Vísir - 29.10.1979, Síða 9
Byggingarsjóöurrlkisins getur vegna fjárskorts ekki greitt út þau lán, sem koma áttu til útborgunar á síðustu mánuðum þessa árs.
Breytingar á húsnæðismálalánum:
VÍSLR
Mánudagur 29. október 1979
Vart hefur þaö fariö fram hjá nokkrum manni aö mikið hefur und-
anfariö veriö rætt og ritaö um breytingar á húsnæöismálaiánum.
Magnús Magnússon féiagsmálaráðherra hefur kynnt tillögur sinar
um breytingar á lögum um Húsnæöismálastofnun, þ.á.m. um hækk-
un lána i 80% af byggingarkostnaði I áföngum fram til 1990, sem
fjármagna á aö mestu meö beinum framlögum úr rikissjóöi.
Ekki er grunlaust um, aö almenningur taki þessum hugmyndum
meö nokkurri varúö, og er þaö raunar ekki aö undra, þegar litið er
til þess, aö tillögurnar eru lagöar fram skömmu áöur en flokkur
ráöherrans gekk úr rikisstjórn og kraföist nýrra kosninga. Þá er nú-
verandi staöa þessara mála ekki slik, aö hún bendi til þess aö hugur
fylgi máli, þar sem Byggingarsjóður rikisins getur vegna fjárskorts
ekki greitt út þau lán, sem koma áttu til útborgunar á slðustu
mánuöum þessa árs. Magnús Magnússon getur ekki skotið sér und-
an ábyrgö á þvi aö markaðir tekjustofnar Byggingarsjóös, voru
stórlega skertir á f járlögum þessa árs og enn bólar ekkert á þvi viö-
bótarfjármagni sem hann veit og viöurkennir aö þarf aö útvega til
þess aö hægt veröi aö greiöa út lán meö eölilegum hætti til ársloka.
Þá sýnir þaö fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem iagt var fram á
Alþingi nú I haust aö ekki er þar gert ráö fyrir hækkun Húsnæöis-
málalána á næsta ári. Þvert á móti er þar gert ráö fyrir áframhald-
andi skeröingu markaöra tekjustofna, þannig aö raungildi útlána
virðist fremur muni ætlaö aö minnka en aukast á næsta ári. Þó kann
aö vera, aö vinstri meirihlutinn I Reykjavik muni þarna koma tii
hjálpar meö þvi aö draga stórlega úr lóöaúthlutunum og þar meö
eftirspurninni eftir lánum, en varla er þaö sú lausn á húsnæöis-
málunum, sem almenningur sættir sig viö.
Tiliögur sjálfstæðis-
manna
Einstakir þingmenn Sjálf-
stæöisflokksins hafa lltillega
kynnt tillögur flokksins I hús-
næðismálum að undanförnu, en
þær tillögur hafa veriö I mótun
um nokkurt skeið. Niöurstaðan
úr þeirri vinnu liggur nú fyrir I
frumvarpsdrögum, sem
væntanlega munu lögð fram i
byrjun næsta þings. En hverjar
eru þessar tillögur? Hér er i
stuttri grein ekki hægt að gera
tæmandi grein fyrir þeim, enda
eru þær all viðamiídar en ég
mun hér gera grein fyrir nokkr-
um þeim helstu.
1. Lánshlutfall verði þegar
hækkað I 80% af byggingar-
kostnaöi af almennum lánum.
Lánin verði til einstaklinga á
sama hátt og nú á sér stað t.d.
um llfeyrissjóðslán og fylgi
þannig einstaklingi en ekki
viðkomandi fasteign eins og
nú er. Samkvæmt þessum til-
lögum á hver einstaklingur
eöa f jölskylda rétt á aö fá einu
sinni fullt lán (80%), miðað
við fjölskyldustærð. Kaupi
þessi einstaklingur eða byggi
öðru sinni á hann rétt á 15%
láni, en hafi orðið breytingar
á fjölskyldustærð frá þvi
byggt var eða keypt i fyrsta
sinn á viökomandi rétt á fullu
láni (80%) vegna stækkunar
ibúðar, sem þvi nemur. Hug-
myndin sem hér býr að baki
er sú, að gera almenningi
kleift að búa i eigin húsnæöi,
en hins vegar taliö óþarft að
sömu aðilar fái hvað eftir
annað full lán til bygginga.
