Vísir


Vísir - 29.10.1979, Qupperneq 7

Vísir - 29.10.1979, Qupperneq 7
VÍSIR Mánudagur 29. október 1979 w Prófkjör Sjólfstæðisflokksins í Keykjovík MUNID Kristjón Guðbjortsson Stuðningsmenn Jakkarnir eru aöeins víöari um heröarnar en veriö hefur, og hornin eru höfö mjórri. Herratlskan: FRJÁLSLEGUR FATN- AflUR ÚR GRÚFUM ULLAREFNUM „Gróf efni i dempuöum haust- litum eru mjög áberandi i herratiskunni í vetur, og fatnaö- urinn er allur mjög frjálsieg- ur”, sagöi Sævar Karl ólason klæöskeri i spjalli viö Visi um hausttiskuna. Sævar setti upp nýstárlega tiskusýningu i verslun sinni, Vigfús Guðbrandsson og Co, og fékk f jóra Valsara I lið með sér. Fatnaðurinn, sem sýndur var, er kominn hingað til lands frá Belgiu, Þýskalandi og Dan- mörku. Þá voru einnig sýndir frakkar, framleiddir i London. „Jakkarnir eru aðeins viðari um herðar en verið hefur og hornin eru höfð mjórri. Jakkarnir þrengjast niður”, sagði Sævar, þegar við spuröum hann um breytingar á herra- jökkunum. „Þeir eru hafðir úr grófum ullarefnum i mildum lit- um. Við jakkana eru hafðar skyrt- ur úr grófari efnum en tiðkast hefur gjarnan úr ull. Þykk ull- arbindi eru svo i stil. Þau eru laust hnýtt. Buxurnar þrengjast nokkuð frá þvi er verið hefur, og nú eru uppábrotin i fullu gildi. Þær eru beinar niður frá hné og oft með fellingu undir streng. Skórnir eru sléttbotna, háir hælar sjást ekki lengur og táin er ekki mjög mjó.” „Við leggjum áherslu á að herrar velji sér fatnað, sem hentar okkar veðráttu og höfum mikið af frökkum á boðstólum. Karlmenn mættu nota þá meira en þeir hafa hingað til gert”. sagði Sævar Karl. —KR. BENSÍNW í B0IN Sumir keyra í rykkjum, spyma af staö, spóla, spæna og snögghemla. Em í einskonar kvartmíluleik viö um- feröarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyöslu í för meö sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæöir, verður þú að gera þér ljóst aö aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af staö. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægö frá næsta bíl. Geföu þér góöan tíma. Það eykur bensíneyðslu um 20-25% aö aka á 90 km. hraða í staö 70, auk þess sem þaö er ólöglegt. Haföu ekki toppgrind né aðra aukahluti á bifreiðinni að ástæöulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiöir. SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN. ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaöamefnd iönaöarráöuneytisins Bílgreinasambandiö Félag íslenskra bifreiöaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráö

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.