Vísir - 19.10.1979, Blaðsíða 8
Föstudagur 19. október 1979
8
czr
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, £úas Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð
Útgefandi: Reykjaprent h/f vinsson.
Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmvnd:- Gunnar V.
Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar 'T' =iusti Guðbjörnsson,
Hörður Einarsson Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Síðumúla 8. Slmar 86611 og 82260.
Afgrelðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
ER HÆGT RÐ SEMJfl UM KJARABÆTUR?
Verslunin viröist vera verstsett allra atvinnugreina. Taliö er, aö á þessu ári skili versl-
unin sem heild aöeins 0,2% hagnaöi.
Þær umræður, sem þegar eru
hafnar um nýja kjarasamninga í
stað þeirra, er falla úr gildi um
næstu áramót, benda til þess, að
ekki muni reynast auðvelt að ná
samkomulagi milli fulltrúa at-
vinnuveganna og launþega um
kaup og kjör.
( kjaraályktun Verkamanna-
sambands fslands á dögunum
var þvi lýstyfir, að f ullt tilefni sé
til kjarabóta til handa almennu
launafólki og stefnan í komandi
kjarasamningum hljóti að verða
sú að ná og treysta þann kaup-
mátt, sem samningarnir f rá 1977,
óskertir, gerðu ráð fyrir.
í stefnuyfirlýsingu kjaramála-
ráðstefnu Vinnuveitendasam-
bands Islands var á hinn bóginn
lögð áhersla á, að breytingar á
kjarasamningum verði að gera
innan þeirra marka, að þær hafi
ekki i f ör með sér aukinn heildar-
launakostnað.
Ekki verður annað séð en
stefnumið þessara tveggja sam-
taka launþega og vinnuveitenda
séu ósættanleg. Sú spurning hlýt-
ur því að verða ef st á baugi, hver
sé staða atvinnuvega okkar til að
bæta kjör launþega.
Hagdeildir Vinnuveitendasam-
bandsins, Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, Félags is-
lenskra iðnrekenda og Versl-
unarráðs (slands hafa nýlega
gertathugun á ástandi og horf um
í ef nahags- og atvinnumálum, og
gerði PálI Sigurjónsson formað-
ur Vinnuveitendasambandsins
grein fyrir niðurstöðu hennar á
kjaramálaráðstefnu VSÍ.
Talið er, að af koma veiðiskipa,
sem botnf iskveiðar stunda, ætti
ekki að verða lakari á þessu ári
en undanfarin ár vegna aukins
aflamagns, en hagur skipa, sem
aðrar veiðar stunda, muni hins
vegar versna. Hagdeildir at-
vinnuvegasamtakanna gera svo
ráð fyrir því, að afkoma útgerð-
arinnar verði lakari á árinu 1980
en árinu 1979, sérstaklega vegna
samdráttar í afla. I þessu sam-
bandi verður þó að hafa í huga,
að allt er í óvissu um fiskveiði-
stefnu á næsta ári, þ.e. hvort
ofan á verði að fara í stórum
dráttum eftir tillögum f iskifræð-
inga eða hvort tímabundnar
efnahagslegar þarfir verða látn-
ar ráða aflamagninu.
Að því er f iskvinnsluna varðar
álíta atvinnuvegasamtökin, að í
heild verði rekstrarskilyrði henn-
ar erfiðari á árinu 1980 en í ár,
sem orsakast af ytri aðstæðum.
Aætlanir benda tiI, að í iðnaðin-
um verði hreinn hagnaður fyrir
skatta í hlutfalli við tekjur, þegar
á heildina er litið, nokkuð innan
við 3% á árinu 1979, sem er
nokkru minna en að meðaltali á
árabilinu 1970-1977.
Verst virðist útlitið vera í
versluninni, en á árinu 1979 hef ur
afkoma verslunarinnar farið
versnandi. Er áætlað, að hagnað-
ur eftir skatta verði aðeins 0,2%
á þessu ári i staðinn fyrir 0,6% á
árinu 1978, sem einnig verður að
teljast mjög slök afkoma. Miðað
við óbreyttar aðstæður er gert
ráð fyrir því, að afkoma versl-
unarinnar fari a.m.k. ekki batn-
andi á árinu 1980.
