Vísir - 19.10.1979, Qupperneq 6
6
VÍSIR
Föstudagur 19. október 1979
Lékán
pess aö
vitaum
andlát
déttur
slnnar
Tékkneski handknattleiksmaö-
urinn Salivar, sem lék hér meö
tékkneska landsliöinu á
mánudaginn, á ekki beinlinis
fagrar minningar, þegar ísland
og landsleikir viö Islendinga eru
annars vegar.
Salivar, sem er einn besti leik-
maöur Tékka og hefur 50 lands-
leiki aö baki, lék meö tékkneska
landsliöinu í B-keppninni á Spáni
s.l. vor. I þeim leik datt hann illa
og meiddist talsvert á hné, og hef-
ur lengi átt viö þau meiösli aö
striöa. Hann var ekkert of hrifinn
af þvi aö þurfa aö fara til Islands
núna oe leika. en lét samt undan
vegna mikillar pressu.
A æfingu i Laugardalshöll tóku
meiöslin sig upp og var taliö
vafasamt aö hann gæti leikiö um
kvöldiö. Hann lét sig þó hafa þaö,
en aftur meiddist hann á hné og
einnig á höföi, er hann skall illa i
gólfiö.
En ekki er allt búiö enn. A
mánudagseftirmiödaginn kom
simskeyti frá Tékkóslóvakiu, þar
sem tilkynnt var aö dóttir hans
hefði látist þá um daginn. Þessu
var haldiö leyndu fyrir Salivar og
hinum leikmönnum liösins, þar til
á þriöjudagsmorgun, en þá var
Salivar tilkynnt um þetta.
Þetta haföi mjög slæm ahrif á
leikmenn tékkneska landsliðsins,
sem eru margir hverjir félagar
Salivar hjá Dukla Prag. Höföu
sumir þeirra á oröi, aö þeir vildu
ekki spila leikinn á þriöjudags-
kvöldiö og i fyrrakvöld, en létu
samt undan. Salivar hélt hinsveg-
ar beinustu leiö heim strax á
þriöjudaginn.
Aö sögn heimildarmanns VIsis
fyrir þessari frétt, þótti ekki
koma til greina aö tilkynna Sali-
var um andlát dóttur hans á
mánudaginn fyrir landsleikinn,
heföi þaö veriö gert, þá heföi hann
aö sjálfsögöu ekki leikiö og félag-
ar hans varla heldur.
— gk.
1 *"l. J
Jku/m «1
tslenska landsliöiö, sem keppir i Heimsmeistarakeppni 21 árs og yngri
I Danmörku. Aftari röö frá vinstri: Ólafur Jónsson, fararstjóri, Jóhann
Ingi, þjálfari, Alfreö Gislason, Siguröur Gunnarsson, Siguröur Sveins-
son, Kristján Arason, Atli Hilmarsson, Guömundur Þóröarsson,
Friörik Þorbjörnsson, Brynjar Kvaran, ólafur Gunnlaugsson og
Jóhannes Sæmundsson, aöstoöarþjálfari. Fremri röö frá vinstri:
Guömundur Magnússon, Sigmar óskarsson, Birgir Jóhannsson,
Theodór Guöfinnsson, Arsæll Hafsteinsson, Andrés Kristjánsson og
Stefán Halldórsson.
Visismynd: Friöþjófur
Heimsmeistarakeppni 21
fslensku
tllbðnir
,,Ég geri mér engar vonir um
aö okkur takist að sigra Sovét-
mennina i riölakeppninni, en viö
munum setja okkur þaö markmiö
að sigra V-Þjóöverjuna og
komast þannig i 8-liöa úrslitin”,
sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson,
þjálfari 21 árs landsliösins i hand-
knattleik, sem heldur utan á
mánudag og tekur þátt i Heims-
meistarakeppninni i Danmörku.
Þar er Island I riöli meö Portúgal,
Sovétrikjunum, Hollandi, V-
Þýskalandi og S-Arabíu.
Islenska liöiö hefur undirbúiö
sig fyrir þetta verkefni I allt
sumar og er óhætt aö segja, aö
liöiö sé vel undir átökin búiö.
Fyrsti leikurinn veröur gegn
Portúgal á þriöjudag, siöan
veröur leikiö gegn Sovétrikjunum
á miövikudag, á fimmtudag gegn
Hollandi , á laugardag gegn V-
Þýskalandi og á sunnudag gegn S-
Arabiu.
Tvö liö komast I 8-liöa úrslitin
úr þessum riöli og er næsta
öruggt aö Sovétmenn, sem eru
núverandi heimsmeistarar I
þessum aldursflokki, veröa annaö
þeirra. Þjóðverjarnir hljóta aö
teljast liklegastir til aö hreppa
hitt sætiö, og ef svo fer, mun
tsland aö öllum lfkindum leika
um sæti 9-12 i keppninni.
