Vísir - 29.10.1979, Blaðsíða 14
Mánudagur 29. október 1979
14
Vímufllalar geta hafl ai-
varleg ðhrif á meðgðngu
\ ió ytiiaA renna saman i eiit sæöisfruma frá karlmanninum »g
•< ggfi uma frá konunni. Þessar örsmáu fruniur bna i sér alia þá
moaeigtnicika. sem akveða að mjög mtkiu ieytt gerö hvers ein-
•.laklines Sjiiklegir eigínleikar geta erfst milli kynslöða, regna þess
,ið f»i leðuriiir báru þa i erfðaeindum (genuml eða erfðaböndum
i litiiiiigum.
Með nuíima tækni ntá i sumum tilfellum uppgötva slika erföa-
galla nteð rannsoknum a tósturfrumum i upphafi nteðgöngu, þó að-
eins þegar um er að ræða galla á iitningum. en erfðaeindirnar
igenin > eru of smá til þess aö greina galla i þeim.
(ialiar i genum eða litningum þurfa þó ekki að vera komnir frá
forfeðrunum. heldur geta þeir orðið til i kynfrumum annars hvors
foreldris \egna utan aö komandi áhrifa. Vitað er að geislar, ýmis
efni og jafnv el lyf, geta valdið slikum skemmdum. Eftir santruna
kynfruntanna hefst sköpun einstaklingsins með þvi að fruntan, sem
þannig er til orðin, fer að skipta sér ört. Smámsaman verða til sér-
hæfðar frumur, sem hafa mismunandi hlutverkum aö gegna. Þær
raða sér upp eftir óþekktum lögmálum, þannig að hinir óliku og sér-
hæfðu veíir líkamans verða til og flókin liffæri myndast.
1 lok fyrsta skeiðs meðgöng-
unnar. það er eftir 12 vikur, má
greina flesta vefi og liffæri lik-
amans. og fóstrið hefur tekið á
sig lögun. Þó er enn þá langt i
land að vefir og líffæri líkamans
séu fullþroskuð, auk þess sem
neðanmals
,,Af dýratilraunum og rann-
sóknum á fólki er vitað, að fjöldi
efna og lyfja getur vaidið fóst-
urgöllum, ef þunguð kona neytir
þeirra á fyrstu mánuðunt meö-
göngunnar", segir Auðólfur
Gunnarsson, læknir, i þessari
grein um áhrif vimugjafa á
meðgöngu, er samfara reyking-
um eöa áfengisneyslu barnshaf-
andi kvenna.
mikill vöxtur á eftir að eiga sér
staö og á þetta ekki síst við um
sérhæfðustu liffærin, svo sem
heila og aðra hluta taugakerfis-
ins.
Við myndun vefja og lif-
færa eiga sér stað mjög flóknar
og viðkvæmar efnabreytingar,
sem næmar eru fyrir utan að
komandi áhrifum. Af dýratil-
raunum og rannsóknum á fólki
er vitað að fjöldi efna og lyfja
getur valdið fósturgöllum, ef
þunguð kona neytir þeirra á
fyrstu mánuðum meðgöng-
unnar.
Sennilega er alræmdasta
dæmið um Talidomid, sem olli
miklum vanskapnaði á fjölda
barna, áður en orsökin uppgötv-
aðisUEnn eru i notkun efni og lyf
sem geta valdið vanskapnaði,
einkum ef þeirra er neytt i mikl-
um mæli i upphafi meögöngunn-
ar, þótt iftast sé ekki um eins
aivarlega galla að ræða eins og
af áhrifum Talidomids. Um
áhrif margra annarra efna er
litið sem ekkert vitaö i þessu
tilliti. Vegna þessa erþunguöum
konum yfirleitt ráðlagt að neyta
sem minnst af lyfjum eða öðr-
um efnum, sem ekki eru þaul-
reynd, einkum á fyrsta skeiði
meðgöngunnar*
Eftir aö frummyndun vefja og
liffæra lýkur á fyrstu þremur
mánuðum meögöngunnar, er
fóstrið áfram algjörlega háð
næringu og súref nisflutn-
ingi frá móöurinni um fylgj-
una, meöan frekari þroski á
sér staö. Flest efni, sem þung-
uðkona neytir berast til fósturs-
ms um fylgjuna, en þetta er þó
ekki algilt. Fóstrið er yfirleitt
mun viðkvæmara fyrir skaðleg-
um efnum en móöirin sjálf.m.a.
vegna þess að ýmis liffæri, svo
sem miðtaugakerfiö eru enn I
mótun.