Af þessu er Ijóst, að af koma at-
vinnuveganna er ýmist mjög
óviss eða beinlínis bágborin. Það
er því alls ekki við því að búast,
að þeir geti að sinni bætt kjör
launþega sinna. Þó að verkalýðs-
samtökunum tækist í komandi
samningum að knýja f ram kaup-
hækkanir í krónutölu, má telja
fullvíst, að þær kauphækkanir
leiði ekki til raunverulegra
kjarabóta, heldur skapi aðeins
erfiðleika og frekari óvissu í at-
vinnumálunum. Það ætti því að
vera sameiginlegt keppikefli
vinnuveitenda og launþega nú að
fá bættan hag atvinnufyrirtækj-
anna, svo að þau geti síðar veitt
launþegum sínum raunverulegar
kjarabætur í stað gervikaup-
hækkana.
RISIA BRAUBF0TUNI
Um þessar mundir er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna
að hrista af sér slen það, sem á honum hefur hvílt frá
síðustu kosningum. Talsmenn hans sumir hafa haldið
því fram, að í kosningum nú muni Alþýðuflokkurinn
skila aftur atkvæðum, sem þeir segja að hann hafi
fengið að láni hjá Sjálfstæðisf lokknum síðast, og því
muni Sjálfstæðisflokkurinn sigra nú. Þá hafa þeir
haldið því fram, að flokkurinn muni hagnast á því að
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hafi verið óvinsæl.
Þaö er einkar athyglisvert viö
þennan málflutning aö ekki
hvarflar aö Sjálfstæöismönnum
aö flokkur þeirra geti sigraö aö
eigin veröleikum. Vonir þeirra
byggjast beinlinis á aögeröa-
leysi þeirra i stjórnarandstöö-
unni, og þvi aö kjósendur hafi
gleymt þeirri stjórnarforystu
Sjálfstæöisflokksins, sem þeir
höfnuöu i siöustu kosningum.
Þetta mat sjálfstæöismanna er
vafalaust rétt. Flokkurinn á
ekki aörar sigurvonir en þessar.
Atkvæðaeignin
Hverjar eru skýringar þess aö
flokkur, sem fyrir rilmum ára-
tug var forystuafl I Islenskum
stjórnmálum þarf nú aö sætta
sig viö svo lágkúrulegar horfur?
Eina skýringuna er aö finna i
tali sjálfstæöismanna um láns-
atkvæöin. I þvi tali felst sú
gamla en úrelta hugsun aö
stjórnmálaflokkar eigi atkvæöi
kjósenda, meö svipuöum hætti
og einstaklingar eiga Ibúö eöa
bifreiö.! augum þeirra sem svo
tala eru kjósendur ekki hugs-
andi fólk, heldur dauöir hlutir,
sem hægt er aö lána og inn-
heimta eins og hverja aöra
skuld. Ekkert skal um þaö full-
yrt hvort þetta hafi einhvern
tima veriö svona. Hitter ljóst aö
I nútimanum dettur kjósendum
ekki i hug aö lita á sig sem eign
stjórnmálaflokks, heldur nota
sér til fulls þau lýöréttindi, sem
i almennum kosningarétti fel-
ast, og velja og hafna flokkum
eftir sannfæringu sinni en ekki
flokksböndum.
Fjórar meginstoðir
Þaö er fullt tilefni til aö at-
huga nánar stööu Sjálfstæöis-
flokksins nú I ljósi þess, sem hún
var á veldistimum flokksins
fyrir rúmum áratug. A þeim
tima byggöist styrkleiki flokks-
ins á fjórum meginstoöum, sem
samanlagöar veittu flokknum
mikiö afl. Skal þar fyrst nefna
sterka forystu. Kom þar hvort
tveggja til aö forystumenn hans
voru hæfír einstaklingar og
samstarf þeirra á milli var gott.
Illdeilur milli forystumanna
voru nánast óþekktar þá.
í annan staö var þaö mikils-
vert aö Sjálfstæöisflokkurinn
réöi þá einn Reykjavikurborg,
höfuöstaö landsins. Þetta haföi
ómetanlega þýöingu og mátti
skoöa sem völdun á stööu
flokksins á Alþingi. ÞÍtt flokk-
urinn dytti út úr rikisstjórn varö
hann ekki valdalaus.
