Vísir - 29.10.1979, Blaðsíða 32
Umsjón:
Katrin Páis-
dóttir
vtsm
32
Fræbbbiarnir senda
frá sér plðtu
Fræbbblarnir, eina pönkrokk-
hljómsveitin hér á landi, sendir
frá sér sina fyrstu hljómplötu i
næstu viku. A plötunni eru þrjú
lög, tvö þeirra frumsamin eftir
meölimi hljómsveitarinnar.
Valgaröur Guömundsson, einn
meölimur hljómsveitarinnar,
sagði aö platan væri tekin upp hér
á landi, en væri unnin i Bretlandi.
Hún veröur kynnt þar i landi og
mun hljómsveitin Stranglers hafa
þar hönd i bagga.
Fræbblarnir skemmta viöa i
skólum á næstunni, en i lið meö
sér hafa þeir fengiö nokkrar aör-
ar hljómsveitir, sem koma fram i
fyrsta sinn. Þá er einnig meö
þeim ljóöasöngvarinn Kristján
Hreinsmögur.
Meölimir Fræbbblanna eru
fimm talsins, þar af einn ljósa-
meistari, sem sér urn ljósadýrð-
ina á sviöinu meöan Fræbbblarnir
þenja sig.
-KP
Fræbbblarnir skemmta i hinum ýmsu skólum á næstunni. Vlsismynd GVA
1 diSM.
m nmmœmm IHi yH|
Hafsteinn Guðmundsson, Gisli ólafsson og Björn Jóhannsson.
Stórviðburðir ársins 1978
Bókaútgáfan Þjóðsaga
hefur sent frá sér bókina
Árið 1978 — stórviðburð-
ir liðandi stundar i
myndum og máii.
Arbókin 1978 er 344 siður i stóru
broti og myndir eru 450 talsins,
þar af 177 i litum. í bókinni eru
yfirlitsgreinar um ýmis efni og
yfirgripsmikill kafli um iþróttir.
Bókinni fylgir bæklingurinn
„Þáttur af Eyjólfi Kárssyni”,
sem Finnbogi Guömundsson bjó
til prentunar.
Forstjóri Þjóösögu er Hafsteinn
Guðmundsson, GIsli Ólafsson rit-
stjóri, en Björn Jóhannsson tekur
saman sérkafla.
Kjarvalsstaðir:
Myndir 09 múslk
- Elnar Hákoarson sýnir Jónas ingimundarson
leikur á pianó
Einar Hákonarson hefur opnaö
málverkasýningu aö Kjarvals-
stöðum. Sýningin stendur til 11.
nóvember, en Einar sýnir 67
myndir, sem flestar eru málaðar
á s.l. tveim árum.
Siöast sýndi Einar aö Kjarvals-
stööum 1976. Myndir hans hafa
breyst nokkuð siöan á þeirri sýn-
ingu, formiö hefur losnaö upp og
hann fer frjálslegar meb þaö.
Flestar myndirnar sem Einar
sýnir nú eru figúratifar, sýna fólk
og mannlíf.
1 spjalli við Einar kom þaö
fram aö hann er óánægöur meö
þaö hvernig fjölmiölar, þá sér-
staklega sjónvarp, gerir mynd
listarsýningum skil.
„Þetta er allt lesiö i belg og
biðu á föstudagsfréttatima sjón-
varps. Látinn málari, sem hefur
unniö að iist sinni i áratugi fær
sömu afgreiðslu og nýliði sem
sýnir i fyrsta sinn, svo tekið sé
dæmi”, sagöi Einar. Hann kvað
annað upp á teningnum þegar um
rallkeppni væri að ræða, þá væri
hægt að kvikmynda og gefa þvi
efni nægan tima i dagskránni.
„Myndlistarmenn eru mjög óá-
nægðir með þessa afgreiðslu
mála”, sagöi Einar.
Jónas Ingimundarson pianó-
leikari heldur tónleika i kvöld
klukkan 21 i vestursal, þar sem
sýning Einars stendur yfir. A
efnisskránni eru m.a. verk sem
ekki heyrastoft á tónleikum hér-
lendis. Má þar nefna sónötu eftir
italska tónskáldið Baltasarre
Galuppi sem uppi var á 18. öld.
Eftir Franz Schubert verða leikin
þrjú pianóljóð. Þá eru verk eftir
List, Rachmaninoff og
argentinska tónskáldið
Ginastera.
-KP
Mynfl-
kynn-
ing
Myndkynning hefur opnaö
galleri aö Armúla 1. Þar eru nú
sýndar m.a. olíumálverk eftir
Guðmund Karl, lágmyndir úr
gifsi eftir Helga Gislason og
grafik eftir Braga Asgeirsson,
Erró, Kristin Pétursson,
Kjartan Guöjónsson og ýmsa
erlenda og innlenda listamenn.
Myndkynning hefur opinn
sýningarsal sinn frá klukkan 11
til klukkan 18 daglega og einnig
eftir samkomulagi, ef þess er
óskaö.
Nýi sýningarsalur Myndkynningar er aö Armúla 1. Þar eru nú sýndar myndir Erró, Braga Asgeirsson
ar o.fl.
Mauritz Stiller
Sænsk
kvik-
mynfla-
vika
Vikuna 27. okt. til 2.
nóv. stendur yfir sænsk
kvikmyndavika í Regn-
boganum. Verða þar
sýnd verk tveggja helstu
höfundanna frá gullöld
sænskrar kvikmynda-
gerðar í fyrri heims-
styrjöldinni og á árun-
um eftir hana, þeirra
Victors Sjöströms og
Mauritz Stillers. Enn-
fremur verður sýnt
hverja þýðingu verk
þessara höfunda hafa
haft fyrir seinni tíma
kvikmyndagerðarmenn
í Svíþjóð og er mynd
Ingmars Bergmans,
,,Det sjuende Inseglet"
einnig á dagskrá af
þeim sökum.
Myndirnar eftir Sjöström og
Stiller, sem sýndar verða, eru
frá timabilinu 1917 til 1920, og
taldar einhver bestu verk
þeirra. Sænskir kvikmynda-
gerðarmenn hófust handa um
ýmsar merkar nýjungar á
þessu tímabili, m.a. unnu þeir
aö kvikmyndatöku i náttúru-
legu umhverfi og nýttu kvik-
myndatæknina á mjög raun-
sæislegan hátt.
Sænska sendiráöiö og
Islensk-sænska félagiö gang-
ast fyrir þessari kynningu á
sænskri kvikmyndalist, en
hver mynd veröur sýnd þrisv-
ar sinnum. Myndirnar sem
sýndar veröa eru: „Terje
Vingen”, „Klostret i
Sendomir” og „Körkarlen”,
allar éftir Victor Sjöström.
„Sangen om den eldröda
blomman” „Herr Arenes
pengar” og „Erotikon” allar
eftir Mauritz Stiller. Auk
verka gömlu meistaranna er
svo „Sjöunda innsigli” Berg-
manns á boðstólum.
-SKJ
!