Áhrif tóbaksreyks
veruleg
I tóbaksreyk eru mjög mörg
efni og áhrif þeirra á fóstrið eru
margslungin og ekki aö fullu
þekkt Mest er vitað um áhrif
tveggjaefnarnikótins og koisýr-
lings Nikótinið veldur sam-
drætti i legvöövanum. þanntg að
enn getur þrengt að æðum, sem
liggja til fylgjunnar. Auk þess
er talið að nikótin hafi bein áhrif
á heila og hjartastarfsemi
fóstursins. Þannig má með ein-
faldri tilraun sýna fram á
minnkaðar hreyfingar fósturs
og tiðari hjartslátt samfara
reykingum móöur. Kolsýrlingur
(CO) i tóbaksreyk binst blóð-
rauðamóðurinnar, en hann hef-
ur þvi hlutverki aö gegna að
flytja súrefni um likama hennar
og til fóstursins um fylgjuna.
Blóðrauöi fóstursins hefur
miklu meiri tilhneigingu til aö
taka til sin kolsýrling en súrefni
úr blóði móðurinnar og losnar
ekki við hann nema á alllöngum
tima. Þannig geta a.m.k. 10% af
blóðrauða fóstursins verið
bundin kolsýrlingi I stað súr-
efnis ef móðirin reykir mikið.
Auk þess veldur kolsýrlingur
þvi aö vefir bamsins ná verren
skyldi til sin þvi minnkaöa súr-
efni sem til þeirra berst. Vitað
er að súrefnisskortur er fóstrinu
hættulegur og dregur Ur þroska
þess.
200 grömmum léttari
börn
Sýnt hefur verið fram á að
börn mæðra sem reykja eru að
meðaltali 200 g léttari en börn
þeirr» mæðra sem r-kki reykja
Ahrifin vaxa með auknum reyk-
ingum og eftir þvi sem á með-
göngutimann liður. Þannig ber
ekki á minnkuðum fæðingar-
þunga ef konan hættirað reykja
fyrir fjórða mánuð meðgöngu-
timans.
Vitaö er að ákveðin fvlgni er á
milli óeðlilega lágrar fæðingar-
þvngdar og burðarntálsdauða.
þ.e. aö börn fæðast andvana eða
devja a fvrstu viku eftir fæð-
ingu.
Sýnt hefur verið fram á
hækkun buröarmálsdauða hjá
konum sem reykja á meðgöngu
og vex áhættan með auknum
reykingum. Þessiáhætta verður
meira áberandi ef aðrir áhættu-
þættir eru einnig til staðar. þ.e.
sjúkdómar eða aðrir erfiðleikar
ámeðgöngu. Auk þessa er tiðni
fósturláta og fylgjuloss aukin
samfara reykingum.
Vissar rannsóknir hafa enn-
fremur bent til þess að miklar
reyktngar kvenna á meðgóngu
geti dregið úr vexti og jafnvel
andlegum þroska barna fram
eftir aldri. Samkvæmt þessum
rannsóknum á börnum mæðra
sem reyktu tiu eða fleiri siga-
rettur á dag á meðgöngu,
reyndust þau heldur lægri vexti
og seinni i námi.a.m.k. fram til
11 ára aldurs, borið saman við
börn kvenna, sem reyktu ekki.
Smásjárrannsóknir hafa leitt
i ljós sjúklegar breytingar i æð-
um i naflastreng og fylgju hjá
fóstrum mæðra sem reykja
meira en 10 sigarettur á dag.
Mögulegt er aö sams konar
breytingar séu til staðar i
likamsæöum barnanna. enekki
hefur það verið rannsakað.