Þetta er I fyrsta skipti sem
Island tekur þátt i keppni sem
þessari og má telja nokkuö vist,
árs og yngrl I handknattielk:
pinarnir
I slaginn
aö áframhald veröur á, enda er
þarna veriö aö byggja upp lands-
liösmenn framtiöarinnar i haröri
keppni viö jafnaldra sina.
I forkeppninni veröur leikiö I
fjórum riölum, tveir þeirra fara
fram I Danmörku en hinir tveir I
Sviþjóö. Eftir aö riölakeppninni
lýkur, flytja öll liöin sig til Dan-
merkur og þar veröur leikiö til
úrslita um öll sætin i keppninni.
gk—.
isienskir
Tveir islenskir dómarar, þeir
Karl Jóhannsson og Gunnlaugur
Hjálmarsson, munu dæma
nokkra leiki I heimsmeistara-
keppni 21 árs og yngri, sem hefst I
Danmörku og Sviþjóö eftir helgi-
na.
dómarar
Þeir félagar halda fyrst til Svi-
þjóðar og dæma þar I riðla-
keppninni, og siöan fara þeir yfir
til Danmerkur ásamt þeim liöum,
sem keppa i Sviþjóö, og dæma I
Danmörku, þegar leikiö veröur
um úrslitaröö þjóöanna.
HVER TEKUR VIB AF ILITCHEV7
Hver tekur viö landsliösþjáif-
arastarfinu l knattspyrnu af
Sovétmanninum Youri Ilitchev.
Þessari spurningu velta
margir fyrlr sér þessa dagana,
enda er taliö nær öruggt, aö Ilit-
chev muni ekki veröa meö
landsliöinu áfram. Hafa nokkur
nöfn veriö nefnd I sambandi viö
það hver veröi eftirmaöur hans,
en eins og fyrri daginn eru menn
ekki á einu máli.
Þær sögusagnir hafa veriö á
kreiki, aö nú veröi þaö Islenskur
þjálfari, sem muni fá liöiö I
hendur og hefur m.a. háttsettur
maöur innan Knattspyrnusam-
bandsins látiö þau orö falla, aö
honum finnist timi til þess kom-
inn. En ekki vildi þessi ágæti
maður nefna þann eöa þá, sem
honum finnst helst koma til
greina i starfiö.
Þaö er ekki um marga menn
aö ræöa, ef islenskur þjálfari
tekur viö liöinu. Helst eru þaö
nöfn eins og Guöni Kjartansson,
Lárus Loftsson, Hólmbert Friö-
jónsson og Þorsteinn Friöþjófs-
son, sem koma i hugann, og má
telja nokkuö öruggt, aö einhver
þessara manna fái starfiö ef is-
ienskur þjálfari veröur ráöinn.
Þær raddir eru hins vegar há-
værar, sem segja aö þaö sé úti-
lokaö aö fá islenskum þjálfara
liöiö i hendur, og eru meginrök
þeirra sú, aö þar sem svo marg-
ir atvinnumenn séu aö jafnaði i
islenska liöinu veröi aö ráöa at-
vinnuþjáifara frá útlöndum.
Þessir atvinnumenn muni ekki
„respektera” neinn af þeim Is-
lensku þjálfurum, sem til greina
komi i stööuna.
Heyrst hefur um áhuga
margra á aö fá Þjóöverjann
Klaus Jörgen Hilpert til aö taka
landsliöiö aö sér, jafnframt þvi
sem hann muni þá þjálfa Akra-
nesliöið eins og hann geröi i
sumar. Vist er Hilpert vel
menntaöur þjálfari og greini-
lega fær maöur, en þaö er svo
aftur spurning, hvort ráöa eigi
mannsem þjálfara landsliösins,
sem jafnframt þjálfar liö I 1.
deild. Reynslan af þvi er á
margan hátt ekki góö, og spilar
þar ekki hvaö sist inn I sögu-
sagnif um aö viökomandi þjálf-
ari hygli þá sinum mönnum á
kostnaö annarra og lokki jafn-
vel leikmenn til þess félags, sem
hann þjálfar hjá.
En hvort sem veröur ofan á,
aö ráöinn veröur erlendur þjálf-
ari eða Islenskur, þá er vist aö
beöiö mun eftir ákvöröun I
þessu máli meö eftirvæntingu,
enda starfiö þess eðlis, aö sá,
sem þaö fær, veröur óneitanlega
mikiö i sviösljósinum þegar aö
þvi kemur aö viö göngum til
landsleikja á næsta sumri.gk—.