Vísir - 24.10.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. október 1979
3
.Benedikt hefur
ásiæðu tii að
vera hraddur
- segir dr. Bragí Jósepsson
»»
„Benedikt hefur fyllstu ástæðu til að vera
hræddur”, sagði dr. Bragi Jósepsson, er hann var
spurður hvað honum fyndist um ummæli
Benedikts Gröndal i Morgunpóstinum i gær-
morgun. Bragi og Benedikt munu sem kunnugt er
keppa um fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins i
Reykjavik i prófkjöri um helgina.
,,Ég byggi það á viðbrögðum fólks, sem ég hef
leitað til. Mér finnst ég geta leyft mér að vera
mjög bjartsýnn”.
”Slappur flokksfor*
maður”
— En hvers vegna stefnir þú
að fyrsta sætinu eingöngu?
„Ég styð eindregið frambjóð-
endur flokksins i 2.-5. sæti, það
er þau Vilmund Gylfason,
Jóhönnu Sigurðardóttur, Jón
Baldvin Hannibalsson og
Kristinu Guðmundsdóttur.
Hins vegar er það skoðun min,
að veikasta framboðið sé
Benedikts. Ég er þeirrar
skoðunar, að Benedikt Gröndal
hafi verið slappur formaður.
1 fyrsta lagi má benda á það,
að i siöustu kosningum færði
hann sig um set úr framboði á
Vesturlandi, þar sem hann hafði
verið frambjóðandi árum
saman og stöðugt verið að tapa
fylgi. Rökstuðningur Benedikts
fyrir þvi að fara i framboð i
Reykjavik var sá, að nauðsyn-
legt væri að formaðurinn væri
þingmaður fyrir Reykvikinga,
þannig að hann hefði betri aö-
stöðu til að sinna uppbyggingu
og skipulagsmálum flokksins.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, að þessi mál hafa aldrei
verið i eins mikilli lægð sem nú
og það vita flokksbundnir
Alþýöuflokksmenn i Reykjavik
manna best”.
segja á öllum sviðum og það
heldég að alþjóðvitihægilega vel.
í' stjórnarmyndunarviðræo-
unum reyndist Benedikt kraft-
laus og ráðvilltur leiðtogi. Eftir
að rikisstjórnin hafði verið
mynduð, kom strax i ljós að
hann reyndist allsendis ófær
verkstjóri i þvi mikilvæga
starfi að framfylgja heil-
steyptri stefnu innan þingflokks
Alþýðuflokksins.
Ég held það fari ekki á milli
mála, að Benedikt Gröndal mis-
tókst algerlega að samræma og
hafa forystu um þau stefnumál,
sem þingmenn Alþýöuflokksins
vildu knýja fram og höfðu
reyndar sett á oddinn i sjálfri
kosningabaráttunni. Þaö er ekki
bara þingflokkurinn og
flokkstjórnarmenn, sem gera
sér grein fyrir þessum stað-
reyndum. Þetta veit alþjóö”.
„Ég mun vinna þetta
prófkjör”.
Ég trúi þvi að ég muni vinna
þetta prófkjör. Ég er ekki að
sækjast eftir þvi að taka við for-
mennsku eða forystu I flokk-
num. Við eigum ýmsa reynda og
ágæta menn til þess. Framboð
mitt beinist fyrst og fremst að
einu þingsæti i Reykiavlk.
— Hvernig ætlar þú að haga
kosningabaráttunni?
„Það er ekki langur timi til
stefnu. A mánudaginn sam-
þykkti stjórn Alþýðuflokks-
félags Reykjavikur að beita sér
fyrir almennum stjórnmála-
fundi, þar sem frambjóðendur
Dr. Bragi Jósepsson við Aiþingishúsið, en þangað stefnir hugur
hans þessa dagana. Visismynd: JA
flokksins i Reykjavik geröu
grein fyrir sinum málum. Það
voru mér mikil vonbrigði að
Benedikt Gröndal skyldi neita
að taka þátt i fundinum. Ég tel
að það sé óvirðing við Alþýðu-
flokksmenn i þessu kjördæmi og
reyndar alla kjósendur, sem
hefðu áhuga á að kynna sér
málflutning frambjóðendanna.
Stuðningsmenn minir hafa þvi
ákveðið að beita sér fyrir al-
mennum stjórnmálafundi, þar
sem ég mun flytja mitt mál og
er Benedikt boöið aö mæta á
þeim fundi með sama ræðutima
og ég. Mér virðist þó flest benda
til þess að hann muni ekki
þiggja það boð. Og það er hans
mál.
Fundurinn verður haldinn
annað kvöld klukkan 20:30 á
Hótel Loftleiöum og ég vænti
þess, aö sem allra flestir mæti á
þessum fundi” sagöi dr. Bragi
Jósepsson. —ATA.
g MAZ
ótima-
Stórkostlegum tæki-
færum glutrað niður.
„í öðru lagi má benda á, að i
siöustu kosningum vann
Alþýðuflokkurinn glæsilegasta
sigur, sem nokkur stjórnmála-
flokkur á fslandi hefur unnið
fyrr og siðar”.
Benedikt fékk þar af leiöandi
upp I hendurnar stórkostlegt
tækifæri sem stjórnmálaforingi.
Þessum tækifærum hefur
Benedikt glutraö niður svo að
Stjórnarslitin
bær.
„I þriðja lagi tel ég að
stjórnarslitin, eins og að þeim
var staðið, hafi verið ótimabær.
Þó ekki sé nema vegna
ástandsins I efnahagsmálum og
aö þvi er varöar fjárlög.
Einnig finnst. mér mjög
slæmt, að Alþýðuflokkurinn
skuli ekki hafa beitt sér fyrir þvi
að koma i gegnum þingiö lag-
færingum á kjördæmamálinu.
Ég er persónulega þeirrar
skoðunar, að kjósendur i
Reykjavik séu ekki tilbúnir til
aö veita „hreinsunardeild”
Alþýðuflokksins sama brautar-
gengi og I siðustu kosningum, ef
Benedikt fær enn á ný tækifæri
til að klúðra niður baráttu-
málum flokksins.
Þetta eru i stórum dráttum
ástæöurnar fyrir þvi, að ég fer I
framboð gegn þessum fram-
bjóðanda”.
Skoðanakönnun Dagbtaöstns:
SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
URINN OG ÚLAFUR
JðHANNESSON
NJÓTA MESTRA VINSÆLDA
§ Innifaliö í veröi: Platínur, kerti, ventlalokspakkning og frostvari á
n rúðusprautu.
Sjá lfst æðisflokk ur inn fengi
43,3% atkvæða, ef kosningar færu
fram nú, Alþýðuflokkurinn fengi
12,8%, Alþýðubandalag 21,9% og
Framsókn 21,9% Þetta eru niður-
stöður skoðanakönnunar sem
Dagblaðið birti i vikunni.
38% þeirra 300 manna og
kvenna, sem spurð voru, voruenn
óákveðin, neituðu aö svara eða
ætluðu ekki að kjósa.
Dagblaðið spurði fólk einnig
hvaða mann það teldi best til for-
ystu fallinn. 79 nefndu ólaf
Jóhannesson, 34 Geir Hallgrims-
son, 20 Albert Guðmundsson og 13
Lúðvik Jósepsson. Alls svaraði
201 þessari spurningu — SJ
. Þér fáíö vandaöa og örugga
‘ þjónustu hjá sérþjálfuöum fag-
p mönnum MAZDA verkstaeöísins.
2 Pantiö tíma í símum: 81225 og
O 81299
SMIDSHÖFDA 23 símar. 812 64 og 812 99
(H