Vísir


Vísir - 25.09.1979, Qupperneq 24

Vísir - 25.09.1979, Qupperneq 24
vtsm Þriðjudagur, 25. september 1979 síminner86611 Spásvæði Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Noröur- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. Kæra Sævars Ciesieiskis vegna rannsðknar Geirflnnsmálsins: RANNSOKNARABILAR TIL YFIRHEYRSLU veöurspá dagsins Klukkan 6 i morgun var 975 mb lægð skammt SV af Jan Mayen á hægri hreyfingu NNA. Kalt verður i veðri, einkum á Norðurlandi. Veöurhorfur næsta sólar- hring.. Suövesturland: NA 2-4,léttir til. Suðvesturmið NV siöan N 3-5 smáskúrir vestan til i fyrstu. Faxafiói, Breiöafjöröur og miðin: NA 4-6 siðan 3-4. Skýjað en þurrt að mestu. Vestfiröir og miöin: NA 6-7 siöan N 5-6 sum staöar slydda norðan til. Noröurland og miðin: N og siöan NV 5-7, rigning eöa slydda með köflum. Noröausturland og miöin: NV 5-7 á miðum en NV 2-4 til landsins. Viða dálitil rigning. Austfiröir, Suöausturland og miðin: NV 3-5 léttskýjað. veðriö hér og har Veöriö kl. 6 i morgun. Akureyri, alskýjað 2, Bergen rigning 10, Helsinki þoka 6, Kaupmannahöfnþokumóða 5, Oslóþoka 5, Reykjavikskýjað 4, Þórshöfn skúrir 6. Veöriö kl. 18 I gær. Aþena skýjaö 26, Berlin létt- skýjað 11, Feneyjar rigning 13, Nuukskýjaö 1, Luxemburg alskýjað 10, Las Palmas létt- skýjað 22, Mallorca heiðskirt 18, Montreal 17, New York skýjað 19, Paris skýjaö 12, Malaga heiðskirt 20, Vin skýjað 10, Winnipegléttskýjað 20. Rannsókn stendur nii yfir á kæru Sævars Ciesielskis vegna meints haröræöis sem haon tei- ur sig hafa veriö beittan viö rannsókn Geirfinnsmálsins. Yfirheyrslur hófust fyrir stuttu og beinast þær meöal annars aö rannsóknaraöilum Geirfinns- málsins og gæslumönnum fangelsa. Það er Þórir Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóri, sem stjórnar rannsókninni. Hann sagði i samtali við VIsi að hann myndi ekki ræða máliö við fjöl- miðla að svo stöddu og engar upplýsingar yrðu gefnar að sinni. Miklum gögnum hefur verið safnað vegna rannsóknar- innar, en það var rikissaksókn- ari sem gaf fyrirmæli um hvernig henni skyldi háttað. Yfirheyrslur munu væntan- lega beinast að rannsóknaraö- ferðum þeim, sem notaöar voru og meöferðinni I gæsluvarð- haldinu. Niðurstaða Geirfinns- og Guðmundarmálsins byggist að miklu leyti á framburöi sak- borninga og er þvl farið ofan I saumana á þvl, hvernig fram- burður þeirra varð til. —SG Jaröstööin viö Úifarsfell. Þar er nú veriöaö reisa loftnetiö 16 ÁRA SÍBROTAMAÐUR: TEKINN FULLUR Á STOLNUM BÍL Sextán ára unglingur var hand- tekinn I nótt eftir nokkurn eltingarleik þar sem hann fór um götur borgarinnar ölvaöur á stolnum bil. Pilturinn er sfbrota- maöur og fyrir skömmu laus lir 60 daga gæsluvaröhaldi sem hann var úrskuröaöur I meöan veriö var aö vinna úr fjöida kæra á hann. Guömundui- Hermannsson yfir- lögregluþjónn sagði I samtali við Vísi I morgun aö siöan pilturinn losnaöi úr gæsluvarðhaldinu fyrir þremur vikum heföi hann nokkr- um sinnum brotiö af sér og siöast á föstudaginn heföi hann gengiö út úr lögreglustöðinni með loforði um bót og betrun. „Ef við slepp- um honum I dag má búast við að hann haldi áfram fyrri iðju og þvi verður sennilega óskaö eftir gæsluvaröhaldsúrskurði”, sa$i Guðmundur. Unglingur þessi hofur einkum stundaðþjófnað