunandi at-
kvæðisrétti fólksins í landinu
eftir búsetu þess eru því engin til.
Nútíma jafnréttishugmyndir eru
svo til viðbótar lóð á vogarskál
þess sjónarmiðs, að atkvæðis-
rétturinn verði jafnaður. Eða er
ekki alveg eins ástæða til að
kref jast þess, að konur í Reykja-
vík hafi jafnan rétt á við karla á
Vestf jörðum eins og að þær hafi
jafnan rétt á við karla í Reykja-
vík? Hvers vegna ætti karlmaður
á Vestf jörðum að hafa f jór- eða
fimmfaldan atkvæðisrétt á við
konu í Reykjavík? Fyrir slíku eru
að sjálfsögðu engin rök í okkar
þjóðfélagi.
Ranglætið í atkvæðisréttar-
málefnum fbúa þessa lands hef-
ur breyst að verulegu leyti á
undanförnum árum. Til skamms
tíma var mismunurinn ekki ein-
ungis eftir kjördæmum, heldur
og eftir stjórnmálaflokkum,
þannig að kjósendur annarra
flokka en Framsóknarflokksins
voru léttari á metunum í þing-
kosningum en kjósendur Fram-
sóknar. Eftir því sem fylgi
Framsóknarf lokksins hefur
rýrnað í nokkrum undanförnum
kosningum er þingmannatala
flokkanna orðin mjög í samræmi
við fylgi þeirra meðal kjósenda,
þegar litið er á landið sem heild.
Að þessu leyti hefur þróunin því
orðið í rétta átt. En þessi breyt-
ing hefur ugglaust átt verulegan
þátt í því að augu stjórnmálafor-
ingjanna hafa ekki verið svo opin
sem skyldi fyrir þeim hluta rang-
lætisins, sem eftir lifir, þ.e. mis-
rétti kjósenda í milli eftir búsetu
þeirra. Þegar flokkarnir líta
hver um sig á þingmannatölu
sína, sjá þeir, að hún er nokkurn
veginn í réttu hlutfalli við at-
kvæðamagn þeirra, og það er
þeim fyrir mestu. En fyrir hinn
einstaka kjósanda, hvar í flokki
sem hann stendur, er aðalatriðið
aftur á móti það, að réttur hans
séekki minni en réttur kjósenda í
öðrum byggðarlögum. Á þessu
verða stjórnmálaflokkarnir líka
að átta sig.
I KULDA I
TUNGNARÉTT
Þab var kuldalegt um aö lit-
asjt þegar Svarfdælingar réttuBu
i Tungnarétt á þessu hausti. En
þdtt veBur væri leiBinlegt, lét
fólk sig ekki vanta á staBinn.
ÍRéttir eru alltaf umtalsverBur
atpurBur til sveita og þaB vill
þyl enginn missa af þeim.
Gángnamenn komu glaBir og
reifir til Tungnaréttar þrátt fyr-
ir vosbúB mikla á afréttum.
MeBal réttargesta voru kvik-
myndatökumenn, sem nú vinna
aB gerB kvikmyndarinnar
”Iiand og synir. Þeir tóku mikiB
af myndum I réttunum, og suB-
aOji kvikmyndavél þeirra þar I
bæcilegu samræmi viB rollu-
jarminn.
SAJ Akureyri.
Vísismyndir: SAJ
Hiér sést þegar safniö er reklB niBur afi réttinni
Jafnt ungir sem gamlir ganga um almenninginn og lelta aB kindum sinum.
SpjallaB saman I réttunum.