Afleiðingar áfengis-
neyslu
Lýst hefur verið sérstakri
sjúkdómsmynd hjá börnum
mæðra sem neyta alkóhóls i
miklum mæli á meðgöngu. Fel-
ur hún m.a. i sér heilaminnkun,
hjartagalla og vaxtarskerðingu,
bæði fyrirfæðingu og fram eftir
aldri. 1 samanburöarrannsókn á
305 konum, sem fæddu á
Borgarsjúkrahúsinu i Boston
(Boston City Hospital) kom i
ljós að u.þ.b. þriöjungur af
börnum mæðra. sem nevttu
mikil alkóhóls á meðgöngu.voru
..Sérhvei kona sem gengur meö barn, verður að gæta sln mjög hvað
varðar neyslu vanabindandi efna og annarra vímugjafa/og miklar
reykingar og notkun alkóhóls á meðgöngutima eru fóstrinu hættu-
leg", segir Auðólfur Gunnarsson, læknir.
haldin meðfæddum göllum. Auk
þessa fæddust börn þeirra
mæðraoft fyrir timann, og voru
óeðlilega rýr miðað viö meö-
göngulengd. önnur rannsókn
leiddi í ljós 17% buröarmáls-
dauöa og minnkað andlegt at-
gerfi i 44% þeirra barna sem
lifðu. 1 þriðju rannsókninni kom
iljós að aðeins 7% kvenna, sem
drukku mikið allt meðgöngu-
skeiöið eignuöust heilbrigð
börn, þar sem aftur á móti 67%
þeirra, sem hættu drykkju eða
drógu verulega úr henni á meö-
gönguskeiðinu, eignuðust heil-
brigð börn. Af þessu má ljóst
vera aö mikil alkóhólneysla á
meðgöngu er mjög skaðvænleg
fóstri. Nýlegar rannsóknir hafa
ennfremur leitt i ljós aö drykkja
sem flokkast undir hófdrykkju
skömmu fyrir meögöngu og á
meðgönguskeiði viröist einnig
Afengisneysla þungaðra kvenna getur meðal annars valdið heilaminnkun,hjartagöllumog vaxtarskerö-
ingu.bæði fyrir fæöingu og fram eftir aldri. Þá hefur veriö sýnt fram á aö börn mæðra, sem reykja, eru
að meðaltali 200 grömmum léttari en börn þeirra mæðra, sem reykja ekki.
geta haft i för með sér áhættu
fyrir fóstrið þó i minna mæli sé.
Önnur vimuefni stór-
skaðleg
Varðandi áhrif annarra vimu-
gjafa á fóstur á meðgönguskeiði
er vitað að flest slikra efna fara
yfir i fóstrið i gegnum fylgjuna.
Ahrif þeirra á fóstrið eru yfir-
leitt meiri og langvinnari en á
móðurina, þar sem liffæri
fóstursins eru viðkvæmari fyrir
áhrifum þeirra, og þau skiljast
út og brotna niður hægar i fóst-
urlikamanum eftir fæðinguna.
Talið er að sum þessara efna
geti valdið vanskapnaði hjá
fóstri. Ofnotkun vanabindandi
lyfja veldur þvi að likami
fóstursins verður háður við-
komandi lyfi, t.d. heroíni, og
eftir fæðinguna koma fram
brottfallseinkenni sem geta ver-
ið lifshættuleg Flest þessara
efna virka slævandi m.a. á önd-
unarstarfsemi barnsins, sem
einntg getur verið þvi hættulegt
eftir fæðinguna.
Börn mæðra. sem háðar eru
vanabindandi efnum. fæöast oft
fyrir timann og eru óeölilega
rýr og þannig illa undir fæðing-
una búin, auk þess sem lyfja-
áhrifin eru þeim hættuleg.
Buröarmálsdauði er þvi veru-
lega hækkaður hjá slikum
konum. Hér við bætast oft
félagsleg og persónuleg
vandamál, sem valda þvi,
a.m.k. erlendis, að þess-
ar konur sækja illa mæðra-
eftirlit, neyta lélegrar fæðu og
reykja gjarnan i óhófi. Tfðni á
ýmsum smitsjúkdómum er
einnig óeðlilega há hjá þessum
konum og afkvæmum þeirra, en
það eykur enn á tiðni fóstur-
sköddunar og burðarmáls-
dauöa.
Af ofanskráðu má ljóst vera
að sérhver kona sem gengur
með barn verður að gæta sin
mjög hvað varðar neyslu vana-
bindandi efna og annarra vimu-
gjafa, og miklar reykingar og
notkun alkóhólsá meðgöngu eru
fóstrinu hættuleg. Nútima
mæðravernd beinist að þvi að
gera sem flestum konum fært að
fæða heilbrigð afkvæmi en eng-
in nema konan sjálf getur varið
fóstrið gegn þessum skaölegu
efnum.