á bflum en einnig koma önnur afbrot við sögu. Hefúr hann komið við sögu hjá lögreglu á annaö ár. —SG JarðstðOin: TilDúin „Jaröstööin viö Úlfarsfell ætti aö komast i gagniö I byrjun april á næsta ári”, sagöi Jón Þ. Jóns- son, hjá Pósti og sima, viö Visi I morgun. „Þá veröur hægt að afgreiöa um hana bæði simtöl og sjón- varpsefni. Fyrst og fremst er hlutverk stöðvarinnar aö auka og bæta simasamband við um- heiminn, en þar er einnig allur búnaður fyrir sendingar og mót- töku á sjónvarpsefni”. „Verður hægt að hringja beint í april til útlanda?” „Já, þaö verður hægt. Þaö er samtlmis verið að byggja sjálf- virka útlandasimstöð sem á að vera tilbúin I mai á næsta ári. Þegar hún veröur tekin I notkun á að vera hægt að hringja beint til útlanda”. „Lækkar það sfmakostnaö?” „Ég vona þaö, ég held að það hljóti að geta lækkað kostnaðinn. Hinsvegar hefur ekki verið tekin nein ákvörðun þar um”. —ÓT Kosningaundirbúningur Alberts Guömundssonar hafinn: „Eg breyH ekkl ákvðrðun mlnnl” Loki segir Þá hefur fjármálaráöherra fengiö sér nýjan ráögjafa i vaxtamálum, dr. Magna Guö- mundsson. Hvaö skyldu lög- skipaöir ráögjafar rikis- stjórnarinnar I vaxtamálum, Seölabankamenn, segja? „Aö sjálfsögöu er kosninga- undirbúningur aö einhverju leyti hafinn. Þaö er mjög stutt i kosningar, kjördagur i júni á næsta ári”, sagöi Albert Guö- mundsson alþingismaöur viö VIsi i morgun um væntanlegt framboö sitt viö næstu forsetakosningar. „Akveðnir aöilar hafa boöið fram stuðning i kosningabar- áttunni og ég hugsa aö hún verði rekin meö hefðbundnu fyrir- komulagi. Það er matsatriði hvenær kosningaundirbúningur- inn hefst að fullu, en nú stendur yfir kyrrlátur undirbúningur”, sagði Albert. „Upphafið aö þessu öllu er að það kvisaöist aö Kristján Eldjárn ætlaði að draga sig i hlé eftir þetta kjörtimabil. Ég var þá hvattur til aö bjóða mig fram. Þaö var ekki svo aö áskorun kæmi frá miklum fjölda fólks, frekar nokkrum aðilum.” Ef Kristján Eldjárn fer fram aftur, ætlar þú á móti honum? „Eg breyti ákvörðun minni ekki. Ég er ekki aö fara fram á móti Kristjáni Eldjárn eða öörum. Ég er að gefa kost á mér i kosningar og maður hefur heyrt að fleiri hafi áhuga á þvi.” Ef slitnar upp úr stjórnarsam- starfinu og þingkosningar veröa á næsta leiti. Veröur þú þá ekki I framboöi þar? „Ég get ekki svarað þvi full- komlega. Mér þykir þaö ótrúlegt, en ég mun leita ráöa hjá stuðningsfólki og velviljuðum mönnum.” Er þaö rétt aö Lúövik Jóseps- son hafi hvatt þig til forsetafram- boös? „Hvorki Lúðvik né Geir Hallgrimsson hafa hvatt mig til þess og engir pólitiskir leiðtogar þar á milli. En við mig hefur taláö fólk úr öllum flokkum”. Alberl seglr „ótrúlegt” að hann larl I blng- framboð verðl kosnlngar á næslunnl Kristján Eldjárn hefur ekki ennþá gefið yfirlýsingar um hvort hann gefi kost á sér I forsetaem- bættið næsta kjörtimabil. 1 viðtali við Dag á Akureyri 20. sept. sl. segir Kristján um næstu forseta- kosningar: ....en ég hef ekki enn treyst mér til aö segja af eöa á og þannig stendur málið nú I dag. Á meöan svarið liggur ekki fyrir, verður að lita svo á að það sé óákveðið hvaö við gerum. Alltaf getur eitthvað komið fyrir áður en timi er til þess kominn að ákveða sig.” -KS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.