2.1 þessum tillögum er ekki
gerður greinarmunur á þvl
hvort um er að ræða nýtt eða
eldra húsnæði og lán miðuö
við fjölskyldustærð, óskert þó
byggt sé eða keypt stærra en
viðmiðun um fjölskyldustærð
segir til um. Raunverulegt
lánshlutfall veröur þá að
sjálfsögðu lægra i þvi tilviki
að byggt er stærra. 80% láns-
hlutfall lækkar einnig ef um
er að ræöa önnur áhvilandi
lán, t.d. lifeyrissjóðslán eða
eftirstöðvar kaupsverðs. Lán-
in veröi til langs tima (30-35
ára) með lágum vöxtum og
fullri verðtryggingu.
3.1 tillögum sjálfstæðismanna
er fjármögnun Byggingar-
sjóðs rikisins hugsuð með allt
öðrum hætti en I tillögum
félagsmálaráðherra. 1 staö
þess að byggja nær eingöngu
á slvaxandi framlögum úr
rikissjóði vilja sjálfstæðis-
menn að komið veröi á
frjálsri verðbréfadeild, þar
sem seld verði skuldabréf
með föstum vöxtum og fullri
verðtryggingu og standi þessi
neöanmdls
Gunnar S. Björnsson fram-
kvæmdastjóri ræöir m.a. um til-
iögur Magnúsar H. Magnússon-
ar félagsmálaráöherra og til-
lögur Sjálfstæöisflokksins I hús-
næöismálunum. Um tillögur
félagsmáiaráöherra segir
Gunnar: „Ekki er grunlaust
um, aö almenningur taki þess-
um hugmyndum meö nokkurri
varúö, og er þaö raunar ekki aö
undra, þegar litiö er til þess, aö
tillögurnar eru lagöar fram
skömmu áöur en flokkur
ráöherrans gekk úr rikis-
stjórn”.
fjármögnun að meginhluta
undir fjárvöntun sjóðsins sem
verður veruleg fyrst 1 stað, en
mun siðan fara minnkandi,
þegar eiginfjárstaða hans
batnar. Meginatriöið er, að
með þessum hætti verður
Byggingarsjóður ríkisins
geröur að raunverulegum
lánasjóði, I stað þess að veita
lán, sem I raun hafa (sérstak-
lega fyrr á árum) verið nær
þvi að vera úthlutun á hálf-
geröum styrkjum, og hafa
ekki numið nema 20-30% af
byggingarkostnaöi nýrra
Ibúða og mun minni hluta af
kostnaði við kaup eldra hús-
næðis. Þetta kerfi hefur þvi
lítinn vanda leyst fyrir hús-
byggjendur, en sifellt kallað á
auknar fjárveitingar til sjóðs-
ins.
Rétt er að benda á i þessu
sambandi að við hækkun hús-
næðismálalána I 80% myndi
hlutverki llfeyrissjóða I fjár-
mögnun ibúöabygginga og-
kaupa, af þeim létt aö veru-
legu leyti og þvl eölilegt, aö
þeir fjárfestu þess I stað I
skuldabréfum Byggingar-
sjóös en haldi þeir á hinn bóg-
inn áfram útlánum til ein-
staklinga að einhverju marki,
minnkar um leið fjárþörf
Byggingasjóös, þar sem há-
markslán yrðu bundin við
80% eins og áður er getiö.
4. Lánaflokkar I tillögum
félagsmálaráðherra eru að
mestu hinir sömu og I tillög-
um sjálfstæðismanna og hiö
sama má raunar segja um
ýmsa aöra liði. Er það raunar
ekki að undra, þvi i báðum til-
vikum er byggt að verulegu
leyti á áliti nefndar, sem
Gunnar Thoroddsen, fyrrver-
andi félagsmálaráöherra
skipaði i sinni ráðherratiö.