Þá var staöa Morgunblaösins
flokknum dýrmæt. A þeim tíma
haföi Morgunblaöiö nánast ein-
okunaraöstööu I fjölmiölun I
skjóli stæröar sinnar og út-
breiöslu. Málgögn annarra
flokka voru veik og miklar
hömlur á umfjöllun um stjórn-
mál I útvarpi.
Síöast en ekki sfst haföi Sjálf-
stæöisflokkurinn veruleg itök I
verkalýöshreyfingunni, sem var
nauösynlegt skilyröi til aö skapa
þá imynd „flokks allra stétta”,
sem foringjar flokksins lögöu
mikla áherslu á.
Sprungurog fúi
Sé hugaö aö hinum fjórum
meginstoöum Sjálfstæöisflokks-
ins nú, kemur fljótt I ljós aö þær
eru allar mikiö sprungnar og
sumar meö öllu brott fallnar.
Forystumenn Sjálfstæöisflokks-
ins eru mætir menn i sjálfu sér,
en öllum má ljóst vera aö þeim
hefur ekki tekist aö skapa þá
sterku forystu, sem flokkurinn
naut áöur. Áhrif Morgunblaös-
ins eru ekki nema svipur hjá
sjón hjá þvi sem áöur var. Kem-
ur þar einkum til útgáfa siödeg-
isblaöanna og mun meira frjáls-
ræöi I umfjöllun rikisfjölmiöl-
anna um stjórnmál. Sjálfstæöis-
flokkurinn hefur tapaö Reykja-
vikurborg og veröur aldrei sam-
ur aftur I þeim efnum. Þá hafa
tengsl fiokksins viö verkalýös-
hreyfinguna dofnaö stórlega, og
áhrif manna úr verkalýöshreyf-
ingunni á stefnu flokksins nær
horfiö. í 20 manna þingflokki
Sjálfstæöisflokksins er enginn
forystumaöur úr verkalýös-
hreyfingunni og er þaö mikill
munur frá þvi sem áöur var.
Hin glæsta fortíð
Sjálfstæöisflokkurinn nú er
fyrst og fremst merkur fyrir
sögu sina. Og eins og jafnan er
þannig háttar til hættir tals-
mönnum flokksins til aö láta
hugann dvelja viö þá tlma er
glæsilegri voru en nútiminn.
Um þessar mundir tala þeir hátt
um aö áttundi áratugurinn, sem
viö lifum á sé áratugur verö-
bólgu og efnahagslegrar ó-
stjórnar. Sjöundi áratugurinn,
þegar Viöreisnarstjórnin var
viö völd, hafi hins vegar veriö
áratugur stööugleika og efna-
hagslegs öryggis. Þetta er aö
sönnu fulikomlega rétt hjá sjálf-
stæöismönnum. Hinu gleyma
þeir, e.t.v. af skiljanlegum á-
stæöum, aö Sjálfstæöisflokkur-
inn haföi stjórnarforystu hálfan
áratug veröbólgunnar. Þvi siöur
átta þeir sig á þvi aö efnahags-
málastjórn á áratug Viöreisnar-
Finnur Torfi Stefánsson al-
þingismaöur segir m.a. f grein
sinni, aö þaö sé athyglisvert viö
málflutning sjálfstæöismanna
nú, aö ekki hvarfii aö þeim aö
flokkur þeirra geti sigraö i
kosningum af eigin veröleikum.
„Vonir þeirra byggjast beinlinis
á aögeröarleysi þeirra i
stjórnarandstööunni og þvf, aö
kjósendur hafi gleymt þeirri
stjórnarforystu Sjálfstæðis-
flokksins, sem þeir höfnuöu i
slðustu kosningum”.
innar var einkum I höndum Al-
þýöuflokksins og Alþýöuflokk-
urinn er eini Islenski stjórn-
málaflokkurinn, sem ekki hefur
átt aöild aö veröbólgudansi átt-
unda áratugsins. í þessu ljósi
veröur þaö e.t.v. skiljanlegra
hvers vegna Alþýöuflokkurinn
hefur nú rofiö stjórnarsamstarf
sem sýnt haföi sig vanmegnugt
til aö ráöa viö efnahagsmál, á-
kveöiö kosningar og tekiö sjálf-
ur aö sér iandsstjórnina þar til
þær eru afstaönar.