Vísir - 29.10.1979, Side 23

Vísir - 29.10.1979, Side 23
VÍSIR Mánudagur 29. október 1979 23 GÖNGUSKÍÐI: TRAK: vestur þýsk BENNER: vestur þýsk JOFA: sænsk KARHU: finnsk BLIZZARD: austurrísk yfir 15 gerðir SUVEREN: norskir ieður- ^gönguskíðaskór________ SVIGSKIDIs frá USA BLIZZARD frá Austurriki J Vj frá Austurríki frá Austurríki skiiaskér LOOK skfðabindingar Skiðafatnaður frá: ellesse oo'oor’ Utííf CSbelfe < V John situr uppi á skilti, sem auglýsir fasteignasöluna, sem þeir bræö- urnir vinna viö.en Greg styöur sig viö skilti, sem gefur til kynna aö viö- komandi fasteign sé seld. 1 John Og Greg viö kádfljákinn hans Johns. Bflarnir þeirra eru sérstak- lega útbúnir þannig, aö þeir geta sjálfir ekiö þeim. Oryövarin bifreið á Tæringu Verörýrnun Slsema endursö Stórfelldan vi r .Vlð erum elns og álkrónur innan um flmmeyringa” Tvíburarnir John Og Greg Rice hafa gert stóra hluti I viðskipta- heiminum, en samt eru þeir aö- eins 90 sentimetrar á hæö, hvor um sig. „Þaö þarf ekki stóran mann til aö slá í gegn, en þaö krefst alls mannsins.” segja Rice-bræöurn- ir, sem uröu 27 ára gamlir i september. Bræöurnir eru fasteignasalar og fyrsta áriö, sem þeir voru i þvi starfi, seldu þeir 57 hús, samtals aö andviröi meira en 1600 milljón- ir króna. „Viö höfum lagt hart aö okkur enda hugsum viö stórt og ætlum okkur aö ná langt. Þegar aörir hætta aö vinna klukkan 5, þá höldum við áfram og vinnum til 9 eöa 10 eöa bara þangað til viö er- um búnir að gera það, sem gera þarf.” Þeir voru aldir upp nálægt millahverfi I Flórida og þegar bræöurnir skoöuöu hús auðkýf- inganna i æsku, þá lofuöu þeir sjálfum sér aö unna sér ekki hvildar fyrr en þeir heföu safnaö aö sér öörum eins auöæfum. Eftir eins árs háskólanám hættu þeir i skóla og skelltu sér út I viðskiptin af eldmóöi miklum. Þeir sneru sér fljótlega aö fast- eignasölu og þeir fóru aö selja hús eins og 'heitar lummur. „Arið i ár er jafnvel enn betra söluár en það siöasta, enda vitum við núna,hvað við erum aö gera”, segir Greg, en hann býr meö bróður sinum á búgaröi i Flórida. Báðir eiga þeir og aka kadilják- um. En hver er skýringin á vel- gengni þeirra bræðra? „Við höfum aldrei talið stærö (smæð) okkar vera neitt vanda- mál. Viö gætum sagt: „Hér erum við, niutiu sentimetra háir dverg- ar, foreldrar okkar eru látnir og þjóöfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur. Komiö og vorkenniö okk- ur”. En svona hugsum viö einfald- lega ekki. Okkur finnst þetta vera þaö besta, sem fyrir nokkurn mann gæti komið. Okkur liöur eins og álkrónum innan um fimmeyringa. Viö erum minni, en viö erum verðmeiri.” En Rice-bræöurnir eru ekki eingöngu I fasteignasölu. Þeir hafa leikið i mörgum sjónvarps- auglýsingum, hafa tvisvar komiö fram I þáttum meö Donny og Mary Osmond, og svo leika þeir trúöa i mynd, sem veriö er aö gera meö Jerry Lewis og heitir: „Hardly working”. —ATA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.