Hefur núverandi félagsmála-
ráöherra viljað gera litið úr
þessu og gert þær hugmyndir
aö sinum. Má þaö aö vissu
leyti liggja á milli hluta og
gott eitt um þaö aö segja að
menn vilja leggja þjóöþrifa-
máli lið. Þeim mun meiri lik-
ur á aö þaö nái fram að
ganga. Hitt er annaö hvort
þaö er smekklegt, að eigna
sér sjálfur hugmyndirnar.
5. Tillögur sjálfstæöismanna,
eru mjög itarlega útfærðar,
hvað varöar hina einstöku
lánaflokka t.d. lán til viðhalds
húsnæðis og endurbóta til
þjóðfélagshópa með sérþarf-
ir, lán til byggingar þjónustu-
stofnana fyrir aldraöa (leigu-
Ibúðir og dvalarheimili) og
öryrkja svo og lán til sveitar-
félaga vegna undirbúnings
framkvæmda, bygginga og
endurbóta fyrir áöurnefnda
hópa fólks með sérstakar
félagslegar þarfir. Ekki er
kostur að gera þeim tillögum
skil hér að þessu sinni, en ég
vil sérstaklega vekja athygli
á tillögum um framkvæmda-
lán til byggingaraðila.
Reyndar eru I núgildandi lög-
um heimildir til slikra lána en
þær eru nú einungis til á
blaöinu en ekki i framkvæmd.
f tillögum Sjálfstæðisflokks-
ins er gert ráö fyrir að fram-
kvæmdalán geti numiö 70%-
90% af endanlegu láni eftir
þvi á hvaða stigi bygging er
afhent eiganda. Þá eru
ákvæði um skiptingu fram-
kvæmdalána eftir byggingar-
áföngum og yfirtöku væntan-
legs kaupenda á láninu.
Að minu viti myndi þetta
fyrirkomulag valda ger-
byltingu innan byggingar-
iðnaðarins og vera gtfurlega
stórt skerf I þá átt að breyta
byggingariðnaði úr „tóm-
stundastarfi” almennings I
raunverulegan atvinnurekst-
ur. Þaö er meira hagsmuna-
mál en fólk almennt gerir sér
nokkra grein fyrir enda varla
von, þar sem menn hafa ekki
kynnst ööru hér á landi. Ég
læt hér staöar numiö, þó
margt sé enn ótalið, sem vert
væri að nefna.
Raunhæfar tillögur
Nú mun vafalaust einhver
spyrja: Eru tillögur sjálfstæöis-
manna þá ekki jafn óraunhæfar
og tillögur félagsmálaráöherra,
eöa jafnvel verri, þar sem gert
er ráö fyrir að hækka almenn
lán strax i 80% ? Þvi svara ég
hiklaust neitandi. Grundvallar-
munurinn er sá, að i tillögum
sjálfstæöismanna er litið raua-
sæum augum á fjármögr.un
Byggingarsjóðs. Þær tillögur
gera ráð fyrir að fjármagna
ibúöabyggingar hér á landi meö
likum hætti og gert er á Noröur-
löndunum og hefur gefist þar
vel. Að ætla að treysta á vax-
andi framlög úr rikissjóöi mörg
ár fram i timann er hins vegar
óraunhæft. Það sýnir reynslan á
þessu sviöi og mörgum öörum.
Ég er hræddur um, að mark-
miöiö um 80% lán árið 1990
myndi fljótlega gleymast og
týnast við fjárlagagerð á næsta
áratug.
Ég vona að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái þann stuðning
kjósenda sem þarf, til þess aö
geta fylgt eftir stefnu sinni i
húsnæðismálum. Sú stefna er
ljós:. Sjálfstæðisflokkurinn viU
að sérhverri fjölskyldu veröi
gert kleift að eignast og búa i
eigin húsnæði. Yfirboð um
launahækkanir, sem ekki eru
grundvallaðar á aukinni fram-
leiðslu eru hjómið eitt og þaö
veit almenningur I landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn býöur
raunhæfar kjarabætur á formi
breyttrar skipunar húsnæöis-
mála. Það eru raunhæfar kjara-
bætur en ekki innantóm
kosningabrella.